Morgunblaðið - 09.04.1969, Side 7

Morgunblaðið - 09.04.1969, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL l&fiO 7 80 ára verður i dag, frú Þor- björg Jónsdóttir, Ásvallagötu 29, Rvík. Hún verður stödd í dag á heimili sonar síns, Harðar Karls- soruar, Kaplaskjólevegi 41. Á annan dag páska opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hildur Hall- dórsdóttir Háteigsvegi 40 og Berg- þór Konráðsson stud. ooeon Goð- heimum 4, Rvík. Þann 22.3 1969 voru gefin saman i hjónaband í Neskirlíju af séra Jóni Thorarensen. ungfrú Ólavía Sigríður Magnúsdóttir og Jóhann Kristján Geirharðsson. Heimili þeirra er að Grýtubakka 4. Þann 15.2 voru gefin saman í hjónaband af séra Gunnari Árna- syni í Kópavogskirkju ungfrú Hrafn hildur Guðmundsdóttir og Ólafur Lárusson. Heimili þeirra er að Dvergabakka 22. Breiðholtshverfi (Stodió Guðmundar Garðastræti 2 Nýlega voru gefin saman í hjóna band í Neskirkju af séra Jóni Thor arensen ungfrú Kristín Jónsdóttir og Ulrich Schmidhauser frá Sviss verkfræðingur. Heimili þeirra er að Kleppsveg 120 Þann 15.3 voru gefin saman i hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Sigrún Valgerður Guðmundsdóttir og Sigþór Sigurjónsson. Heimili þeirra er að Miðbraut 4 Seltj. Þann 15.3. 1969 voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björns syni ungfrú Margrét Sveinbjörns- dóttir og Finnur Guðmundsson pípulagningarnemi. Heimili þeirra er að Mánagötu 22 Rvík. 15. marz sl. voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra FrankM. Halldórssyni ungfrú Haf dís Jónsdóttir og Jón Pétursson. Heimili þeirra er að Spítalastíg 6 Loftur h.f. ljósmyndastofa Ingólfsstræti 6 Reykjavík 15. marz sl. voru gefin saman í hjónaband í Langholtskirkju af séra Sigurði H. Guðjónssyni, ungfrú, Val dís Óskarsdóttir og Kristján Karls- son. Heimili þeirra er að Heiðar- gerði 78. VÍSUKORN Allt var gott, sem gerði drottinn forðum, princip þó hann þetta braut, þegar hann bjó til Pétur Gaut Þorsteinn Erlingsson. Eimskipafélag íslands h.f. Bakkafoss kom tdl Rvíkur 7. apríl frá Hafnarfirði og Odense. Brúar- foss fór frá Akranesi í gær til New Bedford Cambridge, Norfolk og NY. Fjallfoss fer frá Rvik í kvöld til Aarhus, Turku og Kotka. Gullfossfer frá Réykjavík í kvöld til Þórshafnar í Færeyjum og K- hafnar. Lagarfoss fór frá NY í gær til Rvíkur. Laxfoss fer frá Esbjerg í dag til Lysekil, Kungshamn, Her- öya, Drammen, Gautaborgar og Gdynia. Mánafoss fer frá Guerns- ey 10. til Rotterdam og íslands. Reykjafoss fór væntanlega frá Ham borg 7. apríl til Rvíkur. Selfoss fór frá Norfolk í gær til NY og Rvíkur. Skógarfoss fór frá Rotter- dam í gær til Hamborgar og Rvík- ur. Tungufoss fer frá Gautaborg i dag til Khafnar og Kristiansand. Askja kom til Rvíkur 7. apríl frá Leith. Hofsjökull kom ■ til Vest- mannaeyja 7. apríl frá Murmans'k. Loftleiðir h.f. Bjarni Herjólfsson er væntanlegur frá NY kl. 1000. Fer til Luxem- borgar kl. 1100. