Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1969 BÍLALEIGANHWr carrental service ® 22-0-22- RAUPARÁRSTÍG 31 miaoiniúsar iktpn'oip^) iiMaí 2H9P tókuf* tli-nr'^QOg'l Hverfiss5t« 103. Simi eftir loknn 31161. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN ABBRAUT Sími 8-23-47 SKAUTA HOUIN SKEiFUNM 17 Verð: Kl. 10—13 kr. 25. Kl. 13—19,30 kr. 35. Kl. 19,30—23 kr. 40. Skautaleiga kr. 30. Skautaskerping kr. 50.00. k____________________________J 0 Er fjölgun stúdenta æskileg? Fyrrverandi iiáskólaborga.ri skrifar: Á þjóðhátíðardagirm hefur það verið venja undanfarna áratugi aS skaraT nýbakaðra stúdenta hafa farið syngjandi um götur borgarinnar. Gieðisöngvar hafa ómað um glæsta franrtíð og skáia ræður hafa verið haldnar stúderrt um til lo£s og dýrðar: þeirra biði að erfa latidið — Sjung om stu- dentens lykUga dag. — En skal nú vera svo komið mál um að sá lukkudagur eigi ekki lengur stoð I veruleikanum? Sú spurning hiýtur að vakna í brjósti þeirra, sem karma aðstæð ur nánar. Á þessu vori munu stúdentar skipta nokkrum hundr uðum og stúdentataian eykst ár frá árL Nú þessa dagana eru yf ir 1500 landsprófsnemendur I prófi. en fbestallir þeirna stefna að stúdentsmenntuTi svo að vart mun líða á löngu unz árlegur atúdentafjöldi nemi þúsund maiwiis og þar yfir. Margt hefur verið um það ritað, að stúdenta- fjöldinn væri hér minni en víða annars staðar t.a.m. á Norðurlönd um og væri því mikils um vert að auka stúdentafjödiann sem allra mest. Auður þjóðar fælist ekki í vatnsföllum, hverum, málmum, jarðargróðri og fiskimiðum, held ur fyrst og fremst í menntun þegnartna, og væri þar stúdents- próf merkur áfangi að settu marki. Eins og ailir vita, sem til þekkja, þá miðast stúdents- menntun fyrst og fremst við það að vera undirbúningsmenntun að háskóianámi, en hún er miklu síður takmark í sjálfu sér líkt og lokapróf í mörgum öðrum skól- um. Því mætti ætla — og væri í fyllsta samræmi við ofurkapp manma við að fjölga stúdent- um — að mikili skortur væri hér á háskólamenntuðu fólfki og memntagyðjan stæði með útbreidd an faðminn í salarkynnum Há- skóia íslands. En því virðist nú vera á amman veg farið. Svo mikil sókn er af stúdentuim í ýmsar deildir háskólans, að forráða- menn þar hafa rokið upp til handa og fóta til að stemma stigu við því mikl'a flóði. Er nú í ráði að takmarica svo aðgang að mörgum deildum skólans, að aðeins fáum aif þeim er þess æskja, verður hleypt í gegn. Hinir verða frá að hverfa. Heyrzt hefur, að tak- marka eigi aðgang að eimstök- um deildum eftir einkunnum við stúderotspróf svo að t.a.m. nem- andi, sem hefur fengið lágt í dönsku eða sögu getur af þeim ástæðum orðið að hætta við nám í læknisíræðS. Enda hlýtur meðaltal euikunna við stúdentspróf að vera hæpinn grumdvöllur, þegar dæma þarf um hæfni nemanda til framhaldsnáms á sérsviði. 0 Einhverja úrlausn verður að finna Má i þvi sambandi minna á að ýmsir ágætustu læknar okkar sýndu fyrst þegar út í háskóla- nám var komið hvað í þeim bjó. Þegar svo er komið, að stór hópur stúdenta á þess engan kost að innritast í þá dedld, sem hug- ur þeinna stendur til, þrátt fyrir ágætan námsárangur á ýmsum sviðum, hlýtur maður að spyrja: til hvers er verið að hvetja ungt fólk til að fara þessa braut? Er það ekki ódrenigskapur að láta annað í veðri vaka en sann ast, þegar á reynir? Stúdentar reyna þá e.t.v. sumir hverjir að brjótast til náms er- lendis. En nú eftir seinustu gen/g- isfeliingu er það þunigur róður og fæstum kleift nema með stuðn ingi efnaðra og örlátra ættingja eða venzlamja nna. Ójöfnuður mun þá skapast á ný, svo sem var áður ern Háskóli ísiands kom til sögunnar, og aðeins þeir, sem sérstakrar forsjóna njóta, geta liagt á bröttu klifin ertendis, hin ir verða að una við sitt sem gras bítar utan dyra háskóJianis. Hér er vissulega úr vöndu að ráða, en einhverja úrlausm verð ur að finna á þessu máli, svo að hópar stúdemba, sem hafia öðiazt réttindi til framhaldsnáms, verði ekki frá að hverfa og gefa upp alla von. Sé niðursitaðan aftuT á móti sú að stúdentafjöldinn sé orðinn oif mikill verður að segja það hisp- urslaust. Allt einurðarleysi og tvöfeldni gerir aðeins illt verra. Fyrrverandi háskólaborgari. g Pop eða Poppmessur Halidór Pétursson skrifar: Þar sem ég hefi oftast af