Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1980 GRÖNN kona, létt í spori, vígöi Skautahöllina á dögunum. Það var Katrín Viðar, píanóleik ari. Að sjá hana líða þarna yfir svellið, svona léttilega, minnti okkur á, að þó allir kannist við Katrínu Viðar og hennar langa lífsstarf, þá hefur undir höfuð lagzt að fá viðtal við hana. Það ætlaði líka að ganga hægt- Ekki af þvi hún tæki okkur ekki nógu elsku- lega, þó hún væri svolítið treg, heldur miklu fremur af þvi að hún er svo önnum kafin við störf og áhugamál, að erfitt reyndist að finna tíma fyrir viðtalið. Katrin kennir enn pianóleik alla virka daga. Og á frídögum fara þau hjónin, hún og Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri, langar gönguferðir og njóta íslenzkrar náttúru. Eg hefi fyrir satt, að fáir hafi við þeim í slíkum göngum. — Já, við förum mikið í gönguferðir. Það kemur til af þvi að við erum að safna öræfa jurtum, sem við ræktum við sumarbústaðinn okkar við Þingvallavatn, svaraði Katrín, er við rorum setztar eitt kvöld- ið i stofunni hjá henni í gamla húsinu á Laufásvegi 35. — Við búum í sveitinni öll sumur, fiytjum strax og skólum lýkur, og förum svo ferðir um landið til að leita að jurtum- Að vetr- inum förum við reyndar líka í gönguferðir, tökum með okk- ur siðdegiskaffið út í hraun á sunnudögum, því aðra daga er- um við að vinna. Ég veit ekk- ert skemmtilegra en að vera þannig úti. — Fyrir austan er iíka skemmtilegt að vera. Þar er svo fallegt. Við höfum horft þar á ótrúlegustu náttúruundur, eins og t.d að sjá tunglið bók- staflega dansa, þeytast upp og niður. Og líka séð það koma Viðtal við Katrínu Viðar, sem kann að njðta þess fegursta, sem lífið hefur upp á að bjóða eins og beint upp úr gignum á Skjaldbreið. Marga sumarnótt- ina höfum við notið þess að vera uppi í heiðinni. — Hvað hafið þið fundið margar íslenzkar jurtir og rækt að i garðinum ykkar? 'A' Hver jurt verður vinur — Ég býst við að flestar ís- lenzkar blómjurtir hafi verið þar. En þær týna tölunni á milli. Og þá verðum við að fara aftur af stað til að endurnýja þær sem farast. Nú orðið get- um við líka oft fengið jurtir, í stað þeirra sem ekki lifa, í grasgarðinum í Laugardalnum. Megnið af islenzku jurtunum þar eru úr landinu okkar. Okk- ur þykir svo vænt um Reykja- vík, að okkur finnst gaman að geta gert eitthvað fyrir borg- ina með því að leggja henni þannig tii jurtir í grasgarð. Með því móti má líka skiptast á jurtum og bæta upp tap á báðum stöðum. í sumar voru hjá "bkkur brönugrös nálega alls staðar að af landinu. Þau vaxa vel, eitt var t.d. með 17 grösum á. — Er ekki oft erfitt að finna eina og eina jurt? Þarf ekki mikið fyrir því að hafa? — Jú, við förum oft langar leiðir og erura marga daga að leita að einni jurt. Það gerir erfiðara fyrir, að maður verð- ur að hitta þær á blómgunar- tímanum, því annars er ekki svo gott að þekkja þær. Við höf um víða farið í jurtaleit. Hæst uppi í fjöllum höfum við fund- ið jöklasóley. Ég held líka að við höfum fengið austfirzku bláklukkuna til að vaxa villt hjá okkur. Svo finnur maður ailtaf nýjar og nýjar tegundir- Ég fann t.d. nýlega gullspora- blóm hér við flugvöllinn, en það er ekki enn talið með í ís- lenzku flórunni. Þegar við vor- um á ítalíu fyrir nokkrum ár- um, komum við í alpagarð í fjöllunum við Lago Maggiore. Okkur var boðið að taka þau fræ, sem við vildum. En við áttum bara flestar tegundirnar heima. — Þetta hlýtur að vera skemmtileg iðja- Og björgunar- starf er það. — Já, I hvert skipti sem hægt er að græða jurt á öðr- um stað, má segja að það sé björgunarstarf. Með aukinni ræktun