Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1969 — í skugga Sovét. Framhald af bls. 12. að bregðast við. í aðvörun til stjörnarvalda í Tékkóslóvakíu var sagt, að sovézka herliðið í landinu myndi grípa til sinna ráða, eí ekki yrði þegar í stað komið í veg íyrir frek- ari mótmælaaðgerðir gegn Sovétríkjunum þar, og öll andstaða yrði þá barin niður með s:kriðdrekum. Þessi að- vörun, sem afhent var Ludvik Svoboda, íorseta, og Alexand- erTXibcek, leiðtoga kommún- istaflokksins, var orðuð miklu harkalegar en orðsending BTezsnevs, sem afhent var sijórninni fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu í ágúst sl. Forsætisnefnd kommúnista- íloktks Ték'kóslóvóikíu kom saman þegar í stað og eftir næturlangan fund gaf hún út yfirlýsingu. þar sem blöð, út- varp og sjónvarp voru gagn- rýnd fyrir „að kynda undir uppeerðartilfinningar" og enn fremur var Josef Smrkovsky, róttækasti umbótasinninn, er sjálfur á sæti í forsætisnefnd- inni, nefndur með nafni og hann gagnrýndur sérstaklega. Andsovézku aðgerðirnar, sem sigldu í kjölfar ísknatt- ledcssigursins yfir Rússum, hafa skapað mesta hættu- ástand, sem stjórnarvöld í Tékkóslóvakíu hafa horfzt í augu við síðan í innrásinni í fyrra. I yfirlýsingu forsætis- nefndarinnar birtisit greinilega sú þvingun, sem forsætis- nefndin hefur mátt sæta af háifu Semyonovs, varautan- rikisráðherra, og Gretsjkos, varnarmálaráðherra Sovétríkj anna. en þeir komu til Prag í byrjun síðustu viku. Það er nú vitað, að herliði Sovétrikjanna í Tékkósló- vakíu var skipað að vera við- búnu kvöldið og nóttina 28.— 29. marz sl. er óeirðirnar áttu sér stað. Það er líka komið fram, að Semynov flútti orð- sendingu frá Sovétstjóminni samkvæmt framansögðu, þar sem komizt var mjög harka- lega að orði. Þar var sagt, að óeirðirnar h-efðu „augsýnilega verið skipulagðar af gagnbylt- ingarsinnum". Ekki hefði ver- ið gert neitt til þess að halda aftur af þeitm og sumir leið- togar Tékkóslóvakíu, þar á meðal Josef Smrkovsky, hefðu jafnvel tekíð þátt i þeim Stjórn Tékkóslóvakíu væri greinilega „annað hvort ófær um eða hefði ekki hug á að ná stjórn á ástandinu". Þá hefði henni einnig mistek- izt að ná stiórn á fjölmiðlun- artækjunum. í orðsendingu Sovétstjórn arinnar, sem Semynov er sjálfur sagður hafa bætt nokkrum orðum við, sagði, að siíkar óeirðir sem þessar mæ’tu ekki eiga sér stað aft- ur. Sovézka stjórnin krefðist tryggingar fyrir því, að stjóm arvöld í Tékkóslóvakíu gerðu sjáíf ráðstafan>r til þess að koma í veg fyrir, að slíkir at- burðir ættu sér stað í fram- tíðinni eða bæðu sovézk stjórn arvöld um aðs'oð í því skyni. Ef þetta yrði ekki gert, þá myndi sovézki herinn í Tékkó slóvakíu grípa til sinna eigin aðgerða, án þess að eiga nokk urt samráð við stjórnarvöldin í landinu og þeir, sem stæðu að mótmælaaðgerðum gegn Sovétríkjunum yrðu brotnir á bak aftur með sovézkum skrið drekum. Sama dag og þessi orðsend- ing var afhent, réðst Moskvu- blaðið Pravda harkalega að blöðum í Tékkóslóvakíu og sagði, að skrif blaða þar, frá því að óeirðirnar áttu sér stað, „hefðu minnt á Þýzka- land á tímabilinu 1933— 1945“. Vitnaði Pravda hvað eftir annað til blaðagreina í Tékkóslóvakíu og til útvarps- sendinga frá vestrænum út- varpsstöðvum og sagði síðan, að „þetta sýndi, hve áróður heimsvaldasinna og gagnbylt- ingarsinna í Tékkóslóvakíu væri að sameinast í einni rödd“. Svoboda forseti og Dubcek flokiksleiðtogi brugðust sýni- lega við af töluverðri einurð gagmvart þessum vafninga- lausu tjjmælum Semynovs. Forsetinn er m. a. sagður hafa barið reiður í