Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: FYRIR ÞIG Krossinn er tákn kristjninnar. Öll trúarbrögð hafa átt sín tákn og tclað að nokkru leyti á merkjamáli. Slik tákn hafa verið misjafnlega mið- læg. En öil hafa þaiu verið til vitnis um það, hvað það var í hverjum átrúnaði, scm haíði mest aðdráttarafl og dýpstan hljómigrunn. Ekkert trúartákn í sögu trúarbragð- anna hefur orðið eins altækt og kross- inn með kristnum mönnum. Það stafar eikki af því út af fyrir sig, að höfund- ur kristindómsins dó á krossi. Kristin trú hefur ekki lifað á því í tvö þúsund ár að hugsa um píslarvætti meistaora sins. Lífsorka hennar var og er fólgin i meðvitund um lifandi Drottin, sem eitt s.rni gekk í dauðann af því, að í hon- um bjó elska Guðs til syndugra manna. Fórn þeirrar elsku vann sigur, sem 'allir mega njóta. Krossinn boðar þann sigur. Lif Guðs gekk í greipar dauðans og braut afl hans á bak aftur. Elska Guðs gekk hatrinu á vald, grimmdinni, synd inni, cg sigraði þefcta fyrir vora hönd, í vorn stað, oss til bata og blessunar. Þetta er „krossins þögla mál“. Enda nefnir Nýja testamentið hinn kristna boðakap, fagnaðarerindið, blátt áfram orð krossins". Og það orð er „kraftur Guðs“. Þennan lífskjarna sinn hefur kristin t-ú aldrei getað rúm.að í neinu einu orði eða kenningu. Ég nefndi hér síðast c-rðið friðþaegingu. Það orð kemur ekki viða fyrir í Nýja tesfamentimu, aðeins á tveimur stöðum, og hvergi hjá Páli, sem stundum hefur verið áfelldur fyrir að hafa búið eitthvað til, sem hedtir frið- þægingarkennin.g. Það er Jóhannes, post- uli kærleikans, sem notar þetta orð (1. Jóih. 2,3,4,10). Þetta er kænleikurinn: Ekki að vér elskuðum Gúð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn tiil að vera friðþæging fyrir syndir vorar. Vissulaga flytur Páll sama boðsikap, svo og aðrir höfundar Nýja testament- is;ns, og með fyllstu áherzlu. En ég bendi á þetta orð og strika undir það vegna þess, að það hefur svo oft verið sett á oddinn, þegar menn hafa viljað gagnrýna eða fordæma það, sem að þeirra dómi væri úrelt og óhæft í kristn um dómd. Ef þar er rétt með farið, ef friðþæg- ingin, það orð og sú kenning, er eitt- hvað myrkt og ljótft og óhæft, þá vildi ég nema krossinn af öllum kirkjuturn- um, hverju altari og hverju leiði. Þá vildi ég banna hverjum manni að signa sjálfan sig, barn sitt eða yfiir lík ást- vinar. Hverju sinni sem þú gerir kross- mark, þá ertu að játa, að Jesús Kristur var krossfestur fyrir þig, hann hefur helgað sér lif þitt með því að deyja fyr- ir þig, hann hefur unnið það þér tid lífs að gefa sitt eigið. Hverju sinni sem þú sérð kross á kirkju, á altari, á kistu, þá mætir þú þeim vitnisburði, sem ber uppi Nýja testamentið, ber uppi kirkjuna, þú mætir friðþægingarkenningunni. Ég orða þetta svo með vilja, því ég vildi, að menn hugsuðu út í, hvað þedr eru að fara, þegar þeir taka sér stór urð í munn og fella hvatvíslega dóma. Hann lét sitt líf, svo lifðir þú, lífs eilífs von því áttu nú. Ef höggvið væri á þennan