deyja margar tegundir út, grasið kæfir allt. Þess- vegna er skemmtilegt að geta látið þær vaxa villt á nýjum stað. En jurtasöfnun er einkum skemmtileg fyrir það, að hver jurt verður vinur manns. Mað- ur er aldrei einn. Hver jurt, sem maður rekst á, er gamall kunningi Eins höfum við í sambandi við þessa jurtasöfnun kynnzt elskulegu fólki um allt land, sem hafa orðið vinir okk- ar. Katrín er góður Reykvíking- ur, eins og sést af ummælum hennar hér að ofan um borg- ina, og hefur lengst af alið aldur sinn þar. Hún er þó alin upp á Akureyri, dóttir Jóns Norðmans, kaupmanns og út- gerðarmanns þar og Jórunnar Einarsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Á Akureyri ólst hún upp í stórum hópi músikalskra og listrænna systkina. — Okkur fannst Akureyri indæll bær. Þar leið okkur vel og áttum gott bernskuheimili, máttum læra ailt sem við vild- um, teikningu, hljóðfæraleik og hvað eina, sem okkur þótti skemmtilegt. Pabbi keypti pí- anó handa okkur, en þau voru ekki mörg á Akureyri í þá daga- Við lærðum að leika á það hjá Sigurgeiri Jónssyni, sem var ákaflega músíkalskur maður. — Svo þér eruð bæjarbarn frá upphafi, og hafið samt fengið svo mikla ást á íslenzkri náttúru? — Ég var öll sumur á Hraun- um í Fljótum hjá móðursystur minni, Ólöfu Einarsdóttur og Guðmundi Davíðssyni. Faðir minn var reyndar líka úr Fljót- unum, sonur sr. Jóns Norð- mans á Barði. Guðmundur á Hraunum var bróðir Ólafs Davíðssonar og mikill náttúru- unnandi. Hann var okkur börn unum svo góður og fór með okkur öllum út í móa og kenndi okkur að þekkja jurt- irnar. 'Ar Sungið og spilað allan daginn — Þér byrjuðuð þá ung að læra að leika á pianó, og héld- uð því svo áfram? — Já, ég fór til tónlistar- náms til Beriínar, ásamt bróð- ur mínum, Jóni Norðman Þá var Berlín tónlistarmiðstöð heimsins. Bróðir minn fór í tón listarskólann, var þar m.a. skólabróðir Wilhelms Kempff. Mikið var um konserta í borg- inni og þarna heyrði ég mestu píanóleikara heimsins. Það var ómetanlegt fyrir mig. Bróðir minn hélt svo áfram námi, en ég fór heim og gifti mig Einari Viðar, bankaritara, en missti hann 1923- Ég fór strax að kenna eftir að ég kom heim og hefi alltaf gert það síðan. Það voru svo fáir, sem kenndu píanó leik þegar ég kom heim, og #g fékk strax næga nemendur. — Hélduð þér aldrei hljóm- leika? — Einu sinni lékum við Páll ísólfsson fjórhent til ágóða fyr- ir Sjúkrasamlag Reykjavíkur í Bárunni. Þar var tombóla og alls konar dót hékk á snúrum, sem strengdar voru fyrir ofan okkur á sviðinu. M.a. voru þar vel útbreiddar karlmannanær- buxur- Og Katrín hlær að end- urminningunni um þessa tón- leika. — Tónlistarlíf hér í bæn- um hefur breytzt ákaflega mik- ið síðan, bætir hún við. Áður þráði maður alltaf að komast til útlanda, bara til að geta heyrt músik. En nú þarf þess ekki lengur. Hér koma beztu tónlistarmenn og leika á tón- leikum, svo tækifæri er til að hlusta á þá hér heima. — Það hefur alltaf verið músík í kringum yður? — Já, já öll mín fjölskylda hefur haft ánægju af músík og verið sungið og spilað allan daginn, hvar sem ég hefi verið. Ég býst við að við höfum oft verið að æra alla aðra í kring- um okkur- Nú eru t.d. allan dag inn nemendur að spila hér uppi hjá mér og ég sjálf, og niðri býr Jórunn Viðar, dóttir mín, og leikur á píanó, en önnur dóttir hennar á selló og hin var byrjuð að læra á fiðlu. — Svo þér lifið við músík og blóm! Það hlýtur að vera yndis- legt. Og frostrósir og ís kunnið þér líka að meta. Skautaíþrótt- in hefur átt hug yðar líka? — Já, ég hefi alveg frá upp- hafi átt margar ánægjustundir í sambandi við