borðið og hann og Dubcek héldu því fram, að óeirðirnar, sem áttu sér stað fyrir fyrri helgi, hefðu aðeins veríð ósjálf- krafa viðbrögð vegna ísknatt- leikssigursins. Semynov visaði þessum röik- semdum á bug. Forsætisnefnd in var siðan kölluð saman og sú kuldalega yfirlýsing, sem gefin var út næsta morgun, hefði eins getað verið samin af Brezhnev sjálfum. Þar voru ítreikaðar sérstaklega þær ásakanir, sem sovézk blöð höfðu borið fram dagana á undan gagnvart Josef Smrk ovsky, blöðum, útvarpi og sjónvarpi í Tékkóslóvakíu. - ASHKENAZY Framhald af bls. 32 burð að ræða, því að auð- vitað mun Ashkenazy sjálf ur taka þátt í hátíðinni — „og' við vonnm að við get- um bætt við nafni rússn- e'ika píanóleikarans heims fræga, Sviatoslav Richt- ers“. Þórunn og Ashkenazy fara í dag í langa tónlistarferð, en hingað komu þau úr annarri tónlistarferð um mánaðamót- in síðuiitu. Aahkenazy hefur undanfarið haldið 18 hljóm- leika í Bandaríkjunum og Englandi, en nú mun hann halda einn konsert í Bret- landi, annan á Spáni, síðan fara þau hjón til Ástralíu og Nýja Sjálands og verða 8 vik- ur í þessum tveimur lönd- um, þar sem hann heldur 24 tónleika. Þaðan fara þau til Bandaríkjarma í annarri viku ágúst-mánaðar, þar sem Ashkenazy leikur með ýms- um hljórrrrveitum. í Banda- ríkjunum er ráðgert að hann haldi 10 tónleika, m.a. leikur hann heilan Sehumann-kons- ert með Filadelfíu-hljómsveit inni undir stjórn Daniels Bar- enboims. Þá gat Ashkenazy þess að hann mundi halda einn konsert í Singapore og annan í Manilla á leiðinni til Ástralíu — „því að mig lang- ar til að koma þar við“. í Bandaríkjunum mun Ashkenazy taka að sér píanó- kenmslu við Oakland-háskóla, meðan hann dvelst í Detroit. Frá Bandaríkjunum fer hann svo í sumarleyfi suður til Grikklands og kemur þá ef til vill við hér á landi í tvo eða þrjá daga, en þó er það ekki víst. Hann sagði, að Ástralíuferðin hetfði verið skipuiögð fyrir þremur árum, og enn sem komið væri ætti hann erfitt með að vera eins míkið hér heima og þau Þór- unn óskuðu, en vonaðist til að dveljast hér á landi meira næsta sumar og síðar. Ashk- enazy kemur hér við í októ- ber og dvelst hér einn dag, en heidur þá aftur til Banda- ríkjanna. „Um jólin verð ég hér heima í tvær til þrjár vikur og þá ætla ég að vinna mikið, hlusta á hljómpiötur ('hann gekk að hljómplötusafninu sínu, sýndi okkur um 2000 plötur, sem hann á, og brosti af tilhlökkun) — vinna og æfa mig. Ég hlakka meira til jólanna en nokkur fullorð- inn“, bætti hann við. „Þetta eru ekkert nema ferðalög, ei- líf ferðalög“ (og hann and- varpaði) — „en ég veit að heimilið bíður mín hér á ís- landi og sú tilhugsun veitir mér styrk og gleði“. Við spurðum: „Hvernig hafa listamennirnir tekið því að koma á tónlistarhátíðina hér á landi?“ Og Ashkenazy svaraði eins og honum er lag- ið: „Þeir hafa allir tekið því vel. Þeir hafa mikinn áhuga á að koma. Þeir hafa ekki verið hér áður — og eittihvað ferskt við hugmyndina. iand er nýtt í þeirra augum. Barenboim sarmþykkti á auga bragði. Hann er e’kkert hræddur að koma, fyrst ég bý hér“. „Og hvað um hugmyndina — hvaðan er hún runnin?