streng, þá er öll hin ómríka, kristna harpa brost- m Með þessu er ég ekki að segja, að hvers konar tilraun til útlistunar á þessum hæsta og viðkvæmasta leyndar- dómi kristinnar trúar hafi verið vel heppnuð eða fullkomin. Menn hafa rcynt að túlka og skýra. Þannig hafa orðið til ýmsar guðfræðilegar kenning- ar oft settar fram af djúpvitrum mönn- um, sumar átt gagnlegt erindi við sinn víma en fáar fullnæigt öllum tímum og engin til hlítar. En þegar því er haldið fram, að kjarninn í allri friðþægingar- kennin.gu sé sá, að Guð hafi verið svo grimmur, að hann hafi ekki getað litið mennina réttu auga nema hans eigin sonur væri kvalinn, svo að hann gæti þc svalað sér á ednhveirjum, þá er slíkt íal ekki annað en óhróður og ábyrgð- arlaus þvættingur, sem á enga stoð í nemni friðþægingarkenningu á nokk- urri öld. Hanxi er friðþæging fyrir syndir vor- ar. Þetta er líka orðað svo: f honum eig- um vér endurlausnina fyrir hans blóð, fvrirgefningu afbrotanna(Ef. 1,7). Faðir, fyrirgef þeim, bað Jesús á krossinum. í þeirri bæn sló hjarta Guðs sjálfs. Fyrirgefning er ekki sjálfsagður hlut- ur Sá sem heldur það, hefur aldrei þurft að biðja fyrirgefningar, ekki ein.u sinni nokkurn mann, hvað þá Guð. Ef þú ert sekur við konuna þína eða mann inp þinn, þá er eitthvað á milli ykkar, sem þarf að ryðja úr vegi. Það gerist ekki af sjálfu sér, ekki sársaukalaust. Raunveruleg fyrirgefning á sekt kost- ar fórn. Það veit hver sá, sem einhvern tíroa hefur talað á milli hjóna, svo að dæmi sé tekið af sviði viðkvæmra, per- sónulegra sambanda mamnlífsáns. Og þess vegna er svo víða ósáfct, dulin og ber, launkali milli barna og foreldra, milli starfsbræðra, milli hjóna, að frið- þæginguna vanfcar, fórnarviljan á aðra síðu eða báðar, það uppgjör, sem auð- mýkir til botms og leggur grunn að nýjum, gagnkvæmum skilningi, nýju sambandi, nýjum friði. 3 Guð kom í Kristi til móts við mann- inn. Hamn lítiUækkaði sig, auðmýkti sig til botns. Hann sagði: Þrátt fyrir allt, sem á milli ber míns heilaga kærleiks- vilja og mannlegs atferlis, þrátt fyrir aila blóðsikuld og flekkun, alla kúgun, aila grimmd, þá vU ég samt, barn á jörð, mæta þér sem bróðir, ég vil samt vera þér faðir, barn á jörð, taka þig í faðm- inn, glataði sonur. Ég vil frið milli mín og þín, ég vil gefa þanm frið, sem þið halið gert útlægam af jörðinni minni, gefa það riki, sem þið hafið afneitað. Ég vil bjarga þér, barnið mitt, þó að það kosti mig kvöl krosis og dauða. Þetta er orð krossins. Þetta er kenn- f ing kristinnar kirkju um friðþæg- ' ingu. Nei, það er ekki kenning. Það er lif hemnar og lofgjörð, eilíft tilefni undr a^di tilbeiðslu. Hann elskaði mig og lagði sjálfam sig í sölurnar fyrir mig. Hvers vegna þurfti hann að færa fórn vegna elsku sinnar? Spyr ég svo, þegar einhver hefur gert eitthvað fyrir mig, sem er mér óskilj- anlega dýrmæfct og stórt? í fjarlægri gröf hvílir móðir mín. Ég man hana ek’ki. En ég veit, að hún lét lífið til þess að bjarga lífi mínu og bróður míns í vöggu. Hún