Morgunblaðið - 22.03.1969, Side 15

Morgunblaðið - 22.03.1969, Side 15
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 196® 15 hverju handföstu um allan flöt- inn, en verður iðulega að gefast up-p og líður hálfilla á eftir, líkt Og maður hafi tapað leiknum. Máske er þetta með öðru ein- mitt tilgangurinn hjá listamann- inum, og ef svo er, þá finnst mér hann komast bezt frá því í áðurnefndri mynd, nr. 20 — því þarna er iða óhlutlægra forma, sem gætu líka verið hlutlæg, og þrátt fyrir innbyrðis tog- streitu, hraða og líf er aðdáan- leg kyrr'ð og ró yfir þessari mynd, líkt og að þar hafi Jens leyst hnútinn! Jens biðlar ekki til auga á- horfandans, honum er tjáningin fyrir öllu, og þó væri honum lagið að gera snotrar myndir, ef honum byði svo við að horfa. Hann skilur að tjáningin í sjálfri sér tilheyrir eðli mannsins. Að listin er skynrænt atriði, en ekki sjónreynsla ein saman, og því er fegurð í mynd harla afstætt hugtak. Síðustu myndir Jens Krist- leifssonar, sem allar eru gerðar á þessu ári, bera vott um mjög athyglisverðar breytingar, t. d. nr. 23, ,,Verur“, 26., „Ævintýri“ og 29, „Lífsþorsti", allt í senn er tæknin nú orðin fjölbreyttari, efniskenndin meiri og tilfinn- ingin fyrir hinu grafíska spili ríkari. Þetta er óvenjuleg, þakkarverð og skemmtileg sýning og væri gleðilegt, ef Jens tækist að þróa hæfileika sína enn frekar og fái tóm til meiri umsvifa í list inni. Sýning Páls Andréssonar Ungur maður, Páll Andrésson að nafni, heldur nú sína fyrstu sýningu í Hliðskjálf á Laugaveg 31. Það er rétt að minnast á þessa sýningu nokkrum orðum, því maður sér að hér er hæfi- leikamaður á ferð þrátt fyrir mjög ósamstæða sýningu. Páll Haukur Ingibergsson skrifar um: HLJÓMPLÖTUR SÚ hugmynd að systkinin Vil- hjálmur og Ellý Vilhjálms syngju saman inn á hljómplötu, er nú orðin að materialiskum veruleika. Kom 12 laga plata þeirra systkina, gefin út af SG hljómplötum, á markað fyrir nokkrum dögum. Ellý Vilhjálms ætti að vera óþarfi að kynna. Að vísu hefur hún ekki sungið opin- berlega nú um nokkurra ára skeið, en á fyrri helmingi þessa áratugar bar hún höfuð og herðar yfir aðrar ísl. dægurlagasöngkon ur og söng þá inn á nokkrar plöt ur, sem enn heyrast öðru hverju. Sannar það e.t.v. bezt gæði söng- konunnár. Vilhjálmur kom fyrst fram árið 1965 og söng þá með hljómsveit Ingimars Eydal á Ak- ureyri, en svo flutti hann til er bersýnilega lítt skólaður og bera fyrri myndir hans þess einkum vel vitni, einkum lands- lagsmyndirnar, sem eru margar frekar lausar og óákveðnar í út- færslu. En innan um eru myndir sem sannfæra um hæfileika, svo sem myndirnar: „Grasakonur" (10), „Alfabyggð“ (18), sem er vafalíti'ð bezta mynd sýningar- innar vegna jafnvægis í út- færslu allri og loks „Skáldskap- ur“ (32), sem bendir á persónu- lega vinnu. Páll er rómantískur tilfinn- ingamaður, og ströng form henta honum ekki — þarf meiri lær- dóm og aga. Eina vatnslitamynd sýnir hann þarna, og hefðu þær gjarnan mátt vera fleiri. Bragi Asgeirsson. Reykjavíkur og hefur síðan starf að með Mágnúsi Ingimarssyni. Hefur hann sungið inn á nokkr- ar 4 laga plötur, að vísu ávallt með öðrum þannig að þessi plata systkinanna er hans stærsta verk efni til þessa, því að hér syngur hann 3 lög á eigin spýtur og önn ur 6 með Ellý. Á þlötuhulstrinu stendur, að lögin á þessa plötu hafi verið válin með það í huga, að þau hæfðu röddum söngvaranna, og eru þau því úr ýmsum áttum, öll erlend og á ýmsum aldri, elzt er „Ramóna“, sem var samin fyrir 42 árum, en yngstu lögin fylla Vart árið. Einnig eru lögin mis- mikið þékkt hér. Þekktust eru auk „Ramónu“ „Heimkoma" (Green green grass of home) og „Aiparós“ (Edelweiss úr kvik- myndinni The