Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1969 Stórauka þarf fjárveit- ingu ríkisins til Háskólans Samtal við Ármann Snœvarr, háskólarekfor FRUMVARP að nýjum Háskólalögum var afgreitt frá Al- þingi fyrir nokkrum dögum. Að því tilefni átti blaðamaður Mbl. samtal við Háskólarektor, Ármann Snævarr, um það sem efst er á baugi í Háskólanum um þessar mundir. Barst talið fyrst að þróun Háskólans á undanförnum áratugum: Á fimmtíu ára afmæli full- veldisins gerði ég samanburð á þvi, hvernig umhorfs var í Há- skólanum á fu'llveldisárinu, og hvernig þar esr umhorfs nú. Há skólaárið 1918—19 voru hér við Háskólann 87 stúdentar. Þávar læknadeild fjölmennust með 43 stúdenta, í guðfræðideild voru 19, í iagadeild 17 og fæst- ir stúdentar voru í heimsptki- deild, aðeins 8. Þá voru tíu prófessorar starfandi við Há- skólann, fjórir dósentar og tíu aðrir kennarar, eða samtals 24 og komu 3.6 stúdei.tar á hvem kennara. Nú eru stúdentar við Háskólann um 1300 og skipt- ing þeirra milli deilda er nr.eð allt öðrum hætti en 1918. Heim spekideild er fjö'lmennust með 440 stúdenta, næsi er lækna- deild með 288, þá lagadeild með 241, í viðskiptadeild eru 172, 118 í verkfræðideild og 33 í guðfræðideild Það er athygl isvert, að veturinn 1918—19 sátu aðeins 3 stúlkur í Háskól- anum, þ.e. 3,5 prs. nemenda, en nú eru þær 26,4 prs. af tölu skráðra nemenda. Hitt er, að tiltölulega fáar stúlkur ljúka háskölaprófum. — Hve stór hundraðshluti skráðra stúdenta lýkur burt- fararprófi frá Háskólanum? — Skýrslur eru fyrirliggj andi um þetta, er ná yfir fimm- tán ára skeið, frá 1950 til 1965. Á þeóm árum luku 48 prs. skráðra pilta burtfararprófi frá Háskólanum, en aðeins 10 prs. skráðra stúlkna. Þetta eru ó- neitanlega ekki nógu glæsileg ar tölur, en þær segja að vísu ekki alla sögu. Margir þessara stúdenta munu hafa lokið burt fararprófi frá erlendum háskól um. Á þetta einkum við um pilt- ana, en einhverjar stúlknanna líka. Skýrslur eins og þær, sem hér hafa verið gerðar, gefa því ekki rétta mynd. Og hér við bætist að margt þessara stú- denta hefur innritazt aðeins til þess að ljúka prófi í forspjalls vísindum svo að ekki er hægt að segja um þá stúdenta, að þeir hverfi frá óloknu námi. Ég er þeirrar skoðunar, að það þyrfti að koma á viðtölum við stúdenta þegar þeir koma til skrásetningar, og fá fram hvað fyrir þeim vakir með skrásetn- ingunni. Ef þeir ljúka síðan því sem stefnt er aö hefur Há- skólinn ekki undan neinu að kvarta. — Hve mikið hefur kennara liði Háskólans fjölgað á síð- ustu fimmtíu árum? — Nú eru prófessorsembætti við Háskólann 49 þar af eru 6 óveitt, dósentar eru nú 27, en lektorar 12, þar af 6 fastir starfsmenn. Aukakennarar eru einnig margir, og er kennara- liðið al’lt um 140 manns. Á kenn arafjölgun hin síðustiu ár ekki hvað sízt rót sína að rekja til þess, að ríkisstjóm samþykkti áætlun Háskólans frá 1964 um kennarafjölgun, og hafa allmörg prófessorsembætti verið lögfest á grundvelli hennar. Hlutfall milli kennara og stúdenta er nálægt 1:9 og þykir það hag- stætt hlutfall eftir alþjóðlegum viðmiðunum. Þess ber þó að gæta, að hér við Háskólann Ármann Snævarr starfa hlutfállslega fleiri stundakennarar en við marga aðra háskóla. — Hverjar eru helztu breyt- ingar á náminu sjálfu? — Kennslugreinum hefur fjölgað allmikið á þessu tíma- bili, svo sem kunnugt er. Mest varð fjölgunin á styrjaldarár- unum, þegar hafin var kennsla í verkfræði og viðskiptafræði og í nokkrum greinum til B.A. prófa og hafizt handa um kennslu í tannlækningum. Síð- ar var bætt við lyfjafræði lyf- sala, sem áður var kennd í sér stökum skó'la. Á síðari árurn hef ur svo smám samar. verið bætt við ýmsum greinum til B.A.