Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIRVIKUDAGUR 9. APRÍL 1909 SOAMES ER LATINN OG var June bam og því leikin af barni, en er hún óx upp tók June Barry við. I lok myndarinnar er June 56 ára, en June Barry er sjáif 29 ára. Soames er 29 ára í byrjun myndarinnar, 71 árs er henni lýkur en sá, sem leikur Soames, Eric Porter, er fer- tugur. Eric Porter, sem einkum er sviðslei'kari, 'hefur yfirleitt leikið öldunga. — í Forsyte-ættinni lék ég í fyrsta skipti jafnaldra minn og meira að segja rnér yngri mann í byrjun, segir Eric Porter og hann 'heldur því fraan að sá þáttur, þar sem hann er um fertugt, hafi verið einna lélegasti þátturinn hans í myndinni. — f flestum þáttunum er ég eldri en ég er ruú, segir Porter. „Aldur“ er avo marg- Soames Forsyte á banabeði Soames í sögubyrjun og sögulok Irene er án efa sú persóna sögunnar, sem erfiðast er að leika. — Hún er alveg í sérflokki, segir Nyree Dawn Porter, sem fer með hlutverk Irene. Irene eldist ekki eðlilega. Hún eld- ist inn á við, en þó mjög hægt. Hún var svo til fullkomlega heilsuhraust allt til enda sög- unnar. Konur eins og hún eru næstum því goðsögulegar persónur, en þær eru til. Lít- um t. d. á Marlene Dietrich. — Það hefði eflckert verið auðveldara en breyta aldrin- um með því að breyta förðun- inni, en ég gat ekki látið Irene eldast með því aðeins að breyta útlitinu og klæðn- aðinum. Aldurinn varð að koma innanfrá — frá mér. Nuree Dawn Porter er vön að annast sjáif förðun sína þegar hún leikur, en í For- syte naut hún aðstoðar Ann Ferriggi. um enfiðleikuim með Jolyon unga í fyrstu þáttunum, því að þá var hann að leika sér yngri mann. — Það er mikilu erfiðara að yngjast en bæta við sig nokkrum árum, segir Moore. En með því að vanda förð- unina og beina sterku ljósi að mér gek'k þetta sæmilega að ég held. Mér veittist atftur á móti auðvelt að eldast með Jolyon. Hann er á margan hátt svo likur mér sjálfuim að ég gat sett mig í spor hans. SOAMES Forsyte er látinn og íslenzkir sjónvarpsáhorfend- fylgdu honum til grafar að kvöldi annars páskadags, 7. apríl. Hann var 71 árs, þegar hann lézt en 7. október 1968, þegar við kynntumst honnm fyrst var hann aðeins 29 ára. Með dauða Soames lauk sjón- varpsþáttunum um sögu For- syte-ættarinnar, vinsælustu þáttum sem sýndir hafa verið í íslenzka sjónvarpinu til June Barry segir um leik sinn: Ellin og æskan eru eklki svo erfiðar viðfangs í leik. En árin þar á milli eru erfiðust. I lok myndarinnar þegar June er orðin 56 ára og enn í fulki fjöri, andlega og líkamlega gat ég ekki leikið hana með því einu að „hægja á mér“. Ég varð því að ímynda mér hvernig það er að vera kona á þessum aldri og ieika eftir því. Saga Forsyte-ættarinnar er stærsta verkefni, sem BBC sjónvarpsstöðin brezka hefur ráðizt í, og er kviíkmyndin var gerð fyrir tveimur árum kostaði hún 300 þúsund sterl- ingspund. Þeim peningum var ekki illa varið, því að kviik- myndin hefur verið seld til 27 landa, nú nýlega til Rúss- lands og eru margir af þekkt- ustu leikurum þar í landi að tala inn á myndina því að auðvitað verður hún ekki send út með ensku tali. Leikararnir í Forsyte-ætt- Lnni voru flestir lítt þekktir fyrir, en nú þurfa þeir ekki að kvarta yfir þvi að þeim sé ekki veitt eftirtekt hvar sem þeir fara. Þeir hafa fengið stærri