Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 196« MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 17 tíltgiefiandi H.f. ÁrváfcuT', Reykjavdfc, Fxiamfcvæmdaatj óri Haraldur Sveinsaon. 'Eitstjórax' Siguröur Bjarnason frá Vig'utt*. , Matthías JoŒxanniesslen. Eyjóltur Konráð Jónssion. Eitstjómarfullteúi Þorbjörn GuðtoundsBon. ítréttaisitjóri Björn JóhannsEon. . Auglýsiingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Eitstjórn Og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 19-100. Auiglýsingaa’ AðaHstræti 6. Sími 22-4-80. Ájsfcriftargjald fcr. 100.00 á mánuði innanlaads. í lausasöiu kr. 10.00 eintakið. KUNNA ISLEND- INGAR FÓTUM SÍNUM FORRÁÐ? IT'ramundan eru kyrrlátir dag * ar dymbilviku og páska- helgi. Þá gefst gott tækifæri til þess að skoða hug sinn, hugleiða vandamál þjóðar „ sinnar og eigin aðstöðu. Sú spurning hlýtur að rísa í huga hugsandi fólks, hvort við íslendingar höfum kunn- að fótum okkar forráð á sviði efnahagsmála. Stórkost- legar framfarir hafa orðið í landinu á öllum sviðum þjóð- lífsins. Efnahagur almenn- ings hefur stórbatnað og lífs- kjörin jafnast að miklum mun. Mun óhætt að fullyrða að í fáum löndum séu lífs- kjör fólks jafn jöfn og hér á landi. Þessu er að sjálfsögðu ástæða til þess að fagna. En með þessum staðreyndum er ekki öll sagan sögð. Lífskjör íslendinga hvíla í dag á alltof veikum grundvelli. Atvinnu- líf okkar er mikils til of fá- breytt og háð sveiflum ár- ferðis til lands og sjávar. Þegar vel aflast og afurða- verð er sæmilegt höldum við að við getum gert allt í einu. Þá kunna hvorki einstakling- ar né hið opinbera sér hóf. Þegar dregur úr aflabrögðum eða aflabrestur verður og verðfall á afurðum, kemur í ljós að boginn hefur verið sþenntur of hátt. Allt of miklar kröfur hafa verið gerðar á hendur hinu fá- breytta atvinnulífi og bjarg- ræðisvegum. ★ Þetta er ein meginástæða þess að gengi íslenzkrar krónu hefur fallið með nokkurra ára millibili og stundum jafnvel oftar en einu sinni á ári. í lok síðustu heimsstyrjaldar var amerísk- ur dollar skráður hér á kr. 6.50. Nú eru rúmar 88 krónur í dollarnum. Það er sannarlega ekki að furða, þótt margir spyrji með ugg í huga: Hve lengi getur þetta gengið svona? Á íslenzk króna að verða að engu? Ætlum við ekki að * stinga við fótum, áður en grundvöllurinn undir afkomu okkar er hruninn? Heiðarlegar og ábyrgar til- raunir hafa verið gerðar hvað eftir annað til þess að stöðva þessa óheilla framvindu í ís- lenzkum efnahagsmálum. Árangur þessara tilrauna hefur stundum orðið góður, eins og t.d. eftir gengisbreyt- ingarnar 1950 og 1960. Þá tókst á skömmum tíma að skapa jafnvægi í efnahagsmál unum, stórauka framleiðsl- una og bæta lífskjör almenn- ings verulega. En svo hefur sigið á sömu ógæfuhliðina að nýju. Kapphlaup hefur hafizt milli kaupgjalds og verðlags, og launþegar hafa talið sig vera að tryggja hag sinn. Einn góðan veðurdag hefur svo þjóðin vaknað upp við það, að atvinnufyrirtæki hennar og útflutningsfram- leiðsla var rekin með stór- felldu tapi og ný gengisfell- ing hefur dunið yfir. Á þessi svikamylla að halda áfram? Á nú strax að byrja að safna í nýja gengisfellingu? ★ Það hefur verið og er skoð- un Morgunblaðsins að þær vinnudeilur, sem nú standa yfir eigi að leysa með því að bæta aðstöðu hinna lægst launuðu, án þess að hleypa af stað nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, sem óðara mundi hafa í för með sér nýja erfiðleika fyrir út- flutningsframleiðsluna og at- vinnufyrirtækin í landinu. