Morgunblaðið - 26.03.1969, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1969
fólk í fréttunum
I
Hættu við rannsókn
Ástrclska þingið fellir tillögu
um að kanna siðsemi Gortans
TILLAGA um að kanna
siðsemi forsætisráðherrans,
John Gortons, var nýlega
felld í fulltrúadeildinni með
75 |gegn 34 atkvæðum. Voru
þetta lyktir heiftúðugra um-
:'l ræðna vegna aðdróttana varð
andi einkalíf ráðherrans.
Spunnust þær af orðrómi
sem bendlaði nafn ráðherr-
ans við leikkonuna Lizu Min-
elli (dóttur Judy Garland
leikkonu).
í slúðursagnadálki var
þess getið, að Liza Minelli
hefði skrifað grein fyrir
Lundúnablað, og átti hún að
hafa farið niðrandi orðum
um ráðherrann. Var banda-
rísku leyniþjónustunni borið
á brýn, að hafa greitt Lund-
únablaðinu 15.600 Bandaríkja
dali fyrir að þagga málið
niður. (TalsmaðuT leyniþjón-
ustunnar kvað aðspurður
ekkert hafa um málið að
segja).
Gorton sagði í þinginu, að
ungfrú Minelli hefði borið á
móti því að hafa skrifað
þessa grein, og væri þetta
allt helber lygi. Sjálfur neit-
aði hann að nokkur fótur
væri fyrir þessum eða öðr-
Liza Minelli
um gróusögtum.
Einn fulltrúanna sagði að
atburðurinn, sem átt væri
við ætti að hafa átt sér stað
í nætoidklúbb í Sidney á Bali,
er forsætisráðherrann heim-
sótti Indónesiu og í Canberra
um jólin.
Haft var eftir ungfrú Min-
elli, að allar sögurnar væru
ósannar og hlægilegar, og
John Gorton
svo ótrúlegar, að erfitt væri
að ím.ynda sér, að nokkur
maður legði trúnað á slíkt.
Hún hefði aðeins einu sinni
hitt ráðherrann, og hefði það
verið, er hann kotm með föru-
neyti sitt bak við tjöldin eft-
ir leiksýningu. Hefði hann
verið elskulegur ekki aðeins
við sig, heldur við mágkomu
sína og tengdamóður, sem þar
hefðu verið staddar. Einnig
var rætt um að ráðherxann
hefði farið með blaðafulltrúa
sínum og nítján ára gamalli
stúlku úr opinberri veizlu í
Canberra klukkan 2.30 um
morgun til til a.meríska sendi
ráðsins og hefði honum dval-
izt þar til kl. 5.30. Væri hægt
að hugsa sér, hvaða álits-
hnekki samstarfið við Banda-
ríkin gæti beðið við slíkt.
Gorton sagðist hafa farið
úr veizlu um kl. 11.45 til
bandaríska sendiherrans, er
hefði tvívagis hringt í veizl-
una um kvöldið og beðið sig
að líta inn á hekmleiðinni,
íþótt seint yrði. Hefði hann
gert það, og staðið við svo
sem hálftím.a. Stúlkan, sem
væri dóttir gamals vinar,
hefði beðið um að fá að sitja
í, og hefði hún setið aftur í
hjá blaðafulltrúanum (hann
vonaði, að hann yrði ekki
tekinn fyrir næstur), og
hefði þetta einnig verið svo,
.er þau yfirgáfu sendiráðið.
Sendiherra Bandaríkjanna
gaf út yfirlýsingu þess eðlis,
að allt stæði heim.a, er for-
sætisráðherrann hefði sagt
um málið.
Ingólfur Jónsson
- MÖGULEIKI
Framhald af bls. 24.
ihún verði komin í fulla stærð
érið 1972, sem er þrem árum
tfyrr en umræddur samning-
•ur gerir ráð fyrir. Áætlanir um
Búrfellsvirkjun miðast við það,
<að fyrri virkjunaráifanganum,
sem er 105 megavött, ljúki á
|>essu ári um leið og 1. áfanga
élbræðslunnar, en aflþörf hans
er 60 megavött. Og síðari virkj-
•unaráfanganum, áður, eða um
Ðeið og álbræðslan er komin í
tfulla stærð, en þá er virkjunin
>210' megavött og aflþörf bræðsl-
lunnar 110 megavött.
Eigj bræðslan að geta verið
íkomin í fulla stærð 1072 er
íiauðsynlegt að ljúka báðum
áföngum Búrfellsvirkjunar fyrir
þann tíma, og hefur þegar verið
að því stefnt með því að flytja
Tilutá af framkvæmdum seinni
virkjunaráfangans yfir á þann
fyrri.
í desember 1965 var stofn-
kostnaður seinni áfanga virkj-
unar við Búrfell áætlaður 305,5
millj. kr. á þáverandi gengi, að
vöxtum á bygginigartíma frá-
‘töldum, eða um 520 millj. kr. á
núverandi gengi. Að vöxtum og
verðhækkunum meðtöldum á-
ætlast þessi kositnaður nú 661
.millj. kr. eða 7,5 millj. dollara.
