Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969 23 Páskamyndir kvikmyndahúsanna Austurbæjarbíó sýnir mynd- ina „Hotel", sem gerð er eftir samnefndri metsölubók Arfchur iHailey og komið hefur út í ís- lenzkri þýðingu. Hótel Sct. Gregory í New Orleans er 25 ára gamalt, virðu- legt fjölskyldufyrirtæki, sem ihýst hefur hvorki meira né minna en 13 ameríska forseta á starfsferli sínum. Er myndin leikstýrði og kvikmyndaði. Leik arar í myndinni eru allir íslenzk ir og má þar m.a. sjá Brynjólf Jöhannesson, sem drykkfelldan sýslumann, Ingu Þórðardóttur sem leikur dóttur hans og Önnu Guðmundsdóttur og Lárus Ing- óllfsson, sem leika vinnhjú á staðnum, Gunnar Eyjólfsson leikur Ingvar í Koti en Alfreð Andrésson Hansen kaupmann í rússnesku stórmyndkini ,Stríð og friður" og á undan sænsku kvikmyndinni „Sultur". I Lon- don var myndin fyrst sýnd á danskri kynningarviku í Natio- nal Film Theatre, en nú hefur nýtt kvikmyndahús þar, Cine- centa, tekið myndina til sýn- inga. Einnig var myndin sýnd á danskri kynningarviku í Japan, og hlaut hún mjög góða dóma þar. Rauða skikkjan mun vera dýrasta kvikmynd, sem fram- leidd hefur verið á Norðurlönd- um til þessa, en aðrir framleið- endur, auk Edda-Film, eru Asa- Film í Kaupmannalhöfn og M.A.E.-kvikmyndafélagið í Stokkhólmi. Leikarar eru víða að, allt frá íslandi til Sovétríkj- anna, frá Þýzkalandi og Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Laugarásbíó hefur sýningar á frönsk-ítölsku kvikmyndinni „Mayerling", en aðeins eru liðn ir um tveir mánuðir síðan sýn- ingar hófust á henni í Banda ríkjunum. ling og búa sig undir sína hinztu nótt. Leikstjóri er Terence Young, sem hefur getið sér góðan orð- stír fyrir James Bond myndirn- ar. Nýja Bíó hefur að þessu sinni valið sem páskamynd amerísku njósnamyndina „I Deal in Dang- er" (Hetja á hættuslóðum). Er myndin gerð eftir sjónvarps- þáttunum „Blue Light", er voru mjög vinsælir á sínum tíma í Bandaríkiunum. Aðalsöguhetjan (Robert Goulet) Bandaríkjamað ur með þýzkan ríkisborgararétt, hefur tekizt að komast til met- orða í þýzka hernum og notfær- ir sér aðstöðu sína til njósna og skemmdarverka fyrir banda- menn. Er honuim nú falið að ger- eyða flugskeytastöðinni Cross- munchen, sem er helzta her- gagnasmiðja og rannsóknarstöð Þriðja Ríkisins. Leikstjóri er Walter Grau- man, en hann stjórnaði jafn- framt sjónvarpsþáttun.um, sem minnst er á hér á undan. Övænt augnablik í „Hótel" ( lloil Taylor og Karl Malden) geríst, hýsir hótelið þó ekki slík an tignarmann, en í forsetaíbúð- inni halda til hertogaihjón. Hef- ur hertogafrúin (Merle Oberon) Iþar töglin og hagldirnar á þorst- látum bónda sínum (Michael Rennie). Hótelkóngurinn Curtis O'Keefe (Kevin McGrathy) er þarna einnig staddur með fylgd- arliði sínu. Hefur hann í hyggju að bæta hótelinu í safn sitt og 'beitir hann til þess öllum tiltæk- um ráðum. í þennan hóp slæðist ihótelþjófurinn Lykla-Milne (Karl Malden), en hann er sér- fræðingur í að komast yfir lykla að herbergjum annarra og lokar sig þá inni meðan hann rænir leigjendurna í rólegheitum. Ger- ist margt dularfullra atburða innan luktra dyra og á hótel- stjórinn (Rod Taylor) í vök að verjast, ekki sízt fyrir það, að leynilögreglumaður hússins reyn ist ekki starfa sínum vaxinn. Leikstjóri er Richard Quine, en hann hefur m.a. gert myndirn ar „Suzie Wong" og „The Notori ous Landlady" (J. Lemon og Kim Novak). Austurbæjarbíó mun á næst- lunni sýna myndina „Cool Hand