Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969 17 NATO TUTTUGU ÁRA islenzka sendinefndin heimsótt * Framhaldsstyrkur til gróðurrannsókna á hálendi íslands • Afmœlisins minnsf \ öllum aöildar- ríkjunum Brussel, 16. febrúar. ÞAN\ 4. apríl n.k. verða liðin 20 ár síðan Norður-Atlantshafs sáttmálinn var unðirritaður af ráðherrum 12 landa í Washing- ton. Með undirskrift sáttmál- ans stofnuðu ráðherramir Atl- antshafsbandalagið og lögðu grundvöll að einstæðu samstarfi rikja á sviði stjórnmála og varnarmála. Þáverandi utanrik isráðherra Islands, Bjami Bene diktsson, var einn þeirra 12, sem undirrituðu sáttmálann þennan dag. Þar með hafði fs- land tengzt nágrannalöndum sinum traustum böndum og lagt sitt af mörkum i sameiginlegu átaki til tryggingar friðar í okkar heimshluta. Á næstunni mun verða leit- azt við hér í blaðinu að gera nokkra grein fyrir starfi Atl- antshafsbandalagsins síðustu 20 árin og áformum þess í fram- tiðinni. Er vel við hæfi að hef ja þennan greinaflokk með heim- sókn i íslenzku sendinefndina hjá bandalaginu. Skrifstofa sendinefndarinnar er í aðalstöðvum bandalagsins hér í Brussel, byggingu, sem reist var á sex mánuðum í út- jaðri borgarinnar og upphaf- ilega var ráðgerð sem tímabund in lausn, en allar líkur benda nú til þess, að bandalagið hafi þar aðsetur til frambúðar. Það er raunar ekki heiglum hent að komast inn í íslenzku senidi- FYRSTA GREIN nefndarskrifstofuna, fremur en aðrar slíkar skrifstofur banda- lagsþjóðanna. Öryggisverðir krefja hvern þann, sem þang- að vill fara, um sérstök skil- ríki. Þegar þeirra hefur verið aflað í anddyri byggingarinn- ar, eftir að verðirnir hafa ráðg- azt við viðkomandi sendinefnd, fylgir einn þeirra gestinum inn í skrifstofuna. Þrír íslendingar starfa í sendinefndinni auk enskrar skrifstofustúlku, sem starfar hálfan daginn. Níels P. Sigurðs son, sendiherra, veitir nefnd- inni forstöðu, en auk þess er ihann sendiherra íslands hjá Belgíu og Efnahagsbandalag- inu. Níels hefur starfað í utan- ríkisþjónustunni síðan 1952 og var deildarstjóri í alþjóðadeild hennar, áður en hann varð sendiherra árið 1967, þegar Atl antshafsbandálagið flutti höf- uðstöðvar sínar frá París til Brussel. Ingvi Ingvarsson er sendifulltrúi. Hann hefur starf- að í utanríkisþjónustunni síð- an 1956 og áður gegnt störf- um í Moskvu, Washington og París. Svanhildur Sigurgeirs- dóttir annast daglegan skrif- stofurekstur sendinefndarinnar. EIN STÆBCR SAMSTARFSVETTVANGUR Starf sendinefndarinnar við bandalagið er fjölþætt. ísland tekur þátt í störfum nefnda bandalagsins jafmt á sviði stj'-rnmála sem varnarmála, enda þótt mannaflinn leyfi ekki furdarsetu nema í þeim helztu. F iráðið er æðsta stofnun b í'ags' Það ræður dag- legum rekstri þess, en stefnu- mótandi ákvarðanir eru tekn- ar á ráðherrafundum, sem haldnir eru tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Fastafúlltrúarn- ir hittast nokkrum sinnum í viku hverri bæði á fundum ráðsins og til óformlegra við- ræðna. Um störf ráðsins al- mennt segir sendiherrann: „Þar eru rædd öll mál, sem efst eru á baugi alþjóðamála hverju sinni. Aðildarríkin láta í ljós hugmyndir sínar um þau og skiptast á skoðunum. Þar koma fram upplýsingar, sem ó- gerningur væri að afla á ann- an hátt fyrir jafn fámenna ut anríkisþjónustu og íslendingar hafa. Þar eiga íslendingar að- ild að einstæðum samstarfsvett- vangi ríkisstjórna, þar sem all- ar ákvarðanir eru teknar með einróma samþykki aðilanna.