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 0145. Fer til NY kl. 0245. Leifur Éiríksson fer til Óslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 1015. Er væntanlegur til baka frá Kaupmannahöfn, Gautaborg og Ósló kl. 0030. Skipaútgerð ríkisins Esja fer frá Rvík kl. 20.00 í kvöld austurum land til Seyðisfjarðar. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja og Horna fjarðar. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Blöð og tímarit Vorið, Akureyri, tímarit handa börnum og unglingum. 1 hefti 1969 er nýlega komið út. Þetta er 35 árgangur. Ritstjórax eru Hannes J. Magnússon og Eiríkur Sigurðsson. Helzta efni í heftinu er þetta: Systkinin í Sóley, eftir Hannes J. Magnússon — framhaldssaga. Leik ritið Ærslabelgur, eftir Eirík Sig- urðsson. Blásnákur, bernskuminn- ing eftir Jóhannes P. Pálsson. Við- tal við Ingibjörgu Þorbergs söng- konu. Noregsferð eftir Emil Þor- steinsson. Þetta er ferðasaga frá Noregi, þegar höfundurinn fór þangað i boði Flugfélags íslands. Er hann hafði unnið til verðlauna í ritgerðarsamkeppni, sem Vorið og Flugfélag íslands efndu til. Þá eru eftirfarandi þýddar sögur og ævin- týri í heftinu: Þeldökkur drengur í Bandaríkjunum, Kettirnir í fjall- inu, Litli Pétur í vanda staddur, Úr heimi barnanna og m. fleira. Fjöldi mynda er í heftinu. Loks er að geta þess síðast, en ekki sízt. að þar er tilkynnt um að Vorið og Flugfélag íslands efni enn til rit- gerðasamkeppni um Ævintýraskáld ið mikla H.C.Andersen. Og Flug- félag íslands gefur 1. verðlaun, sem eru ókeypis flugfar með þotu félagsins, Gullfaxa til og frá Dan- mörku og í því felst boð til Odense fæðingarbæjar Andersens, til að skoða hið fræga safri, sem þar hefur verið komið upp til mínningar um skáldið. KEFLAViK — TIL SÖLU Eldhúsbekkur með stálvaski og blöndunartæki. Uppl. eft- ir kl. 6 næstu daga í síma 1876. KEFLAVlK Rafha eldavél og eldhúsborð til sölu. Allt í góðu standi. Uppl. eftir kl. 6 næstu daga í sima 1876. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu ALUMINlUMKÚLUR Kaupi gamlar aluminíumkúl- ur og aðra málma, nema járn hæsta verði. Staðgreiðsla. Amundi Sigurðsson, málmst. Skipholti 23, sími 16812. Einbýlishús, sérhæðir — 14120—20424 Höfum kaupendur að einbýlishúsum og sérhæðum. Ennfremur að 2ja, og 3ja herbergja íbúðum í gömlum og nýjum húsum. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12 Sími 14120—20424, heirna 83633. PLASTRENNUR Nýjasta gerð af PLASTRENNUM. Lím er hvergi notað, einingum aðeins smellt saman. Rennurnar eru mjög ódýrar í upp- setningu, ryðga ekki né tærast og þurf ekki að málast. Auk þess sem verð er hagstætt, er hér um að ræða beiztu og örugg- ustu rennur á markaðinum. KYNNIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI. — T. HANNESSON & CO. Brautarholti 20 — Sími 15935. VÖRUGEYMSLA V/SHELLVEG SlMI 2-44-50. Einnig: Harðtex Spónoplötur trá Oy Wilh. Schauman aJb VÉR EIGUM VENJULEGA FYRIRLIGGJANDI HINAR VEL ÞEKKTU, FINNSKU SPÓNA- PLÖTUR I ÖLLUM ÞYKKTUM. OKALBOARD (spónlagt). VIALABOARD WISAPAN Krossviður alls konar. Caboon-plötur ÚTVEGUM EINNIG ALLAR OFANGREINDAR PLÖTUR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. Schauman-umboðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.