“ „Við Þórunn höfum gælt við hana um nokkurt skeið, og við vonumst til að geta skipulagt þessa alþjóðiegu tónlistarhátíð með aðstoð op- inberra aðiia hér á landi. Hingað hafa komið of fáir heimsþekktir tónlistarmenn, en nú langar okkur að safna þeim saman hér eins mörgum í einu og hægt er. Ætlunin er að Sinfóniu- hljómsveit íslands haldi tvenna tónleika á hátíðinni undir stjórn Andrés Previns. Það er von okkar“, hélt Ashkenazy áfram, „að þessi hátið takist vel, ekki aðeins frá liitrænu sjónarmiði held- ur einnig fjárhagslegu. Ef hún borgar sig vel, yrði það ósk okkar, að hagnaðurinn rynni til þess að fá hingað eina af beztu sinfióníulhljóm- sveitum heims á alþjóðlega tónlistarhátíð 1972, t.d. The London Symphony Orcbestra. Það er von okkar Þórunn- ar að okkur takist að halda slíka tónlistarbátíð hér annað hvert ár — og bjóða þá að- ein® upp á það bezta. ísland á aðeins skilið það bezta“, sagði Ashkenazy að lokum og Þórunn kinkaði áköf kolli til samþykkis, því að hún er ís- lendingur í húð og hár. Og við tókum einnig undir þessi síðustu orð Ashkenazys. „Það veitir ekki af að bræða ís- lenzku jöklana", sögðum við og kvöddum. — Tékkóslóvakía Framhald af bls. 1 að binda á uppþot þau sem átt höfðu sér srtað gegn Rússum. A1 exander Dubcek, aðalritari komm únistaflokksins sagði í sjónvarps ræðu, að fleiri óeirðir gætu haft hörmulegar aðfleiðingar í för með sér. Bein ritskoðun er nú komin í stað þeirrar sjálfritskoðunar blaðamanna sjálfra er komst á eftiir innrásina og gerði þeim kleift að gagnrýna harðlega hvers komar tilraunir til að hamla gegn frjálsræðisstefnu Du bceks. Að sögn fröpsku fréttastofunn ar AFP hefur blaðafulltrúi ríkis stjórnarinnar bannað útgáfu síð asta tölublaðs hins frjálslynda bókmenntatímarits „Listy“ og það kemur því ekki út á miðviku- daginn eins og ráðgert hafði ver- ið. Ekki er vitað hvort ritið verði banruað eða hvort ritstjórn in hætti sjáli útgáfu blaðsins. Að því er áreiðanlegar heimild ir í Vín herma hefur þingí tékkó slóvakískra rithöfunda, sem hefj ast átti 12. apríl verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er sögð ágreirjingur milli hinnar tékknesku og hinnar slóvakísku deildar rithöfundasambandsins. HERMENN Á VERÐI Vopnuð lögregla og hermenn voru í dag á verði á götum Prag til þess að koma í veg fyrir fleiri mótmælaaðgerðir gegn Rúss um. Hér er um að ræða lið í þeim hömluráðstöfunum sem forysta kommúnistaflokksins hefur nú gripið til að kröfu Rússa vegna íkveikjunnar í skrif stofu sovézka flugfélagsins Aero flot í Prag og annarra andsov- ézkra aðgerða í nokkrum tékkn eskum og slóvakískum borgum í kjölfar sigurs tékkóslóvakíska landsliðsins í ísknattleik yfir Rússum fyrir tíu dögum. Þó hefur yfirleitt verið ró- legt hvarvetna í landinu um pásk ana og þótt margir hafi áhyggj- ur af hinum nýjum aðgerðum yf- irvaldanna hafa flestir viljað gleyma öllum áhyggjum og farið úr borgunum til þess að slaka á. Nokkur verkalýðsfélög hafa lýst sig samþykk síðustu hömlum, en aðallega til að sýna flokksholl- ustu. Voldiug verkalýðsfélög, sem hafa beitt sér fyrir framförum, hafa hins vegar haldið storma- sama fundi um þróunina að und anförnu, en yfirleitt hafa þau stutt sitefnu flokksins svo að kom izt verði hjá óeirðum og sundr- ungu. NÝTT HERNAM? Sovézku ráðherrarnir, Gretch ko marskálkur og Semjonov að- stoðarutanríkisráðberra, enu senniiliega enn í Prag til þess að fylgjast með framkvæmd hinna nýju ráðstafana. í Prag telja kunnugir að miðstjóm kommúm istaflokksins verði ef til vill köll uð saman til fundar í þessari viku. Og þeir leggja áherzlu á alvöru ástandsins með því að benda á að tékkóslóvakískir leið togar geta nú valið um tvær leið ir. • — Að verða við kröfum Rússa og berja niður álla gagn- rýni og viðleitni framfarasinna til að berjast gegn síðustu ráð- stöfununum. 