hluitverk áður og pen- ingarnir streyma til þeirr-a úr öllum áttum. Nyree Dawn Porter (Irene) lét hafa eftir sér í brezku blaði fyrir nokkru að fjárhagsáhyggjur væru úr sögunni hjá henni. Hún hefði reyndar ekki hug- mynd um hve mikið sjón- varpsþættirnir gæfu henni í Irene í sögubyrjun og sökulok Kennebh Moore átti í mest aðra hönd, því að henni væru stöðuigt að berast greiðslur frá erlendum sjórrvarpsstöðv- um. í sjónvarpskvikmyndinni kynntumst við hvorki meira né minna en 120 persómum, og komu 40 þeirra mikið við sögu. Allar þesar persónur komu fram og hurfu síðan af sjónarsviðinu nema Soames, Winifred systir hans og June fræraka þeirra. Þau komu meira eða minna við sögu í öllucm 26 þáttunum. Soames og Winifred voru allan tím- ann leikin af sömu leikurun- um, Eric Porter og Margaret Tyzack, en í byrjun sögunnar Margarebh Tyzack, sem leik- ur Winifred systur Soames segir: — Utlit Winifred var sam- eiginiegt átak okkar Ann Ferriggi, sem sá um förðun og hárgreiðslu og Joan Allacott, sem gerði búningana, Það sem mér þótti erfiðast í leikn- uim var að leika Winifred unga. Ég hef aldrei fyrr leik- ið mér yngri konu og mér fannst mér ekki takast sér- lega vel, þótt þeir hjá BBC virtust ánægðir. í Lesbók Morguniblaðsins verður bráðlega grein um Forsytemyndina ásamt mynd- um úr henni. Jolyon í sögnbyrjnn og skömmu fyrir andlátið. brotinn — hrulkkótt handlit og grátt hár er ekki nóg. Ég hef lengi „stúderað" garnia menn, hreyfingar þeirra og svipbrigði og meðan ég var að leika Soames gamlan, fannst mér ég að vissu leyti atfskræmast á sál og lí'kama. Fötin, sem ég klæddist, voru sniðin þannig að þau hjálpuðu mér að eldast — t. d. var jaáckinn svo þröngur að ég varð eiginlega að ganga hok- inn"? — Förðunin er líka mi'kið afriði, því að það er vandi að fá fram inntfallnar kinnar og hrufltíkur. June á unga aldri og í sögulok Winifred i sögubyrjun og í sögulok - 9 FARAZT - JÓNAS Framhald af bls. 13 sem Guðmundur Arason, forseti Skáksambands íslands, færði Taflfélagi Kópavogs að gjöf. — Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmtundur sýnir hvern hug hann ber til Tatflfélags Kópa- vogs og á hann þákkir skildar. Á farandgripinn verða grafin nöfn þeirra skákmanna, er hverju sinni hljóta sæmdarheit- ið „Skákmeistari Kópavogs". Sá fyrsti er hlaiut þá sæmd var Guð mundur Þórðarson, en hann sigr aði á Skákiþingi Kópavogs 1967. Árið 1968 bar Lárus Johnsen sig ur úr býtum og hreppti þar með titilinn. Að lokuim fór fram hraðskák- mét eins og áður er sagt. Hrað- skákmeistari Kópavogs 1969 varð Lárus Johnsen. Skákþinigið fór vel fram og var hið ánægjulegasta. — Gísli Pétursson var skákmeistari og fórst það vel úr hendi. (Frétta- tilkynning frá Tafltfélagi Kópa- vogs). Framhald af hls. 13 toraftmikil að hún heyrðist í bæn Tim Aarau, sem er í 18 km fjar- lægð frá slysstaðnum. Margar rúður sprungu í altt að 10 km fjarlægð frá slysstaðnum. Svört reykský grúfðu yfiir verksmiðjunni í marga klukkutíma eftir að slysið varð. Tjónið er metið á margar millj- ónir svissneskra franka. Hatf- in er rannsókm á orsökum spreng ingarirunar, sem varð í verksmiðj unni miðri, að sögn sjónarvotta. 21 þeirra sem slösuðust hefur verið fluttur á sjúkrahús og er líðan átta þeirra alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.