Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 15
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1196®
15
Kennedy.
Af tilviljun
n lunglinn
Ákvörðun um mannaferðir til tungls-
ins var tekin að lítt yfirveguðu ráði
Observer-grein eftir Cerald Leach
Alan B. Shepard: fyrsti banda-
ríski geimfarinn.
Tunglferð Armstrongs, Aldr-
ins og Collins og ódauðleiki
þeirna er árangur furðulegustu
og víðtækustu samvinnu sögunn
ar. Kraftaverk ferðarinnar er
/ sú gífurlega orka og hugvit sem
lagt hefur verið af mörkum.
Það er sama hvernig á það er
litið og við hvað er miðað. 1
aðaleldflauginni og geimfarinu
eru 5.600.000 hlutar, 5.000 menn
störfuðu við rástalninguna eina,
tölvur reikrua út hvetrt einasta
smáatriði í ferðinni, vinnustund
imar nema milljónum, kostnað
urinn 24.000 milljónum dollara.
En kaldhæðnislegt er, að það
sem leysti þessa geysilegu orku
úr læðingi var ein einasta ræða,
sem örþreyttur maður hélt þeg-
ar hann þurfti að bregðast við
atburðum, sem hann gat ekki
ráðið við. Þess eru engin dæmi,
að heil þjóð bafi ráðizt í eins
margbrotið fyrirtæki fyrir eins
mikla tilviljun og að eins lítt
athuguðu máli.
Tenihgunum var fyrst kastað
í október 1957 þegar ferð Spútn
iks I og ferð Spútniks II einum
mánuði síðar með tíkinni Laiku
kom Bandaríkjamönnun gersam
lega í opna skjöldu. Á einni
nóttu breyttist ofurtrú á hern
aðarlegum og tæknilegum yfir-
burðum Bandaríkjanna í þung-
ar áhyggjur. Stjórn Eisenhow-
ers hafði þá nýverið sýnt og
sarmað að áíhugi henmiair á geimm
um var heldur takmarkaður,
því að ákveðið hiafði verið að
fresta skoti Van guard-gervi-
hmiattariinis. Skyndilega var lagt
fast að stjómnimmi að gena stór-
áták í geimvísiniduim.
Niðurstaðan varð sú, að geim
vísindastofnuninni NASA var
komið á fót nokkrum mánuðum
síðar og falið að samræma geim
vísindaáætlanir. Samkvæmt
þessum áætlunum var markið
sett hátt. Þegr í desember 1957
hafði starfslið Wemher von
Brauns gert teikningar að burð
arflaug með 1.500.000 punda
þrýstiorku. Þetta vair frumgerð
Satúrnusar 5 eldflaugar, eld-
flaugarinnar, sem nú er notuð,
og Mercury-áætlunin um eins
manns ferðir á braut umhverf-
is jörðu var nær fullgerð.
En ýmislegt hélt aftur af vís-
indaanönnunuim. Fjárveitingar
voru skornr við nögl, og
vísindanefnd forsetans samdi
sérstaka heildaráætlun, þar sem
mannaferðir til tunglsins voru
. neðarlega á blaði. Margar aðr-
ar aðferðir til friðsamlegrar
könnunar geimsins voru taldar
mikilvægari samkvæmt þessari
áætlun, sem var fyrsta tilraun
Bandaríkjamanna' til þess að
móta opinbera stefnu sína á
sviði geimvísinda. Áætlunin
gerði ráð fyrir skipulegri og
hægri sókn út í geiminn, er
mætti ekki fara út fyrir þau
mörk, sem heildarátak þjóðar-
innar á öllum sviðum vísinda
setti.
NASA féllst á þessa áætlun
að mestu leyti, og árið 1960
dkýrði stofniundin frá 10 ára geim
vísindaáætlun sinni, þar sem
meðal annars var gert ráð fyrir
mannaferðum til tunglsins laust
eftir 1970. En er hér var komið
sögu fóru ýmsir áhrifamenn að
gagnrýna fyrirætlanir NASA,
og hin áhrifamikla vísinda- og
geimraninsáknanefnd Fulltrúa-
deildiar Þjóðþingsiinis taldi þær
„eíkki ganga niágu langt“. Undir
rát þessarar gagnrýni var sá átti,
að Rússiar stæðu Bandaríkja-
mönnum framar í smíði hernað-
arlegra eldflauga og sú fullyrð
ing landvarnaráðuneytisins, að
með eldflaugum á tunglinu
mætti drottna yfir heiminum.