9 — Að gera Rússum ljóst að afskipti þeirra af tékkóslóv- akískum innanrikismálum hafi nú keyrt um þverbak og búið í haginn fyrir nýtt hernám. Áreiðanlegar heimildir i Tékkó álóvakíu herma hins vegar að Rússar vilji ekki aðeins forðast nýja innrás heldur vilji þeir einn ig forðast róttæka breytingu á ríkisstjórn Tékkóslóvakíu. Þess ir heimildarmenn telja, að erfið- leikar Rússa í deilunum við Kín verja og fyrirhuguð heimsráð- stefna kommúnistaflokka í júní geri að verkum að Rússar vilji eins og nú sé ástatt í lengstu lög forðast að beita hervaldi gegn Tékkóslóvakíu. SVOBODA HARÐUR Undanfama daga hefur verið þrálátur orðrómur á kreiki um að Rússar hafi fjölgað í herliði sínu í Tékkóslóvakíu, og hefur þessi orðrómur vakið mikinn ugg í tékkóslóvakíska hermrm, en hann hefur verið borirm til baka Rússar munu hafa hótað að beita heríiði til þess að bæla ndður nýj ar andsovézkar mótmælaað- gerðir. — Svoboda forseti heimsætti tékkóslóvakiskar herdeildir þrívegis í sáðustu viku, og orðrómur hefur verið á kreiki um að herinn taki lögin í sínar hendur. Mikill fjöldi ungra umbótasinna er nú í tékkósló- vakíska hemum, sem Rússar gátu eitt sinm betur treyst en herjum annarra Varsjárbandalagsland- anna. Fyrstu áhrifin af hinum nýju hömlum ríkisstjómarinnar voru þau að tveimur framfarasinnuð- um ritstjórum aðalmálgagns kommúnistaflokksins Rude Pravo Emil Sip og Zdislav Sulc, var vikið frá og í stað þeirra voru skipaðir tveir harðlínukommúnist ar. Samkvæmt óstaðtfestum fréttum er Svoboda harðasti andstæðing ur þvingana Rússa og er talið að hann hafi neitað að verða við kröfum þeirra um að vikja stjóm Oldrich Cerniks frá völdum og taka sjálfur við embætti forsæt- isráðherra ti] að framkvæma ósk. ir Moskvustjórnarinnar. Frá þessu segir í greinarger'ð sem dreift hefur verið í Prag vegna ritskoðunarÍTnnar. Samkvæmt greinargerðinni hefur herinn lýst yfir vantrausti á stjórn Cerniks. MANNABREYTINGAR? í AFP-frétt frá Moskvu segir að stjórnin í Prag hafi sent skrif lega greinargerð til Kreml um þær ráðstafanir er hún hyggist framkvæma til að verða við kröf um Moskvustjómarinnar í kjöl- far mótmælaaðgerðanna gegn Rússum. Um efni greirrargerðar- innar er ekki vitað, en þar er því áreiðanlega heitið, að rit- skoðun verði komið á. Frantisek Hamouz, aðstoðarfor sætisráðherra Tékkóslóvakíu, fór í dag til Moskvu tiT að sitja fund í yfirstjórn Comecon, markaðs- bandalags Austur-Evrópurikj- anna. Um leið fara fram umræð- ur í forsætisnefndinni, sem skip- uð er 21 fulltrúa, um möguleika á breytingum í flokksforystunni AFP hermir, að fulltrúi í hér- aðsnefnd flokksins á Vestur- Mæri hafi reynt að svipta sig lífi á föstudaginn með því að kveikja í klæðum sínium. Líðan mannsins, sem heitir Procek, mun vera alvarleg, enda eru 60 prs. l.ikama hans þakin brunasárum. Verkalýðssambandið í Bæheimi og Mæri hefur harðlega fordæmt mótmælaaðgerðirnar gegn Rúss um. í yfirlýsingu segir samband- ið að þeir einir sem vilji smána leiðtoga landsins með því að sýna að þeir séu óhæfir stjórn- endur hagnist á slíkum mótmæla aðgerðum. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams W...WHAT IF I GO move youR legsAlinder: TROV...LIKE VOU WERE RIDING A ---, BICYCLE/ l ■ ÍÍI: THI5 13 VERY STRAMSE, MR.ATHOS ...WE SEEM , TO BESLOWINS oowní Hreyfðu fæturna eins og þú sért að bjóla Troy. Hvað . . . hvað ef ég sekk? Hafðu ekki áhyggjur af því herra Troy, ég er í rauninni töluvert sterk. (3. mynd) Þetta er einkennilegt, herra A hos . . . það lítur út fyrír að við séum að missa ferð. Það er ímyndun fíflið þitt . . . vél- arrúm. fulla ferð áfram. (3. mynd). Heyrðuð þið til mín þarna niðri? Eg sagði fulla ferð áfram. ÍB-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.