Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1909 21 Stjórn F. U. S. EYVERJA. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Jonsson, vararorm.; Sigurður Jons- son formaður; Magnús Jónasson, gjaldkeri. Aftari röð frá vinstri: Garðar Arason, meðstj.; Sigur- geir Sigurjónsson, meðstj.; Arnar Sigurmundsson, ritari; Sigurður Þ. Jónsson, meðstj.; Bjami Sighvatsson meðstj. (Ljósm. Magnús Jónsson). UNGIR Sjálfstæðismenn um land allt vinna nú að mótun fram- tíðarstefnu samtaka sinna. Hér birtist hluti þess umræðugrund- vallar. sem lagður var fyrir Aukaþing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna sl. haust og er nú til athugunar á vegum hinna einstöku félaga ungra Sjálfstæðismanna. Verða drögin lögð fyrir reglulegt þing S.U.S. nk. haust til afgreiðslu. Ahugafólk er hvatt til að kynna sér efni umræðugrund- vallarins og taka þátt i þvi framtiðar stefnumótandi starfi, sem verið er að vinna, með því að senda stjóm S.U.S. (VAL- HÖLL v/Suðurgötu) breytingartillögur, viðaukatillögur eða aðrar athugasemdir, og mun gerð grein fyrir öllum aðsend- um afhugasemdum á þingi samtakanna nk. haust. (Ath. hér birtist aðeins hluti umræðugrundvallarins). ÞRÖTTMIKIQ OG ÖRUGT STARF EYVERJA FÉLAGSSTARFSEMI F.U.S. Ey- verja í Vestmannaeyjum hefur staðið með mjö|g miklum blóma í vetur. Aðalfundur félagsins var haldinn um miðjan október 1968, og voru þá kjörnir í stjóm fé- lagsins þeir menn, sem taldir eru upp á meðfylgjandi mynd, ásamt Ellert Karlssyni og Sæv- ari Tryggvasyni. Fráfarandi formaður, Sigur- |geir Sigurjónsson, baðst eindreg- ið undan endurkjöri, en er for- maður hússtjórnar félagsins. í fyrrahaust fes'ti félagið kaup á húseigninni Vík >við Bárugötu í Vestmannaeyjum og standa vonir til, að félagsstarfsemin geti cxrðið enn meiri með tilkomu þess, en allmiklar endurbætur þarf að gera á húsinu, áður en svo verður. Eru framkvæmdir við húsið í þann veginn að hefj- ast þessa daga. Fjárhagur félaigsins er með ágætum, enda veitir ekki af, þar eð framkvæmdir við félagsheim- ilið eru fjárfrekar og nauðsyn, að tekjuöflun sé traust. Félagið hefur haldið 12 stjórn- arfundi, það sem af er vetrinum, og staðið fyrir nokkrum skemmt- unum. Árviss venja er að halda grímudans'leik á þrettándanum fyrir börn, og almennan dans- leik um kvöldið. Á sprengidags- kvöld var tekin upp sú ný- breytni að efna til un,glingadans- leiks í Samkomuhúsinu, en hann tókst fádæma vel og hefux fé- lagið fullan hug á að gera meira af slíku í vetur. Undirbúningur að Hvítasunnuhátíð félagsins er einnig hafinn um þess-ar mundir, en hún er einnig árviss liður í starfsemi félagsins. Auk þessa starfar félagið í samráði við hin Sjálfstæði.-félögin í Vest- mannaeyjum að sameiginlegum skemmtikvöldum yfir veturinn. Um miðjan nóvember síðasrt- liðinn gekkst félagið fyrir al- mennurn fundi um bæjarmál, þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn mættu og svör- uðu fyrirspurnum. Einnig áttu Eyverjar hlutdeild með hinum tveimur Sjálfstæðisfélögunum í Eyjum um almennan fund um landsmál, þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi, þeir Ingólfur Jónsson, Guðlaugur Gíslason og Steinþór Gestsson höfðu fram- sögu og svöruðu fyrirspurnum. Sunnudaginn 10. marz gengust Eyverjar svo fyrir ráðstefnu, þar ,sem fyrir var tekið eitt atriði úr þjóðmálaverkefnum næst-u ára, sem rædd voru á aukaþingi S.U.S. sl. haust. Var rætt um sjávarútvegsmál og hafði Matt- hías Bjarnason alþingismaður framsögu um efnið. Um kvöldið var síðan haldinn fundur í full- trúaráði Sjálfstæðisfélaganna, þar sem Steinar B. Björnsson, formaður Heimdallar kynnti þjóðmálaverkefni næstu ára fyrir ifulltrúum. — Hefur þátt- taka í þessum fundarhöldaim verið mjög góð og hið sama má segja um skemmtanir þaer, er Eyv-erjar hafa haldið. Félagið hefur einnig átt hlut- deild í útgáfu málgagns flokks- ins í Vestmannaeyjum, blaðsins Fylkis, og aðstoðað að verulegu leyti við útgáfu þess. Eins og sjá má, stendur félags- starfsemin með miklum blóma, en Eyverjar er hið eina stjórn- málafélag yngri manna í Eyjum, sem nokkuð kveður að. Meðlimir eru yfir 30-0 tals'ins, og mikill áhugi meðal ungs fólks um inn- göngu í félagið. Væntir félagið sér góðs af mörgum hinna nýju félaga um, að þeir muni taka virkan þátt í störfum félagsins. SÍDAN RITSTJÓRAR: PÁLL STEFÁNSSON OG STEINAR J. LÚÐVÍKSSON KEFLAVIK KEFLAVÍK Þjóftmálaverkefni næstu ára - UTANRÍKISMÁL - Fundur verður haldinn sunnudaginn 23. marz kl. 15,00 í Vík, Keflavík. 