Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 11
MORCiUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚL.Í 1009 11 athugun á öllum tækjum ferj- unnar, fá tunglfararnir leyfi tU að borða og hvílast, í 4 klst. Hugsanlegt er, að hvítdartím- inn verði styttur, ef tunglfar- arnir verða orðnir mjög eftir- væntingarfullur, og telja sig ekki geta notið hvíldarinnar þess vegna. Ef svo fer, stígur fyrsti maðurinn á tunglið nokkr um klukkustundum áður en fyrirhugað var. Hér á eftir verður miðað við upphaflegar tímaákvarðanir. Ráðgert er að geimfararnir verði vaktir kl. kl. 02.58 eftir ísl. tíma aðfara- nótt mánudagsins, og fá þeir síðan klukkustund til að mat- ast. Kl. 03.58 taka Armstrong og Aldrin að klæðast hinum þunga og margbrotna búningi, sem dvölin utan tunglferjunn- ar krefst. Tunglfararnir verða um tvær klukkustundir að kom ast i búningana. Síðan setja þeir á sig bakpoka með ýms- um tækjum. AIIs vegur útbún- aður þeirra 82 kg. á jarðar- visu, en á tunglinu vegur hann aðeins M þeirra þyngdar. Kl. 05.58 er ráðgert, að loft- þrýstingurinn inni í tunglferj unni verði minnkaður og jafn- aður þrýstingnum útj fyrir, en það er nauðsynlegt til þess að takast megi að opna dyr ferj- unnar. (sjá grein um tunglbún- inginn á bls. 13). 39. FYRSTU SKREFIN Á TUNGLINU. Þegar dyrnar, sem eru fremur þröngar, hafa ver- ið opnaðar, leggur Armstrong að stað út úr ferjunnL Vænt- anlcga kl. 06.12. Hann getur átt í nokkrum erfiðleikum með að komast út vegna þess hve fyrir ferðarmikill tunglbúningur hans er. Bakpokinn gerir það að verkum, að tunglfarinn lík- ist mest skjaldböku, sem geng- ur á afturfótunum. Armstrong staðnæmist á litlum palli utan við dyr tunglferjunnar, snýr sér við, og tekur að feta sig aftur á bak niður stigann, sem tengdur er einum þeirra fjög- urra „fóta“, sem tunglferj- an hvílir á. Talið er, að Armstorng renni fremur en gangi niður stigann. Undii fætinum er pallur, og þar stað næmist Armstrong. Varlega rétt ir hann vinstri fótinn út af pall inumi, en heldur sér fast stig- ann á meðan, ef hugsast gæti, að tunglið væri ekki eins fast undir fæti og geimvísindamenn Bandaríkjanna telja. En hafi vísindamennirnir rétt fyrir sér, stígur Armstrong hægra fæti út af pallinum og sleppir stigan- um. Hann reynir að ganga nokkur skref til þess að sann- færa sig og aðra menn um, að unnt sé að hreyfa sig á tungl- inu. Fregnir af ævintýri Arm- strongs berast til jarðar jafn ótt og það gerist. Hann hefur senditæki í bakpokanum, og inn í glæra hjálminum hans er hljóð nemi, sem hann talar í. Sendi- stöðin í tunglferjunni magnar orð Armstrongs svo mikið, að þau ná til jarðarinnar. 40. JARðARBÚAR FYLGJAST MEð ARMSTRONG. Armstrong lýsir yfirborði tunglsins, og dýpt fótspora sinna. Ef sporin verða ekki fyr ir loftsteini, verða þau enn sjá anleg eftir 500 þús. ár. Arm- strong lýsir umhverfi sínu nán Teikningin sýnir hið sögulega augnablik, þegar Armstrong stígur fæti á tunglið fyrstur manna. 44. TÆKJUM KOMIð FYRIR Aldrin gengur nú aftur að birgðageyms>u tunglferjunnar og tekur fram tæki, sem nota á til að reyna að ná efnisögn- um, sem berast frá sóiinni. Þegar hann hefur lokið við að koma því fyrir, tekur hann verkfærakassa út úr tunglferjunni. Kassinn inni- heldur m.a. hamra, tengur og ýnaislegt fleira, sem tunglf.arar nir nota við söfnun sýnishorna. Vegna þess hve búningur þeirra er stífur, geta þeir lítið beygt sig, og því eru tengumar nauð synlegar. Armstrong nær í tvo kassa, sem nota á til að geyma sýnishornin í á leið til jarðar. Kassamir verða lofttæmdir þeg ar þeim er lokað og ekki opn aðir aftur fyrr en i sérstöku lofttómu herbergi í ranusóknar stöðinni í Houston. Er þetta gert vegna þess, að kæmist innihald kassanna í