Morgunblaðið - 26.03.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.1969, Qupperneq 10
10 MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 196® Skemmtilegast er hljóðfærið sem segir gogg, gogg, gogg — segir Hrund, 8 ára, sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni UM 3000 BORN hafa sótt barnatónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Fyrri tónieikarn ir voru seint í febrúar og í gær hófst svo seinni umferð- in með tónleikum í Háskóla- bíói. Þá komu aftur börnin, af fyrstu tónieikunum í febrúar. Á þeim tíma, sem leið á milli, hafa mörg þeirra sent stjórn- andanum, Þorkeli Sigurbjörns syni bréf, þar sem þau segja frá því sem þau sáu og heyrðu og lýsa skoðun sinni á lögum og leik. Mörg hafa skreytt bréf sin með teikningum. Fyrir þessi bréf eru veitt verðlaun. Eitt barn fær að koma upp og stjórna hljóm- sveitinni. í gær var það lítil stúlka, Hrund Sigurbjörnsdótt ir, Haðarlandi 13 í Fossvogi. Lék þessi stóra hljómsveit „Það er leikur að læra“ undir hennar stjórn. Fyrir hádegi í dag kemur svo röðin að ein- hverju barni af öðrum hljóm- lcikunum og síðdegis að bami af þriðju hljómleikun- Bjorn oúzcfri/-ol%usrzA /l/a/7- r/TiýOj siÁ//mr/n/o6tj’ur/’ <Xþ yán/O'^/oí/u.- Drau|gadansin>n eftir Saint-Saint var mjög skemmtilegur og svo kostulega leikinn af Birni ólafssyni, skrifar ögmundur Skarphéðinsson, sem hefur teiknað þeesa mynd. Svona sér Hildur Ástþórsdóttir í Vogaskóla Sinfóníuhljómsveitina. Og skýring fylgir: Gter- augun efst til vinstrj eru gleraugun hans Árna Elfar. Hrund, sem er 8 ára göm- ul, skrifaði: Mér fannst skemmtilegasta lagið „Það er leikur að læra“ og hljóðfærið sem heyrðist í gogg, gogg, gogg. Bréfið hennar er skreytt teikningu af hljómsveitinni, og þvi fylgir sögubók eftir bréfritarann, með frumsam- inni sögu um montna trommu leikarann, sem sprakk af von brigðum, þegar krakkarnir sögðu að hann spilaði illa. Ekki eru allir sammála um hvaða hljóðfæri sé skemmti- legast. Mörg börnin segja: Mér fannst skemmtilegast að heyra í manninum spila á hljóðfæri, sem heyrist í eins og klukku. Magnús í 7 ára-P í Kópavogi segir: Það var mest gaman að fölsku bjöllun um og draugunum. Það hlýt- ur að vera gaman að berja á trommur og spila á alla þessa lúðra. f bréfunum kemur líka fram gagnrýni. Berglind Rós Pétursdóttir, 9 ára, skrifar: Ég var með systur minni og mér fannst mjög gaman. En mér fannst eitt að. Það voru menn irnir sem spiluðu á fagot, flaut ur, horn og trommur, því ég sá þá ekki. Faliegast fannst mér Framhald á bls. 23 SKÁKÞÁTTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR Á NÆSTA ári verður Taflfélag Reykjavíkur 70 ára, stofnsett í október árið 1900. Aðalhvatamað ur að stofnun þess var Pétur Zóphóníasson, siðar ritstjóri og kunnur fræðimaður. Hann var þá nýkominn frá námi í Kaup- mannahöfn, en þar var hann jafnoki fremstu meistaraflokks- manna Dana. Þegar heim kom, var Pétur langöflugasti skákmað ur hérlendur, og var fremsti skákmaður