Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1969 23 ífólk í f réttunum Josefína Baker á tröppum kastala sins í Sarlat í Frakklandi. JÓSEFÍNA BAKER sem nú er orðin 62ja ára, var hrakin út úr húsi sinu fáklædd í ausandi rigningu á dögunum, og þar sat hún á náttkjólnum í sjö klukkustundir, unz henni var komið fyrir á sjúkrahúsi. Það er haft eftir lækni, að hún þjáist af taugabilun, og bauð henni að hvílast um hríð. Dómari nokkur hjálpaði henni til þess að fá aftur að- gang að heimili sínu, kastala, sem nú hefur verið seldur til að borga skuldir hennar, og er henni heimilt að dvelja þar í eldhúsinu (en þar hefur hún haft aðsetur undanfarið) í nokkra daga til viðbótar. Sonur kaupandans læsti hana úti í rigningunni á nátt klæðunum og berfætta. Jesefína vesalingurinn bjó í kastalanum með fjölda töku barna sinna, unz skuldheimtu imennirnibhriifsuðu hann af henni. Búslóð hennar var einnig seld nýlega á uppboði til þess að afla henni fjár til að borga skuldir sínar með. Jósefína Baker hefur í nokkur ár háð árangurslausa baráttu til þess að fá aftur yfirráð kastalans í hendur, en það hefur ekki borið ár- angur. Myndir Ameríkanar eyða 20 millj- örðum gamalla franka á ári til skemmtunar hermönnum sínum í Vietnam. Dupont heit ir Frakki, sem sér um allt skemmtanahald þeirra. Það eru ekki allir að snobba niður á við Kona Charles Percy, öldunga- deildarþingmanns frá Ulinois, kom inn á Penn Járnbrautar- stöðina um daginn í versta snjón um í New York, sagði til sín, og bjóst við að komast með lest- inni, sem þegar voru nokkur þrengsl á. Afgreiðslumaðurinn, sagði strax, „Mér er alveg sama, hver þér eruð. Það var allt upp pantað fyrir þremur dögum.“ Þá kom Mike Mansfield, formað ur meiri hluta öldungadeildar- innar, og bauðst til að útvega miðana, en allt ikom fyrir ekki. AflgreiðtzOuimaðuirimn nieitaði. En viti menn, þá koimiu Ed- ward (Ted) Kennedy, öldungar deildarþingmaður, og frú hans, Joan. Þau sögðu: „Verið alveg róleg, við skulum sjá um þetta allt. Og áður en hann gæti sagt meira, var afgreiðslumaðurinn búinn að taka upp stimpilinn og púðann. „Fjóra miða takk“, sagði Kennedy, og fékk þá. Það sannar, að það borgar sig að heita Kennedy. Franski kvikmyndaleikarinn, Alain Delon, 33 ára og kona hans, Nathalie, 25 ára, fengu skilnað í frönskum réttarsal, sex tán stundum eftir að Delon kom úr yfirheyrslum hjá lögreglunni vegna morðs á lífverði hans (jú- góslavneskum) Stephan Marko- vic að nafni. Samkvæmt franskri venju, lét ekki dómarinn, Michel Oliver, neitt uppi um skilnaðarorsakirn ar, þótt hann segði sökina vera hjá báðum. Nathaline fékk 2000 dali á mánuði og umráð yfir dreng þeirra hjóna, sem er fjögra ára gamall. Bróðir hins myrta, Alexand- er Markovic, fór til Belgrad dag inn áður, eftir langar og strang- ar yfirheyrslur, en hann mun koma aftur til að fást við Fran- cois Maratoni, korsíkanskan veitingamann, sem sakaður er um morðið á Markovic. Erfingi Ameríska Standard Oil fyrirtækisins, Peter Salm, hef ur opinberað trúlofun sína með Wiltrau, barónessu, von Furst- enberg. Þau verða gefin saman í hjónaband í Angermund í vest- ur Þýzkalandi, sem er kastali (nú hótel) í eigu föður brúðar- innar. Charles Bretaprins sem er í Caimibriidige, er aflar sam- vizkusamur við námið, hann lætur ekki veður og vinda aftra sér frá námi. En námið er ekki eingöngu þurr uppt-ugga, heldur getur það verið með dýrðarljóma. Um daginn var hann for- maður dómnefndar, er skyldi útnefna Ungfrú Háskólans Peterhouse, sem er elzti hluti skólans var eina kvöldstund með hirðsvip. Sextán þátttákendur voru í fegurðarsamkeppninni og þar með sextán minipils. Charles prins var styrktur með Peterhouse púns (tveim- ur glösum), en það er romm og appelsínusafi, og fórust