Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 19ö9 KEFLAVlK — SUÐURNES Guðsþjónusta föstudaginn langa í Safnað- arheimili Aðventista kl. 2 síðdegis. Svein B. Johansen prédikar. Fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. HINAR VIÐURKENNDU ENGLISH ELECTRIC SJÁLFVIRKU ÞVOTTAVÉLAR 2 GERÐIR GERÐ 474 GERÐ 484 . Heitt eða kalt vatn til áfyllingar. • Innbyggður hjólabúnaður. • 8 þvottastillingar — skolun — vindun • Afköst: 4,5 kg. • 1 árs ábyrgð • Varahluta- og viðgerðaþjónusta. oorfSco —- •^i. i —I N N ENGLISH ELECTRIC ^ Laugavegi 178 Sími 38000 þurrkarann má tengja við þvottavélina (474) Verðið brún í fyrstu skíðaferðinni, hvort sem sól er eða ekki, með þvt að nota QXfRÁ COPPERTONE 10TI0N BY m (OPPERTONE ^^00/0” gerir yður falleg-a og jafnbrúna á 3 til 5 tímum. Ver yður einnig gegn sólbruna. ox yður fallega brún. COPPERT ONE. „quick tanning" undraefnið. sem gerir jafnt inni ,sem úti, er framleitt af INNI — gerir yður brún á einni nóttu. ^ ÚTI — gerir yður enn brúnni og verndar um leið gegn sólbruna. * ENGINN LITUR — ENGAR RÁKIR. Q.T. inniheldur enqa líti eða gervief.ii, sem gerir húð yðar rákótta eða uppfitaða. Q.T. inniheldur nærandí og mýkjandi efni fyrit húðina . Q.T. gerir þá Muti líkamans. sem sólin naer ekki til. fallega brt'tna. Um leið vemdar sérstakt efni i C T. húðina fyrir bruna- geislum sólarinnar. Notið hið fljótvirka Q.T. hvenær sem er — það er ekki fitugt eða oliukennt. er framleitt af COPrERTONE HEILDVERZL. ÝMIR — Sími 14191. Magni Cuðmundsson, hagfrœðingur: Takmarkið er: Frjáls heims- verzlun, ekki viðskiptablokkir Hugsjón leiðandi manna í heim inum við lok styrjaldar 1945 var að fjarlægja í þágu friðar við- skiptahömlur og tollmúra landa á milli. í>að var m.a. markmið Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða- bankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og margra annarra stofn- ana. En varla hafði áratugur lið ið, er greina mátti einkenni kom andi kreppu bæði austan hafs og vestan. Var þróun að ýmsu leyti svipuð og eftir fyrri heims- styrjöld, nema hægari, enda geis aði staðbundið stríð í Indokina, þá Kóreu, þá Alsír og loks enn í Vietnam. Verðhrun hráefna, sveiflur í iðnaði og ótryggt gertgi hafa gerzt áberandi víða um lönd. Er eftirtektarvert, að við- brögð eru keimlík þeim, sem eru minnisstæð frá árunum eftir 1930 Hver þjóð reyndi þá að bjarga sínu skinni með séraðgerðum í gjaldeyris- og innflutningsmál- um. Ráðstafanir í einu landi leiddu til gagnráðstafana í öðru og útkoman varð sú ein að efla kreppuna. Nú hópast þjóðir í efnahagsheildir og vernda sig með „ytri tollum“. Tilvist EBE olli stofnun EFTA, sém aftur ýtti undir Nordek. Og slík efna hagsbandalög eru hvergi nærri einskorðuð við Evrópu. Talað er um enn nánari viðskiptatengsl USA og Kanada, einingu S-Am- eríku, samvinnu Júgóslavíu, Eg- yptalands og Indlands, Afríku- samband o. s. frv. Allt eru þetta spor aftur á bak, sem fjarlægja okkur hug- sjóninni um frjálsa hsimsverzlun íessi tollvernduðu viðskipta- hreiður munu ekki leysa efna- hagsvanda mannkynsins. Má því fremur ælta, að þau eigi sér til- tölulega skamman aldur og logn ist út af, þegar núverandi hag- lægð líður hjá, ef þau hafa þá ekki þegar gliðnað sundur vegna innbyrðis miskliðar. Að EINANGRAST UTAN EðA INNAN EFNAHAGSHEILDA. Nokkru eftir að EBE var stofnað, kom til álita hérlendis að sækja um aðild eða auka- aðild. Var mjög um málið fjáll- að í ræðu og riti. Gekk eitt dagblaðanna svo langt að krefj- ast þess, að við sendum umsókn, áður en vika væri liðin. Ella væri fjárhag okkar bráð hætta búin og voðinn vís. Við gengum ekki í EBE, en lifum þó — meira að segja góðu lífi fram á þennan dag. Óttuðust margir, að ákvæði um óhindraðan flutning fjármagns og vinnuafls milli að ildarríkja skv. Rómarsáttmála gæti orðið afdrifaríkt fyrir efna legt sjálfstæði okkar, jafnvel þjóðerni. E.t.v. skipti þó meira máli, að De Gaulle taldi okkur of mikla vini Bandaríkjanna, þannig að við komum vart til greina. Brátt hófst áróður fyrir inn- göngu í EFTA. Var helzt slegið á þá strengi, að við mættum ekki einangrast utan efnahags- heilda í álfunni. Sannleikurinn er sá, að mun meiri hætta getur stafað af hinu að einangrast innan slíkra efnahagsheilda, því að stærri og veigameiri mark- aðir í Bandaríkjunum, Sovétríkj unum, S-Ameríku og víðar mega ekki ganga okkur úr greipum. Enda þótt ýmislegt mæli með þátttöku okkar í EFTA, verður ekki gengið fram hjá þrem at- riðum, sem eru þung á meta- skálunum: 1. Eitt erfiðasta viðfangsefni næstu ára er að sjá ríkissjóði fyrir nægu fjármagni til þess að standa straum af styrkja- kerfi atvinnuveganna og skulda byrði við útlönd. Helztu tekjurn ar eru aðflutningsgjöld, sem munu rýrna verulega, ef toll- frjáls varningur streymir inn í landið frá EFTA-ríkjunum. Hef- ir enn ekki verið sýnt á sann- (*i*aii V itt, jverrr.’g bregðast eigi við þeim vanda. 