okkar að minnsta kosti fram um 1915. f grein, sem Pétur ritaði í skáktímaritið „Nýja Skákblaðið“ árgang 1940, 5. tölublað, telur hann upp þá, sem hann man þá eftir af stofnendum félagsins, og er fróðlegt að líta á þann lista. Það eru alls tuttugu og fimm menn (alls voru stofnendur 29), og fara nöfn þeirra hér á eftir: Pétur Zóphóníasson, Sigurður Jóneson, fangavörður, Sturla Jónsson, kaupmaður, Pétur Pétursson, bæjargjaldk., Friðrik Jónsson, kaupmaður, Einar Benediktsson, skáld, Björn M. Ólsén, rektor, Indriði Einarsson, rithöfundur, Jakob Jónsson, verzlunarstj*., Ingvar Pálsson, kaupmaður, Helgi Helgason, verzlunarstj., Júlíus Guðmundsson, kaupm., Pétur Bogason, læknir, Skúli Bogason, læknir, Sturla Guðmundss., cand. phil., Sig. Guðmundsson, prestur, Jens Waage, bankastjóri, . Ágúst Sigurðsson, prentari, Pétur G. Guðm.son, fjölritari, Ólafur Björnsson, ritstjóri, Sigurjón Jónsson, framkv.stj., Þórður Sveinsson, læknir, Báldur Sveinsson, blaðamaður, Magnús Magnússon, skipstjóri, Ludvig Andersen, heildsali. Þetta er fríður hópur og eng- in furða, þótt fljótt hlypi gróska í þann félagsskap, sem hafði slíku úrvalsliði á að skipa. — Fyrsti formaður félagsins var Sigurður Jónsson, fangavörður, en aðrir í stjóm Pétur Zóphónías son og Sturla kaupmaður Jóns- son, móðurbróðir Péturs. Meðal ungra manna, sem gengu í félagið á næstu árum, var Ólafur Thors, sem var kjör- inn ungur í stjórn þess. Varð hann ritari félagsins 1909 og for- maður þess 1910. En brátt köll- uðu ný og nytsamari verkefni hinn dugmikla, uppvaxandi at- hafna- og stjórnmálamann til starfa. Meðal annarra stjórnmála- manna, sem ég hefi heyrt, að hafi verið og séu (þeir, sem enn eru lífs) sérlega áhugasamir um 3kák, má nefna Einar Arnórsson, Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósefs- son og Gunnar Thoroddsen, að ógleymdum Jóni Þorsteinssyni, sem mun vera öflugasti skákmað ur, sem kjörinn hefur verið á þing; mundi sennilega fá dágóða útkomu, þó harin tefldi samtímis við alla hina þingmennina. — Hér er örugglega vantalið tals- vert af þingmönnum og stjórn- málamönnum, sem verið hafa áhugasamir um skák. Skákin hef ur verið nefnd þjóðaríþrótt ís- lendinga, og því engin furða, þótt menn af ýmsum stéttum hafi stundað hana einhvern tíma á æviskeiði sínu. Vort heimslíf er tafl fyrir gíöggeygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést, — og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir. Vafasamt er, hvort Einar Bene diktsson hefði nokkru sinni brugðið fyrir sig þessari líkingj í kvæðinu „Væringjar", ef hann hefði ekki verið mjög áhugasam- ur um skák og teflt talsvert á tímabili. — Því miður á ég ekki í fórum minum nokkra skák, teflda af Einari Benediktssyni og minnist þess ekki að hafa séð ská'r eftir hann. Væri þó nógu fróðlegt að sjá, hversu glögg- eygur hann hefur verið á leiki á þeim vettvangi. En hvað sem því líður, þá er það ánægjuleg staðreynd fyrir ís- lenzka skákmenn, að stórbrotn- asta ljóðskáld