Morgunblaðið - 26.03.1969, Síða 8
• •
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969
ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
Austurbæjarbíó
Heitar spánskar nætur
(Lee Pianos Mecanikues)
Kvikmynd þessi fjallar um líf
ið í litlum spánskum bæ á Costa
Brava, þar sesn saman er kom-
inn hópur listamanna, og annars
fólk«, sem tengsl hefur við list-
ir. Auk þess venjulegt fólk,
sem flækist um sólskinsstrend-
ur.
í>að er ekki hægt að segja að
mynd þessi sé góð, en svo margt
gott er hægt um hana að segja,
að ráleggja má fólki að sjá hana.
Myndatakan er sérlega góð.
Maður finnur hitann, hvernig
hann þrýstist á mannlífið og
breytir því. Maður finnur land-
ið þurrt og skorpið, hart og
fölt. Það er saltþefur af fólkinu
og maður finnur harða áferð húð
arinnar eftir sjóinn og sólina.
Varla er nú gerð sú kvik-
mynd, að ekki þurfi einhver að
fara saman í rúmið. Það skeður
í þessari mynd. í stað þess að
»sýna það, eins og myndi hafa
verið gert í sænskri mynd, er
imanni hjálpað að ímynda sér
hvað er að ske. Það er ekkert
líkt hvað það er skemmtilegra.
Hér er þetta gert af óvenjulegri
list.
Þungamiðja myndarinnar er
Melina Mercouri, eigandi veit-
ingastofu, þar sem fólkið safnast
saman á kvöldin. Hún er hjarta-
'góð, lauslát, hörð og viðkvæm
í senn. Lífið hefur farið um hana
óblíðum höndum og örin sjást
á sálinni. Leikur hennar er
þannig, að maður fær grun um að
þarna sé hún sjálf á ferð, þann-
ig sé hún raunverulega.
Hún er undraverð kona. Hún
er ekki íengur ung og ber þess
merki. Hún hefur aldrei verið
lagleg, né heldur sérlega vel
vaxin. En hún hefur töfra. Lag-
legar og limafagrar stúlkur,
eins og til dæmis Karin Moss-
berg, sænsk stúlka, sem leikur
lítið hlutverk í þessari mynd,
verða álíka spennandi og tusku
dúkkur við hlið hennar.
i James Mason leikur rithöf-
und, sem dvelur þarna í iðju-
leysi ásamt ungum syni sínum.
Gerir hann það frábærlega vel
og sonurinn, leikinn af Didier
Haudepin, er eitthvað huggu-
legasta barn, sem ég hefi séð.
Þriðja aðalhlutverkið leikur
Hardy Kruger, listgagnrýnanda,
sem kemst að því að hann er
raunverulega kynvilltur. Hann
hefur þarna erfitt hlutverk, sem
stakri prýði. Sú tæring skapgerð
arinnar, sem hann á við að stríða
verður skiljanleg og brjóstum-
kennanleg.
Nú hef ég talið upp mikið af
kostum og er kominn að göllun-
um. Sá stærsti er handritið. Það
lendir út í vitleysu þegar líður
á myndina og síðast er límdur
aftan á myndina væminn „happy
end“, sem ætti betur heima í
framhaldssögu um herragarða og
héraðslækna í Hjemmet. Ef þeir
fhefðu haft vit á að hætta fjór-
uan mínútum fyrr, hefði allt verið
miklu betra. Myndin hefði samt
endað vel, án þess að fá svo
sjáanlega óekta endi. Annar galli
er það, að þegar líður á mynd-
ina, verða auka söguþræðir of
margir og síðasti hluti myndar
innar fer í að binda endahnút
á þá alla sem er gert af óþarfri
vandvirkni og samviskusemi.
Þrátt fyrir gallana er Mel-
ina Mercouri svo stórkostleg, og
stundum hrollvekjandi, stundum
heillandi, stundum brosleg, stund
um aumkunarverð, að myndin
er þess virði að sjá hana, fyrir
hennar leik einan.
ós
ÁHUGI Á KVIKMYNDAGERÐ
Það er eitt af einkennum
þeirra tíma, sem við lifum á, að
mikill áhugi er að vakna, meðal
ungs fólks, fyrir gerð kvikmynda
Sérstaklega er þetta áberandi
í Bandaríkjunum og telja þeir
sem vit hafa á, að þar valdi
það, að þar hefur sjónvarp verið
almennt undanfarin tuttugu ár.
