Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 3
MORGUNIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ H960
Séra Ólafur Skúlason:
F0RTÍÐ0G FRAMTÍÐ
FULLTRÚAR nýrrar aldar halda með
ógnarhraða til fjarlægs hnattar, þangað
seim mannslhugurinn hefur oftsinnis um
aldirnar látið ímyndunaraflið bera sig,
en inú verður „lagðuir undir“ maínininai og
fótspor hams munu sjást, þair sem aldir-
ei hefur rueitt iifandi slkilið eftir merki
sín. Já, svo sterik munu sporin — að
sögn — í ósnortnum jarðvegi tunglsins,
að eklki munu þau aðeins sjást næstu
daga og ár, heldur hefur svo um verið
spáð, að þar megi greina för þeirra fé-
laga í næstu milljón ár. Háar eru töl-
ur geimaldar, miklar eru vegalenigdirn-
ar, hver kemst hjá því að hugsa um þær
upplhæðir fjár, sem í tilraunir fara?
í>egar þrjár sjónvarpsstöðvar eru einar
taldar muni verja háifum fimrnta mill-
jón dollara til þesis að fræða landslýð
um afrelkið. „Dýr mundi Hafliði allur“,
var eitt sinn sagt, má svo enn hugsa.
En ný afrek krefjast fórna, stór skref
hafa aldrei verið tekin án þess rnargir
legðu mi'kið á sig. Því er frekar horft á
myndirnar af eyðimörkum tunglsins en
sumum þeim hverfum, þar sem mamn-
anna börn verða að hafa úti öll spjót
til þess eins að seðja sárasta sultinn.
En á meðan geimslkip býr sig undir
að fara á brarut umhverfis tunglið og
setja út ferju sína til að lenda, er ann-
að skip að sökkva i myrkar öldur jarð-
nesks hafs. Bar það þó guðaheiti og
var smíðað eftir þeim reglum, sem eitt
sinn voru taldar haldgóðar. En Ra
komst ékki leiðar sinnar. Það getur
stundum verið „auðveldara" að'marka
nýjar leiðir, heldur en að feta í annarra
fótspor. Þó sanna hvorki né afsanna
ógöngur eins um möguleika annars á
öðrum tímum annarrar þek/kingar. En
í skipunum tveimur virðast verið hafa
fulltrúar samtímans, sem betur lét að
beita tækjum framtíðar en fortíðar.
Þó er nauðsynlegt að líta til baka,
ekki sízt í manninuim í dag, sem virðist
hafa slíkar óravíddir fyrir augum, að
flestra hugsun er ekki nógu víðfeðm til
að greina. Angurgapinn einn telur allt
það, sem horfið e.r, og alla þá, sem eitt
sinn voru, einslkis virði fyrir sig. Venj-
ur og siðir hafa mörgu ungmenni bjarg-
að, þó svo það hafi ei ætíð gert sér
grein fyrir því, hvað að baki lá hverju
sinni. Hver mundi vilja varpa öllu því
fyrir borð, sem ber á sér merki van-
ans? Það getur orðið leiðigjarnt að fá
aldrei svar við uppruna, en fyrir ýmsu
er þægilegt að beygja sig hafi það feng-
ið einhverjar þær Skorður, sem ekki
haggast, jafnvel þó uim næði. Og þá
fullorðinn lítur til báka til bernsku og
æsku, er honum oft hugleiikið það, sem
„alltaf var“, bundið ákveðnum dögum,
hátíðum og atburðum.
Lengi var venja að halda til Skál-
holts um þetta leiti sumars á degi
heilags Þorláks. Sá siður hefur nú ver-
ið endurvakinn í mynd Skáilholtshátíð-
ar. Bílarnir hafa flutt farþega sína á
þann stað, sem hvað dýpstar hetfur ræt-
urnar í sögu þjóðarinnar, menningu
hennar og trúarlífi. Þá genigið er um
hlað og þeir staðir Skoðaðir, sem tengd-
ir eru liðnum degi, fá oft steinarnir mál
og ólífrænir hlutir tilfinningu, að því
er virðist. Það barn er lánsamt, sem á
foreldra, er hafa hugsun og skilning á
því að leiða það sér við hlið, þar sem
mehkir atburðir hafa gerzt. í dag er
Skálholts'hátíð. Biskupssetrið gamla
iðar af því lífi, sem það fyrr þekkti,
þar ganga nú höfðingjar um hlað. Ekki
aðeins þeir sem embættin veita þau
tignarheiti, heldur eru allir þeir höfð-
ingjar, sem einhverju ráða, og í þesisu
tilfelli þeir, sem vilja ráða við það,
sem gerist, svo að þeir fái það reynt
við upprifjan í dag.
En enn sem fyrr er það eklki nóg að
ætla að líta til baka eingöngu eða ætla
sér að lifa í fortíðinni og af henni. Skál-
holti nægir eftóki aðeins gærdaguriinn.