snertingu við and- ar. í«að er morgunn á lending- arstaðnum, sólin er lágt á lofti, hún virðist minni og skærari en séð frá jörðinni. Á tunglinu er ekkert gufuhvolf til þess að draga úr hita sólargeislanna. En tunglförunum er ólhætt þótt hitinn verði mikill. Hvíti bún- ingurinn endurkastar mestu af sólarljósinu, og auk þess er í honum kælibúnaður með vatni, sem haldið er nálægt frost- marki. Armstrong horfir til himins, þar sér hann jörðina græna, hvíta og bláa í svört- um geimnum nokkur hluti henn ar er hulinn myrkri. Sjóndeildar hringurinn er aðeins um 2.5 km frá Armstrong, þar sem hann fetar sig varlega áfram í námd við tunglferjuna. Að sjálfsögðu eru súrefnis- birgðir í tunglbúningnum, og ráðgert er, að þær endist í 4 klukkustundir. Súrefniskerfið gengur fyrir rafhlöðum, eins og kæli og þrýstikerfi búnings ins. Ef súrefniskerfið brygðist, er lítiU vai-ageymir í bakpok- anum með nægiiegu súrefni til hálfrar klukkustundar, en sá tími ætti að nægja geimförun- um til þess að komiast aftur inn í tunglferjuna. 41. ÖRYGGI. Lítil hætta er á, að Armstrong verði fyrir slysi þar sem hann gengur fyrstu skrefin á tunglinu. Þrýstings- kerfið í tunglbúningnum á að vama því. Búningurinn er ín.a. gerður með það fyrir aug- 'um, að hann láti ekki undan þótt smæstu loftsteinar lendi á tunglfaranum. Flestir loftstein anna, sem falla á yfirborð tunglsins eru svo örsmáir, að Mynd tekin úr stjórnfari Apo Uos—10. Sýnir hún tunglferj una á sveimi yfir fyrirhuguðum lendingarstað „Arnarins“ á Hafi rósemdarinnar. hið seiga efni tunglbúningsins þolir þá. Seigla efnisins á einn- ig að ver,a nægileg til þess, að búningurinn rifni ekki, þótt tunglfaramir hrasi, að minnsta kosti meðan þeir em að venj ast því að ganga um á tur.gl- inu þar sem þyngd þeirra er H minni en á jörðinni. En þeir, sem teiknuðu búningana þeirra, fullyrða, að þeir séu of og höfðu umsjón með gerð stífir til þess að hugsanlegt sé að tunglfararnir handleggs- eða fótbrotni. 42. STÖRFIN HAFIN Armstrong heldur áfram að segja frá því, sem fyrir augun ber, meðan Aldrin stendur í dymm tunglferjunnar og læt- ur myndavél síga niður til hans í bandi. Armstrong festir mynda vélina, sem er sjálfvirk, um háls sér. Því næst gengur hann að hólfi einu í tunglferjunni, þar sem ýmis verkfæri eru geymd, og opnar það. Hann dregur fram einskonar skóflu og plastpoka. Hann skóflar upp jarðvegssýnishornum, og lýsir þeim um leið og hann lætur þau detta niður i pokann. Hann lokar jiokanum og stingur honum í vasa á tunglbúningi sinum. Ef óvænt atvik neyddi tunglfarana til þess að yfirgefa áfangastað sinn í flýti, hefðu þeir að minnsfa kosti þetta jarð vegssýnishorn. Armstrong tek- ur nú myndir af yfirborði tunglsins og tunglferjunni. Hann segir jafn óðum frá því, sem hann aðhefst og jarðar- búar fylgjast með. 43. TVEIR MENN Á TUNGLINU. Aldrin klifrar nú út úr tunglferjunni og Arm- strong beinir myndavélinni að honum meðan hann fer niður stigann. Þá hefur Armstrong verið einn á tunglinu í 26 min- útur. Fyrsta verk Aldrins er að sækja þrífót í verkfærageymslu tunglferjunnar. Hann hafði með sér Utla sjónvarpsmyndatökuvél úr tunglferjunni og nú gengur hann rúmilega 10 metra frá henni og setur myndavélina á þrifótinn. Tekur vélin síðan myndir af tunglferjunni, tungl- förunum við störf, og umhverf- inu. Tunglfararnir ganga úr skugga um, að tunglfcrjan hafi ekki laskazt í lendingunni. Mest hætta er á, að leki komist að súrefniskerfinu eða eldsneytis- geymunum. Ef þetta gerist, verða tunglfararnir að freista þess að skjóta ferjunni á loft þegar í stað og reyna að tengja hana stjórnfarinu á ný. Reynist allt í góðu lagi, halda tungl- fararnir áfram störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.