Morgunblaðið - 09.04.1969, Síða 30

Morgunblaðið - 09.04.1969, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1069 Körfuknattleikur: f f Vann KR með yfirburðum í aukaúrslitalsik ÍR sigraði KR með yfirburð- um í aukaútslitaieik íslandsmóts ins í körfuknattleik. Eins og kunnugt er af fréttum vann KR ír í síðasta leik 1. deildarkeppn innar hinn 1. apríl s.l. með 57:47 Þorsteinn Hallgrímsson var kjör inn körfuknattliksmaður ársins af leikmönnum. Urðu liðin þannig jöfn að stigum, höfðu 18 hvort, en ÍR hafði sigr að í leik liðanna í fyrri umferð mótsins. Aukaleikurinn milli KR og ÍR var leikinn á skírdag, í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi fyrir troð fullu húsi áhorfenda. Leikurinn var mjög jafn framan af. I>egar leikar standa 18:17 KR í vil, breyta IRingar um varnaraðferð skipta fyrir í svæðisvörn, en höfðu leikið maður gegn manni fram að því. Skömmu síðar meið- ist einn bezti leikmaður IRinga, Birgir Jakobsson og verður að yfirgefa leikvöllinn. Með hinni nýju varnaraðferð og þeim eld- móði sem hljóp í liðið við það áfall að missa' sterkan mann af velli, nær ÍR mjög glæsilegum kafla og skorar 14 stig í röð án svars frá KR. Var það einkum Agnar Friðriksson sem átti á þessi bili glæsilegan leik. Svo glæsillegan að teljast verður til þess bezta sem sést í íslenzkum körfuknattleik. Með þessari snörpu sóknarlotu tryggðu ÍR ingar sér gott forskot í fyrri hálf leik, 33-22. í síðari hálfleik ná KRingar mun betri byrjun og minnka bil- Islandsmeistarar ÍR ásamt Einari Ólafssyni þjálfara og Gunnari lengst t.h. Sigurðssyni, formanni IR, ið í 33-28. Leit því sannarlega út fyriir að KR ætlaði að endur- taka afrek sitt frá 1 apríl, er þeir unnu upp 12 9tiga forskot ÍR og sigruðu. En að þessu sinni voru ÍR ingar undir það búnir að taka slíku mótlæti og brotn- uðu ekki. Miklu fremur var eins og þeir hertu á sér þegar að var sorfið, og á stuttum tíma brjóta þeir mótstöðu KRinga á bak aft ur og skapa sér yfirburðastöðu 49:33. Eftir það vaæ engin keppni milli liðanna. KR liðið átti léleg- an leik í síðari hálfleik ef frá eru taldar fyrstu mínúturnar, og skoruðu einungis 19 stig í 20 mínútna leik, á meðan ÍR skorar Sigurlið Akurnesinga ásamt Ríkharði þjálfara. Akurnesingar fyrstu Is- landsmeistarar inni Framkvœmd og dómgœzla á mótinu mjög ábótavant FYRSTA íslandsmótið í knatt- spyrnu innanhúss var háð um helgina. Það fór fram við full- gildar aðstæður og dæma skyldi eftir nýjum alþjóðlegum regl- um. Því miður fóru dómarnir í mótinu fyrir ofan garð og neðan að mörgu leyti og bitnaði það harkalega á sumum liðum en kom öðrum til góða. Þá var framkvæmdin með útsláttarfyrir komulagið alveg í lausu lofti og setti allt þetta ljótan svip á mót- ið — en knattspyman sem sýnd var heillaði áhorfendur og víst má telja, að þerssi grein nái miklum vinsældum. Það urðu Akurnesingar sem sigruðu á fyrsta ísiandsmótinu og var lið þeirra vel að sigrinum komið, þó mjóu munaði og mörg önnur lið væru álíka. En Akur- nesingarnir höfðu það framyfir sem þurfti — keppnisskapið og ákveðnina. Þeir hættu aldrei, og fyrir þennan vilja isinn björguðu þeir t.d. á marklínu í úrsilita-' leiknum, en í þeim leik sigraði liðið Val roeð 4:3. Úrslitaleikurinn var mjög skemmtilegur. Hermann skoraði fyrsta markið fyrir Val, en Matthías Hjartarson jafnaði með glæsilegu og nánast ótrú- legu skoti rétt fyrir leitohlé. Síð an komust Akumeringar í 4:1, en Bergsveinn og Ingvar minnk- uðu bilið og var mark Ingvarsj mjög fallegt eftir góðan samleik. En þannig urðu endalokin — og keppnisvil^inn hafði ráðið mestu um úrsliíin. Markvörður Akur- nesinga vakti og atlhygli fyrir þátt sinn í leiknum. Markverðirnir voru mjög mis- jafnir. Markverðir knattspyrnu- liðanna reyndust tívifaseinir og slakir við lágskotin, sem mest er af af ótta við að skjóta y-fir battana, en það varðar brott- rekstri. Handknattleiksmark- verðirnir sem við tóku voru áber andi betri. Úrslit le'kjanna í mótinu urðu þessi: Framhald á hls. 31. 