Venjur fortíðarinnar geta stirðnað svo,
ef etóki er aðgætt, að skorðurnar verði
fjötrar. í Skálholti mótar fyrir nýjum
degi, sólin er að koma upp. Fyrir nokkr-
um árum kom þar saman hópur ung-
menna frá ýmsum löndum Evrópu og
Ameríku, þá var hafizt handa um það
að reisa búðir, sem starfræktar eru sum-
arlangt fyrir börn. Áhugasamt fólk
starfar að undirbúningi þesis, að þar
megi- rísa ný menntastofnun, sem leggi
á það kapp að sameina í nemendum sin-
um þættina þrjá, sem samanfléttaðir
mynda hvað haldbezt reipið: fortíð, nú-
tíð og framtíð. í Skálholti á að verða,
verður að vera, andleg aflstöð, sem
sendir frá sér strauma trúrækni og and-
legrar menningar um gjörvallt landið
og þó víðar væri. Því fé er eltóki illa var-
ið, sem til þeinra 'hluta er notað.
Á meðan tuglfarar róta í jarðvegi
framandi hnattar, krefst jörðin og
jarðarinnar börn síns. Eitt af því er að
undirbúa komandi kynslóðir sem bezt
undir hlutverk sitt. Þar er hlutur Skál-
holts, sá hlutur á að vera stór, því verki
þarf enn miklu að fóma, og er hver og
einn etóki lánsamur, sem það sfcilur?
- JASTRAM
Framhald af bls. 30
börruum — hef lært mikið af þvi.
Varð að aðstoða þau í hugsun
— en 12 ára byrja þau að hugsa
sjálf.
Ég spyr Jastnam hvort hann
þetóki til eimhvertna frægra lista
mamma vestursins á öðnum svið-
um, sem þó sé skylt myndlist í
vissuim skilningi t.d. Marchel
Marceu? Hann þekkir hann, hef
uir séð hann fjónum simmiuim Stór
kostleguir plastíiker.
Þekkir haran eitthvað til sögu
fnægna formmanmia íslands t. d.
Eigils Sk al 1 a -G-rímissonar ? Nei,
hann þekkir harnn ekki — en
hanin þekkir Laxness. Hafði les-
ið einia bók, sem homum fammst
mjög góð bók — af því að hún
var ekki eimungis bók, sem gekk
út á list og stíl, heldur einnig
bók, sem vakti til umlhugsiuniar.
Á líkan hátt álítur hann Bienn-
alinn eiga að vena list, sem veki
til umhiugsuiniar. Hann leggur
áherzlu á þetta: Ég meina með
list: að vekja til umhugsumar.
Ta'ldð barst að listatsöfinum í
austri og vestri og um þá nautm,
sem felst í Skoðun liistasafna, og
svo víkjum við að fólkimu, sem
fer á vit mennimgarininar og
heldur til Mallorfca. Það sér
ekki kirkjiur, söfn, né lifir sig
inn í forna menningu, (en kirkj
uirmiar sjá það ábyggilega,) gap-
ir á móti sólimmi — heldur að
það sé siglt, mienintað, talar um
list, en sköðar emga liist og
hampar engu.
Jastraim hefur áhuga á aðsýna
á íslandi. Algjörlega fyrir eðli
málsins, að hanin sé fyrir betri
kymni íslands og þessa hluta
Þýzkalands. Allir gleðjast yfir
þátttöku íslandis. Listafélag Rost
oök, sem þetókir til íslemzkra
listamanoa, er mjög ánægt yfir
því að þeir eru með. Óskin er,
að við fáum einis milkið og möglu
legt er að vita um ísland og
íbúa þess, vegna þesis að ég er
viss um, að í því landi finnast
góð áhrif fyrir líf okkar. Starf
og þátttaka Islands er mjög upp
örvandi fyrir Bienmalinn og lif-
andi viðbót.
Ég hefði óskað þess, að við-
ræðunmar yrðu lemigri, en úr því
. varð ekki og ég kvaddi því og
hélt út í rigniniguma. Þessi mymd
höggvari hafði orðið otokur Jó-
fcamni Eyfells og seinmia Raginari
Kjartaimssyni uimlhuigsumarefni og
því varð úr að ég reit þessa
greim. Ég læt lesendur um að
lesa úr orðum Jastrams, erindið
var eklki að deila um list, held-
ur, að reyma að ræða um þessa
hluti, skiptast á skoðunum, en
aðalleiga að kynmast Skoðumuim
a (þýzks lúsbarmiainnfi.
Bragi Ásgeirsson
Von á góðum
Mars-myndum
Pasadema, Kalifornlíu,
19. júld. AP.
EINHVERJAR forvitnilegustu
myndirnar sem fengizt hafa af
reikistjömunni Mars berast
væntanlega til jarðar síðar í
þessum mánuði þegar banda-
rísku geimförin Mariner 6 og
7 nálgast plánetuna.
