Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 12
12 MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1S«9 ÞAÐ er gaman að verða allt í einu óperusöngvari og leik- ari og leika og syngja fyrir fullu húsi áheyrenda. Þetta fengu nemendur í Barnamús- ikskólanum að reyna á ann- an páskadag er barnaóperan „Rabbi“ eftir Þorkel Sigur- bjömsson var fmmsýnd í Iðnó. Næsta sýning var strax að frumsýningu lokinni og n.k. sunnudag verða tvær næstu sýningar. Við hittum nokkra af ungu söngvurunum og spjölluðum við þá stutta stund um óper- una. Barnaóperan fjallar um Rabba rafmagnsiheila, sem veit svör við öllu og um Dilli- dó litlu, sem Rabbi býður í heimsókn inn í sig og æfin- týri þau, sem hún lendir í. Þegar hún vill fara aftur heim segist Rabbi ekki sleppa henni, nema einlhver geti rek ið hann á gat og koma nú margir til að spreyta sig á því. Dillidó sér og heyrir margt Skemmtilegt hjá Rabba og m.a. hittir hún þrjár hafmeyj ar, sem syngja fyrir hana. Þær syngja um fiskana, sem þær vilja á færin og um sar- dínurnar, sem þær velja í dós irnar ög svara yfirleitt öllu því, sem maginn spyr sjó- inn Hafmeyjamar þrjár eru Mist Þorkelsdóttir 8 ára, Aagot Vigdís Óskarsdóttir 11 ára og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir 10 ára og þær eru allar að læra á píanó. — Á frumsýningunni vor- um við pínulítið nervösar og sungum svolítið falsikt, en á annarri sýningu gekk allt miklu betur og við vorum ekkert feimnar, segja þær. — Við syngjum eitt lag og mér finnst það ákaflega fallegt, segir Aagot. Það er Kolbeinn Bjamason 10 ára er kominn í gerfi músikprófess- orsins og reynir að reka Ra'iba á gat með því að spyrja hvað sé samhverf allra tónbila 12 tóna röð? Hafmeyjamar þrjár Mist Þorkeisdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Aagot Vigdís Ósk- arsdóttir syngja fyrir Dillidó og Rabba um fiskana, sem þær velja i netin. ^voilítið skrýtinn takturinn í því — en samt ekki erfitt að syngja það. Dillidó er leikin aí Elísa- betu Waage ,sem er aðeins 8 ára. Hún segist hafa leikið á jólaskemmtun í skólanum, en aldrei fyrr sungið í óperu. — Það var ekkert erfitt að læra textann og lögin, segir hún, en mér finnst svolítið asnalegt þegar ég er. að gráta, af því að Rabbi vill ekki hleypa mér út. — Koma þá tár? — Nei, ég nudda bara aug- un og þykist gráta — en svo endar allt vel. — Hvað finnst þér skemmtilegast í óperunni? — Þegar tónstigarnir eru að renna sér. Þeir fara upp tröppur og upp á felukassann og renna sér svo niður af hon um eftir rennibraut. Tónistigunum sjálfum, eða börnunum sem leika tónstig- ana, finnst það atriði líka skemmtilegast í óperunni og tónstigarnir Reddi, Middi, Faddi, Soddi, Kínverski stig- inn, Dúrstiginn og allir hinir renna sér niður einn af öðr- um. Allt þetta gerist inni í raf- magnsheilanum, en úti fyrir er hópur fólks að reyna að reka Rabba á gat. Þar á með- al er músíkprófessor einn, sunginn af Kolheini Bjarna- syni 10 ára. Kolbeinn lærir á altflautu í Barnamúsíkskólan um. — Ég reyni að reka Rabba á gat og spyr hann m.a. hvað sé samihverf allratónbila 12 tóna röð? — Og getur Rabbi svarað? — Já, hann svarar með tón um. Hvorki prófessorinn né gat rekstrarmenn geta Tekið Rabba á gat, en svo kemur ... Nei, ungu óperusöngvararn ir .harðbanna að meira sé sagt, það megi áheyrendur ekki fá að vita öðruvísi en koma á sýningu hjá þeim. í skugga Sovétvaldsins: Meira hættuástand nú í Tékkósló- vakíu en nokkru sinni ef tir innrásina 4 Kuldalegri kveðjur höfðu aldrei sézt á ísknatt- leiksvelli. Tékkar höfðu unn- ið Rússa tvívegis á heims- meistaramótinu í Stokkhólmi. Viðh<cf tékkneska landsliðs- ins til þess rússneska mátti lesa á risastóru skilti, sem að- dáendur Tékkanna höfðu kom ið fyrir í áhorfendastúku: „I þetta sinn verða engir bryn- drekar til þess að hjálpa ykk- AF ERLENDUM VETTVANGI ur“. Enda þótt Rússamir ynnu heimsmeistaratitilinn á Josef Smrkovsky (til vinstri) fagnar sigrinum yfir Rússum í ísknattleikskeppninni. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið beinan þátt í mótmælaaðgerðunum gegn Sovétríkj- unum, sem fylgdu í kjölfarið í Tékkóslóvakíu. fólk brauzt inn í skrifstofur sovézka flugfélagsins, Aero- flot, og sovézku ferðaskrif- markatölu, var tékkneska lið- inu tekið sem sigurvegurum, er heim kom. Þeir höfðu verið sigraðir, sem ósigurinn verð- skulduðu. En að baki sigur- gleðinni gagnvart Rússum, duldist annað og meira. Loks hafði tekizt að fá svolitla upp reisn gegn ofbeldinu, svolitla hefnd. Og hefndin var sæt. í miðborjinni í Prag safnað- ist fólk saman í hundruð þús- unda tali til þess að láta í ljós óhlandina gleði sína. Svipuð voru viðbrögðin í öðrum borg um Tékkóslóvakíu. 4 En það er fyrst nú, að ljóst er orðið, hversu stór- pólitískar afleiðingar sigurinn yfir sovézka ísknattleiksliðinu ætlar að hafa. Bæði í Prag og annars staðar í Tékkóslóvakíu gengu margir of langt. Æsku- stofunnar, Intourist í Prag og olli bar miklum skemmdum. Þá kom viða til árekstra milli borgara og sovézkra her- manna í grennd við bæki- stöðvar hinna síðarnefndu i Tékkóslóvakíu. ísknattieiks- sigurinn varð fólki kærkomið tækifæri til þess að gefa til- finningum sínum lausan taum inn. Hatrið og andúðin gagn- vart Rússum brauzt hvar- vetna út. En Rússar voru ekki len.gi Framhald á bls. 24 „Ég myndi gjarnan vilja „vernda“ þig, félagi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.