Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1969, Blaðsíða 32
 MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1969 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1D‘1QO Voru tveir á fleka — Óðrum tókst að svamla í land SEX ára drengur drukknaði í Elliðaánum klukkan rúmlega 17 i gær. Hafði hann verið á fleka ásamt félaga sínum á svipuðum aldri fyrir ofan stífluna við Ár- bæ, er hann datt í vatnið. Maður sem staddur var efst í Yztabæ sá til drengjanna, bað börn að kalla á hjálp, en fór að því búnu til þess að bjarga, en árangurs- laust. Dr-engurinn hafði ekki fundizt í gærkvöldi, þrátt fyrir mikla og erfiða leit. Drengirnir voru að leika sér á flekanum, sem er heimatilbú- inn úr timbri og einangrunar- plasti. Á honum voru og tvær Is viö Hornbjarg SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn bjarg var um miðjan dag orðin ófær af völdum íss. Hún er þó alltaf fær öðru hverju, og virð- ist eftir myndum að dæma, sem þarna gangi ísrani út úr megin ísnum, en hann er um 30 sjómíl ur frá helztu annesjum. Gert er ráð fyrir að ísinn mund þarna aftur þokast frá, því að spáð er sunnanátt. uppblásnar hjórbarðaslöngur, en þær voru bundnar við fiekann. Tvær árar höfðu drengirnir á flekanum. Maðurinn sem sá til drengjanna lýsti því, sem hann sá á þá leið, að fyrst hefði ann- ar drengjanna fallið af flek- anum. Hinn hefðu þá reynt að rétta honum árina, en við það að hann teygði sig, datt hann einn ig í vatnið. Svömiuðu drengirnir í vatninu og tókst, þeim, er síð- ar datt að komast upp á hólma, sem þarna er Maðurinn bað börn, er voru að leik í Yztabæ um að kalla á lögreglu og sjúkralið, en hann treysti sér ekki til þess að leggj ast til sunds í köldu vatninu, enda drengirnir við hólmann, nokkuð langt úti og maðurinn illa syndur. Hljóp maðurinn um einn kílómetra upp með ánni og Framhald á bls. 21 Lögreglumenn og björgunardeildarmenn draga fleka drengjanna á land. (Lj6sm. Mbl. Sv. Þ.) Flestar verzlanir loka í tvo daga Blöð munu ekki koma út ALLSHERJARVERKFALL verffur fimmtudag og föstudag, Drengur beið bana — í bílslysi d Snæfellsnesi ATTA ára drengur beiff bana í bílslysi nálægt Gerðubergi í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Drengur var staddur í geymslu skúr, sem þama stendur við þjóð veginn, en er hann hljóp út úr skúrnum varð hann fyrir bíl, sem ekið var framhjá skúrnum í sama mund. Hann mun hafa látizt fljótlega eftir slysið og var líkið flutt til Reykjavíkur. Ekki var talið rétt að birta nafn hans í gær, og er slysið enn í rannsókn hjá sýslu- manninum í Stykkishólmi. en allflest aðildarfélög ASÍ hafa boffað verkföll þá tvo daga. — Meðal þeirra er Verzlunarmanna félag Reykjavíkur, þannlg aff flestar verzlanir verffa lokaffar, nema þar sem eigendur og fjöl- skyldur þeirra geta stundað af- greiðslustörf. ASB, félag starfsstúlkna í brauða- og mjóllkurbúðium, hef- ur og boðað verkfall, svo að mjólkurbúðir og bakari verða lokuð og blöð koma eteki út. Meðal þeirra félaga, sem boðað hafa vinnustöðvun eru: Verka- mannafélagið Dagsbrún, Verka- kvennafélagið Framssókn, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykja- vík, Hið íslenzka prenitarafélag, Bakarasveinafélag Islands, Félag bifvélavirkja, Félag íslenzkra rafvirkja, Félag jámiðnaðar- manna, Múrarafélag Reytejavík- ur, Trésmiðafélag Reykjavíkur o. fl. Þá munu heildverzlanir og loka þessa tvo daga. Sérstakar viðræður iðnrekenda og Iðju Atkvœðagreiðslu um verkbann lýkur í kvöld — Iðja boðar átramhaldandi verkfall hjá þremur fyrirtœkjum IÐJA, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, hefur boðað áframhaldandi verkfall hjá þremur iðnfyrirtækjum í Reykjavík í kjölfar tveggja daga verkfallsins, sem hefst á morgun. Þau fyrirtæki, sem hér um ræðir eru Kassagerð Reykjavíkur h.f., ísaga og Umbúðamiðstöðin. Þórunn og Vladimír Ashkenazy meff börnum sínum. Heimsfrœgir listamenn á tónlistarhátíð hér: jsland á aöeins skiliö það bezta“ Félag ísl. Iðnrekenda hefur brugðizt við þessari verkfalls boðun Iðju á þann hátt að efna til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um verkbann á Iðju og verður að boða það með 7 daga fyrir- vara. Á skírdag ræddu fulltrúar iðnrekénda og iðnverkafólks sér- staklega saman. Annar fundur þessara aðila var haldinn í gær og sennilegt er talið að þriðji sérfundur þeirra verði í dag. Á laugardag efndi Félag ísl. iðnrekenda til almenns félags- fundar vegna þeirrar ákvörðun- ar Tðju að boða áframhaldandi verkföll hjá hinum þremur of- Framhald á bís. 21 segir Ashkenazy, sem er nýkominn úr tónlistarför, heldur í dag f aðra — og hlakkar mikið til jólanna! í SAMTALI við Mbl. í gær skýrði Vladimír Ashken- azy frá því, að vinur hans, Daniel Barenboim, komi til Islands sumarið 1970 ásamt öðrum heimsfræg- um tónlistarmönnum, sem taka þátt í alþjóðlegri tón- listarhátíð, sem Ashken- azy er að skipuleggja hér á landi seinast í júní það ár. „Aðrir heimsþekktir listamenn, sem ég hef fært hugmyndina í tal við og samþykkt hafa að koma eru: Victoria de los Angel- es, sópransöngkona, André Previn, hljómsveitarstjóri, og fiðluleikarinn Itzhaak Perlman, auk eiginkonu Barenboims, Jacqueline du Pré, sellóleikara“. Af þessari upptalningu má sjá, að hér verður um stórkostlegan tónlistarvið- Framhald á bls. 24 Hrapaði 5 metra Fimm ára drengur, Sæmund- ur Jónsson, Hólabraut 7 í Hafn- arfirði hrapaði í gær fram af klettabelti í Hvaleyrarhöfða. Var fallið um 4—5 metrar, en drengurinn mun þó ekki hafa meiðzt mikið. Þó var hann flutt- ur í Borgarsjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. Sex ára drengur drukknar í Elliðaánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.