Marimer-igeimföruinum vair skot
ið fhá Kemnedyhöifða í febrúar
og eru þau búin mymdavélum
sem geta tekið mjög skýrar
mymdir af tóeninilieitum. Mynd-
irnar ættu því að geta skorið úr
deilum þeim sem lenigi hiafa ver-
ið upp um það irArf vitsmuna-
verur búi á Mars" þvi að þær
geta sýmt stóurði, pýramída,
musteri og aðrar leifar horfinn-
ar siðmenimiragar, ef þær er að
finma.
Marimer 6 tekur fyrstiu mynd-
irmar 28. júlí og heldur áfnaim
mymdasendingum þar til geim-
farið verður tóornið í um 3.200
klómetra fjarlægð frá Mars.
Bindindismót
í Vnglnskógi
BINDINDISMÓT verður haldið í
Vaglaskógi um verzluimarmianima
helgina. Er þetta sjötta mótið
sem félagasamtök á Akureyri,
S-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði
standa fyrir. Þrjár útisamkom-
ur verða á mótinu og verður Guð
mundur Jónsson, söngvari kynn
ir.
Meðal dagskráatriða verður
guðsþjórausta, ræða og söngur.
Flokfcar frá Siglufirði og Dal-
vík sýraa fimleika og haldin verð
ur gamamsöm fegurðarsamkeppni
Keppt verður í ýmsum íþrótt-
um og margt fleira verður til
Skemmtuniar.
Á laugardags- og sunmudagB-
kvöldið verða damsleikir og
muniu hljómsveitinmar Póló og
Flakkarar leika en á summudagB-
nóttinia verður brenna og flug-
eldasýninig.
ferðaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070
HVERGI MEIRA
FYRIR PENINGANA
ÞÚSUIMDIR AlMÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA
ERU OKKAR BEZTA AUGLÝSIIMG.
MALLORKA ~- LONDON, 17 dagar, verð frá kr. 11.800,00. — Fjölskylduafsláttur 25%. —
Hópferðaafsláttur. — Brottfarardagar: 23. júlí, 6. ágúst, 20. ágúst, 3. sept., 17. sept., 1. okt.
og 14. október.
Enn sem fyrr sér SUNNA um það að Islendingar komist ódýrt
I stimarleyfi til sólskinsparadísarinnar við Miðjarðarhafið. —
Fjölsóttasti og vinsælasti ferðamannastaður Evrópu. Sólskins-
paradisin, þar bregzt ekki. Þér getið valið um dvöl á mörgum
hótelum og lúxusíbúðum, 100 baðstrendur og fjölbreytt
skemmtanalif. Úrva! skemmtiferða til Barcelona, Madrid, Nizza
og Alsír. — Já, nú komast allir i sumarleyfi til sólskinslands-
ins, með hinum ótrúlega ódýru leiguflugferðum SUNNU beint
til Mallorka. Eigin skrifstofa SUNNU með íslenzku starfsliði í
Palma annast alla fyrirgreiðslu. Mjög takmarkað pláss eftir í
flestum ferðum í ágúst og september. Tveir dagar í London
i heimleið.
KAIJPMANNAHÖFN, 15 dagar kr. 17.725.
Brottför 16. ágúst og 30. ágúst. — Óvenjulegt tækifæri til að
komast i ódýrar sumarleyfisferðir til Kaupmannahafnar og
margra annarra landa þaðan. Kaupmannahöfn, stórborgin,
sem var óskaborg margra Islendinga. borg í sumarbúningi með
Tívolí og ótal aðra skemmtistaði. Skemmtiferðir þaðan til Sví
þjóðar, Noregs, Hamborgar, Berlínar og Rínarlanda.
NEW YORK, 10 dagar, verð frá kr. 17.680.
Brottfarardagar 25. október og 22. nóvember.
Nú loksins ódýrar ferðir til ævintýralandsins Ameríku. Við
fljúgum þægilega beint til New York með skrúfuþotum Loft-
leiða og búum á góöu hóteli í miðborginni milli skýjakljúfanna
á Manhattan. Islenzkur fararstjóri sýnir gestum borgina og
fer í ferðir til höfuðborgarinnar Washington, Niagarafossanna
miklu og ótal fleiri staða. Heimsótt hæsta bygging heims, höf-
uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sitthvað fleira. Fjölbreyttir
möguleikar til leikhúsferða og skemmtana á kvöldin. Nú geta
allir líka komizt ódýrt til Ameríku með SUNNU.
ATHUGIÐ: Pantið strax sUNNUFERÐIR, þvi þær eru ótrú-
lega ódýrar, aðeins boðið upp á góð hótel, eða iúxusíbúðir.
— Þúsundir Islendinga vita af fenginni reynslu að þér gerið
ekki betri kaup.