Sound of Music). Minna þekkt eru svo „Ég fer í nótt, Langt langt út í heim, Ó, að það sé hann og svo „Einn ég vaki“, lag, sem margar ísl. hljóm sveitir hafa fengizt við, þó að engin þeirra hafi leikið það á plötu, Afgangurinn er svo lítt eða óþekkt lög, og vekja þar mesta eftirtekt 2 lög, sem flokka má undir „country and western", tónlistartegund, sem heyrist lítið í útvarpsstöð ísl. ríkisins, en þeim mun meira í Keflavíkurút- varpinu. Meirihluta textanna h.ef ur Ómar Rágnarason samið, en einnig hafa Jón Örn Marinósson, Baldur Pálmason og Ólafur Gaukur lagt sit taf mörkum, og svo er einn texti eftir Þorstein Gíslason. Eru textarhir yfirleitt vel af hendi leystir. Þó eru Yilhjálmur og Ellý Vilhjálms — standa sig vel að vanda. ,,Minningar“, ljóðrænn texti Jóns Arnar, einna athyglilsverðastur, auk nokkurra gullkorna frá Óm- ari. Mestan veg og vanda af hljóð- færaslættinum á þessari plötu á Magnús Ingimarsson en hann er bæði útsetjari og hljómsveitar- stjóri. Er undirleikurinn með fjölskrúðugaeta móti, þar sem Magnús nýtir, auk venjulegrar hljómsveitar, bæði strengi og blásara, alls, 13 manns, en það segir þó ekki alla söguna, því að margtöku er beitt í ríkum mæli, þar sem sum hljóðfærin eru tek- in upp oftar en einu sinni til að fá fram meiri breidd og fjöl- breytni, og svo leikur nokkur hluti liðsins á fleiri en eitt hljóð- færi. Auk þess kemur fram kór í sumum laganna, og eru þar á ferð félagar úr Fósfcbræðrum, Kammerkórnum og Kennara- skólakórnum. Eftir þessa plötu og úfcsetningar á tónlistinni í Del erium Bubonis, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu, má hik laust telja Magnús Ingimarsson einn okkar fremsta útsetjara fyr ir stærri hljómsveitir. Þá er komið að Vilhjálms þætti og Ellýar. Hafa þau syst- kiri eiit í ríkari mæli en almennt gerist um ísl. dægurlagasöngv- ara. Er það túlkunarhæfileikinn. Þau syngja sjaldan hlutlaust heldur gefa lögunum persónu- legan blæ eftir því, sem við á «- og gera textanna orð að sínum sbr. Ellý í ,,Ó, að það sé hann“. Þessi túlkunarhæfileiki hefur þó áður komið fram hjá Ellý, þann- ig að hún kemur hér ekkert á óvart, nema þá hve vel hún hef- ur haldið röddinni við undanfar- in hvíldarár, en hér er um nýja hlið að ræða hjá Vilhjálmi og ber þar hæst „Heimkomu“, þar sem hann, auk söngsins, talar nokkur orð og gerir það svo vel að það hljómar ekki afkáralega, eins og stundum hefur viljað brenna við, er söngvarar hafa farið að þylja fyrir munni sér inn i miðju lagi. í ,,Ég fer í nótt“ ætlar Vilhjálmur sér hins vegar of mikið, sérstaklega er þó sein- asti kaflinn misheppnaður. Sam- söngur systkinanna er oft með * ágætum, t.d. í „Ljúfa líf“ en annars staðar miður t.d. enda- tónninn í „Langt, langt út í heim“, sem er all sár. í heild ber þó tvímælalaust að hæla söngn- um, sérstaklega þó Ellý, þótt Vil- hjálmur komi ef til vill meira á óvart. Ýmis smáatriði, sem reynd ar stækka við nánari viðkynn- ingu, benda þó til þess, að meira hefði mátt nostra við hljóðritun á söngnulh, þá hefðu smáhnökr- ar horfið. Hijóðritun' fór fram í. RÍkisút- varpinu undir stjórn Knúts Skeggjasónar og hefur tekizt bærilega. Plötuhuktur er í hefð- bundnum stíl, en með athyglis- verðri litasamsetningu. BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJOMPLÖTUR DÍMÍTRÍ Sjostakóvits samdi tíundu sinfóníu sína árið 1963. Að margra dómi er hún bezt allra þeirra verka, sem hann hefur samið til þessa í því formi. Sinfónían var gefin út á hljómplötum fyrir mörgum árum, annars vegar undir stjórn Efrem Kurtz og hins vegar undir stjórn Karel Ancerl. Þóttu báðar hljóðrit- anir (og flutningur) góðar, þó að flestum þætti hinn „tékk- neski“ gyðingur Karel Ancerl