Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1960 í UMSJA ASCEIRS JAKOBSSONAR SLÆGING UM BORD Það er nógu illt að manna skipin, þó ab sjómönnunum sé ekki aukið erfiði að ástœðulausu Tillögur L.Í.Ú. eru þessar: 1) Ekki er skylt að slægja fisk af togbátum, sem landað er daglega á vetrar- og haustver- tíð. það sætti, að menn teldu fisk- inn nýtast betur, Kjá landróðra bátum, ef hann væri ekki slægð ur um borð. Hjalti sagði að til þess gætu legið ýmsar ástæður. Væri rist framúr, þegar farið væri innan í fiskinn, væri hætta á að þunnildið rifnaði frá og holdið særðist og í það leituðu gerlar, og framúrristur fiskur væri illa hæfur til vinnslu í salt. Væri hinsvegar ekki rist framúr, vildi verða tvennt til um hversu vel slógið væri verk- að úr fiskinum, en það væri lít- ið gagn að því .að fara innan í fiskinn nema það væri vel gert. Þetta ætti auðvitað ekki við um fisk, sem væri fullur af átu, hann mætti helzt ekki liggja neitt með slóginu. Það er kæl- ingin á fiskinum sem er aðal- atriðið sagði Hjalti, og það að kasta honum sem minnst þvo hann vel upp og ísa hann vel. Hitt orkar tvímælis, hvort það borgar sig að kuðlast við að slægja um borð, ef róið er dag- lega. Við spurðum Hjalta, hvað hann héldi um þá kenningu að ormarnir, en þeir eru plága í Breiðafjarðarfiskinum, og vestra og reyndar v íðar, leit- uðu í innvolsið og það gæfist vel að slægja ekki strax orma- fiskinn. Htjalti sagði að þetta væri gömul kenning, sem menn væru nú farnir að veita talsverða at- hygli og stæði fyrir dyrum að rannsaka þetta ýtarlega. Sjómannasíðan hafði einnig samband við verkstjóra í frysti- húsi, og það var eins, hann var alls ekki viss um, að það væri til bóta að slægja nýjan fisk um borð. rennsli gamalla lima, svo sem Fiskifélagsins og Sjávarútvegs- málaráðuneytisins. Við ætlum að leggjast í spottann með gamal- mennum og unglingunum sem bera uppi þennan undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar. Því að svo sem alkunna er eru það helzt gamlir menn, sem nenna að baksa við útgerð og unglingar sem fást til að róa. — Þennan fróma tilgang sýndu framámenn i hinu nýja félagi ljós- lega með því að leita fyrst til fiskimálastjóra og biðja hann um að halda fyrsta erindið á fyrsta reglulega fundinum. Það hafði verið hugleitt að efla fiski deildir í stað stofnun nýs félags, en á því voru ýmsir skipulags annmarkar og því horfið að síð- ara ráðinu. Á fyrsta fundinum flutti for- maðurinn, Gunnar Friðriksson á varp og mótaði þar framtíðar stefnu félagsins jafnframt því sem hann flutti tímabæra hug- vekju um samband — eða rétt- ara sagt sambandsleysi — nú- verandi menntunarkerfis við at- vinnuvegina. Fiskimálastjóri ræddi í sínu erindi um tímamót í sjávarútvegi landsmanna, á- stand og horfur og gefst von- andi tækifæri til að birta glefs- ur úr þessum erindum. í GREIN hér á Sjómannasíð- unni, sem hét: Ganialt tré eða ný spíra, var ýjað að því, að ekki mætti dreifa litlum félags- legum kröftum sjávarútvegs- manna með stofnunum nýrra fé- laga, heldur væri nær að styrkja þau, sem fyrir væru. Forgöngu- menn nýs félags, sem heitir: Félag áhugamanna um sjávarút- vegsmál töldu þessu greinar- korni hálvegis stefnt að sér og hafa því tjáð mér, að þar hafi ég tekið skakkan pól í hæðina ef sú hafi verið meining mín. Þeir segja: Meningen er gú nokk við ætlum alls ekki að dreifa kröftunum heldur örva blóð- . -x f klakabrynju af miðunum N5LEGT reglugerðarákvæði leggur þá kvöð á fiskimenn á batunum að slægja allan fisk þó að róið sé daglega. Þetta hef- ur mælzt illa fyrir og segja sjó- menn, að þetta auki þeim ekki aðeins vinnu, heldur sé alls ekki til bóta að því er snertir gæði fisksins. Sjómannasíðan spurðist fyrir um þetta mál hjá Kristjáni Ragnarssyni hjá L.Í.