1. Avarp: Gunnar Alexandersson, varaformaður Heimis F.U.S., Keflavik. 2. Frummælandi: Matthias A. Mathiesen. alþingismaður. 3. Fundarstjóri: Benedikt Guðbjartsson, stjórnarmaður Stefni F.U.S., Hafnarfirði. Allir ungir Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjöidæmi eru hvattir til þess að fjölmenna. Heimir F.U.S. Samband ungra Sjálfstæðismanna. Ungir Sjálfstæðismenn vilja hefja nfja sókn í atvinnu- málum þjóðarinnar. Sú sókn hefur þríþætt markmið: I. að breikka svo grundvöll atvinrmlíxsins, að óhag- stæðar sveiflur í einstökum atvinnugreini'.m valdi ekki tímabundinni kjaraskerðingu svo nokkru nemi. II. að skapa atvinnu fyrir þær tugþúsundir nýrra fs- lendinga, sem koma á vinnumarkaðinn á næstu áratugum. III. að tryggja, að íslenzk þjóð búi við sömu lífs- kjör og stærri og öflugri nágrannaþjóðir við Atlantshafið. Ungir Sjálfstæðismenn fagna því, að stefna núverandi ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur hrundið af stað byltingu í atvinnumöguleikum þjóðar- innar, þótt þar hafi gætt hefðbundins misræmis í fjár- festingu samvirkra atvinnugreina. Lýsum við það sem eindregna skoðun okkar, að grundvöllur sé fyrir hendi undir trausta framfarasókn, þrátt fyrir þá stórfelldu erf- iðleika, sem nú steðja að í efnahags- og atvinrumálum. Ungir Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á, að sjávarút- vegur og fiskiðnaður verða um ófyrirsjáanlega framtíð höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, en vekja athygli á, að vegna tæknibyltinar í sjávarútvegi og vaxandi hagræð- ingar í fiskiðnaði munu þessar atvinnugreinar ekki sjá hinum mikla fjölda, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu áratugum, fyrir nægri atvinnu. Ungir Sjálfstæðis- menn lýsa því yfir þeirri staðföstu trú sinni, að byggja verði upp stórfelldan útflutningsiðnað, sem byggist á inn- lendum og erlendum hráefnum, menntun. hugkvæmni, smekkvísi og vandvirkni íslenzkra iðnrekenda, iðnaðar- manna og verksmiðjufólks í iðnaði. Til þess að þetta megi takast verður að opna iðnaðinum aðgang að stórum erlendum mörkuðum. Ungir Sjálfstæðismenn fagna forystuhlutverki Sjálf- stæðisflokksins fyrir uppbyggingu orkufreks stóriðnaðar og vilja vinna að áframhaldandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, en til þess verður að stórauka rannsóknar- starfsemi og leiða þannig í Ijós þau tækifæri, sem fyrir hendi eru. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að forsendan fyrir þessari þróun í atvinnumálum þjóðarinnar sé nánara samstarf og samruni fyrirtækja í stærri ein-ingar, sem hafi yfir að ráða meira fjármagni og eru betur undir það núin að taka í sína þjónustu nýja tækni. Ungir Sjálfstæðismenn telja jafnframt nauðsynlegt að virkja fjármagn fjöldans í þágu atvinnulífsins með beinni þátttöku almennings í at- vinnurekstri. Hér á síðunni verður gerð grein fyrir tillög- um ungra Sjálfstæ'ðismanna í einstökum greinum atvinnu- lífsins og mun verða reynt að hraða birtingu hinna ein- stöku umræðugrundvalla. RANNSÓKNIR OG NÝJAR ATVINNUGREINAR 1. Fjármagn til rannsóknarstarfa á sviðum aðalat- vinnugreina landsmanna svo og orkufreks iðnaðar og nýrra atvinnugreina á öðrum sviðum verður að stórauka. í þessu skyni verði samtökum atvinnuveganna gert kleyft að afla fjármagns til rannsókna og tilruunastarfsemi. Jafnframt er lögð áherzla á það, að framkvæmd þessara mála verði í höndum einstaklinga og samtaka þeirra, en ekki í höndum ríkisvaldsins. 2. Kanna ber sérstaklega eftirfarandi verkefni: 1) sjóefnavinnsla 2) olíuhreinsunarstöð 3) járnbræðsla 4) kjarnfóðurmylla 5) grasmjölsframleiðsla 6) áliðnaður 7) sykurhreinsunarverksmiðja 8) loðdýrarækt 9) silisíumframleiðála 10) rafeindaiðnaður 11) biksteinsnám 12) sútunariðnaður 13) forfórvinnsla 14) þaravinnsla 15) framleiðsla manneldismjöls 16) fiskirækt 17) þungavatnsframleiðsla 18) veiðarfæragerð SÆKJUM FRAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.