Þar er því að vaxa upp fyrsta
kynslóðin, sem elst upp við sjón
varp frá æsku.
Marshall McLughan, sem kunn
ur er orðinn fyrir rit sín um
eðli og afleiðingar hvers kyns
fjölmiðlunar, telur að þessi kyn
slóð eigi hægara með að bregð
ast við kvikmyndum og sjón-
varpi en skrifuðu máli. Það gagn
stæða er raunin með næstu kyn-
slóð á undan.
í Evrópu er kvikmyndagerð
venjulega kennd í sérstökum fag
skólum. f Bandaríkjunum er hún
aftur á móti kennd í 'háskódun-
uim. Kenn,a nú aills um hundrað
og tuttugu háskólar kvikmynda-
gerð, kvikmyndasögu og fleira
sem að kvikmyndum lýtur. Ekki
gefa þó allir þessir skólar kost
á að taka kvikmyndagerð sem
aðalfag.
Þeir skólar, sem kunnastir eru
fyrir kennslu á þessu sviði, eru
University og Southern Cali-
fornia, University og California
í Los Angeles (UCLA) og New
York University. Það er megin
tilviljun að þeir eru staðsettir
sem eru miðstöðvar sjónvarps
og kvikmyndaframleiðslu. Þess-
ir skólar kenna kvikmyndagerð
allt upp á doktors stig.
Ekki ætla allir þessir stúdent
ar að leita frægðar og frama
á sviði kvikmyndagerðar. Veru-
legur hluti tekur þátt í slíku
námi með öðru, án þess að ætla
sér að starfa á því sviði. Ekki
eru heldur allar skólakvik-
myndir, sem nú eru framleidd-
ar, gerðar af mönnum, sem ætla
sér að starfa að kvikmynda-
gerð.
Framleiðslan á skólakvikmynd
um er nú orðin svo mikil um
allan heim, að nokkrar kvik-
myndahátíðir á ári eru haldnar,
þar sem eingöngu eru sýndar
slíkar myndir.Á þessum hátíð-
um safnast stúdentar saman, til
að sjá hvað hinir eru að gera.
Og hvað eru þeir að gera?
Þeir eru að gera nokkurn veg-
in hvað sem er, nema að stæla
Hollywood. Tveir menn hafa,
eins og stendur, mest áhrif með-
al amerískra stúdenta. Það eru
franski leikstjórinn Jean-Luc
Godard og ameríski leikstjórinn
Mike Nichols. Godard ferðaðist
um Bandaríkin snemma á árinu
1968 og hélt fyrirlestra í sautján
háskólum við gífurlegar vinsæld
ir. Nichols er Hollywood leik-
stjóri, í þeim skilningi, að mynd
ir hans eru framleiddar í Holly-
wood, hjá einu af stóru kvik-
myndafélögunum, en hann hef-
ur alltaf verið orðaður við and-
spyrnu og háð, ekki síður í kvik
myndum sínum en í skemmti-
efni því, sem hann flutti árum
saman ásamt Ealin May. Nutu
þau sérstaklega vinsælda ungs
fólks, enda beindist efni þeirra
gegn stofnunum og siðum eldra
fólksins. Þeir Godard og Nic-
hols eiga það sameiginlegt, að
báðir leita stöðugt nýrra leiða
á sviði kvikmyndagerðar.
En Nichols og Godard eru
beinlínis gamaldags við hlið svo
kallaðra neðanjarðar kvikmynda
(underground films). Hópur af
mönnum, staðsettir aðallega í
New York og Californiu, fást
við margskonar tilraunastarfsemi
og hafa leitað ótrúlega langt,
í leit að takmörkunum kvik-
myndanna, sem listforms og tján
ingaforms,
Ekki hefur gengið vel að fá
fólk til að borga sig inn á slík-
ar kvikmyndir. Framleiðendur
þeirra hafa því oftast átt erfitt
fjárhagslega. Nú eru þó sjóðir
eins og Ford sjóðurinn og Carne
gie sjóðurinn farnir að styrkja
suma þeirra og einnig njóta sum
ir styrks frá stóru kvikmynda-
félögunum í Hollywood.
Framleiðendur neðanjarðar-
mynda hafa myndað með sér fé-
lagsskap, sem reynir að dreifa
myndum þeirra. Hafa þeir náð
nokkrum árangri þegar og má
búast við auikmuim fjölda áhorf-
enda, þegar fleiri menntast á
sviði kvikmynda. Eins og öll ný
listform á þetta aðeins erindi
til lítils hóps enn sem komið er,
en sá hópur er ungur og vax-
andi.