“ Ingvi Ingvarsson situr fundi stjórnmá'lanefndarinnar, sem er mikil'vægust undirnefnda fasta- ráðsins á sviði stjórnmála. Þar er unnið að nauðsynlegum frum verkefnum, áður en þau koma fyrir ráðið. Raunar má segja, að starf bandalagsins á þessu sviði sé ekki mjög þekkt meðal almennings, þar sem það eðli sínu samkvæmt fer fram í trún aði og miðast fremur við skoð- anaskipti en opinberar ákvarð- anir. íslenzku fulltrúarnir sitja einnig reglulega fundi varnar- málanefndarinnar, sem fer með æðsta vald í varnarmálum bandalagsins. Áður fyrr var fjallað um varnarmá'lin í fasta- ráðinu, en er Frakkar drógu herafla sinn undan sameigin- legri herstjórn bandalagsþjóð- anna, var varnarmálanefndin stofnuð og eiga fulltrúar 14 að- ildarríkja sæti í henni. Her- málanefndin er -undirnefnd varnarmálanefndarinnar, sem í eiga sæti háttsettir herforingj- ar aðildarríkjanna, þar eiga ís- lendingar engan fulltrúa, en sendinefndin hefur aðgang að gögnum hermálanefndarinnar, og fylgist hún sérstaklega með öllu, sem kann að snerta varn- ir íslands. Skortur á íslenzk- um herfræðingum mun eðlilega há nokkuð virkri aðild að þess- um mikilvæga þætti í starfi NATO. SAMSTARF A ÖðRUM SVIðUM En samstarf NATO-þjóðanna innan bandalagsins takmarkast ekki við stjórnmál og varnar- mál. Á vegum bandalagsins starfa nefndir á fjölmörgum öðr um sviðum og má þar t.d. nefna vísindamálanefndina, efnahags- málanefndina og almannavarn- anefnd. Er það einkum í verka- hring Ingva að sitja fundi þess- ara nefnda eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Hann skýrir mér frá því, að nýlega hafi verið tekiin ákvörðun urn það í vísindamálanefndinni, að veitia 10.000 dala framhalds- styrk til íslands til þeas að Ijúka þár gróðurrannsóknum á hálendinu, sem Ingvi Þorsteins- son og Gunnar Ólafsson hafa undanfarið unnið að fyrir styrk frá NATO. Nýlega út- gáfu gróðurkorta og gerð þeirra má rekja til þessarar styrkveitingar. Enginn fslendingur starfar í þjónustu bandalagsins í höfuð- stöðvum þess. Nokkuð strangar kröfur munu gerðar til umsækj- enda og verða þeir helzt að hafa starfað í þjónustu eigin ríkis áður, einkum utanríkis- þjónustunni. Þá er þess kraf- izt, að starfsmennirnir séu jafn færir í ensku og frönsku.. Er við ræddum um starf efnahagsmálanefndarinn- ar barst talið meðal annars að samþykkt þeirri, sem gerð var á síðasta fundi þingmannasam- bands NATO eftir tilögu nokk urra þingmanna, um efnahags- aðstoð aðildarríkjanna við fs- land. Sendiiherrann benti á, að samþykktir þingmannasam- bandsins væru einungis ábend ingar um málefni, sem vert væri að gefa gaum. Fastaráðið hefði nýiega fjallað um ahar sam- þykktir síðasta fundar sam- bandsins og ákveðið að fylgj- ast með framgangi þeirra, en það væri á valdi einstakra rík- isstjórna að hefja frekari um- ræður um þær innan ráðsins. Efnahagsmálanefnd NATO fylgist náið með efnahagaþró- un einstakra aðildarríkja og undirbýr tillögur í þeim efnum fyrir fastaráðið. Um almennu starfsemina í höfuðstöðvunum sagði sendiherr ann: „Fyrir 10 árum starfaði ég í sendinefnd íslands í París, sé starfsemi NATO nú og þá borin saman blasir við gífur- leg aukning hennar. Sama þró- un hefur átt sér stað hjá NATO og öðrum alþjóðastofn- unum, starfið verður æ víðtæk ara eftir því sem einstakir þætt- ir þess komast í fastari skorð- ur. Hjá NATO hefur aukning- in sérstaklega átt sér stað, sem þáttur í viðleitni bandalags- þjóðanna til þess að bæta sam- búðina milli austurs og vest- urs.“ SAMSKIPTIN Vlð EFNAHAGSBANDALAGIÐ OG BELGÍU Eins og þegar hefur komið fram er sendiherrann fulltrúi íslands hjá fleiri aðilum en NATO, enda þótt það eitt virð- ist nægt verkefni. fslenzka sendiráðið fylgist einnig með störfum Efnahagsbandalagsins. Það tíðkast, að ríki þau, sem ekki eru aðilar þéss, skipi sendi herra til þess að koma fram fyrir sína hönd gagnvart því. Á þann hátt fá þau tækifæri til þess að fylgjast náið með starfi Efnahagsbandalagsinis, enda þótt þau hafi ekki rétt til beinnar íhlutunar í málefnum þess. íslenzka sendiráðið fylg- ist einkum með meðferð reglna um innflutning sjávarafurða !tíl efnahagsbandalagslandanna, en eins og kunnugt er geta ráðstafanir bandalagsins á því sviði ráðið miklu um afkomu okkar fslendinga. Um samskiptin miili íslands og Belgíu sagði sendiherrann: „Aður fyrr var algengt, að belgískir togarar angruðu okk ur með áleitni sinni inn íland- helgina, en. Belgar virða fisk- veiðimörk okkar nú betur en áður, þannig að þetta vanda- mál er að mestu úr sögunni. Verzlunarviðskipti landanna eru ekki nægilega mikil, en ég tel, að hér séu mögúleikar á auknum markaði fyrir íslenzk- an fisk og einnig fyrir lamba- kjöt, ef sölumennska yrði efld. Reglulegar samgöngur eru milli landanna á sjó, þar sem skip Eimskipafélagsins koma til Ant werpen á viku til tíu daga fresti. Auk þess veitir flug Loftleiða til Luxembourgar möguleika til fjölbreyttari við- skipta en nú eiga sér stað.