Nú er vitað að þessi ótti var
með öllu ástæðulaus. Eldflauga
bilið svonefnda var þjóðsaga og
kenning landvarnaráðuneytis-
ins vitleysa.En hvort tveggja
var mikið hitamál í baráttu Nix
ons og Kennedys fyrir forseta-
kosningamar í árslok 1960. Báð
ir hvöttu til þess að könnruin
igeimisinis yrði hraðað (Nixon
lagði áherzlu á hernaðrhliðina,
Kennedy á friðsamlega hagnýt
ingu geimsins) en á þessu stigi
vildi Kennedy greinilega skipu
lega og sveigjanlega framsókn
í samræmi við skoðanir Eisen-
hower-stjórnarinnar og lang-
flestra vísindamanna.
Um þetta leyti voru bornar
fram tvær kröfur um, að flana
ekki í tunglferðir. Skömmu áð-
ur en Eisenhower forseti lét af
embætti varaði stefnumála-
nefnd hans við því að
Bandaríkjamenm létu „dragast
vegna þjóðarígs út í óhóflegar
áætlanir, sem mundu dreifa fjár
magni og hæfileikum frá áætl-
unum, sem væru jafnmikilvæg-
ar og mikilvægari." Og eitt
fyrsta skjalið, sem Kennedy
fékk á skrifborð sitt eftir valda
töku sína, var ítarleg sundur-
liðun á því hvað sitja ætti í fyr-
irrúmi á sviði geimvísinda. Þessi
skýrsla var eftir nefnd undir
forsæti helzta vísindaráðunauts
hans, Jerome Weisnens lagði
verðrar gagnrýni gætti í nefnd
arálitinu. Nefnd Weisners lagði
að vísu til, að smíði hernaðar-
eldflauga yrði aukin, en hvatt
til þess að Mercury-áætluninni
yrði gert lægra undir höfði þar
sem hún „ýkti“ aðeins eina hlið
geimvísinda.
Þessi skýrsla var öllum ofair
lega í huga þegar efnt var til
úrslitafundar dagana 22. og 23.
marz 1961 — aðeins tveimur mán
uðum eftir að Kennedy hélt
hiraa sögulegu þingræðu sína
þar sem hann hvatti til þess að
maður yrði sendur til tungls-
ins innan tíu ára — til þess að
ákveða fjárveitingar nýju
stjórnarinnar t il geimvísinda.
Forsetinn sat hluta fundarins,
og þótt hann héldi því fram að
Bandaríkjamenn yrðu að standa
öllum öðrum þjóðum framar í
meiriháttar geimvísindatilraim-
um, tóku sérfræðingarnir yfir-
leitt lítið mark á orðum hans.
Fundurinn ákvað, að gerð
skyldi áætlun um aukna eld-
flaugasmíði, en sú áætlun náði
hámarki með Satúrnusi V, og
fresta ákvörðunum um Apollo-
áætlunina um mannaferðir til
tunglsins þar til rækilegri at-
hugun hefði verið gerð.
Skömmu síðar var hvatt til
þess í annarri mikilvægri
skýrslu — að þessu sinni frá
Þjóðarvísindaakademíunni —
að könnun tunglsins og reiki-
stjarraairaraa yrði lokaimaríkimið-
geimvísindaáætlana Bandaríkj-
■amrna. í skýralunrni sagði, að
mannaðar konnunarferðir ættu
að gegna mikilvægu hlutverki.
En ölluim hugmyraduim um skjót
ar og áhrifamiklar áætlanir var
visað á bug.
Þá gerðist það að sjálfstraust
Bandaríkjamanna varð aftur
íyrir áfalli. Hinn 12. apríl 1961
skutu Rússar Yuri Gagarin á
braut, og varð hann þar með
fyrstur manna til þess að fara
út í geiminn. Á blaðamanna-
fundi sama dag lét Kennedy
aftur í Ijós þá skoðun sína, að
hann gæti ekki sætt sig við það
að Bandaríkjamenn „stæðu
Rússum að baki á sviði geimvís-
inda.“ Þetta hlýtur að hafa vex
ið einstaklega þungbær og
raunaleg stund — því að skjóta
átti fyrsta mannaða geimfari
Bandaríkjamanna á loft aðeins
nokkrum vikum síðar (sú ferð
var að vísu ekki eins áhrifa-
mikil og för Gagaríns).
En önnur áhættufyrirtæki
voru einnig í aðsigi. Einni viku
eftir ferð Gagaríns var innrás-
in á Kúbu, er lauk með hrak-
förunum í Svínaflóa, gerð með
stuðningi Bandaríkjamanna.