Flestar þessara kvikmynda
hafa einhverskonar boðskap að
flytja. Yfirleitt er þessi boð-
skapur þjóðfélagslegs eðlis og
beinist gegn misrétti og rang-
læti.
Ekki hafa þessar kvikmyndir
borizt hingað til lands enn og
má fullyrða að það eru fáir
menn, sem hafa áhuga á þeim
hér á landi. En vafalaust á það
eftir að breytast. Virðist ekki
óeðlilegt að félagsskapur eins
og kviíkmynidaklúbbur Mennta-
skólans hefði forgöngu um að
afla slíkra mynda. Má vænta
þess að vaxandi hópur manna
vildi sjá þær.
Hefi til sölu m.a.
3ja herb. risibúðir við Ránar
götu og Hraunteig, um 70
ferm., útb. um 250 þús.
kr.
3ja herb. kjallaraíbúð við
Hjailaveg, um 80 ferm.,
útb. um 300 þús. kr.
3ja herb. íbúð á jarðhæð við
Barmahlíð, sérinngangur,
um 100 ferm., nýlega
standsett, útb. 550 þús.
kr.
4ra herb. ibúð við Kleppsveg
um 100 ferm., auk þess
eitt herb. í risi, útb. um
550 þús.
5 herb. séríbúð við Tungu-
heiði í Kópavogi, 4 svefn-
herb., neðri hæð, allt sér.
Raðhús við Lyngbrekku
Kópavogi, tvær hæðir, 4
svefnherb. Skipti á sér-
íbúð í Reykjavík gætu
komið til greina.
Einbýlishús við Byggðarenda
tvær hæðir. Möguleikar á
að innrétta litla séríbúð á
neðri hæð, bílskúr, samt.
270 ferm., selst fokhelt.
Baldvin Jónsson hrl.
Kirkjutorgi 6,
símar 15545 og 14965.
Kvöldsími 20023.
2 4 8 5 0
2ja herb. nýleg jarðhæð við
Álfhólsveg í Kópavogi, um
60 ferm., harðviðarinnrétt-
ingar, laus nú þegar. Otb.
250—275 þús.
2ja herb. ibúð við Hraunbæ,
og Laugarnesveg og víð-
ar. Útb. frá 350—450 þús.
3ja herb. íbúð á 1. hæð við
Háaleitisbraut, um 96 fer-
metrar. Harðviðarinnrétt-
ingar, teppalögð, vönduð
íbúð, útb. 650 þús..
3ja herb. ibúð á 1. hæð í
steinhúsi við Bergstaða-
stræti, um 108 ferm. Útb.
450—500 þús.
4ra herb. endaíbúð við Skip-
hoit á 4. hæð í nýlegri
blokk, harðviðarinnrétting-
ar, vönduð íbúð, teppa-
lögð, bílskúrsréttur.
4ra herb. sérhæðir í Hafnar-
firði í nýlegum tvíbýlishús
um, allt sér, útb. 500 þús.
4ra og 5 herb. ibúðir við
Álfheima á 3. og 4 hæð.
Vandaðar íbúðir.
4ra herb. íbúð á 4. hæð við
Kleppsveg, um 100 ferm.
Fataherb. inn af svefnher-
bergi.
5 herb. endaíbúð á 1. hæð
við Háaleitisbraut, um 117
ferm., vönduð íbúð. Bíl-
skúrsréttur.
Hæð og ris við Drápuhlið.
Hæðin er um 130 ferm.
fjögur herb. og eldhús og
í risi eru 4 herb. og eld-
hús, um 100 ferm.
T&tlfiimsm
rASTEÍCNIRH
Austarstrætl 16 A, 5. hæ®
Sími 24850
Kvöldsími 37272.
Hestamannolélagið Hörðui
Aðalfundur félags verður að Fólkvangi sunnudaginn 30. marz
klukkan 21.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRIMIN.
Jörð til sölu
Jörðin í Kverngrjót í Dalasýslu er til sölu og laus til ábúðar
í næstu fardögum. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús og 30 kúa
fjós ásamt þurr- og votheyshlöðum. Fjárhús yfir 180 fjár
ásamt hlöðu, 23ja ha tún. Ræktunarskilyrði góð. Veiðiréttur.
Áhöfn og vélar geta fylgt ef óskað er. Semja ber við eiganda
og ábúanda jarðarinnar, sem gefur allar nánari upplýsingar.