,Sé framkvæmdum við seinni
láfangann hraðað. verður ekki
íyrir hendi það fé, sem upp-
íhaflega var ætlunin að verja til
(þeirra úr rekstri árin 1972—1975
'samfara minni framkvæmda-
hraða. Því er fyrirsjáanlegt, að
taka verður lán fyrir öllum
kostnaðinum við seinni áfang-
ann að fjárhæð 7,5 millj. doll-
•ara, og þess vegna er þetta frv.
iflutt.
Að sjálfsögðu er gert ráð fyr-
ir því, að lög um Landsvirkjun
gildi áfram óbreytt, en þau fela
'í sér heimild fyrir ríkisstjórnina
Itil að taka lán, sem komi að
Ihluta eða öllu leyti í stað
ábyrgð ar og endurlána það
ILandsvirkjun.
Það hefur verið gert ráð fyrir
nokkurri breytingu á fram-
kvæmdum í sambandi við ál-
verksmiðjuna. Þannig er gert
.ráð fyrir, að með 1. stigi verði
.framleidd 33 þús. tonn á ári og
isú starfsemi hefjist í september
lá þessu ári. Með öðru stigi bæt-
as't við 10 þús. tonn á ári og
það komist í framkvæmd í júní
1970. Með III. stigi bætast við
.23 þús. tonn á ári og er gert
ráð fyrir, að það verði tilbúið
í júhí 1972.
fEKJUR AF ÁLBRÆÐSLUNNI
í sambandi við það, að hér er
talað um nýja lántökur, er rétt
að gera sér grein fyrir þekn
tekjum, sem fásf af rafmagns-
sölu og sköttum til álverksmiðj-
unnar. Á fyrsta srtigi fæst 1,5
millj. dollara, á 2. stigi 0,41
millj. dollara. Á 1. stigi fæs-t fyr
dr raforkusölu 1,5 millj. dollara.
1Á 2. stigi 1,95 millj. dollara, á
13. stigi 2,5 millj. dollara. í ísl.
'kr. á 1. stigi 132 millj. kr., á 2.
stigi 172 millj. kr., á 3. sti'gi 220
millj. kr. Skattar af verksmiðj-
unni á 1. stigi verða 36 millj.
•kr., á 2. s'tigi 46 millj. óg á 3.
stigi 116 millj. Tekjur, skattar
•og raforkusala á 1. stigi 168
•millj. kr., á 2. stigi 220 millj. kr.,
á 3. stigi 336 millj. kr.
Meginlánið sem tekið hefur
verið til virkjunarinnar við Búr-
•fell, er til 25 ára með 6% vöxt-
um. Það er afborgunarlaust
•fyrstu 5 árin. Það er því ljóst,
að tekjurnar af orkusölunni og
■álbræðslunni gera talsvert meira
•heldur en að s'tanda undir þess-
um erlendu lánum. Þykir rétt
að vekja athygli á því við þetta
tækifæri, þar sem - í seinni tíð
hefur verið talað um mikla
greiðslubyrði, sem íslendingar
hafa af erlendum lánum.
Þess má einnig geta, að á ár-
unum 1984—1987 hækka skatt-
arnir smám saman af verksmiðj-
unni úr 116 millj. kr. í 203 millj.
eða úr 1,35 millj. dollara í 2,31
millj. dollara á ári. Það hefur
verið rætt um að stækka bræðsl
una úr þeim 66 þús. tonnum,
sem samið hefur verið um, í 86
þús. tonn, ef samningar um það
takast, og að sú stækkun taki
til starfa 1974. Slík stækkun
mundi þurfa um 40 þús. kíló-
vött og eigi að vera hægt að
anna þeirri aflþörf, olíuhreins-
unarstöð o. 11., sem rætt hefur
verið um, er nauðsynlegt að
ráðast í Sigölduvirkjun sem
fyrst. En það er ekki langt síð-
an frá því var sagt, að stjórn
Landsvirkjunar stefndi að því
að hraða framkvæmdum við
Búrfellsvirkjun, Þórisvatn og
Sigöldu og að þeim framkvæmd
um yrði lokið ekki seinna held-
ur en á árinu 1976, þ.e.a.s. öll-
um þessum framkvæmdum. Það
er þá reiknað með, að við rekst-
ur bræðslunnar atarfi fyrst í
stað 350 manns og sá fjöldi fari
upp í 500—550 manns eftir því,
hvort bræðslan verður 60 þús.
eða 86 þús. tonn. Verði bræðsl-
an gtækkuð samkvæmt því, sem
hér hefur verið talið og 20 þús.
tonn að auki má reikna með,
að byggingarframkvæmdir verði
meina og minna samfelldar tii
1974 og við þær vinni að jafnaði
um 120 menn. Reikna má með,
að á árunum 1970—1971 muni
vinna allt að 150 mianns við
Þórisvatnsmiðlun og stækkun
virkjunar við Búrfell, og sé ráð-
izt í Sigölduvirkjun, mun hún
ein þurfa að jafnaði um 400
menn á árunum 1970—1974.
