Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969
Flugvél til sölu
Tilboð óskast í CESSNU 140 sem er að koma úr ársskoðun,
með 1200 tíma motorlíf.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. apríl n.k. merkt: „Flugvél — 6378",
Við þurfum meiri og betri ull
VITABAR - VITABAR
MUNIÐ VITABAR
Opnar alla daga kl. 6 að morgni
með heitum mat.
Opið alla hátíðisdagana.
VITABAR
á horni Bergþórugötu og Vitastígs
Skriístofustúlka óskust
Óskum eftir að ráða strax skrifstofustúlku
til símavörzlu og vélritunar.
Aðeins vön stúlka kemur til greina.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist í pósthólf 555 merktar:
, ,Skrif stof ustúlka' ‘.
Blönduósi, 1. apríl.
BÆNDUR í Húnaþingi halda
jafnan nokkra bændafundi á
hverjum vetri og fá þá oftast
einhvern úr forystuliði bænda
til að flytja erindi og svara fyr-
irspurnum. Nýlega var slíkur
fundur haldinn í Flóðvangi í
Vatnsdal. Þangað komu Stefán
Aðalsteinsson, búfjárfræðingur,
Ólafur Guðmundsson, tilrauna-
stjóri á Hvanneyri, og Magnús
Sigsteinsson, bútækniráðunaut-
ur. Fluttu þeir allir framisögu-
erindi og svöruðu fjölda fyrir-
spurna.
Stefán Aðalsteinsson ræddi
einkum um ull. Hann kvað ís-
lenzka fyrsta flokks ull ekki að-
eins vera gott hráefni til iðnað-
ar heldur eitt af okkar mikil-
vægustu hráefnum. Ullarpeysur
og ullarteppi væru þegar farin
að skipa háan sess í útflutnings-
vörunum og ef við skildum okk-
ar vitjunartíma og skorti hvorki
dáð né dug væri hægt að flytja
út fullunnar ullarvörur fyrir
BRAUÐHUSIÐ
SNACK BÁR
Veizlubrauð, snittur,
brauðtertur, heitur matur,
sérréttir, alls konar veitingar.
Opið alla hátíðisdagana.
BRAUÐHÚSEÐ
Laugavegi 126, sími 24631.
Njótið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum
- VERDID BRÚN — BRENNIÐ EKKI -
NOTIÐ
COPPERTONE
COPPERTONE er tangvinsælasti sólaráburðurinn
í Bandaríkjunum. Vísindalegar rannsóknir fram-
kvæmdar af hlutlausum aðila. sýna að Coppertone
sólaráburður gerir húðina á eðlilegan hátt brúnni
og fallegri á skemmri tíma. en nokkur annar sólar-
áburður sem völ er á.
Heildverzl. Ýmir
Sími 14191.
hundruð millj. kr. Þrátt fyrir
þetta fengju bændur svo lítið
fyrir ullina, að þeir hirtu lítið
um magn hennar og gæði og
legðu miklu meira upp úr verði
Þeim væri ætlað að fá um 78,00
á kjöti og auknu magni kjöts.
kr. fyrir hvert kjötkíló, en fyrir
sama þunga af ull nálægt 10,00
kr.
Meðan þessu er þannig háttað,
er varla hægt að vænta þess að
bændur láti sig miklu skipta auk
in gæði ullar, en það er ákaflega
mikilvægt fyrir iðnaðinn að ull-
in sé eins góð og hún getur bezt
verið. Eins og málin standa nú,
er verðmunur á fyrsta flokks
ull og ull í lægri flokkum svo
lítill ,að það er aukaatriði fyrir
bændur hvernig ullin flokkast,
hvort þeir rýja féð að vetri, vori
eða hausti, hvort ullin er hrein-
hvít, gul eða mislit og jafnvel
hvort kindin týnir reifinu eða
það er hirt. Þessi mál eru ekkí
sérmál bænda, ekki iðnaðar-
manna, ekki verzlunarmanna,
þau eru mál þjóðarinnar og allir
þurfa að leggjast á eitt um að
koma þeim í gott horf. Jafn-
framt benti Stefán á að tilraun-
ir sýndu, hve auðvelt væri að
bæta gæði ullarinnar með rækt-
un fjáirstofna, sem gæfu af sér
ihr#inhvíta ull, án þess að fall-
þungi og gæði kjötsins spilltust.
Stefán sagði, að fyrsti, annar
og þriðji flokkur væru nýttir í
landinu og ekki fluttir út. Fjórði
flokkur væri mjög lélegur og sá
fimmti óseljanlegur. Útlending-
ar hefðu fram að þessu ekki upp
götvað sérstök gæði íslenzku ull
arinnar og sæktusit því lítið eftix
henni. Verðlag á heimamarkaði
væri ákveðið eftir útflutnings-
verði á ull og meðan það væri
gert þyrfti ekki að búazt við
stórhækkuðu ullarverði. Auk
þess virtust bændur hafa tak-
markaðan áhuga á hækkuðu
verði ullar, því að ef það hækk-
aði verulega gætu þeir búizt við
að verðlagsgrundvallarverð á
öðrum sauðfjáraf'Urðum yrði
lækkað. Bændur þyrftu að fá
verulega hækkun á ullarverði og
á þann hátt, að hún kæmi þeim
að fullum notum. Að öðrum
kosti muni þeir tæpast leggja á
sig mikla fyrirhöfn og erfiði við
að auka gæði ullarinnar.
Björn Bergmann.
Höll í SvíþjóÓ
eftir Sagan — Pdskaleikrit
Leikfélags Kópavogs
„HÖLL í Svíþjóð“ heitir leikrit-
ið eftir Francoise Sagan, sem
Leikfélag Kópavogs hefur sýn-
in|?ar á miðvikudaginn 9. apríl.
Er það tuttugasta og annað
verkefni leikfélagsins, og annað
verkefnið í vetur, utan einnar
skáldakynningar, er verk Kamb-
ans voru kynnt. Hófust æfingar
leiksitts í febrúar.
Leikemdur eru átta, og eru
ýmist útskrifaðir úr leikskóla,
eða hafa leikið nokkuð fyrr.
Leiktjöldin málar Baltasar, en
uppsetningu annast Guðlaugur
Eiríksson. :
Frú Unnur Eiríksdóttir hefur
þýtt leikritið, en leikstjóri er
Brynja Benediktsdóttir. Leik-
búningar eru leigðir frá Þjóð-
leikhúsinu.
Leikurinn genist, eins og nafn-
ið bendir til, í höll í Svíþjóð, og
fjallar um líf systkina af sænsk-
um aðalsættum annarsvegar, en
systkina af borgaraættum hins-
vegar. Þau búa öll í höllinni.
Hinir fjórir þættir hans fjalla
síðan um tómstundaiðju þessa
fólks, sem mætti sannarlega
kallast grátt gaman.
Sýningar munu aðeins verða
fimm.
Púska-
blóoi
Borð-
skreytingar
Sendum
heim
Gróðurhúsið v/Sigtún. Sími 36770.
Gróðrarstöðin v/Miklatorg. Sími 22822.
Gróðrarskálinn v/Hafnarfjarðarveg. Sími 42260,
Opið alla daga til kl. 10.00.
Lokað föstudag og páskadag.