Luke" með Paul Newman. Hef- ur hún hlotið mjög góða dóma erlendis og m.a. hlaut George Kennedy Oscars-verðlaun á síð- asta ári sem bezti leikari í aukahlutverki í þessari mynd. Gamla Bíó: Páskamyndin er að þessu sinni hvorki bandarísk né brezk, heldur al-íslenzk. „Milli fjalls og fjöru" er senni- lega góður kunningi margra eldri kvikmyndahúsgesta, sem munu glaðir grípa þetta tæki- færi til að endurnýja kynnin. Einnig ætti myndin að vera mjög forvitnileg fyrir þá kyn- slóð sem nú sækir kvikmynda- húsin mest. Myndin er tekin í litum í kringum 1950 af Lofti Guðmundssyni ljósmyndara og er þetta fyrsta íslenzka talmynd in. Sá Loftur um alla gerð mynd arinnar, skrifaði bæði handritið. þorpinu og er Sigrún dóttir hans leikin af Bryndísi Pétursdóttur. Öll utanihúss atriði í mynd- inni voru kvikmynduð í Kjós- inni og í nágrenni Reykjavíkur en inniatriði >voru tekin í leik- tfimisal St. Jósefs-systranna í Hafnarfirði. Háskólabíó hefur að undan- förnu sýnt sínar eigin myndir og hefúr aðsókn yfirleitt verið rnjög góð. Haldið verður áfram á sömu braut um páskana og þá sýnd yngsta myndin, sem Edda- Film á hlutdeild að, Rauða skikkjan. Óþarfi er að rekja efni þessarar myndar hér, enda öllum löngu kunnugt. Á þeim tveimur árum, sem liðin eru síð- an myndin var sýnd hér á Landi, hefur hún verið sýnd víða um heim og hlotið misjafna dóma, ins og gerist um flestar myndir. Mesta athygli munu þó hafa vak Rudolf krónprinis með m.io'ur sinni (Ava Gardner). Gerist myndin í Austurríki á árunum 1888—89 á síðuitu valda tímum Habsborgaranna. Franz Jósef keisari (James Mason) reynir með járnaga að halda landsmönnum sínum í skefjum ^KftV^iív : ¦/¦¦^¦::^V' ¦: Gabriel Axel undirbýr lokaatriði Rauðu skikkjunnar. ið móttökur hennar í Bandaríkj unum. Kaþólska kvikmyndaeftir litið gagnrýndi hana með 30 öðr- um myndum sem það vildi for- dæma, en bandarískir gagnrýn- endur voru ekki á sama máli. Er þeir kusu um beztu erlendu myndir ársins, lenti „Hagbard and Signe" í öðru sæti, á eftir Brynjólfur Jóhannesson og Alfreð Andrésson „Milli fjalls og fjöru". og klofnu ríki á réttum kili. Ru- dolf krónprins (Omar Sharif) er óánægður með stjórnmála- stefnu föður síns og hefur samúð með framfaraöflum í Vín, auk iþess að vera flæktur í uppreisn- aráform ungverskra þjóðernis- sinna. I einkalífi sínu er Rudolf mjög óhamingjusamur, en hann er kvæntur Stefaníu prinsessu, sem leggur sig í líma við að eitra sambúð þeirra. Leggst hann því í svall, en skyndilega tekur líf hans stakkaskiptum er hann hitt ir Maríu Vetseru (Catherine Deneuve), ungverska barónsdótt ur. Flestir virðast þó sjá ein- hverja meinbugi á samvistum þeirra og páfinn neitar Rudolf um skilnað. Einnig líta keisara- hjónin á þessi tengsl myrkum augum ,og ráðleggja honum ein- dregið að senda frillu sína úr landi. Jafnframt berast nú frétt- ir af uppreisn í Búdapest og virðast nú allar bjargir bannað- ar fyrir Rudolf og Maríu. Halda þau til veiðiihallarinnar Mayer- Á næstunni mun húsið taka till sýninga myndina „The Sleeping; Car Murder", afbrags sakamála- j mynd, sem hlotið hefur mjög góða aðsókn og dóma. Með aðal- hlutverk fara hjónin SLmone Signoret og Yves Montand. Stjörnubíó frumsýnir á pásk- um "amerísku æfintýramyndina „The Brigand of Kandahar" (Stigamaðurinn frá Kandahar). Sögusvið hennar er framvarð- stöð á Indlandi um miðja síð- ustu öld. í þann tíma réðu Eng- lendingar ríkjum á Indlands- skaga og fjallar myndin um blóðug átök