Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 30
30 MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ lí>60 Vilja fá íslenzkt lið og koma hingað Tékkneskt körfukncttleikslið skrifar Körfuknattl'eikssambandi ís- lands barst nýlega bréf frá Slavia Technika Brno í Tékkó- slóvakíu, sem mun vera tækni- háskóli. í bréfinu var óskað eiftir sambandi við íslenzk körfu- knattleikslið, sem áhuga hafa á að fá bingað tékkneskt körfu- knattleikslið gegn gagnheimsón til Tékkóslóvakíu. Þykir þessi áhugi Tékkanna á skiptum við íslenzka körfuknatt- leiksmenn bera þess vott, að þeir hafi getið sér gott orð út á við, og á heimsókn hins ágæta körfuknattleiks'liðs Sparta Prag hingað til lands mikinn þátt í því. Körfuknattleikssambandið vill beina þeim tilmælum til þeirra, sem ef til vill hefðu áhuga á slíkri s*kiptiheimsókn, að þeir hafi samband við stjórn þess, svo hægt verðf að koma sam- bandi á við Tékkana. Glímunómskeið úti ú Inndi GLÍMUSAMBANDIÐ hefur gengizt fyrir glimunámiskeiðum á nokkrum stöðum að undan- förnu. Kennsluna hefur annazt Þorsteinn Kristjánsson, en hann er landaþjálfari Glímusambands- jns. Nýlegá er lokið glímunám- skeiði á Bændaskólanum á Hól- um í Hjaltadal. >ar voru nem- endur 42. Ennfremur hefur í>or- steinn haldið námskeið í Vest- mannaeyjum hjá Glímuráði Vestmannaeyja, þátttakendur 18, á Bændaskólanum á Hvanneyri í Borgarfirði, þátttakendur 56, og hjá Glímuráði Suður-J>ing- eyinga, þátttakendur 38. Á öllum þessum stöðum hefur Þorsteinn sýnt kennslukvikmynd af glímu, sem hann hefur látið taka og hefur það þótt gefa góða raun. Hondbolti ú morgun Á MORGUN verður íslandsmót- inu í handknattleik fram haldið Verður keppt í Laugardalshöl] og byrjað kl. 1 e.h. (ekki kl. 5 eins og í leikskrá stendur) Fram fara 4 leikir í 3. flokki og 4. flokki í 1. flokki. Kynning körfuboltamanna; Einar Bollason Þór í DAG kynnum við Einar Bollason hinn kunna körfu- knattleiksmann sem nú leik- ur með í>ór en lék áður með KR, með KR hefuir Einar leik ið 80 leiki en með !>ór 30. Landsleikafjöldj hans er nú orðinn 16 að tölu. Einar er örugglega einn lit- ríkasti könfuknattlejksmaður á íslandi bæði fyrr og síðar. Einar hóf iðkun á körfuknatt- leik 13 ára þá í ÍR en gekk seinna í KR, en leikur nú með Þór, á Akureyri. Hann er frekar þungur leikmaður, en hefur mjög jafnan hraða og gefst aidrei upp. Einar er sérlega hittinn og hefur yfir mestri leikni að ráða í sveifluskotum hér á landi, hann er sá leikmaður sem áhorfendur vilja sjá sem oftast leika, hann er mjög drjúgur í leik hvort sem það er með KR eða Þór, Þórs- arar mega þakka Einari frek- ar fyrir áframhaldandi setu í 1. deidd heldur en nokkrum öðrum leikmanni. Hann hefur lagt mjög S'tór- an skerf til uppbyggingar körfuknattleiksins á íslandi með mikilli vinnu við þjálf- unarstörf og dómarastörf, var fyrsti form. KDÍ. Hann þjálf- ar ailla flokka I>órs bæði kvenna og karla þ. m. eru tveir flokkar núverandi ís- landsmeistarar. Einar hefur þrívegis orðið íslandsmeistari en aðeins einu ginni Rvíkurmeistari. Um ára bil var Einar stiga- hæsti leikmaðurinn í 1. deild. Einar starfar sem kennari á Akureyri en í haust mun bann segja skilið við Akur- eyringa og flytja til Reykja- víkur. Sagf frá miklu og góðu starfi í glœsilegu blaði KR gefur út nœr 100 síðna afmœlisblað KR-ingar gefa út mikið og glæsilegt afmælisbiað