hafa vinninginn, þótt mjótt væri á mununum. Þessar hljóðritanir voru báð ar í mono-upptöku og voru tæknilega góðar á þeirra tíma mælikvarða. En tækninni mið ar ört fram á við, og nýlega gaf Deutsohe Grammophon þessa sinfóníu Sjostakóvits út í afburða glæsilegri hljóð- ritun þar sem Herbert von Karajan stjórnar Fílharmón- íuhljómsveit Berlínar. Það er raunar svo oft búið að 'halda því fram, að Karajan sé ef til vill, og reyndar mjög senni- lega, fremstur ailra hljóm- sveitarstjðra heims eftir að Wilhelm Furtwangler lézt, að það er kannske að bera í bakkafullan lækinn að segja það einu sinni enn. Hvað sem því líður „vefur Karajan Anc- erl og Kurtz um fingur sér“, ef svo má að orði komast. Enn einu sinni situr mað- ur næstum höggdofa, þegar hlustað er á þessa makalausu hljómsveit, sem á sennilega engan sinn líka. Hljóðritun er með því bezta, sem heyrist í dag. — Og verkið? Örugg- lega ein bezta og áheyrileg- asta sinfónía vorra tíma. Mahler-aðdáendur geta líka skemmt sér við að heyra hversu margt Sjostakovits (eins og líka t.d. Benjamin Britten) sækir til hins frá- bæra tónskálds, Gustav Mahl- er. Úr því að farið er að minn- ast á Mahler, þá er ekki úr vegi að hugleiða lítillega hversu mikið er gefið út af hljómplötum með verkum hans hin síðustu ár. Fyrir nokkrum árum var mikið und an því kvartað, að mjög lítið væri fáanlegt af verkum Mahlers á hljómplötum. Nú er svo komið að sirifóníur hans, auk annarra verka, eru til í mörgum útgáfum. Svo virð- ist, sem t.d. hljómsveitar- stjórarnir Rafael Kubelik, Leonard Bernstein, Georg Solti, Otto Klemperer, Bern- ard Haitink, Erioh Leinsdorf svo eitfchvað sé tínt til, séu í þann veginn að stjórna öllum sinfóníum Mahlers í hljóðrit- unum. Við megum heldur ekki gleyma þeim upptökum, sem Bruno Walter lét eftir sig áður en hann dó, en hann er mörgum kærastur allra sem túlkandi verka Mahlers og hafði, eins og reyndar Klemp- erer líka, talsverða sérstöðu meðal fyrrgreindra hljóm- sveitarstjóra, þ.e.a.s. persónu- legan kunningsskap við tón- skáldið, en M'ahler lézt árið 1911. Þvi hefði áreiðanlega ekki verið trúað fyrir um það bil tíu árurn, að slíkt hljómplötu- flóð með verkum Mahlers mundi innan svo skamms streyma yfir tónlistarunnend- ur. Þykir sumum jafnvel nóg um. Fyrir nokkrum árum var fjallað í þessum þætti um þá nýútkomna hljóðritun á þriðju sinfóníu Maihlers, þar sem Leonard Bernstein stjórn aði Fíliharmóníuhljómsveit- inni í New York. Stendur sú hljóðritun enn fyrir sínu, þó að t.d. DeutsOhe Grammo- phon og RCA hafi fyrir skömmu sent frá sér hljóðrit- anir á þessu verki, annars vegar undir stjórn Kubeliks og hins vegar undir stjórn Leinsdorfs. Hafa þær upptök- ur fengið góða dóma, sérstak- lega Kubelik-útgáfan, en Leinsdorf-upptakan fær harkalega „krítik“ hjá sum- um, en aðrir telja hana þá beztu. En svo er að koma eða er sennilega komin á markað, þegar þetta kemur á prent, ný hljóðritun frá Decca þar sem Georg Solti stjórnar Sinfó- níuhljómsveitinni í London, kórum og einsöngvara. Sú upptaka er þó nokkuð for- vitnileg. Georg Solti er mjög flínkur fagmaður, ofsafenginn og spenntur „í spili", þó að hann risti ef til vill ekki allt- af mjög djúpt. En það gæti orðið hrikalegt að heyra hann í fyrsta þætti verksins, sem er með því magnaðasta og mest yfirþyrmandi, sem nokk urt tónskáld hefur skrifað fyr ir hljóm-veit. Fyrsti þáttur- inn einn er lengri en t.d. fimmta sinfónía Beefchovens, sem í sjálfu sér þarf ekki að segja eitt eða neitt. En maður skyldi ætla ,að þegar allt þetta kemur saman, tónsmíð- Framhald á bls. 19 - 1 ISTIR g ÓKHTIR - l ISTIR B ÓKHTIR - 1 ISTI * B ÓKHTIR - l ISTI IR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.