Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 5
MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1909 5 Tabula Lslandiae, eitthvert skra utlegasta kort, sean gert hefur verið af tslandi. Myndin er ein af þremur, sem birtist í sýningar- skrá. Sjaldgæf Noröur- landakort á sýningu SJALDGÆF kort af Norffur- löndum eru um þessar mundir á sýningu í London. I sýningar- skrá, sem Mbl. hefur borizt, seg- ir, aff einstætt safn Norffurlanda- korta sé nú á sýningu í Roger Baynton- Williams Gallery í London. Stendur sýningin yfir frá 28. marz til 12. apríl. Kortin, sem þarna eru sýnd, eru um 200 talsins og gerð á ár- unum 1550 til 1850. Eru mörg þeirra hin skrauitlegustu að sögn og eru tílnefnd m. a. kort af Danmiörku frá 1720, gert af Her- man Moll og ísland.s'kort frá 1595, gert af Ortelíusi, sem sýnir eldgos, sérkennilega fiska og sæskrímisli. Verð kortanna er 5—125 sterlingspund. Af ístandskortum, seni á þess- ari sýningu eru, má ennfremur nefna kort frá 1767, 55x84 sm, er sýnir ísland, Færeyjar og Grænlandsströnd, Tabula Island- iae frá 1650, 38x50 sm, sem mynd er af mieð greininni, Isola D’ Islandia eftir Coronelli, ít- alstkan kortagerðarmann. gert í falleguim litum, kort frá 1595 gert af Gerard Mercator, kort Abrahams Oratelíusar frá sama ári, sem áður gat, og loks eitt af elztu kortum, sem til eru af íslandi, 10x14 sm kort gert af Thomaso Porracchi. Bændur Erlendur stúdent vill komast að i sveit í sumar til að læra íslenzku. Vill borga með sér allt að 3.500 kr. á mánuði. Upplýsingar í sima 20922 milli kl. 7—8 á kvöldin. Framtíð — atvinna Fyrirtæki hér i borginni óskar eftir reglusömum manni 25—35 ára til útkeyrslu og sölustarfa. Hér er um góða framtíðar- möguleika og góð laun að ræða fyrir rétta manninn. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m. merkt: „2991". íbúð til sölu 4ra—5 herbergja ibúð við Kleppsveg til sölu og afhend- ingar strax. Upplýsingar á kvöldin í sfma 32799. Framkvœmdarstjóri Útgeröarfélag Stykkishólms hf. óskar að ráða framkvæmda- stjóra til starfa fyrir félagið Umsóknir skulu hafa borizt stjórn félagsins fyrir 20. apríl 1969. Módelsamtökin auglýsa Nú gefst bæði karlmönnum og kvenfólki tækifæri til að sækja um inngöngu i Modelsamtökin. Upplýsingar í simum 3-4228 og 3-3222 r dag og á morgun milli kl. 1—6. Enskur sérfræðingur ræðir um hönnun — og gœði iðnvarnings á vegum íslenzkra stofnana ÍSLENZK félagasamtök, sem á- huga hafa á bættri hönnun á ís- lenzkri iðnaffarframleiðslu, hafa boðið til Islands kennara í hönn- un frá Englandi, frú O. Ford, Dipl. Ing., sem hefur dvaliff hér síðan fyrir páska og ráðgast við viffkomandi aðila. Flutti hún sl. miðvikudag frófflegan fyrirlestur í Norræna húsinu og sýndi lit- skuggamyndir. í gær fór hún svo til Akureyrar, en kemur aftur í dag til Reykjavíkur, og heldur fyrirlestur í Arkitektafélaginu. Félagasamtökin, sem að þessu standa, eru: Arkitektafélag ís- lands, Félag húsgagnaaridtekta, Félag ísl. iðnrdkenda, Félaig ísl. teiiknara, Heimilisiðnaðarfélag ís lands, Iðnaðarmálastotfnun ís- lands, Iðnskólinn í Reykjavík, Landssaimband iðnaðarmanina, Myndlista- 'og handíðaskóla ís- lands. Hafa þau boðið frú Ford hirugað í því skyni að efla skiln- ing á þessurn málum og stuðla að raunhæfum úrbótum. Frú Ford er arkitekt og innan- hússarkitekit og meðlimur í fé- lagd iðnlistamanna í Englandi. Hetfur hún kennt iðnhönnun í Englandi um árafoil, haldið fyrir- lestra utan Englands og fengist við hönnun á ýmsum greinum iðnaðar. Með foönnun er hér átt við formsköpun, gerð, efnisval, liti, mynstur og annað það sem stuðl að getur að gæðum vörunnar