INGVI JÓNSSON — Sími um Neðri-Brunná.
INGÓLFSSTRÆTI Fokheldar sérhæðir í Kópav. Útb. 370 þús. á árinu. Beðið eftir láni
nfe ja
Nýjar 2ja herb. íbúðir. IBU GEGNT húsnæðismálastjórnar.
Höfum til sölu nokkrar nýjar 2ja herb. íbúðir í Hraunbæ. íbúðimar eru full- gerðar með harðviðarinnréttingum og teppi á gólfum. Sameign fullgerð. Góð lán fylgja. Mjög fallegar íbúðir. SAI LAI ■ GAMLA BÍÓI Fokhelt raðhús í Fossvogi. Góð lán fylgja. Útb. kr. 650 þús. i Fokhelt einbýlish. f Garðahr. Góð lán fylgja. Útb. kr. 500 þús.
H SÍMI 12180. HEIMASÍMI
SÖLUMAÐUR:
GÍSLI ÓLAFSS. 83974.
T
SÍMAR 21150 ■ 21370
íbúðir óskast
2ja—3ja herb. ný eða nýleg
ibúð, helzt í Vepturborg-
inni eða í nýju hverfunum.
Einbýlishús, 8—10 herb.
borginni eða í næsta ná-
grenni. Mjög mikil útb.
Til sölu
4ra herb. nýlegar og mjög
glæsilegar íbúðir við Safa-
mýri (endaíbúð) í háhýsi
við Sólheima (á 10. hæð)
við Hraunbæ, (ný með sér
þvottahúsi) við Kapla-
skjólsveg, við Holtsgötu.
2ja herb. ný og glæsileg
ibúð við Hraunbæ. Stórt
herb. með sérsnyrtingu
fylgir á jarðhæð.
2ja herb. nýleg og góð kjall-
araíbúð við Meistaravelli.
3ja herb. falleg rishæð, um
90 ferm. á fögrum stað
við sjóinn í Vesturborg-
inni. Verð kr. 950 þús., út-
borgun 400—450 þús.
3ja herb. hæð með sérinng.
í Austurbænum í Kópav.,
sunnanmegin. Verð kr.
850 þús., útb. kr. 350 þús.
3ja herb. góð rishæð, rúmir
70 ferm. í Skerjafirði. —
Verð kr. 525 þús., útb. 200
til 250 þús.
3ja herb. hæð í Vesturbæv
um í Kópavogi með stór-
um og góðum bílskúr.
4ra herb. litil íbúð (hæð og
ris) í Smáíbúðahverfi. Ný
eldhúsinnrétting. Sérhiti,
sérinngangur, bilskúr
(verkstæði) um 30 ferm.
með 3ja fasa rafmagns-
lögn. Verð kr. 900 þús.,
útb. helzt kr. 400 þús. sem
má skipta.
4ra herb. hæð, rúmir 85 ferm
við Langholtsveg í múr-
húðuðu timburhúsi með
sérinngangi og sérhita-
veitu. Verð kr. 750 þús.,
útb. 300—350 þús.
5 herbergja
5 herb. falleg endaibúð við
Háaleitisbraut.
5 herb. nýleg íbúð 117 ferm.
í Austurbænum I Kópav.
5 herb. ný og glæsileg íbúð
við Hraunbæ.
Einhýlishús
Parhús (keðjuhús) við
Hrauntungu í Kópavogi.
Skipti á 4ra—5 herb. íbúð
æskileg.
Glæsilegt einbýlishús tilb.
undir tréverk við Sunnu-
flöt I Garðahreppi með 6
herb. íbúð á hæð, 150 fer-
metra bílskúr í kjallara og
50 ferm. vinnuplássi.
180 ferm. glæsilegt einbýlis
hús á fögrum stað á Flöt-
unum, auk bílskúrs.
Tvíbýlishús
i smíðum við Langholts-
veg, um 120 ferm. hvor
hæð.
Hafnarfjörður
4ra herb. nýleg og góð hæð
við Álfaskeið. Sérinngang
ur, sérhiti, góð kjör.
5 herb. ný og glæsileg enda-
fbúð við Álfaskeið.
6 herb. nýleg og góð sér-
íbúð á hæð og í risi í Kinn
unum. Skipti á íb. á einni
hæð koma til greina.
Komið og skoðið
VIÐ SÝNUM OG SELJUM
AIMENNA
FASTEIGNflSAlAN
SESSHHi