Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 25
Bezta auglýsingabiaðið GLAUMB GLAUMBÆR simi 11777 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1989 ROOF TOPS OC HAUKAR ásamt GIGI Þingmál í iyrradag Á deildarfundum Alþingis í fyrradag voru fimm frumvörp af greidd sem lög frá Alþingi. Voru það frumvörp um brunavamir og brunamái, eyðingu refa og minka, sölu Hauganeslands, breyting á sjómannalögum og sala jarðarinnar Þykkvabæjar I í Landbroti. í efri deild mælti Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra fyrir frumvarpi um vinnumiðlun og var því að ræðu náðherra lokinni vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefnd- ar. Þá mælti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fyrir frum- varpi um menntaskóla, en það hefur áður hlotíð samþykki neðri deildar. Tók Ólafur Jóhannes- son þátt í umræðunum, en mál- inu var síðan vísað til 2. um- ræðu og menntamálanefndar. Þá afgreiddi efri deild einnig frum- varp um Háskóla íslands til þriðju umræðu næð 16 atkvæð um gegn 1. Frumvarp þetta kveð ur á um að stofnað verði pró- fessorsembætti í ættfræði við Háskóla fslands NEDRI-DEILD Frumvarp um sölu eyðijarðar innar Holts í Dyrhólahreppi var til 1. umræðu og var afgreitt til 2. umræðu og landbúnaðarnefnd ar umræðulaust Frumvarp um sölu jarðanna Höfðahóla og Stóru-Spákonu- fells í Höfðahreppi var tekið til 2. umræðu. Mæltx Pálmi Jónis- son fyrir áliti landbúnaðar- nefndar á málinu, en nefndin lagði til að frumvarpið yrði sam þykkt með lítilsháttar breyt- ingu. Voru þær breytingartillög- ur samþykktar og frumvarpið af greitt til 3. umræðu með 24 sam- hljóða atkvæðum. Frumvarp um heimild til að selja Keflavíkurkaupstað land- svæði sem áður tilheyrði samn- ingssvæði varnarliðsins kom til 2. umræðu. Friðjór, Þórðarson mælti fyrir nefndaráliti, en frum varpið var síðan afgreitt til 3. umræðu með 23 samhljóða at- kvæðum. • Frumvarp um útflutning hrossa var tekið til 1. umræðu. Enginn þingmaður tók til máls og var frumvarpinu vísað til landbúnaðarnefndar og 2. um- ræðu með 25 samhljóða atkvæð um. Frumvarp um mat á sláturaf- urðum var tekið til 3. umræðu. Enginn kvaddi sér hljóðs og var frumvarpið afgreitt til efri deild ar með 23 samhljóða atkvæðum. Frumvarp um fyrirtækjaskrá var tekið til 1. umræðu, en það hefur hlotið samþykki efri- deildar. Mælti Magnús Jónsson fjármálaráðherra fyrir frumvarp inu og gerði grein fyrir efnis- atriðum þess. Lagði ráðherra á herzlu á að málið næði fram að ganga á þessu þingi. Því var síðan vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með 24 sam- hljóða atkvæðum. Frumvarp um lækningaleyfi og fl. kom til 2. umræðu. Frum varpið hefur hlotið samþykki efri-deildar. Friðjón Þórðarson mælti fyrir áliti heilbrigðis- og félagsmálanefndar sem mælti einróma með samþykkt frum- varpsins. Það var síðan afgreitt til 3. umræðu með 21 samhljóða atkvæði. Ingvar Gíslason mælti fyrir frumvarþi sem hann flytur um Garðyrkjuskóla á Akureyri. Var frumvarpimu að ræðu þing- mannsins lokinni vísað til 2. um ræðu og landbúnaðarnefndar. Þá var einnig tekið fyrir frum varp um Fiskveiðasjóð fslands, og var það til 2. umræðu. Birg- ir Finnsson mælti fyrir áliti meiri h'luta sjávarútvegsnefndar deildarinnar, en umræðu var síð an frestað. Munið HEIZLUFERDIR LOFTLEIDA Mllil ISLANDS OG NOROURIANDANNA í miEiDin Þjóðræknisfélag