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti landsmanna telji raunhæfa kjarabót hinna lægst launuðu vera hyggi- lega og sanngjarna ráðstöfun. En hinir svokölluðu leiðtogar veifa hinu mikla valdi stétta- samtaka sinna og telja vísi- töluskrúfuna hið eina sálu- hjálplega. í Finnlandi hefur sam- steypustjórn jafnaðarmanna, kommúnista, og Bændaflokks ins afnumið vísitöluuppbætur á laun. Það fyrirkomulag var að tröllríða finnsku efnahags- lífi. Nú eykst útflutningur Finna og atvinnuástand batn ar í landinu. ★ Þetta er það sem gæti gerzt á íslandi ef við aðeins kynnum fótum okkar for- ráð, ef við aðeins vildum bíða eftir því að útflutningsfram- leiðslan fengi tækifæri til þess að rétta við eftir hin miklu áföll, aflabrest og af- urðaverðfall undanfarin 2 ár. Morgunblaðið óskar ís- lenzku þjóðinni gieðilegrar páskahátíðar, velfarnaðar og þroska. FYRIR tuttugu árum — 4. apríl, 1949 — undirrituöu utanríkisráöherrar tólf fullvakJa og sjálfstæðra ríkja bandlagssamning í Washington, höfuðborg Bandarikjanna. Rík- in voru Belgía, Kanada, Danmörk, Frakk- land, ísland, italía, Luxembourg, Holland, Noregur, Portúgal, Stóra-Bretland og Banda- rikin. Þeím var fullljóst, hvað í þessum samningi fólst. Verið var að leggja grund- völ! að umfangsmesta sameiginlega varnar- kerfi, sem um aat. Þetta var upphaf Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins, og í undir- skriftum ráðherranna fólust gagnkvæm varnartengsl nýja og gamla heimsins. Næsta skrefið var mjög þýðingarmikið; hrinda varð samþykktunum í framkvæmd. Koma á fót stofnun, sem gæti tekið það hfutverk að sér — tafarlítið. Það var sjálf yfirstjórnin, með æðstu völd í höndum Norður-Atlantshafsráðsins, sem enn fer með þau. Tuttugu árum siðar er ráðið enn hornsteinn Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). í því sitja fastafulltrúar allra að- ildaríkjanna (sendiherrar), og það kemur saman að minnsta kosti einu sinni í viku. Kalla má ráðið saman til fundar með mjög skömmum fyrirvara, gerist þess þörf. Tvisvar eða þrisvar á ári eru haldnir ráð- herrafundir bandalagsins, í höfuðborgum aðildarríkjanna. NATO byggir á samstarfi ríkisstjórna. en ræður þeim ekki, og þvi eru allar ákvarð- anii fastaráðsins teknar í sameiningu. 9. grein bandalagssamningsins kveður svo á, að ráðið megi setja á stofn „þær undir- Commander Europe — SACEUR), með eigin aðalstöðvar). Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi og siðar forseti Bandarikjanna, ræða víðáttumesta stjórnarsvæðið, sem náði allt frá nyrsta oddi Noregs til austur- landmæra Tyrklands — var fengin í hendur æðsta yfirmanns Evrópu (Supreme Allied tók fyrstur við þvi embætti. Atlantshafsstjórn var einnig komið á fót. Skyldi hún annast varnir á norðanverðu Atlantshafi, og vera tengiliður Norður- Ameríku og Evrópu. Ermarsund og suður- hluti Norðursjávar skyldi vera á varnar- svæði Ermarsundsstjórnar, sem lytí sömu- leiðis sórstökum yfirmanni. Yfirmennimir þrír, eða yfirstjórnendurnir, skyldu njóta leiðsagnar hermálanefndar, en í henni skyldu sitja yfirmenn herráða aðildarríkjanna. (Síð- an 1966 hefur Frakkland skipað sérstakan fuiltrúa til setu i nefndinni, og island, sem engan her hefur, má skipa fulltrúa úr röð- um embættismanna). Á meðan unnið var að skipulagningu her- málanna, voru athyglisverð spor stigin á sviði stjórnmála. Bandalagsríkjunum fjölg- aði — Grikkland og Tyrkrland bættust í hópinn, og Vestur-Þýzkaland 1955. Við þetta jókst styrkur bandalgsins, svo og sjálft varnarsvæðið, og náði það nú mun lengra austur á bóginn en áður. AÐ HALDA VIÐ EININGU Nauðsyn leiddi til þess, að fyrstu árin var öll áherzla lögð á sjálft varnarkerfið. Brátt kom þó í Ijós, að nauðsyn var einnig nefndir, sem nauðsyn krefur". og getur það þvi þannig lagað sig að aðstæðum, hverju sinni. ÞRÚUNARÁRIN I fyrstu var stefnt að því, að hver og einn gerði skil á sínu framlagi. Um var að ræða að koma á fót sameiginlegu vamar- kerfi, sem varið gæti bandalagssvæðið fyrir árás. Þetta var mikið verkefni. Ástandið í hermálum gaf