í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Er blaðið tæpar 100 síður að stærð og glæsilejgt að frágangi. Þar birtist ávarp formanns, Einars Sæmundssonar, KR-ann- áll 1967—1968 eítir Þórð Sig- urðsson, „Man aðeins eftir sigr- unum“ viðtal við Sigurð Hall- dórsson og sagt er frá nýja íþróttahúsi KR-inga við Kapla- skjólsveg. Þá er gr?in um bad- mintondeild KR, yngstu deild félagsins og síðan er unglingun- um gefið orðið um framtíð fé- lagsins og fjalla þau viðtöl um ýmsa skemmtilega hluti, s. s. tækniæfingar í samleik, kven- fólk í knattspyrnu, meis'tara í þremur íþróttagreinum, eirla sem ætlar að bæta öll sundmet- in, svo eitthvað sé nefnt. Þá er grein um glímudeildina og einn- ig um „Rauða ljónið“ Bjarna Felixson. Þá er grein um skíða- deildina, knattspyrnudeildina, frjálsíþróttadeildina, sunddeild- ina, handknattleiksdeildina og körfuknattleiksdeildina. Þetta blað er stórfróðlegt um starfsemi KR, sem í dag má hik- laust telja öflugasta iþróttafélag landsins bæði afrekslega og ekki síður félagslega og þá ekki sízt fyrir það hve vel og öfluglega er um stjórnvölinn haldið. . , !" Körfubolti nm helgino ÍSLANDSMÓTINU í körfuknatt Tveir ötuljr félagar. ólafur Þ. Guðmundsson (t.v.) sem h«fur um áratugaskeið setið í mótanefnd knattspyrnumanna fyrir KR og Sveinn Björnsson, varaformaður KR og „byggingameistari“ félagsins >og fleira og fleira. My ndin er tekin af þeim köppum að sjálfboðavinnu við byggingu nýja íþróttahússins í Kaplaskjóli. leik varður haldið áfram um helgina. í dag, laugardag, verða leiknir eftirtaldir leikir: 3. fl. karla: Selfoss — KFR, íþróttahús Háskólans kl. 13.45 Skallagrímur — R, íþrótta'hús Háskólans kl. 14.20. 3. fl. karla kl. 19.00. Hörður, Patreksfirði — KR. íþr.hús Sel- tjarnarnesi. 1. deild: KR — Þór 1. deild: KFR — Á Sunnudagur: Kl. 16.30, íþróttahús Seltjarnesi 3. fl. karla Hörður, Patr. firði — sigurvegari í leik ÍR og Skalla gríms. Kl. 19.00: 3. fl. karla KR — sigurvegari í leik ÍR og Skalla- gríms. 1. deild: ÍR — Þór 1. deild: ÍS — KR Skolomot KSI SKÓLAMÓT KSÍ og KRR held- ur áfram í dag á Háskólavellin- um og þefst með leik Háskólans gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð, en ®trax á eftir keppa Kennaraskólinn og Menntaskólinn í Reykjavík. Verzlunarskóli íslands situr hjá í þes’sari umferð. Skólamótið hefur sett sinn svip á vetrarknattspyrnuna og ihafa margir leikirnjr verið mjög at- hyglisverðir. Spenningurinn í mótinu eykst með hverjum leik, en keppt er um fagran Bilfurbik- ar, sem stjórn KSÍ gaf til keppn- innar. Haukar AÐALFUNDUR deildarinar verð ur haldinn í dag laugardag 22/3 1969 k.1. 2 e.h. í Félags'heimilinu á Hvaleyrarholti. Manch. Utd dró Milan Unglingaarnir töpuðu ÍSLENZKU unglingalandsliðin í bandknattieik stúlkna og pilta léku fyistu leiki sína í gær. Stúlkurnar léku í Vánersborg í Svíþjóð við Dani og sigruðu "ön?ku stúlkurnar 10:6. Piltarnir léku i Lögstör við Álaborg og mætti Svíum. Sænsku piltarnir sigruðu með 12:11. Eru það sömu markaihlut- föll og er þessi lið mættuet í fyrra. MANCHESTER United mætir Milan en Ajax Amsterdam mœtir tékkneska liðinu Spart ak Trava í undanúrslitum í keppninni um Evrópubikar- inn. í bikarkeppni Evrópuliða leikur F. C. Köln á heima- velli gegn Barcelona en s’kozka liðið Dunfermline mætir Slovan Bratislava.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.