35 stiig og urðu lo'katölur 68:41. Sýna þessar töluir vel þann geysi lega mun sem var á liðunum þennain dag. Annars vegar var IR í sínum glæsilegasta ham. Hraðupph’laup, langskot, stokk- skot, blakskot og hvað sem nefna má, allt framkvæmdu þeir af miklu öryggi, og stóðu auk þess fastir fyrir í vörn, og hirtu nær öll fráköst. Hins vegar var KR með allra slakasta móti, eink- um frá því er nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og til loka leiksins. Sókn þeirra var mjög bitlaus, og hittni léleg. — — Þó te’lja verði ÍR betra lið að mótinu loknu þá skal ekki dæma munimin á liðunum eftir leiknum á skírdag. Svo mikill er hann ekki, og KR ingar eiga betri hlið ar en þeir sýndu þá. Hjá hinum nýbökuðu íslands- meisturuim var Agnar Friðriks- son sá sem glæsilegast lék í úr- 'Slitaleiknum. Hann skoraði hvað eftir annað af löngu færi, með glæsileigum stökikskotum, hirti frá köst af miklum krafti og átti í heild frábæran ’leik. Sýndi Agn- ar þar að fáir íslenzkir körfu- knattleiksmenn eru honium fremri þegar honum tekst upp. Þor- steinn Hallgrímsson átti einnig mjög góðan leik, og er raunar maðurinn bak við velgengni ÍR liðsims í þessu móti. Hann er uppbyggjari liðsins, matar sam- herja sína, berzt af jötunmóði hvað sem á dynur, hirðir frá- köst fleiri en nokkur annar, skor ar glæsilegar körfur og lætur aldrei bugast. Það er því engin tilviljun að Þorsteinn var kjör- inn „Bezti leikmaður íslandsmóts ins í körfuknattleik 1969“, og það með miklurn yfirburðum. Hanin hlaut 177 stig en næsti rnaður hlaut 59 stig. Titill þessi eir veittur eftir atkvæðagreiðslu meðal leikmanna 1. deildar. —. Pétur Böðvarsson, Sigmar Karls- son og síðast en ekki sízt Sig- urður Gíslason áttu allir mjög góðan leik og börðust af ákveðni og sigurvilja. Birgir Jakobsson meiddist snemma í leiknum eins og áður sagði, en kom inná aftur rétt undir lokin. Hann lék mjög vél meðan hans naut við eins og hans er vandi. Stig ÍR skor- uðu: Agnar 23, Þorsteinn 13, Sig urður og Sigmar 10 hvor, Pét- ur 8 og Birgir 4. Hjá KR er ekki hægt að tala um að neinn leikmanna hafi átt góðan dag. Það var eiginlega ó- trúlegt að þetta væri sama liðið og sigraði ÍR tveimur dögum áð- ur. Kristinn, Gunnar og Kolbeinn sem allir höfðu ,átt afbragðsleik í fyrri leiknum, voru ekki svip- ur hjá sjón. Gárungarnir sögðu reyndar að það hefði bara verið aprílgabb hjá ÍR að tapa fyrri leilknum. En þótt grínið sé gott, þá er það staðreynd að KR var sterkari aðilinn í þriðjudagsleikn um. Það er þessvegna ótrúlegt að ÍR skyldi veitast svo auðvelt eins og raiun vairð á áð sigra KR. Helzt verður að hállast að því að eitthvað sé að í félagslegri uppbyggingu og samskiptum hjá KR liðinu, frekar en að íþrótta- leg geta þeirra sé svo sveiflu- kennd. Víst er að KR ingar hyggja á hefndip á næsta keppn istímabili, og bætist þeim þá góð Barizt í úrslitaleiknum. Agnar Friðriksson (með gleraugu) hef- ur skotið. Hann var stigahæstur í leiknum. ur liðsauki, því Einar Bollason stigahæsti leikmaður 1. deildar mun flytjast til Reykjavíkur á næstunni og tosppa fyriir sitt gamla féfl'ag á ný, eftir tveggja ána keppni og kennslu hjá Þór á Ak ureyri. Baráttan á botninum í kvöld Þótt ljóist sé hver sigrað hefur í 1. deild körfuknattleiksmóts- ins, þá er baráttunni á botnin- um ekki lokið enn. Að venju- legri keppni lokimni eru tvö lið jöfn á botninum, KFR og Stúd entar (ÍS), með 4 stig hvort. í kvöld berjast þessi lið um það hvort 'liðið hlýtur þau örflög að falla i 2. dieild, og hvort liðið fær að sitjia átfram í 1. deild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.