Morgunblaðið - 27.06.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 27.06.1969, Síða 4
» 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ l'9-®9 M j IMAGNÚSAR 4KiPHOLTt2lSiMAR21190 «#tir lokun ilmi 40381 B(1ÁLEÍGÁNFALUR% car rental servlce © 22*0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 ■ » i i ■ i ■ i . S Hvérfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 bilaleigan AKBliA TJT car rental service 8-23-4 7 sendum Skipstjórn 38 ára reglumaður óskar að taka að sér 50—100 tonna bát á troli Hefur verið mörg ár á trolli. Aðeins góður bátur kem- ur til greina. Svör fyrir 10. júlí merkt „9898". Bafmagns- hlutir BEDFORD TRADER LAND ROVER CORTINA ZEPHYR VAUXHALL GIPSY FERGUSON. Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27, sími 12314 Háaleitísbraut 12, sími 84755 (bensínstöð BP). @ Skattlagðir til að fá unglingum vasa- peninga Ein, sem fyrir stuttu var ung, skrifar og er mikið niðri fyrir: Kæri Velvakandi! Mig langar til að koma nokkr- um orðum í dálkinn til athugun- ar fyrir fólk almennt, ef það vildi nú einu sinni verá hrein- skilið við sjálft sig. 1 fyrsta lagi: Væri ekki tími til kominn að sleppa hátíðahöldum 17. júní, bæði til að spara gjald- endum borgarinnar aukakostnað og lofa fólki að verða sér til skammar og raunar öllu landinu, áh þess að það væri beint í til- efni þjóðhátíðardagsins. í öðru lagi: Er heimilt af borg- arstjórn að leggja milljónir á þann fámenna hóp, sem gjöld greiðir hér, til að auka atvinnu fyrir unglinga sem að lanigmestu leyti notar sitt kaup fyrir vasa- peninga, í ofanálag allra þeirra styrkja, sem veittir eru. Finnst ykkur ekki hart að plokka skatta af gamalmennum, þó svo þau hafi önglað einhverju saman langa ævi með sparnaði og nægju semi, og öryTkjum sem vinna af veikum mætti betur og meira en þeir sem verið er að veita at- vinnu, til þess þeir geti drukkið sig fulla fyrir kaupið sitt. Viljið þið, hvert og eitt athugá í tómi, um alla þá sem þið þekk- ið og athugá til hvers það unga fólk ver tekjum sínum? Það skyldi þó ekki vera að obbinn af því færi í kaffihúsasetur, vín, tóbak og sælgæti, leigubíla- og kvöldakstur, og ofrausn í klæða- burði, og jafnvel utanlandsferð- ir. Hve margir borga heim fæði og húsnæði? Sá liður mun þó enn vera það sem kallast nauðsynj- ar. Betri er ómenntaður maður en menntuð mannleysa. Að minnsta kosti ætti það að vera eftir frammistöðu í skólunum, hverjir fá vinnu á kostnað náung- ans. Ég vildi líka mótmæla því, að mér væri gert að greiða svo og svo mikið meira í skatta til að skólastelpur og strákar geti leyft sér miklu meiri eyðslusemi en ég hef efni á, og einnig að sjá fyrir fjölskyldum háskóla- manna og jafnvel menntaskóla- krakka. Þau þykjast svei mér nógu frjáls gerða sinna þegar þau flana út í vitleysuna og ættu þá að fá að taka ábyrgð á af- leiðingunum. í þriðja lagi: Ætt- um við ekki öll, sem einn, að hætta þessu heimskulega dekri á unga fólkinu, það á það svo sann arlega ekki skilið, og þó að meiri hluti þess, ef til vill, sem minna ber á hagi sér eins og sæmi- legt er, þá sé ég heldur enga Cólfflísar — gólfdúkar og teppi í úrvali. Nýjar vörur daglega. ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Höfurn ó boðstólum og skipuléggjum einstaklingsferðir um oilon heim. Reyníð Telex ferðaþjónusfu okkar. örugg ferðaþjónusta: Aldrei dýrari en oft ódýrori en onnars staðar. h\m\\ ferðirnar sem fófkið velur H E I LS U RÆ KT KONUR - KARLAR Við bjóðtim yður upp á Saunaböð, grenningar- og afslöppunar- nudd, eftir því sem óskað er handnudd eða vélanudd. Einnig hcfum við sérstaka nudd- og hvíldarbekki ásamt grenningar- belti, (gefur gott mjaðmanudd). — Nú þegar sumar fer í hönd viljum við vekja athygli á okkar vinsæiu Ijósböðum. SNVRTISTOFA okkar býður upp á andlitsböð, húðhreinsun, litun, andlitsnudd, handsnyrtingu og fótsnyrtingu. Allt á sama stað Opið frá kl 9—6,15, laugardaga frá kl. 9—2, aðeins fyrir karlmenn laugardaga. HEILSULINDIN, Hverfisgötu 50. Nánari uppl. sími 18866. ástæðu til að falla í stafi yfir því, það er ekki og ætti ekki að vera nema sjálfsagður hlutur. Ormur óheiðarleika, léttúðar og manndómsleysis f fjórða lagi: Ef við miðaldra fólkið eigum að borga brúsann, vera sem sagt vinnumaurar í þjóðfélaginu, fyrir utan allá hug- raun og skaða sem af framferði fjöldans hlýzt, ættum við að minnsta kosti að eiga