íslendinga i Vesturheimi fimmtíu úru ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Islend- inga í Vesturheimi er fimmtíu ára um þessar mundir. í tilefni af þessum merka áfanga í sögu félagsins og menningarbaráttu íslendinga vestan hafs, hefur þjóðræknisdeild félagsins í Winnipeg, Frón, beitt sér að und anförnu fyrir auknu og fjöl- breyttara félagsstarfi. Formaöur deiidarinnar, Skúli Jóhannsson, hefur af miklum dugnaði og at- orku haft forgöngu um að koma á fót eins konar menningarmið- stöð í húsakynnum hins gamal- kunna Jóns Bjarnasonar skóla í Winnipeg, en sá sérstæði skóli er liðinn undir lok fyrir allmörg- um árum. Framkvæmdir við félagsheim- ilið eru þegar hafnar, og verður þeim væntanlega lokið fyrir 23. maí, en þann dag á Frón fimm- tíu ára afmæli'. Stjórn félagsins er nú í óðaönn að undirbúa há- tíðarhöld í tilefni afmælisins. Áformað er, að í félagsheim- ilinu verði til húsa minjasafn, lítill fundarsalur eða rabbstofa fyrir nokkra tugi gesta, auk bókasafns deildarinnar, sem er allmyndarlegt að vöxbum og gæðum, og átt hefur aðsetur á þessum stað um langt árabil. — Bókasafnið 'hefur ætíð verið mjög vinsælt og útlánastarfsemi þéss aldirei fallið niður, því enn lesa menn íslenzkar bæk’UT í Vesturheimi. Nú er hugmyndin, að koma upp sérstakri hljómplötudeild við saínið, þar sem menn geti líka notið íslenzkunnar í tali og tónum. Stofn hennar er reyndar kominn vestur, með myndarlegri gljöf frá Haraldi Ólafssyni, for- stjóra Fálkans hf. í Reykjavík. — Rétt þykir að geta þess hér, að Haraldur hefur áðúr sýnt hug sinn tiil Ves'tiur-tslendinga, en hann hefur tvívegis gefið Elli- heimilinu Betel á Gimli mikið safn íslenzkra hljómplatna. Ber að þakka honum rausn hans í garð frænda vorra í vestri, Viljj einstaklingar á íslandi styðja þjóðræknisdeildina Frón í Winnipeg í þessu skyni með því að gefa til hennar íslenzkar hljómplöbur er þeir eiga aflögu, en Leðurvöruverzlun Magnúsar Brynjólfssonar Austurstræti 3 og verzlunin Örnólfur, Njálsgötu 86, eru reiðúbúnar að veita þeim viðtöku. Allar íslenzkar hljóm- plöbur, eldiri sem yngri, verða þegnar með þökkum. — Nánari upplýsingar í sáma 50476 og 16415. Ágúst Guðmundsson. B|B|B|E|E1B1E1E1B1B|E|E|S|B1B|B|B1B|B|B|B| SJfátún HLJÓMAR Aðgangseyrir kr. 25.— OPIÐ FRÁ KL. 8-1 í KVÖLD El m El m Bl m lol m Bl m Bl r i i 1 i i i R I I I KLUBBURINN j Blómasalur: RONDÓ TRIÓ GÖMLU DANSARNIR Dansstjóri: Birgir Ottósson. ítalski salur: HEIÐURSMENN Matur framreiddur frá kl. 8 e.h. Borðpantanir ís íma 35355. — Opið til kl. 1. Veizluferðir Loftleiða eru farnar mánudaga, miðviku- daga og laugardaga milli íslands og Norðurlandanna. Brottfarartíminn frá íslandi er þægilegur, kl. 09:30, og síðasti dvalardagurinn í Kaupmannahöfn, Gautaborg eða Ósló fullnýtist áður en haldið er aftur heim til íslands. FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR. mmm OLÍUSIGT! Loftsigti Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27. R. Simi 2 26 75. Aukið endingu velarinnar og akiptió um sigti reglulega. CROSLAND-SIGTI fást á smur- sitöðvum og varahlutavrerzlunum um land allt. Bingó — Bíngó Bingó í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, mánudag, kl. 21. — Húsið opnað kl. 20. Vinningar að verðmæti 16 þús. kr. Sími 20010. Aukið viðskiptin — Auglýsið — fD$$$ttsti»fftfrÍfr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.