- prófa og er það síðast, að haf- in var kennsla í náttúrufræði sl. haust. Kennsla í landafræði og að nokkru jarðfræði hafði þó farið fram um nokkurt árabil. — En hvað er um félagslega hagi og námsaðstöðu stúdenta að segja nú, miðað við það sem áður var? — Fyrir nokkrum áratugum var mjög fágætt, að stúdentar væru giftir, en nú eru um 43 prs. stúdenta giftir og hlýtur það að setja mark sitt á há- skólalífið. Félagslegar þarfir stúdenta verða allt aðrar. Nú er mjög brýnt að veita úrlausn í húsnæðismálum giftra stú- denta og tryggja þeim í aukn- um mæli afnot barnaheimila. Fé lagsstofnun stúdenta, sem ný- lega hefur verið komið á fót, hefur þegar unnið gagnlegt starf og tel ég, að mikils megi af þeirri stofnun vænta. Stjórn Félagsstofnunar stúdenta er þannig skipuð, að þrir fulltrú- ar eru frá Stúdertaráði, einn frá Háskólaráði og einin frá menntamálaráðuneytinu. Um þessa stofnun hafa sameinazt þeir aðilar, sem einkum láta sig varða félagslega hagi stúdenta. Bygging stúdentaheimilis er mikið nauðsynjamál, en kjarni þess er mötuneyti og einnig munu ýmis félagasamtök á veg um stúdenta fá þar inni með starfsemi sína. Tel ég, að stofn un þessi hafi ákaflega núkil- vægu h'lutverki að gegna og dregst vonandi ekki lengi að hún rísi af grunni. Vonumst við til, að hægt verði að byrja framkvæmdir í sumar. Nú blasir við feikileg fjölg- un stúdenta, og Háckólinn þarf að vera við því búinn að mæta þessari fjölgun. Veldux hér bæði hækkandi hundraðstala þeirra, sem stúdemtspróf taka og eins hitt að fjölmennir árgangar eru að komast á stúdentsald- urinn á næstu árum — miklu fjölmennau-i hlutfallslega en á hinum Norðurlöndunum. Nú í vor munu um 480 stúdentar út- skrifast, en árið 1975 verðuir tala þeirra stúdenta, sem ár- lega útskrifast, komin yfir 900. Ég er í hópi þeirra, sem fagna því, að svo margir ljúka stú- dentsprófi árlega, ein þó held ég að hér verðum við að staldra við. Stúdentspróf e,i ekki eina menntunarleiðin, sem eir góð og gild, og ég held að það sé illa farið, ef menntaskólar og Háskóli soguðu til sín allan þorra vel gáfaðra ungmenna á landinu. Ég lít svo á að fleiri stéttir en þær akademísku þurfi á því að halda að eiga gáfumenn innan sinna vébanda. Annað er það að þó að menn ljúki stúdentsprófi, er ekki þar með sagt, að menn eigi endi- lega að fara háskólaleiðina. Mér þykir vænt um að hafa kynnzt nokkrum bráðgáfuðum mönnum, sem lokið hafa stú- dentsprófi en síðan gerzt bænd ur og ekki lagt út á háskóla- leiðina, þó að þeir hefðu haft alla burði til þess. Ég held að skólarnir í landinu verði að stuðla að því að styrkja undir stöður athafnalífsins og það er vafasöm þróun ef greindari hluti hvers aldursárgangs varð ur afhuga athafnalífinu. Há- skólinn vill leggja sitt af mörk um til að hindra slíka þróun og mun því reyna í vaxandi mæli að gefa stúdentum kost á að velja námsgreinar sem stuðla að tengslum þeirra við athafnalíf landsins. Yrðu þess ar námsgreinar á sviði fisk- veiða, landbúnaðar og iðnaðar. Hlutur Háskólans er ekki mik ill nú hvað snertir matvælaiðn að landsins, en æskilegt væri að koma upp kemnslu, sem búi menn undir störf í þessum mik ilvægu atvinnugreinum, bæði á sviði tækni og rekstrar. — Hverjar yrðu nýju ken nál u grein arnar, nánar til- tekið? — Hugmyndum hefir verið hreyft um að hef ja hér vísi að kennslu í fiskifræði, haffræði og veðurfræði og einnig í land búnaðarvísindum. Er nú unnið að athugun á þessu í einstök run deildum Háskólans, með það fyrir augum m.a. að dreifa ný stúdentum til fleiri greina en nú er unnt. Fleiri nýjar mennt unarleiðir eru einnig í undir- búningi. Á sviði félagsvísinda er áformað að hefja kennslu í félagsfræði, félagsráðgjöf og fé lagssýslu innan tíðar. Helzt hef ir verið um það rætt, að sú kennsla verði í tengslum við viðskiptadeild Háskólans. Þá er nú einnig rætt mikið um sér menntun þeirra manna, sem fást við opinbera stjórnsýálu á veg um ríkis og sveitarfélaga. Þykir ekki lengur einhlítt að slíkir menin afli sér lögfræði- eða við skiptafræðimenntunar. Að sínu leyti eir einnig í sjónarfæri könnun á menntun starfsfólka á sviði heilsugæzlu, annarra en lækna, en sú athugun er á frum stigi. Þá hefur í vetur komið tii umræðu kennsla