hreif okkur úr eldi, varði okkur fyrir brun- anum, svo að akkur saikaði ekki en hún ftlaut sár, sem leiddu hana til dauða eft- ir mikla þraut. Þegar ég kem að gröfinni hennar og þegar ég hugsa til hennar endranær, þá ^ spyr ég ekki, hvers vegna hún þurfti ' að fórna sér á þennam hátt. Við þeirri spurningu fæst ekkert svar að sinni. Ég veit það eitt, að ég lifi í dag vegna þess að hún dó. Og leyndardóm.ur fórn arinnar og elskunnar fyllir mig lofcn- ingu, sem engin orð rúma. Allt líf er margfléttað dulardómi íórnarinmar. „Til þess á eilífðin alein rök.“ Jesús Kristur lét lífið til þess að vér mættum lifa. Hann dó fyrir mig og þig. Og vér lútum þeim Guði, sem hefur krossinn a‘ð tákni, ímynd sinnar fórn- andi elsku, síns sigrandi kærleika. Sigurbjörn Einarsson. íslandsmeistaramótið í bridge: Hörð og tvísýn keppnl í 5. umiferðinn á íslandsmót- inu í bridge urðu úrslit þessi: Sveit Hannesar vann sveit Guðlaugs 20—0. Ísíundsmólið 1 innonhús- knnttspyrnu ISLANDSMÓT í innanhúsknatt- spyrnu hófst í gærkvöldi í Laug- ardalshöllinni. Voru leiknir 6 leikir í gærkvöldi. Mótinu heldui áfram í kvöld kl. 8 og leika þá Stjarnan og ÍBK, ÍA og Þróttur, Haukar og Selfoss, KR og Ár- mann, FH og Víkingur og Breiða blik, Fram situr hjá. Eftir þessar tvær umferðir verður að draga að nýju og held ur mótið áfram n.k. laugardag og hefst kl. 3. Síðaista umferð vedður kl. 3 á annan páskadaig. Leikir landsliðsins, sem ráð- gerðir voru um páskaheligina, falla niðuir. Bræðrufélug Dómkirkjunnar BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunn ar efnir til kiirkjuikvölds með nýstárlegum hætti á fimmfcudags kvöld, þar sem lagðar eru fram ýmsar spurningar um trú- og kirkjumál og fengnir framá- menn í þeim málum til að svara. Hefst kirkj ukvöldið kl. 8.30 á skírdag. Forsiðumynd PÁSKAMYNDINA á forsiðu tók Ól. K. M. í gróðurhúsinu við Sig- tún. Stúlkan með páskaliljurnar heitir Fjóla Hermannsdóttir. Sveit Hjalta vann sveit Stein- þórs 10—1. Sveit Stefáns vann sveit Ví- bekku 20—0. Sveit Alberts vann sveit Dag bajrtar 11—9. Sveit Benedikts vann sveit Birgis 1®—2. Staðan í meistaraflokki er þá þessi: 1. sv. Hannesar Jónss. 74 st. 2. - Hjalfca EHassooar 74 - 3. - Bened. Jóhannss. 73 - 4. - St. Guðjohnsen 69 - 5. - Guðl. Jólhannss. 58 - 5. - Víbekiku Scheving 44 - 7. - Alberts Þorsteinss. 27 - 8. - Steinjþórs Ásgeirss. 27 - 9. - Dagbjarts Grímss. 19 - 10. - Birgis Sigurðss. 7 - í A-riðli í 1. flókki er sveit. Harðar Steinbergssonar, Akur- eyrj efst með 88 stig, en í öðru sæti er sveit Guðmundar Ing- ólfssonar, Keflavík með 69 stig. í B-riðli er sveit Baldurs Ólafs- sonar Akranesi efst með 70 stig en í öðru sæti er sveit Sigurðar Emllssonar, Hafnarfirði með 60 stig. í dag kl. 14,00 verður spiluð 7. umferð og 8. umferð fer fram í kvöld og hefst keppnin þá kl. 20,00. 