í heild, svo og söluumbúðir. Hefur slíkt verið mjög ofarlega á baugi meðal erlendra þjóða og hatfa margar þeirra komið sér upp „Design Centres", auglýst á heitnsmarkaði og erlendis vel hannaða framleiðsluivöru og rek- ið ýmsa ráðgjatfaþjónustu við framleiðenidur og neytendur. Ályktun um íþróttumól í Hulnurfirði „ALMENNUR fundur kennara Lækjarskóla í Hatfnarfirði, hald- inn 29. marz 1969, átelur harð- lega þann drátt, sem orðið hefiur á byggingu íþróttahússins í Hafn- artfirði. Algert ófremdarástand rikir niú þegar í öllum þeim málum, sem snerta aðstöðu nemenda til iðkunar fimleika og íþrótta. Einnig er fyrirsjáanlegt, að á- standið fer ört versnandi með sívaxandi nemendatfjölda. Af þessum sökum skorar kenn arafundurinn á bæjaryfirvöld að hraða fraimkivæmdum sem mest, svo að smíði hússins verði lokið hið fyrsta. Fundurinn telur rétt, að leitað verði lántöku til þess að flýta framkvæmdum. Fundurinn bendir á, að fyrir- sjáanlegt atvinnuleysi er hjá þorra iðnaðarmanna bæjarins“. — (Frétt frá ritara otfangreinds fundar). Skjótur og öruggur... 5 ...arangur- aðeins mínútum á dag! Já, aðeins 5 mínútur á dag, til að byggja upp vöðvastæltan líkama! HVER ER LEYNDARDÓMURINN? Jú leyndardómurinn er nýja upp- fyndingin, sem kölluð er BULL- WORKER 2. Hinn skjóti og ótví- ræði árangur, sem menn ná með BULLWORKER 2 æfingatækinu á fyrst og fremst rót sína að rekja til þrotlausra rannsókna Gerts Kölbel, líkamsræktarsérfræðings, sem leitaðist við að góður ár- angur næðist á sem einfaldastan og áreynsluminnstan hátt, svo að tækið ætti erindi til sem flestra. Um árangurinn þarf enginn að efast. — Tækið og æfingakerfið, sem því fylgir, hefur valdið gjör- byltingu í líkamsrækt I þeim löndum heims, sem tækið hefur hazlað sér völl, mælir fjöldi íþróttakennara, sjúkraþjálfara og lækna ötullega með þessari nýju tækni. HENTAR ÖLLUM! Tækið vegur aðeins 2 kg, er 90 cm langt og opnar öllum, jafnt þaulæfðum íþróttamönnum sem öðrum, óvænta möguleika til að sýna líkama sinum nauðsynlega ræktarsemi FÁIÐ ÓKEYPIS LITMYNDABÆKLING Allar upplýsingar um BULL- WORKER 2 og æfingakerfið ásamt verði, mun umboðið senda til yðar að kostnaðarlausu, um leið og afklippingurinn (hér að neðan), berst umboðinu í hendur. BULLWORKER UMBOÐIÐ Pósthólf 39 - Kópavogl. Vinsamlegast sendið mér litmyndabækling yðar um BULLWORKER 2 mér að kostnaðarlausu og án skuld- bindinga frá minni hálfu. I Nafn I 1 Skriflð með prentstöfum. | Heimilisfang f| ALLT MEÐ EIMSKIP 20 daga vorferð m.s. GULLFOSS 14. maí — 2. júní. Viðkomustaðir: London, Amsterdam, Hamborg, Kaupmannahöfn og Leith. Verð farmiða frá kr. 13.000,-. A næstunni ferma skip vor til islands, sem hér segir: ANTVERPEN: Reykjafoss 3, apríl Skógafoss 7. apríl* Reykjafoss 21. apríl ROTJERDAM: Skógafoss 8. apríl* Reykjafoss 23, apríl HAMBORG: Reykjafoss 5. april Skógafoss 10. apríl* Skip 18. apríl Reykjafoss 26. apríl LONDON: Askja 14. apríl HULL: Skógafoss 3. apríl * Askja 16. apríl LEITH: Askja 3. apríl Askja 18. apríl GAUTABORG: Tungufoss 9. apríl* Rkip 14. apríl KAUPMANNAHÖFN. Tungufoss 10. apríl*. Gullfoss 16. apríl Kronprins»Frederik 26. apr KRISTIANSAND: Tungufoss 12. apríl* NORFOLK: Selfoss 7. apríl Brúarfoss 26. apríl Tungufoss 13. maí NEW YORK: Lagarfoss 3. apríl* Selfoss 12. apríl Brúarfoss 30. apríl Tungufoss 16. mai GDYNIA: Laxfoss 14. apríl TURKU: Fjallfoss 18 aprll * KOTKA: Fjallfoss 21. apríl * VENTSPILS: Fjallfoss 24. apríl. * Skipið losar í Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Húsa- vík. Skip, sem ekki jru merkt Sjj með stjörnu losa aðeins Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.