löggiltra endurskoðenda og kemur fylli- lega til greina, að sú kennsla verði á háiskólastigi Á sl. hausti hófst kennsla í náttúrufræðum eins og áð- ur sagði. Hefur verið mjög góð aðsókn að þeirri kennslu og stúdentar í náttúrufræðum hafa verið mjög áhugasamir. Leggur Háskólinn á það mikla áherzlu að hlyruna að þessari kennslugrein bæði á sviði kennslu og rannsókna. í því sambandi tel ég mikilvægt að náin tengsl skapist á milli Há- skólans og Náttúrufræðistofn- unarinnar, bæði vegna kennsl- unnar og rannsóknanna. f sambandi við rannsóknar- stofnanirnar er það ríkjandi skoðun háskó'lakennara, að hag anlegast sé, að sem nánust tengsil séu á milli Háskólans og vísindalegra rannsókmar- stofnana, helzt þar.nig, að þær verði háskólastofnanir. Við telj um, að með þeim stjórnartengsl um nýtist vísindalegur mann- afli bezt og við teljum einnig að margvísleg rök mæli með því, að kennsla og rannsókn- ir tengist sem nánast saman. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við á sviði undirstöðurann- sókna, en getur einnig tekið til hagnýtra rannsókna, enda eru engin meginskil þar á milli. — Hvað er að frétta af hús- næðismáluim Háskólans? — Á árunum 1960—68 var lokið við eina 'stórbyggingu á vegum Háskólans, Háskólabíó, sem er veigamikið fyrir bæjar félagið og landið í heild að njóta. Á sama tíma var einnig lokið við raunvísindastofnun Háskólans, sem er geysilega mikilvæg bygging vegna þeirr- ar rannsóknaraðstöðu, sem raunvísindamönnum er þar sköpuð. Að þriðju byggingunni Árnagarði, er enn unnið, og á hún að verða tilbúin til notk- unar í haust. Um húsnæðismál er það að segja að öðru leyti, að húsnæði Atvinniudeildar Há- skó'lans kemur vonandi til kennsluafnota innan skamms tíma en þar hefur náttúrufræði kennsla farið fram og áformað að hún verði þar í framtíðinni. Þá hefur verið ákveðið að reisa rannsóknar- og kennslu- byggingu á milli Háskólans og Nýja garðs, og er við hönnun þess við það miðað, að það verði ætlað lagadeild. Er stefnt að því að hefja fram- kvæmdir við það húsnæði á þessu ári. Þá hefir einnig verið rætt um byggingar fyrir Læknadeild, Tannlæknadeild og Verkfræðideild. Er bygg- ingum Læknadeildar og Tann- læknadeildar ætlaður staður skammt frá Landsspítala, sunn an Hringbrautar. Hefur mikið verið unnið að því máli að und anförnu og verður vonandi hægt innan skamms að hefja vinnu við teikningu þessara bygginga. Er geysi'lega brýn þörf á þeim byggingum öllum. Annars eru húsnæðisvanda mál Háskólans fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis og íslenzka ríkið hlýtur að taka upp sömu stefnu og öll önnur norræn ríki, er á hverju ári verja tug um og hundruðum milljór.a tiil háskóla sinna. Og ég vil leggja áherzlu á það að lokum, að ekki dugir að hvetja men.i til menntaskó'lanáms, nema jafn framt sé hugað að framhald- inu og nemendum búin aðstaða til náms í háskóla. En það verð ur ekki gert með öðru mióti en því að stórauka fjárveit- ingar til Háskólans af ríkisfé. — Það er alfa og omega þessa máls. Að öðrum kosti kiknar Háskólinm undir nafni —hann veldur þá ekki kennsluhlut- verki sínu, hvað þá rann- sóknarhlutverki sínu, en það tvennt þarf að tengjast betur og nánar en nú er. Háskóla- kenmisla, sem ekki hefir rann- sóknir að bakhjarli, er á eng- an hátt viðhlítandi. Bifvélavirkjar Tveir bifvélavirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast, á verkstæði í Neskaupstað. Góð kjör. Upplýsingar í síma 362 Neskaupstað. Loftpressa Viljum kaupa loftpressu er hefur 10—12 kg. vinnuþrýsting á fercm og með 2—300 lítra loftvél. OFNASMIÐJAN, RUNTALOFNAR hf., Siðumúla 17. símar 35555 og 34200. PSBVOLVOVOLVOVOLVOVOLVC TIL SOLV N 88 vörubifreið, árgerð 1966 L 465 vörubíll, árgerð 1962. Tökum notaðar bifreiðir í umboðssölu. 0 ! í I HíVOLVOVOLVOVOLVOVOLVOl Skrifstofuherbergi til leigu, Austurstræti 17 (Silla og Valda húsi). Einar Sigurðsson. sími 21400, 16661.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.