þeirra við uppreisn- armemn. Með stærstu hlutverk í myndinni fara Oliver Reed, Ronald Lewis og Yvonne Rom- ain. Á eftir páskamyndinni er von á kvikmyndinni „Born Free", sem gerð er eftir samnefndri metsölubók. Hefur myndin, ekki síður en bókin, vakið athygli um allan heim, en hún fiallar um veiðivarðarhjón í Kenya, sem ganga ljónsunga í foreldra- stað. Með hlutverk þeirra fara hjónin Virginia McKenna og Bill Travers. Tónabíó: „How to Succeed in Business Without Really Trying" eða „Hvernig komast má áfram — án þess að gera handarvik", Ur myndinni Helgu ætti að vera okkur kærkomin kennslumynd, því að allir vilj- um við standa aðeins framar ná- unganum. J. Pierpont Finch er einmitt slíkur maður og fáum við að fylgjast með því, hvernig hann olnbogar sig í gegnum risa- fyrirtækið „Cricket um víða ver öld", frá gluggafágara til for- stjóra. Robert Morse leikur þennan athafnamann af miklum krafti, en áður höfum við séð Morse í myndinni „The Loved One", sem Gamla Bíó sýndi í fyrra. Kvikmyndari er Burnett Guffey, en hann tók myndina „Bonnie and Clyde" og hlaut Oscarsverðlaunin fyrir. „How to Succeed ..." er söngleikur, sem sagður er hafa notið jafn mikilla vinsælda á Broadway og „My Fair Lady" og South Paci- fic'_'. Á næstunni mun Tónabíó sýna eina af kúrekamyndum Sergio Leones, „For a Few Doll- ars More", með Clint East- wood í aðalhlutverki. Kópavogsbíó: Þeir sem enn muna eftir myndinni „Flótti í hlekkjum", með Sidney Poiter og Tony Curtis, muna ef til vill einnig eftir því að hún var gerð af Stanley Kramer. Kópavogs- bíó mun nú sýna myndina „Pressure Point" (Á yztu mörk- um) gerða af'Kramer með Poit- er og Bobby Darin í aðalhlutverk um. Kramer hefur ávallt haft vakandi auga fyrir samskiptum einstaklinga og stétta í þjóð- félaginu, ekki sízt sambúðinni milli ivartra og hvítra. í mynd- inni leikur Poiter starfandi sál- fræðing við rikisfangelsi, en meðal fanganna er geðbilaður meðlimur úr bandarísku nazista- hreyfingunni, leikinn af Bobby Darin. Er uppistaðan í mynd- inni átökin milli þessara tveggja manna. Reynir sálfræðingurinn að draga fortíð isjúklingsins fram á yfirborðið, til að komast fyrir orsakir geðveilunnar, en nazist- inn reynist ekki vera samstarfs- þýður og skríður inn í skel sína. Ástæðan til þess að hann vill ekki þýðast sálfræðinginn kem- ur fram í eftirfarandi rökum: Ef Poiter er góður sálfræðing- ur, hversvegna rekur hann þá ekki sjálfstæða stofu? Vegna þess að hann er svartur, lélegur sálfræðingur. Togstreitan eykst, og er erfitt að sjá fyrir endalok myndarinnar. Hafnarfjarðarbíó tekur til end ursýningar myndina „Goldfing- er", en Jomes Bond myndirnar eru nú orðnar að hálfgerðri bjóðsögu innan sögu kvikmynd- anna. Enginn myndaflokkur ihefur orðið jafn vinsæll meðal almennings, enoda komust fáar hetjur fyrri mynda með tærnar, þar sem Bond hafði hælana. Goldfinger er Bondmynd nr. 3 og sú nýjasta sem hér hefur ver- ið sýnd. Hafnarbíó mun halda áf.ram sýningum á „Helgu", vegna mjög góðrar aðsóknar. Mun óþaríi að kynna mynd þessa fyr ir lesendum, en vert að víkja aðeins að næstu mynd. Er. það danska myndin „Stormvarsel" sem var frumsýnd í Kaupmanna höfn fyrir aðeins þremur mán- uðum. Mun þetta vera fyrsta danska myndin, sem sýnd verður hér með íslenzkum texta. „Stor.mvarsel" gerist í dönsku fiskiþorpi og fjallar um erjur fi:kimannanna innbyrðis og við yfirmenn sina. Pierpont á leiðarenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.