ekki ástæðu til bjartsýni — herir Evrópurikjanna voru í senn mannfáir og vanmáttugir eftir^ hildarleik heimsstyrj- aldarinnar siðari. Óskaplegur skortur var á ffugvélum og flugvöllum. Á ýmsum sviðum hermálanna rikti nánast stjórnleysi. Sov- ézki herinn var þó álíka öflugur á þessum tíma og á styrjaldarárunum. Er gengið var að lausn þessara vandamála, var komið á fót þremur yfirstjórnum hermála, og þeim falið að semja sameiginlegar varnaráætlanir fyrir þau svæði, sem um var að ræða. Yfírstjórnin í Evrópu — þar var um að á því að samræma sjónarmið í utanríkis- málum, og stuðla þannig að sameiginlegri afstöðu til sameiginlegra hagsmunamála. Nefnd þriggja utanríkisráðherra — Gaetano Martinos, frá (talíu, Halvards Lange, frá Noregi, og Lesters Pearsons, frá Kanada, nefnd, sem þekkt var undir nafninu „vitr- ingarnir þrír" — gaf 1956 skýrslu, þar sem lögð var áherzla á nauðsyn þess, að við- ræður færu fram milli fulltrúa aðildarríkj- anna um sameiginleg hagsmunamál á stjóm- málasviðinu. Þeir bentu á, að þessi stefna ætti að verða einn grundvallarþátta í stefnu- mótun þjóðanna, og sögðu, „um einingu á varnarsviðinu og sundrungu á stjórnmála- sviðinu má ekki verða að ræða". Síðan þessi skýrsfa var gefin, hafa við- ræður aðildarríkjanna fímmtán aukizt frá ári til árs, og starfsemi stjórnmálanefndarinnar í sífeltu orðið þýðingarmeiri. Mikilvægi þess- ara viðræðna hefur bezt komið í Ijós, er fá- mennari aðildarbjóðir hafa óskað eftir að láta í Ijós skoðanir sínar á ýmsum atriðum afvopnunar, meðal annars útbreiðslu kjarn- orkuvopna, áður en til viðræðna um þessi mál hefur komið milli stórþjóðanna. An NATO hefði ekki verið hægt að koma á svo nánum viðræðum fimmtán þjóða. (Benda má á, að gamla aðferðin, þ.e.a.s. að láta fulltrúa tveggja þjóða ræðast við í einu, hefði leitt til 105 funda). SAMEIGINLEG ÚTGJÖLD TIL SAMEIGINLEGRA VARNA Mikið vandamál, sem horfast varð í augu við á fyrstu dögum samstarfsins, var skort- ur á margs konar mannvírkjum, meðal ann- ars flugvöllum, höfnum og öðrum, sem nauðsynleg voru. Þessi mannvirki varð auð- vitað að reisa, og þau urðu að vera til reiðu á ýmsum stöðum varnarsvæðisins; landamæri réðu þar enqu. Kostnaðurinn var hins vegar meiri en svo, að á færi ein- stakra aðildarrikja væri. Til lausnar þessu vandamáli var komið á fót kerfi, sameigin- legu framkvæmda- og fjármálakerfi, sem þekkt er undir nafninu „innra kerfið". Síðan lögðu þjóðirnar fram fé til mannvirkja bandalagsins, er vera skyldu í allra þágu. Til þessa hefur verið varið 3.600 milljónum dala til framkvæmda af þessu tagi. Þetta kerfi er lifandi dæmi um mátt al- þjóðasamstarfs. Gerðir hafa verið mörg hundruð flugvellir, hafnarmannvirki, rat- sjárstöðvar, skotfærageymslur og hvers konar önnur mannvirki. Siðasta stórátakið er varnarkerfi, rafeindakerfi, sem þekkt er undir enska nafninu „Air Defense Ground Envirenment" (NADGE), en er í reynd varnar- og viðbragðskerfi, gerist óvinaflug- vélar of nærgöngular. Samhæfðar stöðvar verða að verki á öllu svæðinu frá Noregi til Tyrklands. Kostnaðurinn er um 300 milljónir dala. ÁHRIF HEIMKÖLLUNAR FRANSKA HERLIDSINS Er Frakkar ákváðu að hætta þátttöku í varnarstarfinu, 1966, varð bandalagið að horfast i augu við alvarlegt vandamál. Gera varð breytingar á varnarskipulaginu, og endurskipuleggja hlutverk hersveitanna í Evrópu. Sá aðlögunarhæfileiki, sem þá kom í Ijós. er gott dæmi um hagstæða og sí- fellda þróun skipulaqsmála bandalagsins. Flutningur aðalstöðvanna til Belgíu, og það starf, sem þeim fylgdi, var mikið afrek. Þarna var um að ræða að flytja aðsetur rúmlega eitt hundrað þúsund manna, og sömuleiðis varð að flytja um eina milljón smálesta tækja og búnaðar. Þótt Frakk- land tæki taki ekki lengur þátt í sameigin- legu varnarkerfi bandalagsins, er ríkið þó enn meðlimur samtakanna, og tekur virkan þátt í umræðum og starfi á stjórnmálasvið- inu. ENDURMAT FRAMTiÐARVERKEFNA Á svipaðan hátt og bandalagsríkin reyndu að gera sér grein fyrir aðstöðu sinni 1956. er stjórnmálasamstarfið var til um- ræðu — þannig voru á árunum 1966/67 endurmetin framtiðarverkefnin. Hve nauð- synlegt var það? Hve mikil var aðlögunar- hæfnin? Pierre Harmel, utanrikisráðherra Belgíu, lagði til, að gaumgæfileg athugun færi fram á stöðu bandalagsins, í Ijósi breyttra aðstæðna. 