Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1909 3 Foisælisróð- herru til Woshington DRj Bjarni Benediktssoin for sætisráðherra, fór vestur um haf í fyrrinótt. Mun hann verða við staddur hátíðahöld í Washing- ton dagana 10. og 11. april í til- efni 20 ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins. I för með ráðherranum er Guð miundur Benediktsson, deildar- Stjóri. Niels P. Sigurðsson, fasta íufltrúi íslands hjá Atilantshafs- bandalaginu, fer einnig .til Was hington í tilefni afmælisins. Sjö innbrot n Akureyri Akureyri, 8 aprít SJÖ innbrot hafa verið kærð tál lögreglunnar á Akureyri nú um hátíðarnar, tvö á laugardag- inn og fimm í morgun. í Hafnarstræti 100 er saknað peninga'kassa með nálega 1000 krónum og í Sundlauginni 6—800 króna, en á hinum innbrotsstöð- unum héfur ekkert horfið svo vitað sé nema einir kvenskór og stx tónrar kókflbskur. Bííl í sjóinn Akureyri, 8. apríl Fólksbíll lenti út af Skipagötu sunnan og neðan við samkomu- hús bæjarins laust fyrir kl. 1 í nótt, og hafnaði í sjónum. Öku- maður var einn í bílnum og meiddist ekki. Hann var horfinn af slysstað þegar lögregluna bar að, en náðist síðar og játaði þá að hafa verið við skál. Bíllinn er allmikið skemmdur. Á annan í páskum var mikið fjölmenni í Skautahöllinni eins ogsést á þessari mynd Sveins Þor móðssonar. GÍFURLEG AÐSÓKN AD SKAUTAHÖLLINNI AÐSÓKN að Skautahöllinni hef- ur verið með afburðum góö þá fimm daga, sem hún hefur verið opin, en alls (hafa um 8500 manNs brugðið sér á skauta, flestir á laugardag 2030. Þórir Jónsson tjáði Mbl. að aðsókn að Skautalhöllinni hefði farið langt fra.m úr áætlun. Auk þeirra 8500, sem ifarið hafa á skauta, hefðu þúsundir manna lagt leið sína í Skautahöllina til að horfa á skautafólkið og skoða húsa- kynnin. Er skautahöllin þar með bók- staflega sprungin utan af að- dáendum skautaíiþróttarinnar, því að húsið er gert fýrir um 1000 manns á dag. Engin telj- andi óhöpp urðu, þrátt fyrir svo margt fólk utan það að kona ein datt og meiddist á hendi og stúlka mun hafa skorizt, þegar hún rak höndina gegnum rúðu í veitingasölunni. í gærmorgun var mikið fjöl- menni skólafólks í Skautahöll- inni, en börn voru þá enn í páskafríi. Vopnafirði, 8. apríl BRETTINGUR kom himgað í gær með 120—36 tonn af fiski veiddum fyrir Norðuriandi. Krist ján Válgeir, sem hefur á loðnu- veiðum, fer nú á linuveiðar og þorskanót. — Ragnar Ár liðið síðan King var myrtur - MINNINCARCÖNCUR UM CERVÖLL BANDARÍKIN í>ESS var minnzt um gervöll Bandaríkin á föstudaginn langa, að ár var li'ðið frá því, að svertingjaleiðtoginn dr. Martin Lutiier King, var myrtur í Mempihis. Víða voru farnar fjöldagöogur til að minnast atburðarins og minn ingarsamkomur haldnar. — Sums staðar kom þá til óeirða og í Chicago varð ríkisstjór- inn að kalla út 6 þúsund þjóð varðliða til að koma á friði, eftir að æsingamenn, flestir svertingjar a'ð því er AP fréttastofan segir, höifðu í frammf steinkast og skothríð. í Atlanta í Georgiu tóku hviitir og svartir þátt í minn- ingargöngum og í Montgom- ery í AJabama söfnuðust um 2500 manns saman til að minnast dr. King. Eftirmað- ur hans Ralph Abernathy flutti ávarp og bað menn heiðra minningu hins fallna foringja með því að halda áfram baráttu fyrir jafnrétti á sama grundvelli og hann hefði gert. Faðir dr. King, Martin Lutlher King eldri, flutti og ávarp við guðsþjón ustu á föstudaginn langa, minntist sonar síns og sagði Martin Luther King m.a.: „Ofbeldi er aldrei ávinn ingur. Góðir menn munu ávallt fordæma ofbeldi í hvaða mynd, sem það birt- ist. Berjumst áfram fyrir friði, réttlæti og samihygð allra manna.