skautaferðir. Við fórum mikið á skauta, unga fólkið í Reykjavík, á sinum tíma. Hópferðir voru líka farn- ar á Þingvallavatn, Rauðavatn og Eiliðavatn. Það var mjög skemmtiiegt- Þetta er heillanili íþrótt, ef maður byrjar á henni sem barn. Við stofnuðum svo Skautafélag Reykjavíkur árið 1938. Áhuginn var strax ákaf- Iega mikill og Reykjavíkurbær var okkur hliðhollur. Sveliið á Tjöminni var alltaf sprautað, þegar hægt var, meðan við'höfð um fé undir höndum og svo var músík á kvöldin. Við vildum fá þarna heilsulind í hjarta bæjarins. Og að böm og ung- lingar gætu haft þar leikvöll. Fullorðið fólk fór Iika mikið á skauta Ég man t.d. að Barbara og Magnús Árnason komu oft með barnavagninn með sér og renndu sér á skautum með hann um Tjörnina. En þar sem veðráttan hér sunnanlands er óstöðug, var strax í upphafi far ið að hugsa um að fá skauta- svell innanhúss. Og á stríðsár- unum munaði litlu að það yrði að veruleika. Úr því varð þó ekki. Það er skrýtið, að eftir að hafa reynt að berjast fyrir þessu öll þessi ár og vera eigin- lega búin að gefast upp, þá skuli allt i einu komin upp þessi prýðilega Skautahöll reist af einkaaðila. ^ Skautahöllin nær til orðin — fyrir 20 árum — Hvemig var þetta skaut- hallarmál? — Það er löng saga. Sigurjón Danivaldsson, sem var ásamt Júlíönu Isebarn í stjórn Skauta félagsins öll árin sem ég var formaður, hafði fengið Egil Vilhjálmsson, forstjóra, með sér í félag, er nefndist Skauta- höllin hf. Hlutafé var tryggt, og bæjarráð hafði veitt þeim húsbyggingarleyfi þar sem Heilsuvemdarstöðin er nú, þó með þvi skilyrði, að þar yrði byggt innan ákveðins tíma. Þetta var á stríðsárunum og erfiðleikar á að fá byggingar- efni og flutning til landsins. Það dróst því að byrjað yrði að byggja. Sigurjón var þó vestur i Ameriku og búinn að fá þar hluta af byggingarefninu, þeg- ar bæjarráð ákvað að svipta þá félaga lóðinni og láta byggja Heilsuverndarstöðina á þeim stað. Þetta var hörmulegt, því teikningar voru tilbúnar og framkvæmdir áttu að fara að byrja. Sigurjóni féll þetta ákaf lega þungt, því hann hafði lagt mikla vinnu og fé í þetta. Hann var mikill hugsjóna- og dreng- skaparmaður- — Bæjarráð bauð þá lóð á Tungutúninu í staðinn. En Eg- ill tók sitt hlutafé til baka, því hann vildi ekki byggja þar. Skautafélagið var þá orðið að- ili að Skautahöllinni h.f. og var ákveðið að afla fjár með happ- drætti og ýmsu öðru, m.a. með söfnun dagsverka- Þegar Banda lag Æskulýðsfélaga í Reykjavík var stofnað, varð samkomulag um að sameina Skautahöllina og væntanlega Æskulýðshöll. Var þá einnig ákveðið, að Skautafélagið og Sigurjón Dani valdsson afhentu BÆR lóð þá, sem Skautafélagið hafði fengið, og fé það sem til var. Þetta er ióðin, sem Sjálfsbjörg fékk svo síðar, en BÆR fékk í staðinn lóðina undir íþrótta- höllina í Laugardalnum. Féð var afhent með því skilyrði að ekki yrði seinna byrjað á skautasalnum en öðru. Og ég veit ekki betur en að féð frá Skautafélagi Reykjavíkur hafi verið fyrsta féð, sem fékkst og var notað til frumteikninga að Æskulýðshöll, sem varð að íþróttahöllinni. Ásmundur Guðmundsson biskup lagði hornsteininn að Æskulýðshöll. En það varð úr síðar, að íþrótta bandalag Reykjavíkur tók alla starfsemi BÆR í sínar hendur- Þar með var Skautahallarmál- ið úr sögunni. — Og allt í einu, án þess að ég hefði nokkuð um það heyrt, var prívatmaður búinn að setja upp Skautahöllina, sem okkur hafði dreymt um, heldur Kat- rín áfram. Þórir Jónsson bauð mér að vígja svellið. Það kom mér alveg á óvart. Ég hafði ekki stigið á skauta í nokkur ár. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.