2. Við höfum þegar fundið fyr ir atvinnuleysi, en það mun auk ast að mun, er heildverzlun og sumar iðngreinar leggjast niður vegna EFTA-samkeppni. Stóriðja RAFMAGN H/F., Vesturgötu 10 — Sími 14005. og útflutningsiðnaður eru lang tíma ráðstafanir, en óleyst verk- efni yrði að tryggja þúsundum manna og kvenna starfa í allra nánustu framtíð. 3. Fiskafurðir, sem eru aðal- útflutningsvara okkar, njóta ekki í EFTA-löndum tollívilnana eins og iðnvarningur. Jafnvel þó að semja mætti við meginlandsþjóð ir um slíkt, hafa Bretar, sem kaupa mest af okkar, sértoll á fiski í blóra við hin aðildarrík- in. Að öllu þessu afchuguðu er vandséð, hví sumir hafa svo mik inn áhuga á inngöngu í EFTA Þar við bætist, að fjárhagur einstaklinga, fyrirtækja og opin berra aðila stendur nú á svo völtum fótum, að við þolum ekki meiri háttar röskun. Nú kunna að vera ástæður, sem hafa ekki verið gerðar heyrinkunnar. Ef aðild er skilyrði fyrir efnahags- aðstoð, er um þvingun að ræða, sem við getum ekki sætt okkur við. RÉTTLÆTISKRAFA ís- INGA: BESTU KJARASAMN- INGAR AF HENDI NATO ÞJÓÐA ÁN EFNAHAGSSKIL- MÁLA Það er skoðun mín, að ná megi hagstæðum verzlunarsamn ingum við Evrópuríki vegna þátt töku okkar í NATO, án þess að við göhgumst undir skilmála EBE eða EFTA, sem samræm- ast ekki íslenzkum aðstæðum. í öllum þrem stofnunum eru að mestu sömu þjóðirnar. Við höf- um lánað þeim land okkar í stríði og friði. Þær telja slíkt ómetanlegt öryggi sínu, en sjálf setjum við okkur í tortímingar- hættu þeirra vegna, ef til styrj- aldarátaka kemur. Hvernig géta þessar þjóðir að launum svelt okkur viðskiptalega? Hið eðli- lega og sjálfsagða er, að þær krefji okkur hvergi um hærri tolla en þær greiða sín á milli. Er lítill vafi á því, að semja má um þessi atriði, ef fast er eft ir sótt og spilin lögð á borðið. Enn er í fersku minni, er stjórnmálaskörungurinn Winston Churchill stóð upp í brezka þing inu nokkru eftir stríð og rök- studdi lánbeiðni í USA með þess um orðum: „Herstöðvar Banda- ríkjanna á Bretlandseyjum skapa okkur óvild austan tjalds, svo að við náum þar ekki eins góðum viðskiptasamningum og ella. Þetta verða vinir okkar vest an hafs að bæta okkur upp“. Gilda ekki sömu reglur og siða lögr il í samskiptum við íslend- inga? NORDEK. Efta-samningur hefir þann kost að vera uppsegjanlegur með árs fyrirvara, en sú mun ekki ætl- unin með Nordek. Félags- og menningartengsl við frændþjóðirnar á Norðurlönd- um eru sjálfsögð, en efnahags- samvinna vandkvæðum bundin. Þarna eru helztu keppinautar okkar í fisksölu og síldariðnaði. jÓhagstæður verzlunarjöfnuður við þessi lönd áratugum saman spáir ekki of góðu, því síður langvinn tregða þeirra í samn- ingum um lendingarrétt islenkzra flugvéla. Við vorum lengi hluti Stór- Danmerkur, en þá var hagur okkar þrengstur. í hvert skipti sem losað var um böndin, skipti um til hins betra. Svo var eftir verzlunarfrelsi 1854, heimastjórn 1904 og fullveldi 1918. Er höggv ið var á síðasta hnútinn 1944, hófst slíkt framfaraskeið í land inu, að gengur kraftaverki næst. Þegar fitjað er upp á nýjum, bindandi efnahagstengslum við Norðurlönd, koma í hugann orð Fabíusar: „Flýttu þér hægt“. Ljósavél Caterpillar Ijósavél 75 kw. 60 rið í mjög góðu ástandi, hentug sem varastöð er til sölu. Einnig 5 kw. Ijósavél (benzín) að heita má ónotuð. Upplýsingar gefur Haukur Þorleifsson í síma 21200. Einbýlishús Stórglæsilegt nýbyggt einbýlishús í Laugarneshverfi til sölu. Húsið er stofur, 5 svefnherb., sjónvarpsherb., eldhús, bað og sauna-baðherbergi. Innbyggður bilskúr. FASTFIGNASALAN HATÚNI 4 A, símar 21870 — 20998. Hilmar Valdímarsson fasteignaviðskipti. Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. Ný senrling af NORSKU RAFMAGNSÞILOFNUNUM. Pantanir óskast sóttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.