Ú. og hann sagði að Land- sambandið hefði sótt um undan- þágu frá þessu reglugerðará- kvæði og byggði það á reynslu fiskvinnslustöðva, sem hvort- tveggja höfðu reynt að taka við fiski ýmist óslægðum eða slægð- um úr síðustu lögn eða eftir dag róður. Af þessum samanburði virðist mega álykta að nýr fisk- ur batni ekki við slægingu um borð og á þetta við um fisk veiddan í net, línu eða troll. Þetta hafi í för með sér minnk- andi aflaköst, þar sem menn- irnir ann: ekki slægingu, ef eitt- hvað veiðist að ráði, og rýri einnig verðmæti þess afla sem 2) Ekki er skylt að slægja fisk úr síðustu lögn á veiðum með netum eða línu. ÆT Isingar- töflur RANNSÓKN.TR a veðurskilyrð- um sem orsaka ísingu hafa nú verið gerðar yfir svo langt tíma- bíl, að Þjóðverjar og Bretar eru farnir að gefa út töflur fyrir fiskimenn sína og af eiriföldu línuriti á skipstjór- inn .að g'eta áætlað líkurnar fyr- ir ísingu eftir hitastigi lofts og lágar, vindhraða ofl. Það eru nokkrir mánuðir síðan þessar töflur voru gefnar út og Bretar eru farnir að nota þær á náms- skeiðum, sem þeir halda fyrir skipst j ór narmenn. ekki cr Vinnuaðstaðan fæst, þar sem gota og lifur nýt- ist ekki um borð í þessum litlu bátum og verði að henda hvor- tveggja. á þessum litlu bátum. 3) Ekki er skylt að slægja fisk á veiðum með netum, þótt um afla úr tveimur lögnum sé að ræða, ef afli úr fyrri lögninni er þveginn, aflanum raðað í stíur og ísaður. Sjómannasíðan sneri sér einnig til Hjalta Einarssonar, fiskiðnfræð ings og spurðist fyrir um, hverju Athyglisverð tillaga Á FUNDI hjá Félagi áhuga- manna um sjávarútvegsmál kom fram tillaga um að senda alla lögfræðinga út í sjó. Einíhver fundarmanna gerði þessa við- auka tillögu: —, á flóðleku skipi. . . Ótímabœrt að fordœma — segir Guðni SJÓMANNASÍðUNNI hefur bor izt bréf frá Guðna Þorsteins- syni, fiskifræðingi. Guðni telur alls ekki vonlaust að takast megi að nota þýzku flotvörpuna á síðuskipi eins og Björgvini, þó að það geti orðið erfiðleikum bundið. Guðni mótmælir því að tilraunafénu sé á glæ kastað og segir að tilraunirnar séu eða eigi að verða þríþættar: „í fyrsta lagi á að kanna, hvort unnt sé að stunda flotvörpuveiðar á svo nefndum síldveiðiskipum okkar án teljandi breytingar skipanna. Reynist það ekki unnt, fá út- gerðarmenn þessara skipa upp- lýsingar um, að það þýði ekki að reyna slíkt að óbreyttu og sú vitneskja er í sjálfu sér mjög mikils virði, enda þótt tilraun- in hafi í sjálfu sér mistekist. Hver svo sem reynslan af siðu- toginu verður, er áætlað að gera næst tilraun með skuttog með síðuskipi svipað og Kanadamenn hafa gert, og í þriðja lagi hefur komið til tals að reyna skut- skip með værpu þessa til að fá samanburð á hæfni skutskipa og síðuskipa við flotvörpuveiðar. Þrjú kuldovor hoía dregið úr silungsveiði VATNASILUNGSVEIÐI var með minna móti í ár, samkvæmt skýrslu veiðimálastjóra. í Mý vatni var lítil veiði framan af sumri, en glæddist í ágústmán- uði og var ágæt þá og í septem- ber, svo heildarveiðin komst yf- ir meðallag. í Þingvallavatni var silungsveiðin með lakara móti og murtuveiðin mjög léieg. Hin köldu vor, þrjú í röð, hafa tvt mælalaust haft áhrif á vatna- silungsveiðina til hins verra, enda hefur vaxtartími vatnasil- ungs verið styttri þessi ár held- ur en venjulega. Álaveiðar hafa verið með minnsta móti í sumar vegna sölu erfiðleika á veiddum ál. Tilrauna verksmiðja Sambands ísl. sam- vinnufélaga tók ekki á móti ál til reykingar í sumar. Slíkt kann að reynast mikilvægt við væntanlega nýsmíði fiski- skipa." Skuttogar- ar og tappa- togarar DAGANA 28. maí til 3. júni verður mikil fiskveiðisýning í London. Þá siglir Austur-þýzk- ur skuttogari upp Temsá, og verður til sýnis. í þennan tog- ara hefur verið safnað frá mörg- um þjóðum öllu því sem nýjast er þekkt og bezt í útbúnaði stórra frystitogara. Á þessari sýningu verður einnig lögð á- herzla á smærri báta til grunn- slóðaveiða og er ekki ólíklegt, að þar verði margt forvitnilegt. Annars verður fjallað á sýning- irnni mikið um fiskmarkaði og fiskvinnslu en einnig um diesil- vélar og standa fjölmargir aðil- ar að sýningunni. Ný merkjabók í NÝRRI útgáfu af alþjóðlegri merkjabók er lögð áherzla á ein faldleik merkjakerfis, sem sér- staklega er miðað við það að þeir sem á merkjum skiptast skilji ekki mál hvers annars. Ef það er rétt, að þetta nýja kerfi auðveldi meira en gamla kerfið merkjaskipti milli manna sem ekki skilja tungumál hvors ann- ars, væri ekki úr vegi að athuga það nánar, því að tungumálaörð ugleikar segja mjög til sín á síld veiðunum innanum Rússana einnig gæti þetta komið íslenzk- um skipum í Norðursjó og víð- ar að notum. Ekki spíra, heldur sprauta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.