Nýja forsetanum fannst nú
kalda stríðið býsna hráslagalegt.
Hann greip fljótt til sinna ráða.
Hinn 20. apríl skipaði hann
Johnson varaforseta að ganga
úr skugga um á hvaða sviði
geimvísinda Bandaríkjamenn
hefðu góða möguleika á því að
fara fram úr Rússum og hve
mikið það mundi kosta. Daginn
eftir sagði haranblaðamörarauim:
„Við verðum að íhuga hvort nú
liggja fyrir einhverjar áætlanir,
sem eru vænlegar til þess að
gera okkur að frumherjum £
geimafrekum, hver svo sem
kostnaðurinn verður . . . Ef við
getum komizt til turaglsins á urad
an Rússum, ættum við að gera
það“.
Andrúmsloftið var að breyt-
ast. Þegar Johnson talaði við
helztu geimvísindaráðunauta
stjórnarinnar kom upp úr kaf-
inu, að þótt Rússar gætu senni-
lega orðið fyrri til að senda
menn umhverfis tunglið, þá
þyrftu báðir aðilar nýtt „þró-
unarstig" eldflauga til þess að
láta mann lenda á tunglinu.
Bandarikjameran voru aðvinma
að smíði slíkra eldflauga, svo að
enn var möguleiki á því að
vinna fyrstu verðlaun — að
senda mann til tunglsins, John-
son kynnti sér einnig skoðanir
nokkurra áhrifamikilla stjórn-
málafréttaritara og kaupsýslu-
manna, og undirtektirnar voru
jákvæðar. Herforingjar féllust á
að þetta gæti verið tæknilega
mögulegt. Og áður en timi gafst
til að kanna viðhorf fleiri aðila
var Alan Shepherd komið á
braut yfir Atlantshafi.
Flug Shepherds 5. maí var
tæknilegur sigur, þótt það stæði
aðeins einn stundarfjórðung, og
bandaríska þjóðin fagnaði af-
rekinu af alhug. En sennilega
gerðist það of seint til þess að
hafa ýkja mikil áhrif á atburða-
rásina. Helgina 6.—7. maí var
mælzt til þess á sameiginlegum
fundi NASA og landvarnaráðu-
neytisins, að fjárveitingar til
NASA á næsta fjárhagsári yrðu
auknar um 549 milljónir dollara,
og £ fyrstu viku maí lagði Vis-
inda- og geimrannsóknanefnd
fulltrúadeildarinnar, til að heild
arframlög til geimvísinda yrðu
aukin um 1.418 milljónir — 130
milljónir dollara fram yfir það
sem stjórnin hafði farið fram á.
Jarðvegurinn hafði verið
rækilega undirbúinn er Kenne-
dy flutti ræðu sína 21. maí. En
það var £ þessari ræðu sem þvf
var afdráttarlaust lýst yfir, að
lending manns á tunglinu væri
meginmarkmið og tímasetningini
ákveðin — „fyrir lok þessa ára
tugs“. Eftir þetta var ekki hægt
að snúa við.
Eins og venja er til urðu báð
ar deildir þingsins að sam-
þykkja ákvörðun Kennedys, eö
það var aðeins formsatriði. Um-
ræðurnar voru með eindæmum
stuttar. Engir vísindameraitl
voru í hópi þeirra sérfræðinga,
sem kallaðir voru sem vitni
(ekki einu sinni fulltrúar £ vis-
indaráðgjafanefnd forsetans),
og heldur engir kaupsýslumenn
eða fulltrúar verkalýðssamtak-
anna. Yfirheyrslur öldungadeild
arinnar stóðu þrjá daga, og
mættu aðeins fimm nefndar-
manna af 15 fyrsta daginn og
síðasta daginn var ekki bókað
það sem vitnin höfðu fram að
færa.
Þannig hófust Bandaríkja-
menn handa um kostnaðarsam-
asta, og margbrotnasta fyrir-
tæki vorra tíma eftir minni um-
ræður en urðu £ Þjóðþinginu
Skömmu síðar um áætlun um
rottueyðiragar.
Núna virðist þetta ef til vill
löngu liðið og kannski varða
litlu nú þegar tunglferðaáætl
unin nær hámarki. En vert er
að minnast þess, þegar Arm-
strong og Aldrin stíga fyrstir
manna fæti á tunglinu, að til-
viljim ein réð þvi að þeir kom-
ust þangað.