1967 var niðurstaða þessara athugana samþykkt af öllum að- ildarríkjunum fimmtán. „Harmel-skýrslan", eins og hún hefur verið nefnd, hefur þannig orðið merkur áfangi í sögu bandalagsins, á líkan hátt og skýrsla „vitringanna þriggja", ellefu árum áður. I skýrslunni var meðal annars lögð áherzla á að vinna bæri að jafnvægi í samskiptum austurs og vest- urs, og yrði það þáttur í viðleítni til þess að vinna á komandi árum að lausn Evrópu- vandamála. Þá var kveðið á um megintak- mark bandalagsins; að koma á varanlegum friði í Evrópu, þannig, að honum fyigdi trygging fyrir öryggi ríkjanna. Á sjálfu hernaðarsviðinu var hins vegar lögð áherzla á, að vökunni yrði haldið, og varnir efldar, þar sem þess er mest þörf, einkum á Mið- jarðarhafi. Harmei-skýrslan leiddi til frekari skýr- greiningar á stefnu bandalagsins, ekki sízt á vorfundi ráðherra þess í Reykjavík, vorið 1968 I yfirlýsingu þess fundar, sem tengd var sjálfri aðalyfirlýsingunni, segir, að ráð- herrarnir hafi lagt áherzlu á jafnhliða af- vopnun Atlantshafsbandalagsins annars vegar og Sovétríkjanna, og annarra ríkja Varsjárbandalagsins, hins vegar. Yfirlýsing- in gaf greinilega til kynna, að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins óskuðu þess, að gagnkvæm fækkun í herliði færi fram. Var þetta þannig orðað, að leiðtogum Sovétríkj- anna væri augijóst. Þessar tilraunir urðu að engu — að minnsta kosti í bili. Aðeins tveimur mán- uðum siðar, 20. ágúst 1968. réðst Rauði herinn, ásamt herliði fjögurra annarra Var- sjárbandalagsrikja. inn í Tékkóslóvakíu. Af- leiðing þessa atburðar varð sú, að mönn- N um varð enn einu sinni Ijóst, að frumverk- efnt Atlantshafsbandalagsins — um stund- arsakir, að minnsta kosti — var að efla sameiginlegar varnir. Afleiðing innrásarinn- ar varð meðal annarra sú, að boðuðum ráð- herrafundi um áramótin síðustu var hraðað, og hann haldinn um miðjan nóvember. I Ijós kemur af yfirlýsingu hans, hve alvar- legum augum ráðherrarnir litu þá ástandið, en þeir voru á einu máli um nauðsyn þess að efla varnirnar; auka í senn vopnabúnað- inn og fjölga í herjunum. í yfirlýsingunni var og að finna aðvörun til leiðtoga Sovét- ríkjanna um, að Atlantshafsbandalagið myndi ekki sitja hjá aðgerðarlaust, yrði ör- yggi þess á einhvem hátt stefnt í voða. Kom fram, að íhlutun Sovétrikjanna í mál- efni Evrópu og Miðjarðarhafsríkjanna myndi leiða til „alþjóðadeilu", sem haft gæti al- varlegar afleiðingar". FRAMTÍÐIN Á tuttugu árum hefur Atlantshafsbanda- lagið komið mörgu til leiðar. Það hefur varðveitt friðinn á bandalagssvæðinu. og leitt til öflugs. sameiginlegs varnarkerfis. Kjarnorkuvopnabúnaður þess hefur leitt til hemaðarjafnvægis austurs og vesturs. Þá er óminnzt á framlag bandalagsins til frið- ar, með því að leggja til afvopnun beggja aðila. Þetta eru mikilvæg skref, sem koma munu að gagni í framtíðinni — er ný vanda- mál verða til. Siaukinn viðbúnaður sovézks flota á Mið- jarðarhafi hefur breytt aðstæðum á syðsta hluta bandalagssvæðisins; hann sýnir greini- Framhald á hls. 2# Fánar bandalagsríkjanna fyrir framan aðalstöðvarnar í Brussel. Þannig liggur fyrsta aðvörunarkerfi NATO-ríkjanna frá NorðUr-Noregi austur fyrir landamæri Tyrklands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.