sjálf- um mér og öðrum verið talinn heiðingi, setn ekki skiptir hér máii er það næsta kynlegt að íara að leggja orð í beig í þessu máli. Hvað þetta pop eða popp þýð- ir, veit ég ekki, en fyrst hélt ég að þeitta væri eitthvert stafa brengl og ætiti að vera pokamessa dregið af hinu gamla og góða orði pokaprestur. Svo mun þó ekki vera. Nú síð,- am volmegun okkar breyttist í ládeyðu hafa börn og ungling ar keypt svonefnt popp í stað saeligætis. Þetta er I rauninni hænsnamat ur, en ekki má skilja þetta svo að nýr Hæwsma-Þórir sé risinn meðal vor í kennimannastétt Heyrzt hefuir að þessi popailda sé að oinhverju runnin frá hópi þeirra sem sendir eru til Amer- íku í stórum stíl til að skipta um skyn í þeim. Þetta er saimstofma við það að ekki má nú leggja vegarspotta neana skipta um jarð veg og ekki einungis það, heldur og klöpp. Ég geng þess ekki duliran að við getum margt gott lært af Amerí- könum, en komi til þess að alveg þurfi að skipta um skyn í okk- ur þá verðum við líka að taka til athugunar okkar gaml'a og góða orð síkyniskiptingur. Hvaða skoðun sem þetta fólk hefur á trúmálum, þá verður ekki á móti mæft, að í kenninigu Krists koma fram íegurstu og göfug- ustu hugsjónir sem enn þekkjast. Aftur á móti hefur svonefndur kristindómuir tun aldaraðir verið notaður til svívii ðitegustu glæpa venfea að öðrum þræði, en það er önnur hlið á málinu. Mér finnst það ömurleg heimska að gorta af trúteysi sem í reynd er efeki til, eða berja í borðið yfir því að trúað sé á framhalds- líf. Mér getur ekki skilizt að það geti gert nokkum mann verri þó hanin útiloki ekki þann mögu- Jieika. 0 Samhugur, sem glæddi betri eigindir Aftur á móti gefur talizt spill- ing í því, að óhætt sé að iðka illt lifemá með það fyrir augum að engin ábyrgð sé til að Kifi loknu. — Ég hefi lesið alVt sem birzt hefur hér um þetta pop — popp — og messur og heyrt fólk ræða um, sem séð h,efur. Eftir öUu því að dæma finnst mér þetta mjög nöturlegt ævintýri, jafnvel dottið í hug: Þeir sem hafa á sér yfirakin guðhræðslunniar, en af neita hennar krafti, íorðastu því- ltka. Mér hefur allttaf Skilizt að ræð- ur presbainna væru ekki nema einn liður í guðsþjómustu. Hitt væri ekki mirene um vert, að djúpur samhugur myndaðist með al kirkjugesta, sem glæddi þeirra betri eigindir. Ailir' vita að slíkt er til og getur eins skeð utan kirkju. Þetta ætti engum að spilla, þvf fáu erum við fátækari af en mannrækt. Aftur á móti hefi ég enga trú á því að amerískur hraði né tryltitæki geti fært okk ur þetta. Enginn af beztu mönnum mann kynsins fyrir eða eftir Krist, hafia vísað til þassa. Það mun eikki ólífet því að koma á friði á jörðu með drápstækjum. Sjái einhverjir prestar efefei aðra leið til sáliuhjálpar en bumbur, merkisspjöld eða bítlaskræki, þá held ég að þeir ættu að skipta um starf. Anrears mundi ég taka undir með prestireum: „Mér finnst ég vera staddur á krá.“ Halldór Pétursson. 0 „Heimili" svívirt Kona í Kópavogi skrifar: „Ég get ekki að því gert, en mér finnst bæinn okkar hafa sett niður þessa síðustu daga með sýn ingu klámmyndarinnar, sem nú er í Kópavogsbíói, eða félags heimili okkar í Kópavogi. Og hverjir eru það svo, sem eigia þetta hús? Eru það ekki öll helztu félagaisamtökin í bæreum, m.a. kvenifélögin og ungmenniafé lag að ógleymdum. manninigarfé- lögunum? Hafa stjórnir þeirra ekk ert við það að athuga, að heimili þeirra sé notað á þeranain hátt. Mér finmst það hreinasta sví- virða. Kona í Kópavogi." ÚTS7NARFERÐ ER URVALSFERÐ FYRIR VÆGT VERÐ COSTA DEL SOL - BEZTA BAÐSTRÖND EVRÓPU FERÐIN SEM FÓLK TREYSTIR FERÐIN SEM ÞÉR NJÓTIÐ FERÐIN SEM TRYGGIR YÐUR MEST FYRIR FERÐAPENINGANA ER TIL NORÐURLANDA: 15. júní, 5. júlí og 28. ágúst. Verð frá kr. 12.500.— , TIL ÍTALÍU: CATTOLICA OG RÓM/SORRENTO um LONDON — 17. og 31. ágúst. TIL COSTA BRAVA: LLORET DE MAR um London n — 22. júní, 20. júlí, 24. ágúst. TIL BÚLGARÍU: GULLNA STRÖNDIN um LON- DON — 12. september. TIL COSTA DEL SOL: TORREMOLINOS — 8. og 22. ágúst, 5. og 19. sept., 3. okt. UTSYNARFE RÐ BEZTU FEBÐAKAUP ÁBSINS: 16 DAGAB Á ÞOTUFLUG -1. FL. GISTING KR. 14.200,- NÝ SUMARÁÆTLUN KOMIN SÓLARSTRÖND SPÁNAR FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Austurstræti 17, símar 20100 — 23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.