9. og síðasfca umferð fer fram n. k. laugardag og hefst kl. 14,00. Spilað er í Dornus Medica við Ég lsgötu og verður sýningartjald í notkun til hag- ræðis fyrir áhorfendur. KR og ÍR í aukuurslitaleik í dag KR-LIÐINU tókst á þriðjudags- kvöldið að ságra 1R í síðari leik þessara liða í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik. ÍR hafði unnið í fyrri umferð móts- ins m>eð 69:60 og var talið held- ur sigurstrang.legra fyrir leikinn á þriðjudag. Svo fór einnig að þeir tóku leikinn í sínar hendur í fyrri hálfleik og lék mun betur en KR-ingar sem voru heldur staðir og seinir í gang. Þannig hafði ÍR tryggt sér 12 stiga for- ystu í hléi 29:17. í síðarj hálf- leik mættu KR-ingar mjög ákveðnir til leiks og náðu að jafna leikinn 36:36. ÍR nær aft- ur yfirhöndinni 44:38, en þá taka KR-íngar geysimikinn sprett og skora 13 stig í röð og gera út um leikinn sem endaði með 57: 49. Eftir þessa frækilegu frammi- stöðu KR-inga eru liðin jöfn í mótinu, bæði með 18 stig, og verða því að leika aukaleik til úrslita. Fer sá leikur fram i dag^ kl. 3,00 í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Ekki er að efa að bæði liðin hyggja á sigur í þeim leik og hafi einhvern tíma verið tvísýnt um úrslit í leikjum þess- ara liða þá er það í dag. Á þriðjudag áttu bæði liðin mjög glæsilegan kafla, en á milli staðnaði spil þeirra, og voru því miklar sviptingar í leiknum. Trúlegt er að hin þrúand; tauga spenna sem svo harðri keppni fylgir haf.i haft sin áhrif á árangur íeikmanna. ÞEIR EINIR STANDAST SAMKEPPNI NÚTÍMANS, SEM FYLGJAST MEÐ NÝJUNGUM STÓRA NORRÆNA RYGGINGARSÝNINGIN í KAUPMANNAHÖFN 23.-30. APRIL SÝNINGIN „BYGGT FYRIR MILLJARÐA" er stærsti viðburðurinn á sviði byggingarlistar og tækni á Norð- urlöndum. Á sýningu þessari er kynnt allt það nýjasta í sam- bandi við vinnubrögð og verktækni í byggingariðnaðinum, ásamt nýjasta úrvali hvers konar byggingarefna, tilbúinna húshluta og heimilistækja Þarna er tækifærið til að skyggnast inn í framtíð- ína og kynnast þeim nýjungum, sem munu ryðja sér til rúms á næstu árum. ÚTSÝN ANNAST HÓPFERÐ A SÝNINGUNA 1 SAMVINNU VIÐ BYGGINGAÞJÓNLISTU ISL. ARKITEKTA. ÓDÝRT FAR- GJALD. — HÆGT AÐ FRAMLENGJA FERÐINA A HANOVER MESSE DAGANA 26. apríl til 4 mai. DRAGIÐ EKKI AÐ GANGA FRÁ FARPÖNTUN YÐAR. FAlÐ ÓKEYPIS EINTAK AF SKRA ÚTSÝNAR UM VÖRUSÝN- INGAR OG KAUPSTEFNUR 1969. WORLD FISHING EXHIRITION LONDON 28. MAÍ - 3. JÚNÍ HEIMSSÝNINGIN UM FISKVEIÐAR. FISKVERKUN OG FISK. SÖLU, SÝNING UM NÝTINGU AUÐLINDA HAFSINS OG ALÞJÓÐLEG RAÐSTEFNA UM FISKSÖLUMAL. Enn eru fiskveiðarnar undirstaðan í þjóðarbúskap íslendinga* Hér gefur að líta allt það nýjasta í þessari atvinnugrein, s. s. í smíði fiskiskipa og tækni i fiskveiðum, nýjustu vélar, stjórn- tæki, siglingatæki, öryggisbúnað á sjó, veiðarfæri, hraðfrysti- útbúnað og tæki til fiskvinnslu. Allir, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum, fiskvinnslu og fisksölu sækja hingað nýjustu tækni og þekkingu á þessu sviði. Ókeypis aðgangskort að sýningunni og ódýrt fargjald með leíguflugferð Útsýnar Dragið ekki að tilkynna þátttöku. Ferðaskrifslofan ÚTSÝN 1 J Austurstr. 17 simar 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.