Magnús Kjartansson ræddi
virkjunarmálin og álverksmiðj-
una og sagði að rikisstjórnin
léti allt sitja á hakanum fyrir
stóriðjunni. Því væri komið sem
komið væri fyrir aðalatvinnu-
vegum okkar. Þeir væru í kalda
koli og skapaði það stórfellt at-
vinnuleysi. Og ríkisstjórnin
hefði greinilega ráðagerðir uppi
um að halda áfram á sömu
braut og selja erlendum auð-
hringium raforkuna fyrir lítið
verð.
Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra, sagði að Magnús
Kjartansson og sálufélagar hans
væru iðnir við að reyna að
koma því inn hjá almenningi að
atvinnuleysið nú væri að kenna
stefnu ríkisstjórnarinnar í stór-
iðjumálunum. Spyrja mætti
þingmanninn að því hvort það
væri hans álit að meiri síld
hefði veiðst sl. s'umar ef enginn
álsamningur hefði verið gerður?
— Hvort togararnir hefðu aflað
betur? Hvont borgarastyrjöldin
í Nígeríu hefði þá engin áhrif
haft á skreiðarsölu okkar?
Ráðherra sagðj að vitanlega
hefðu framkvæmdirnar við Búr-
fell og Straumisvík ekki dregið
úr möguleikum annarra at-
vinnuvega, heldur hefði þvert á
móti þeirra vegna verið hægt
að efla aðrar atvinnugreinar
Jóhann Hafstein
svo mikið sem raun bæri vitni.
Ráðherra vakti athygli á því,
að sú fullyrðing Magnúsar
Kjartanss'onar að . stóriðjufram-
kvæmdir veiittu ekki nema tak-
markaða atvinnu, hefðu við lítil
rök að styðjast. Sagði hann að í
álverksmiðjunni mundi t. d.
vinna um 500 manns og það
mundi þýða, samkvæmt þeirri
reynslu er við hefðum að at-
vinnuaukning yrði hjá að m. k.
1500 manns. Reynslan sýndi að
þegar gjaldeyrisitekjur okkar
hefðu aukizt hefðu þjóðartekj-
urnar a.m.k. fjórfaldast. Ál-
verksmiðjan kæmi til með að
skila um 700 milljónum króna
í gjaldeyristekjur og það rhundi
þýða um 2800 millj. kr. aukn-
ingu þjóðartekna.
Þá sagði ráðherra að fullyrð-
ingar þingmannsins að ríkis-
•sitjórnin gerði ekkert til að efla
aðrar iðngreinar vœru út í blá-
inn. Iðnþróunarráð fjallaði stöð-
ugt um aukinn og fjölbreyttari
iðnað hér á landi og mætti
nefna s-em dæmi að nú hefði
verið unnið að því að rannsaka
möguleika á auknum skinnaiðn-
aði, og gæiti fairið svo að í ná-
inni framtíð gætum við unnið
úr ver.ulegum hluta af skinna-
framleiðslunn'i sjálfir. Þá mætti
einnig- nefna stálskipasmíðina,
en sú iðngrein hefði ekki verið
•til hérlendis fyrir nokkrum ár-
um. Þá hefði ríkiss'tjórmn enn-
fremur la.gt kapp á að efla veið-
arfæraiðnaðinn, þrátt fyrir að
þar væri við ramman reip að
draga.
Ráðherra sagði að spyrja
mætti að því hvort ekki hefði
verið annað ástand í atvinnu-
málunum, ef ekki hefði verið
ráðizt í þessar s'tórframk væmd-
ib. Tekjurnar sem af þessum
framkvæmdum kæmu yrðu
meiri því fyrr sem lokið yrði,
með að efla atv.innujöfnunar-
'sjóð verulega og þar með at-
vinnu og iðnað, ekki sízt úti á
1 a n dsby g g ðinni.
Magniús Kjartansson og Ing-
ólfur Jónsson raforkumálaráð-
herra tóku til máls aiftur, en sið-
an var frumvarpinu vísað til 2,
umræðu og nefndar.
HÆTTA A NÆSTA LEITI —eftir John Saunders og Alden McWilliams
CORRECT) RAVEN/ MEN WILL
Flock from the corners of
THE WORLD TO LEAVE FORTUNES
AT My FEET/ THE MONEy WILL
BE MINE,„ ALONEÍ
Land ykkar er á eftir tímanum, herrar
mínir. Og þér ætlið yður að bæta úr því
í Beach City, eða hvað? (2. mynd). Al-
reg rétt, Raven. Mcnn munu flykkjast
allsstaðar að úr heiminum, og skilja eft-
ir gífurleg auðævi í spilavítunum. Og
þau auðævi verða mín eign. (3. mynd).
Axtella er of heiðarleg til að taka þátt í
fyrirætlunum mínum . . . svo að mín
kæra systir mun hverfa með ykkur.