“ 20 ARA AFMÆLISINS MINNST Þá ræddum við nokkuð um 20 ára afmæ'Ii Atlantshafs- bandalagsins og ráðagerðir til hátíðabrigða. Dagana 10. og 11. apríl n.k. verður vorfundur ut- ríkisráðherra bandalagsins haldinn í Washington, en fund- inn muniu að þessu sinni einn- ig sitja varnarmálaráðherrar flestra aðildarlandanna. í til- efni afmælisins hefur m.a. þeim, sem undirrituðu sáttmála bandalagsins 1949, verið boðið til Washington á þessum tíma. Er í ráði að efna til sérstaks hátíðarfundar til þess að minn- ast tímamótanna. Starflsemi bandalagsins verð- ur einnig kynnt sérstaklega í tilefni afmælisins. Einkum verður lögð á áherzla á sam- vinnu NATO-ríkjanna á öðrum sviðum en varnarmálum í þessu kynmingarstarfi. Gefin verða út fræðslurit um starf banda- lagsnis og aukablað af „NATO Letter“, mánaðarriti þess, mun koma út á tungumálum allra bandalagsþjóðanna. Fjölda blaðamanna frá ölium banda- lagsríkjunum hefur verið boð- ið til höfuðstöðva bandalags- ins nú í marz. Auk þess verður afmælisins minnzt í bandalagsríkjunum á einhvern hátt og má nefna, að í Portsmouth í Bretlandi verð- ur í maí efnt til mikillar flota- sýningar, sem Elísabet, drottn- ing verðúr viðstödd ásamt fastaráðinu, og í Belgíu verður efnt til flugsýningar á sumri komanda. En væntanlega verð- ur skýrt frá frekari hátíða- höldum síðar. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 hafnar á ný. Bandaríkin njóta ekki mikiMar samúðar á þessu sviði heldur. Á friðarviðræðumar í París er litið xneð tilliti til þess hvað þær séu, og hvað þær séu ekki. „Við sjáum, að það er mi'kið talað, en ekkert gert, mjög, lítið gefið“, sagði bíl- stjóri nokkur. „Svo við mið- um þetta við okkar eigin reynslu. Við veltuim fyrir okkur hversu mikinn raum- verulegan áhuga Bandaríkin hafa á því að binda enda á styrjöldina og við vitum að þótt styrjöldin stæði í þúsund ár, mynöy Vietnamar ekki hætta að berjast.“ Al'lar tilraunir til þess að koma á friðarviðræðum milli Nígeríustjórnar og Biafra- manna 'b^jfa farið út um þúf- ur. Helzti ásteytingarsteinin- inn er sá, að Lagosstjórnin hefur sett það skilyrði fyrir vopnahléi og viðræðum, að Biafra hætti við aðskilnaðar- stefnu sína frá Nígeríu. Biaframenn erú ekki reiðu- búnir til að ga.nga að þessu. Allir þeir, sem ég átti tal við 'hér, æsktu þess að styrj- öldinni í Vietnam lyki, fyrst og fremst — og þetta segir fólkið í Biafra án þess að slagorðakeimur sé af — að þeir hefðu viðbjóð á styrjö'ld- um. Biaframönnum er einnig Ijóst, að á meðan bardagarnir í Vietnam halda áfrarn, eru hendur Bandarí'kjanna bundn ar gagnvart Biafra. Hermaður, sem ég hitti á veitingaihúsi, sagði: „Við bú- umst alls etóki við því, að Bandaríkin vilji dragast inn í aðra styrjöld á erlendri grund. En við vituim hverju Bandaríkin gætu fengið áorkað varðandi frið hér og að viðbrögð bandarísfcs al- mennings eru taikmörkuð vegna bardaganna í Vietnam. Þetta kann meira að segja að hafa áhrif á hjálparstrfsem- ina við okku.r ,svo fyrir alla munj^látið Bandaríki.n binda enda á styrjöldina í Vietnam.“ Vonast eftir undirritun í sumur Bonn, Þýzikalandi, 20. marz, AP. WILLY Brandt, utanrikisráð- berra, sagði í dag að hann von- aðist til að Vestur-Þýzkaland verði reiðubúið að undirrita samninginn uim bann við dreif- ingu kjarnar'kuvopna fyrrilhluta sumarsins 1969. í ræðu, sem hann hélt í þinginu, kvaðst hann vona að þá yrði búið að fjalla um imálið á grundvel'li utan- ríkis- og innanríkisstefnu stjóm- arinnar. > Biörn Bjarnason skrifar f rá Brússel Ingvi Ingvarsson, sendifulltrú i, og Niels P. Sigurðsson, sendi- herra, í fundarsal fastaráðs Atl antshafsbandalagsins. (Ljósm: NATO)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.