heimtingu á að vita hvar börnin fá vín, og hvaðan voru þau börn, sem oft, og nú síðast 17. júní veltust í ælu sinni dauðadrukkin bæði á götum úti og hjá lögreglunni. Hvers konar þjóðfélagsþegna eru þessi heimiil að ala upp. Það skyldu þó ekki vera þau börn eða út af þeim bömum sem alin eru á almanna fé, bæði á dagheim ilum, barnaheimilum og mæðra- styrk. Er ekki tímabært að taka hér í taumana? Ég neita allri sanngirni í því, að við borgum með barnaheimil- um, og skemmtistöðum handa unglingum, og einnig mæðra- styrki handa ógiftum mæðrum, sem aldar hafa verið upp frá blautu barnsbeini til þess að verða undirlægjur hvaða strák- lubba sem er, akandi um á síð- kvöldum í pabbabílum, öllum til skapraunar. Væri það verðugra viðfangsefni verkalýðsfélögum og öllum öðr- um samtökum, að snúa sér að þeim mörgu blóðsugum sem of- aldar eru á almannafé, heldur en heimta hærra og hærra kaup fyr- ir almenning og líka fyrir þá sem of hátt kaupið hafa, en kunna ekkert með það að fara. Eða athuga yfirleitt hvernig op inberu fé er varið hér á þessu vesæla landi, sem allir gera sér að skyldu að mergsjúga, og vildi ég óska þess, okkur öllum til handa, að ráðizt yrði nú að meininu innanfrá, því ekkert utan aðkomandi getur nokkru sinni orðið okkur hættulegra en sá orm ur óheiðarleika, léttúðar og manndómsleysis, sem nú nagar hvem stólpa undir þessu fá- menna þjóðfélagi, ofan úr efstu embættum og niður í lægsta skríl, sem miðað við fólksfjölda er að verða meira af hér en víðast hvar annars staðar. Ein, sem fyrir stuttu var ung. • Til að fyrirbyggja misskilning Sigurður Sigfússon skrifar: Kæri Velvakandi! Viltu birta þetta bréf, sem svar við bréfi frá Tékkneska bif reiðaumboðinu, sem birtist í Vel vakanda 22. þ.m. viðvíkjandi bréfi mínu sem birtist í Velvak- anda 20. þ.m. og Tékkneska bif- reiðaumboðið óskar eftir gleggri skilum á. Skal fram tekið að sennilega fyrir mistök í prentun hefur fallið niður nafn fyrirtæk- isins, sem er Bifreiðar og Land- búnaðarvélar, og eins hefur líka fallið niður staðurinn sem ég ók bifreiðinni á til 2 þús. km. upp- herzlu. Það var á Suðurlands- braut 14 í Reykjavík, þeirra eig- in verkstæði. Viltu gjöra svo vel og birta þetta bréf til 'að fyrirbyggja all- an misskilning. Með fyrirfram þökk, fyrir birt- inguna. Sigurður Sigfússon. @ Langar að leggja stund á borðtennis Hveragerði 21. júní, 1969. Kæri Velvakandi! Viltu gjöra svo vel að gefa mér upplýsingar um, hvort hér er starfandi félag í borð-tennis Ég hefi áhuga á að kynnast þeirri íþrótt hér og einnig að kynnast áhugafólki í þessari grein, en þekki engan sem ég get snúið mér til í þessu efni. Ég hefi stundað þetta allmikið í heima- landi mínu og er meistari í því í Norður-Þýzkalandi, langar mig til að leggja nokkra stund á það einnig hér, meðan ég dvel hér á landi. Mér þætti mjög vænt um ef þú gætir komið mér í samband við einhverja konu eða mann, sem er áhugasamur og virkur þátttakandi í borðtennis. Með virðingu og fyrirfram þökk. Monika Krogh Heilsu.iæli N.L.F.f. Hveragerði. Velvakandi kemur bréfi Mon- iku hér með á framfæri og ljær fúslega rúm í dálkunum þeim er gætu frætt hana um það sem hana langar að vita. 0 Hvers virði er æska landsins? Heill og sæll Velvakandi góður! Ég vona að þú ljáir rúm nokkru af hugrenningum mínum að kveldi þjóðhátiðardagsins 1969. 17. júní, 25 ára afmælisdagur lýð veldisins verður mörgum eflaust minnisstæður. Margt hefur ver- ið gert svo hann yrði sannur há- tíðisdagur og það var hátíðlegt að sjá allan þann mannskara saman kominn í hiniun fagra Laugardal, en það var regn. Mér fannst sem mannfjöldinn stæði á öndinni af hrifningu að sjá hina stórglæsilegu æsku höfuðborgar- innar, engum gat dulizt að þar var framtíð landsins er lét sig engu skipta regnið en kom með hátíðlegri kurteisi fram, og fyr- ir það segi ég við ykkur öll. Hafið hjartans þökk fyrir ógleymanlega stund. S. B. Rangœingafélagið efnir til skemmtiferðar austur i Öræfi, föstudagskvöld 4. júlí komið aftur sunnudagskvöld 6. júlí. Flogið verður til Fagur- hólsmýrar, en keyrt um Öradin með kunnum leiðsögumanni. Þátttaka öllum heimil. Nánari upplýsingar í síma 10058—36511. 3ju herbergja íbúð óskast helzt í Vesturbænum eða Háaleitishverfi. Há útborgun í boði, jafnvel staðgreiðsla. Fasteignasalan Óðinsgötu 4 Sími 15605.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.