“ í Nasihville í Tenessee gengu um 300 manns að rík- isfangelsinu, þar sém James Earj Ray afplánar 99 ára fangelsisdóm, en ekki kom til neinna óspekta þar. Á föstudaginn langa var og efnt til mótamælagangna og funda víða um Bandaríkin tiil að mótmæla styrjöldinni í Vietnam og var þátttaka einna mest í New York. Göngumenn báru spjöld, sem á stóð talan 33 þúsund en það er sá fjöldi Bandaríkja- manna, sem hefur fallið í styrjöldinmi. Einnig voru farnar sams konar göngur í Filadelfíu, Ohicago, Honolulu og i Flór- ide. Til nokkurra átaka kom við lögeglu á flestum stöðun- um, en þau voru ekki alvar- legs eðlis. VETTVANGUR UNGA FOLKSINS - UNGA KYNSLOÐIN 1969 FULLTRÚAR UNGU KYNSLÓÐARINNAR - HLJÓMLEIKAR r Austurbœjarbíói þriðjudaginn 15. apríl kl. 11,30 e.h. Miðasala í Karnabœ STÓRKOSTLEGASTA SKEMMTUN ÁRSINS - AÐEINS ÞETTA EINA SINN! Vegna mikillar eftirspurnar verða ósóttar pantanir seldar eftir kl. 4 r dag Fœrri komast að en vilja Fáið yður miða strax STAKSTEINAR Álagningarreglur verði endurskoðaðar í nýlegu tölublaði af „Þjóð- ólfi", sem gefið er út í Suður- landskjördæmi, birtist viðtal við Odd Sigurbergsson, kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Árnesinga, þar sem hann fjallar m.a. um álagningarreglur verzlunarinnar. í viðtalinu segir kaupfélagss-jór inn m.a.: „Hinn þröngi stakkur, sem verzluninni var skorinn með Iækkun verðlagsákvæðanna í sambandi við gengisfellinguna 1967 og svo aftur nú við gengis- fellinguna 1968, hlýtur að hala lamandi áhrif á allan verzlunar- rekstur í landinu. Ég tel það alveg óumflýjanlegt, að þær álagningarreglur, sem nú eru í gildi verði sem fyrst endurskoð- aðar og lagfærðar, þannig að farið verði eftir lögum um verð- lagsmál, sem kveða svo á, að verðlagsákvarðanir allar skuli miða við þörf fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hag- kvæman rekstur." — Telur þú að þessum lagaákvæðum hafi ekki verið fylgt, þegar núgild- andi verðlagsákvæði voru sett? — „Já, mín skoðun er sú, að verðlagsákvæði þau, sem nú gilda fyrir verzlunina í landinu hafa verið sett án þess, að nokkur rannsókn færi fram á því hvaða dreifingarkostnaði þau ættu að mæta, eða hver álagn- ingarþörfin væri hjá fyrirtækj- unum. Af þeim sökum hljóta þau að vera mjög handahófskennd og óraunhæf." 4,7 milljónir Viðtalið heldur síðan áfram, og þar segir: — „Hvaða áhrif heldur þú, að álagningarskerðingin hafi haft á verzlunina hjá K.A. á sl. ári?" — „Um það atriði get ég nefnt ykkur tölur, því að þær liggja fyrir í uppgjöri fyrstu 11 mán- uði ársins. Tii samanburðar tek ég tölur til jafnlengdar árið á undan. A því tímabili árið 1967 var meðalálagning með sölu- skatti á keyptar vörur hjá félag- inú 26.64%, en á árinu 1968 23,41%. Lækkunin er því 3,23%, sem gerir, talið í krónum, 4.7 milljónir. Þetta er sú tekjurýrn- un, sem kemur fram á vöru- reikningi K.A. vegna lækkaðrar álagningar þessa 11 mánuði árs- ins 1968. Eins og ég hef áður sagt, hafa verðlagsákvæðin enn verið lækkuð og ætti öllum að vera ljóst til hvaða ófarnaðar slíkt leiðir, ef ekki fæst á því veruleg lagfæring. Jafnhliða þessari lögboðnu tekjurýrnun hjá verzluninni koma svo ótal tilskipanir frá opinberum aðilum um hækkandi kostnaðarliði, sem ómögulegt er að draga úr, svo sem póstur, simi, rafmagn og margt fleira. Öll þessi opinberu afskipti tröllriða nú verzluninni og raunar öllum atvinnurekstri í landinu, og væri mál til kom- ið að þeim linnti." Loks segir i viðtalinu: — „Prósentuálagningarkerfið, sem notað er við verðlagningu vara, gefur fleiri krónur eftir því sem vörurnar eru dýrari í innkaup- um. Vegur það atriði ekki eitt- hvað upp á móti álagningar- | skerðingunni?" — „Einmitt i þessu atriði er mikið haldið á J lofti, þegar rætt er um verðlags J mál, og er það rétt svo langt | sem það nær, en hefur mjög i takmarkað og raunar ekkert 1 gildi. í fyrsta lagi vegna þess, að i nýju ákvæðin eru umreiknuð þannig, að þau eiga að gefa sömu krónutölu í álagningu og þau gömlu gerðu. áður en hækk anirnar komu til. t öðru lagi virka verðhækkanir þannig á kaupgetu almennings, að mjög dregur úr kaupum. Magnsala verður minni. í þriðju lagi valda verðhækkanirnar verulegum kostnaðarauka hjá verzluninni, svo það gefur auga leið, að ekk-, ert vinnst en mikið tapast." •«. r «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.