Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969
Svo fór umboðsmaðurinn minn
að ganga hart að mér. Hann
hótaði að láta John vita. Nú
þarf hann þess ekki lengur.
Hvort John var farið að gruna
eitthvað, veit ég ekki, en í morg
un fór hann vandlega gegn um
allar bækurnar. Nick greip hönd
um um höfuðið. — Ó, Melissa, ég
skammast mín svo hræðilega!
Þessi orð komu sýnilega frá
hjartanu. Ég vissi ekki hvað ég
átti að segja. Enda þótt hann
hefði framið óafsakanlegan
glæp, gat ég ekki annað en vor-
kennt honum.
— Hvað sagði John þegar
hann komst að þessu, Nick?
— Hann sagði nú sitt af
hverju og ekki allt sem falleg-
ast, en ég átti það bara skilið.
Hann sagði mér nákvæmlega,
ASKUR
*Þantað - vid sen
GIjÓÐARST. grí sakótelett ö r
GRILLAÐA KJUKIJNGA
ROAST BEEF
GLÓÐARSTEIKT LAMB
HAM BORGARA
DJÚPSTEIKTAN FISK
suðurlandsbraut Uj sími 38550
VOLKSWAGEN
NOTAÐIR BÍLAR
UMBOÐSSALA
Tökum að okkur að selja notaða
VOLKSWACEN - bíla í umboðssölu
Coft sýningarsvœði, innanhúss og utan
®
- SMURSTOD
- VARAHLUTIR
- VIÐCERÐIR
Sérhœfð og örugg viðskipti er yðar hagur
Simi
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
hvað hann teldi mig vera. En ég
get svo sem ekki láð honum það.
Nick kreppti hnefana og augu
hans mættu mínum, vonlaus og
hrygg. — Þegar ég lít til baka
yfir þessa mánuði, get ég ekki
skilið hvernig ég byrjaði á
þessu. En úr því að ég var byrj
aður varð ég að halda áfram.
Ég var flæktur í netinu. Hann
lét axlirnar síga og andvarpaði
skjálfandi. — En að vissu leyti
er ég feginn, að þessari martröð
skuli vera lokið og að þið John
vltið um þetta. Það er búið að
kvelja mig svo lengi, að ég gat
aldrei gleymt því nema þegar ég
var með Debóru. Hann leit á mig
og las hugsanir mínar. — Þú
mátt ekki kenna henni um þetta,
Melissa. Eins og ég sagði rétt
áðan, er hún ekki nema krakki.
Og svo indæll krakki.
— Mér fannst Debóra alls
ekki vera neitt indæl, en
kenndi henni samt ekki um þetta,
því að ég vissi að það mundi
gera illt verra hjá Nick. Satt
var það sem hann sagði, að hún
væri ekki annað en krakki, en
hinsvegar var hún það verald-
arvön, að hún mátti vita, að
hann eyddi alltof miklum pen-
ingum hennar vegna. Það þýddi
6
ekkert þó að Nick segðist ekki
geta farið með hana á ódýra
staði, en þ\ð var bara vitleysa.
Ef henni þeetti vænt um hann,
gat hún ains vel gert sér að góðu
að skemmta sér ódýrt. Hún var
enginn bjáni, hvort sem var.
Hún hlaut að vita, að kaup
Nicks hjá John nægði ekki fyrir
því, sem hann hafði verið að
eyða í hana.
— Debóra er indæl, Melissa,
endurtók Nick. — Ég sé á svipn
um á þér að þú ert að leggja
harðan dóm á hana, en það
máttu ekki. Það er ekki sann-
gjarnt.
— Er það ekki? Jæja, við
skulum nú ekki fara að karpa
um það. Það sem öllu máli skipt
ir er, hvað við eigum að gera í
málinu.
— Já, hvað getum við gert?
Ég bar fingurna upp að gagn-
augunum. Ég hafði enga hug-
mynd um þetta. En eitthvað varð
að gera. Ég leit á úrið mitt.
Klukkuna vantaði korter í tólf.
Hádegisverðurinn var tilbúinn
að mestu leyti. Ég gat beðið
Lucy að hafa auga með honum,
>ef ég yrði ekki komin inn klukk
•an hálfeitt. Þrátt fyrir helti sína
komst hún að mestu leyti allra
sinna ferða eins og við hin.
Ég gekk að snyrtiborðinu og
lagaði á mér hárið. Svo sneri ég
imér að Nick.
— Ég skal fara og tala við
hann John, sagði ég. Heldurðu
að hann sé heima?
— Ég býst við því.
— Ég ætla að hringja fyrst og
fá að vita um það.
— Er þér ekki hræðilega illa
við þetta, Melissa?
