Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚL.Í 1009
Tunglfararnir við æfingu. Þan nnig er gert ráð fyrir að fyrsta jarðvegssýnishornið verði tek
ið af tunglinu.
1. dagur
mannsins
ó iromondi
hnetti
f dag hefst ævintýralegasti
hluti tungiferðar þremenning
anna, Neils A. Armstrongs, Ed-
wins Aldrins og Michaels Coll-
ins. Þeir leysa tunglferjuna,
„Öminn“, frá stjórnfari Apoll-
os—11 og lenda á tunglinu. Hið
sögulega augnablik, þegar mað
urinn stígur í fyrsta sinn fæti
á framandi hnött, nálgast óð-
um.
Hér á eftir verður skýrt frá
fyrirhugaðri tungllendingu og
áætlun um hvemig fyrsti dag
ur mannsins á öðrum hnetti líði
35. TUNGLFERJAN LEYST
FRÁ STJÓRNFARINU
Að lokinni átta stunda hvíid
skriða fararstjóri Apollos—11,
Neil Armstrong og Edwin Aldr
in, sem stjómar tunglferjunni
inn í göngin, sem liggja úr
stjómfarinu inn í tunglferjuna.
Göngin eru þröng og þeir
skriða hvor á eftir öðrum. Fé-
lagi þeirra, Michael Collins,
verður eftir í stjóm-
farinu og þaðan gefur
hann fyrirmæli um stjóm tungl
ferjunnar. í þrjár klukku-
stundir yfirfara Armstrong og
Aldrin ferjuna, til þess að
ganga úr skugga um, að allt sé
með felldu. Ef svo reynist, eru
opnaðar læsingar, sem festa
ferjuna við stjórnfarið, tungl-
fararnir tveir kveikja á þýrsti
hreyflum tunglferjunnar og
skilja hana frá stjórnfarinu. Að
því loknu verða tvö miönnuð
geimför á braut umliverfis tungl
ið, en það gerðist í fyrsta skipti
í ferð Apollos—10 í maí sl.
Bílið milli geimfarann,a er um
12 metrar og Collins skoðar
tunglferjuna gegnum gluggann
á stjórnfarinu. Komi hann ekki
auga á neitt óeðlilegt, tilkynn-
ir hann félögum sínum í tungl-
ferjunni, að þeim sé óhætt að
hef ja lendingu.
36. BRAUTARBREYTING
Armstrong og Aldrin ræsa
nú þrýstihreyflana á ný og
flytja tunglferjuna í 630 metra
fjarlægð frá stjórnfarinu. Lend
ingarkerfi hennar tekur nú að
starfa og flytur hana á spor-
öskjulaga braut. Verður tungl-
nánd aðeins 15 km. Tunglferj-
an færist neðar og neðar á
hinni nýju braut sinni og fjar
lægist Collins og stjórnfarið
stöðugt. En það er á braut í
111 km fjarlægð frá tunglinu.
Af nýju br.autinni geta tungl
fararnir beint tunglferjunni á
fallbraut. Þeir sjá gígótt yfir-
borð tunglsins nálgast gegnum
þríhyrningslaga glugga ferjunn
ar. Þeir standa við stjórntæk-
in mieð öryggisbelti spennt um
sig til að verjast höggum.
Armstrong og Aldrin feta ná
kvæmlega í fótspor fyrirrenn-
ara sinna í Apollo—10 þar til
þeir beina tunglferjunni á fall-
braut. Þá hefst sá hluti ferð-
arinnar, sem aldrei hefur verið
farinn áður. Tunglferjan, knú-
in þrýstihreyfli nálgast tunglið
með 15 gráðu halla.
37. LENDINGIN Tungifarar-
nir geta sjálfir ákveðið hraða
tunglferjunnar á fallbrautinni
og látið hana svífa hægt yfir
yfirborðinu meðan þeir velja
hentugasta lendingarstaðinn.
Þeir ákveða lendingarstaðinn
endanlega, þegar ferjan er í 22
metra hæð, og frá þeim punkti
fellur hún nærri lóðrétt, þar
til hún snertir yfirborðið. Nið-
ur úr pöllunum fjórum, sem
tunglferjan stendur á eftir lend
ingu, hanga fálmarar, um einn
metri á lengd. Þegar þeir snerta
tunglið, berst Armstrong og
Aldrin merki um, að slökkva
megi á hreyflinum. Hægt og
rólega lendir „Örninn" aðeins
rúmri mínútu eftir að honum
var beint inn á fallbraut. Þá
er klukkustund liðin frá því að
ferjan var leyst frá stjórnfar-
inu , fjórir sólarhringar frá
því að Saturnus—5 bar Apollo
— 11 út í geiminn, átta ár frá
því að undirbúningur undir
lendingu á tunglinu hófst fyrir
alvöru, og árþúsundir frá því
að manninn dreymdi fyrst um
að stíga fæti á annan hnött.
38. FYRSTU KLUKKUSTUND
IR MANNSINS Á TUNGLINU
Að lendingu lokinni kl. 20.19
hafa tunglfararnir samband við
stjórnstöðina í Houston. Því
næst taka þeir ákvörðun um
hvort þeir eigi að skjóta ferj-
unni á loft strax aftur, tölvan
undirbýr ferjuna undir að hefja
sig á loft og á mælaborðinu
koma fram orðin: „HreyfiIIinn
tilbúinn“. Armstrong og Aldr-
in gera athuganir á tækjum
ferjunnar og finni þeir bilun
þrýsta þeir á hnapp sem ræsir
hreyfilinn og sendir ferjuna í
átt til stjórnfarsins. Ef engar
skemmdir hafa orðið í lending
unni, gefa þeir tölvunni til
kynna, að ekki pigi að skjóta
ferjunni á loft strax. Rúmum
tveimur klukkustundum eftir
lendingu, að lokinni nákvæmri
Bandaríski fáninn, sem skilinn
verður eftir á tunglinu.
tunglforarnir 1 dog
og ó morgun?