okkar á þessari öld og einhver mikilhæfasti stjórnmálaforingi okkar, skyldu á uriga aldri festa ást á hinni „göfugu, konunglegu list“, eins og skákin hefur stundum verið nefnd. Hvernig tefldu fremstu skák- menn okkar um aldamótin? Því er fljótsvarað. Miðað við tafl- mennsku fremstu skákmanna okkar nú, þá var taflmennska þeirra auðvitað ekki góð, enda hefur skáktækni fleygt svo fram síðan um allan heim, að það væri hrein fjarstæða að bera saman gæði skáka almennt frá þessum mismunandi tímaskeiðum. Auk þess hafa skákmenn okkar þá sjálfsagt ekki fylgzt eins vel með erlendri samtíðarþróun í skák- listinni og skákmenn okkar gera nú. Erlendar skákbókmenntir hafa borizt hingað óreglulegar þá og voru lika fáskrúðugri. Þetta verður ,ásamt fleiru, að hafa í huga, þegar skoðaðar eru skákir íslenzkra skákmanna um aldamótin. Skákin, sem hér fer á eftir, er tefld á fyrsta móti, sem Taflfélag Reykjavíkur hélt, haustmóti þess, í október árið 1900. Hún var metin bezt teflda skákin á mótinu og birtist síðar í hinu virta þýzka skáktímariti „Deutche Schachzeitung“. — Skulum við nú líta á gripinn: svartur eigi betri leik en hörfa aftur á sama reit með riddar- ann). 12. Db2 Bd6 13. g3 (Enn var betra að leika h3. Með leik sínum veikir hvítur kóngs- stöðuna, og nær nú svartur sókn, sem erfitt er að verjast, vegna þess, hve menn hvíts á drottn- ingararmi eru illa staðsettir). 13. — Rc-e5 14. Be2 (Vonleysislegur leikur. 14. Rd4 er þó alla vega skárra). 14. — f5 (Svartur getur nú leyft sér flest. Taflið var auðvitað einnig létt- unnið eftir dráp á e4). Hvítt: Sigurður Thoroddsen Svart: Pétur Zóphóníasson Sikileyjarvörn 15. Rxe5 Bxe5 16. c3 0—0 17. exf5 1. e4 c5 2. d4 (Nú til dags er nær undan- tekningarlaust leikið 2. Rf3 eða Rc3). 2. __________ cxd4 3. Dxd4 Rc6 4. Dc3 (Betra er 4. De3). 4. — e6 5. a3 a6 6. Rf3 b5 7. Bd2 (Flestir aðrir reitir voru heppi- legri fyrir biskupinn en þessi). 7. — Bb7 8. Bd3 Rf6 9. 0—0 Dc7 (Það er greinilegt ,að liðsskipan svarts er mun rökréttari en hvíts. Menn hvíts á drottningararmi eru hörmulega staðsettir, er til úrslitaátaka dregur). 10. Hf-el HcS 11. b4 Rg4 (Þessi leikur á ekki að færa svörtum fljótvirka, afgerandi sókn, ef hvítur svarar honum rétt. Eftir 12. h3 er vafasamt, að (Með því að hróka í 16. leik gaf svartur andstæðing sínum færi á að draga baráttuna á langinn, en hann notfærir sér ekki það tækifæri. Svartur átti að fórna riddaranum á f2 í 16. leik og hróka síðan og yrði þá lítið um varnir hjá hvítum. Bezt var hins vegar .fyrir hvítan að drepa ridd- arann á g4 í 17. leik, þótt taflið væri einnig tapað þannig). 17. — Rxf2 (Önnur fljótvirk vinningsleið var 17. — Dc6. 18. og vinnur fljótt). f3 Db6 skák 18. Kxf2 19. BfS Hxf5f (Ef 19. Kgl, þá Db6 skák og mát- (Ef 19. Kgl, þá Db6 ar). skák og mát- 19. — Bxf3 20. Be3 Hc-f8 21. Kgl Bxg3 22. Dd2 Hf8-f6 23. hxg3 Dxg3t 24. Kfl Bg4t 25. Bf2 Hxf2t og nú gatst hvítur loks upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.