— Jú, það er mér. En mér virð
ist ekki hjá því verða komizt.
skilurðu það ekki, Nick, að
hann getur kært þig, ef honum
býður svo við að horfa?
— Jú, ég veit, að hann getur
það, en einhvernveginn leggst
það í mig, að hann muni ekki
rafh/öður
fyrir
ö/í viðtæki
! Heildsala-smásala
VILBERG &
I ÞORSTEINN
j Laugavegí 72 sími 10259
Enn nýir skartgripir — hvernig geturðu á þessum síðustu
peningaleysistímum keypt þetta allt?
gera það. Sérstaklega þar sem . . .
Nick snarþagnaði og roðnaði.
— Sérstaklega . . . hvers vegna?
— Jú, vegna þess, að hann er
skotinn í þér, er það ekki? Þó
ekki sé nema þín vegna, þá læt-
ur hann það ógert. Fyrirgefðu,
að ég skuli segja það, Melissa,
erí hann er ekkert að leyna því,
hvernig hann hugsar til þín.
— Og þá vona ég, að ég leggi
heldur ekkert í lágina álit mitt
á honum. Það var beizkja í
röddinni, sem ég gat ekki leynt,
og ég bætti við: — Það er ein-
mitt það, sem gerir þarna illt
verra. Ég vil ekki, að hann geri
það mín vegna að hætta við að
kæra þig. En svo vil ég hinsveg-
ar heldur ekki, að hann kæri
þig. Það má hann bara alls ekki
gera. Ég hleypti brúnum og
reyndi að finna einhverja leið
út úr þessu hræðilega vanda-
máli. — Ef við bara hefðum ein-
hver ráð með að endurgreiða
■honum peningana.
— Það er nú einmitt það, sem
ég hef verið að segja við sjálf-
an mig, síðan okkur John lenti
saman í morgun. Nick leit á mig,
eins og spyrjandi. — Við getum
ekki veðsett býlið meira en orð-
ið er, eða hvað? Ekki að ég sjái,
hversvegna þið hin ættuð að
gjalda mín.
Ég veifaði þessu frá mér.
Enda þótt ég vonaði að geta
leynt þessu fyrir honum, þá vissi
ég, að ef í hart færi myndi það
lenda á ckkur öllum. En hvað
sem því leið, var ekki hægt að
veðsetja eignina meir en þegar
var orðið.
— Við getum það ekki, Nick.
Við hefðum getað það, ef við
hefðum ekki orðið að kaupa þess
ar vélar í fyrra.
— Ég veit það. Ég þóttist viss
um, að það væru engin tök á því.
Og að þessari niðurstöðu höfð
um við líka komizt eftir að hafa
rætt málið í félagi. Jafnvel
Mark hafði tekið þátt í þeim
umræðum og Bob hafði verið
okkur til ráðuneytis. Hann hafði
fullvissað okkur um, að þessar
jarðyrkjuvélar væru góð fjár-
festing.
— Nei, sagði ég. — Við verð
um að finna einhverja aðra að-
ferð til þess að útvega þessa
peninga.
Nick gekk til mín og horfði á
mig.
— Ég á ekki skilið að eiga þig
fyrir systur, Melissa. Þú snýst
ÁLFTAMfRI 7
7/? omahúsið
simi 83070
Opið alia daga öll kvöld og um
helgar.
Blómin, sem þér hafið ánægju af
að gefa, fáið þér í Blómahúsinu.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Taktu sumt trúanlegt, sem I>ú heyrir, þótt gott sé að kunna grein-
armun á röngu og réttu.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Það er ástæðulaust að ofreyna sig i dag.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní
J»ú færð næði núna og síðan ágætis tækifæri.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Einhver spenningur er í loftinu, notfærðu þér hann eftir þekkt-
um leiðum.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Vertu stuttorður en skýr til að forða misskilnlngl.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Þótt eitthvað virðist eðlilegt i svipinn, getur það valdið hneykslun
síðar meir.
*
*
S
s
\
s
*
Vogin, 23. sept. — 22. okt. I
Líttu á allt frá betri hliðinni í dag, því að annars geturðu lent í
vandræðum. i
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. \
Misskildu ekki hægaganginn á öllu í dag, en gerðu ráð fyrir töf. ^
Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Vertu fámáll um sjálfan þig, því einhver er viss til að snúa öllu á
versta veg.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Eftirlátsseml við sjálfan þig, sérstakiega í hópi ábyrgðarlausr>
kunningja, veldur þér aðeins vandræðum. Taktu þig strax á og settu
markið hátt.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Láttu þína nánustu strax vita um hagi þína og þegiðu yfir 1>
armálum.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. mars
Hættu ekki á neitt vegna misskilnings, fáðu allt svart á h>