Itrnum embættisverkin með á gætum, þótt erfitt væri að velja. Hann krýndi tvítuga stúlku, Susan Francis, ljós- hærða og langleggjaða, og var snar í snúningum. Súsan hafði sjálf saumað hvíta chiffon kjólin, sem hún var í. Prinsinn var afar riddara- legur við stúlkuna og sagði: „Ég vona,að þér hljótið einn ig nafnbótina Ungfrú Al-heim ur. Segja má, að prinsinn sé að búa sig undir krýningar- athöfn þá, er fram fer fyrsta júlí, er Bretadrottning, móð- ir hans fær honum au'kin völd í Carnavon höll. spakmœli s^vikunnar Það er ef til vill rangt af okkuir að spyrja ekki Grikki að því, 'hvort þeir vilji okk- ur. George Papadopoulos. Sumir segja, að konur hafi ekfki eins mikla seiglu og karl ar. Ég get ekki dæmt um það, því að ég h-ef áldrei verið karl, en ég hef a.m.k. meiri líkamlega seiglu en nokkur annar hérna. Indira Gandhi. Vér eigum ekki annars kost en að sigra. Golda Meir. Vill ekki utanríkisráðherr- ainn vinsamlegast óska forsaet isráðherranum til hamingju fyrir hönd þinigd-eildarin-nar, með að haifa loks fundið jafn- ingj-a til að fást við. (Anguila). Nigel Birch M. P. Bretar björguðu bókstaflega kampavínsiframleiðslunni í fyrra. Franskur kampavínsfram- leiðandi. Við ákváðum að giftast í Gibraltar, því að það er rólegt brezkt og vingjarnlegt. John Lennon bitill. Við erum ekki ásjáílegir í svart-ihvíbu. í litasjónvarpi myndu flestir okkar verða hörmulegir úblits. Balfour lávarður (er rætt var um litsjónvarp frá lávarða deildinni). Það eina sem áynnist við sjónvarp frá hvorri deildinni sem væri, væri stóriminnkuð sala á svefntöfl'um. Boothby lávarður. Harold Wilson. Það er hægt að ræða um velferð barna af elju, ein- lægni og alúð, en það má ekki gleyma því, að börn hafa líka réttlætiskennd. Quintin Hogg. M.P. Við skulum vona, að Soam- es málið verði ekki tuttugu og sex vikna saga. Ókunnur höf. f svipinn, vildi ég skipta á Bandaríkjunum og Sovétríkj unum fyrir Frakkland. Gilbert Murray, M.P. SPAKMÆLI VIKUNNAR í þessum háskóla þarf ég ekki að óttast mótmæli gegn mér. Nizon forseti í háskóla Vatikansins. Handverksmaðufinn til- heyrir liðnum tíma. Hann er ekki lengur nauðsynlegur fjárhagnum. Prof. Peter Druclter. Ég sé engin merki um framfarir. Hertoginn af Edinborg (um sérfræðinga). Mér finnst lífið verða skrítn ara, eftir því, sem lengra líð- ur á það. Arthur Miller. Mannfélagið virðist mér eiga rétt á því að dæma úr leik þá, sem ekki eru reiðu- búnir til að leika eftir leik- reglunum og hafa sýnt það. Alec Muir, yfirlögregluþj. Durham. Iðnaðarhúsnæði til leigu 540 fermetra iðnaðarhúsnæði er til leigu, góð innkeyrsla. Á sama stað er til leigu á efri hæð 260 fermetrar. Upplýsingar í síma 32229 og 33298. Rýmingarsolan Laugaveg 48 Verzlið þar sem úrvalið er mest, ódýrast og bezt. Peysur, buxur, kjólar, kápur, pils, hárþurrkur, rafmagnshita- púðar, svæfilsver o. fl. og fl. Komið og skoðið í 50 kr. flokkinn, þar eru margar hillur fullar af vörum á aðeins 50 kr. flíkin. Gerið beztu kaup ársins. RÝMINGARSALAN LAUGAVEGI 48. Æðstu gæði Fátt vekur yður yndi sem góð tónlist. Og nú orðið er yður fátt auðveldara en að njóta hennar. Philips-verksmiðjurnar eru stærsti framleiðandi hljóm- tækja í Evrópu. Og frá Philips er hin fjölþætta Hi Fi- hljómtækjasyrpa (High Fidelity International): plötu- spilarar, magnarar, hátalarakerfi — allt nákvæmlega samhæft til fullkomins flutnings., Hi Fi-syrpan er stílhrein og snotur, auðveld í upp- setningu og verður yður til varanlegrar ánægju. HIGH FIDELITY PHIUPS v3* PHILIPS í verzluninni Heimilistæki sf., Hafnarstræti 3, getið þér reynt gæði Hi Fi-hljómtækjanna. Þar eru tækin öll uppsett. Komið og reynið tóngæðin. HEIMIUmi SE HAFNARSTRÆTI 3, SlMI 2045S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.