Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLf 1*960 Hverfisgötu 101, Simi cftir lokun 31160. B!Ul IBA magimOsar 4KIPHOLTI2V SÍMAR 21190 eftir Íokvn »imi 40381 B(LALEIGANFALURHF car rentalservice © 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Steypustöðin ÍT 41480-41481 VER BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu SAMKOMUR Kristileg samkoma í félagisheimiliin'U (við Hlaðbæ og Rofabæ í Árbæjar+iverftnu) á sunoudaginn 20. júlf kl. 4,30 e. h. AWr velkom-nif Cafvin Casselman, Eldon Knudsen tala. Einangrun G6ð plasteinangrun hefur hita- leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaie.ðni, en flest ðnn- ur einangrunarefni hafa þar á meðal gleiull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefn? gerir þa i. ef svo ber undir, að mjög lélegrí emangrun. Vér hö'um fyrstir allra, hér á landi, ‘ramlaiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og fram leiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Ármúla 26 — sími ''0978. 0 „Barn mitt var bitið af hundi“ „Móðir í Reykjavik" skrifar: „Kæri Velvakandi: Vegna umtals og áróðurs ein- hvers fólks, sem endilega vill fá að eiga hunda, sér ef til vill til einhverrar ánægju, en ótal öðrum til skapraunar, langar mig til þess að biðja þig að birta eftirfar- andi: Fyrir nokkrum árum var fjög- urra ára gamall sonur okkar hjón anna að leika sér á túnbletti hér í bæ. Við fengum aldrei nákvæm- lega að vita, hvað gerðist, en ég vissi ekki fyrr en hann stóð titr- andi af ekka og hræðslu hjá mér í eldhúsinu og kom fyrst engu orði upp. Svo kom eldri telpa inn og sagði, að hundur hefði bit- ið drenginn í fótinn. Reyndar mun það varla hafa verið annað en glefs, þvi að mjög lítið sá á fætinum annað en þrjú eða fjög- ur grunn sár, sem blóð vætlaði úr. Hins vegar var drengurinn al- veg mfður sín í marga daga á eftir, þorði ekki út að leika sér, hrökk upp á nóttunni með and- fælum og sagði, að hundurinn væri að bíta sig. Við komumst að því, hver hund inn átti, en áður en við snerum okkur til lögreglunnar höfðu eig endurnir samband við okkur hjón in og næstum grátbáðu okkur um að kæra ekki. Hundurinn væri þeim svo mikils virði, þetta hefði aldrei komið fyrir áður, hann væri einstaklega vel upp alinn, drengurinn eða önnur börn hlytu að hafa verið að stríða hundinum, o.s.frv., svo að við létum kyrrt liggja- Það hefðum við þó liklega ekki Aukið viöskiptin — Auglýsið — Bezta auglýsingabiaðið átt að gera. Drengurinn er nú orðinn átta ára gamall, en hann er svo hræddur við hunda, að það er alger móðursýki. Hann neitar að fara í sveit af því að þar eru hundar, og grætur svo mikið, sé á sveitardvöl minnzt, að við get- um ekki fengið okkur til þess að láta hann fara. Ég hef séð hroll fara um hann allan við það eitt að sjá mynd af hundi i blaði. Og dreymi hann illa, þá finnst honum alltaf, að hundur sé að bíta sig í fótinn. Hver er skaðabótaskyldur i svona tilfelli, ef drengurinn er andlega skaddaður fyrir lífstíð? Er of seint að fara í mál út af svona löguðu (með vottorð sál- fræðings upp á vasann) ? Barnið mitt var bitið af hundi, og ég óska þess einlæglega, að sem fæstir foreldrar og böm þurfi að stríða við sömu áhyggj- ur og við. Góðir menn! Hugsið ykkar gang! Móðir í Reykjavík". 0 Börnin grétu í Eyjum „Hundavinur i Eyjum“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Tilefni þessa bréfs er grein eft ir frú Guðrúnu Símonar, sem birt ist í Morgunbl. 13. júlí sl. Þar minnist frúin á hundahald hér á landi meðal annars. Margir eru mér eflaust sammála um, að það þurfi sem fyrst að breyta þess- um fáránlegu lögum, og vii óg í því tilefni segja frá smásögu eða réttara sagt reynslu í því efni, þó að ég búist ekki við að vera ein um það að sjá eftir saklaus- um hundi, sem ekkert hafði til saka unnið annað en vera hund- ur. Bjartsýni er flestum í blóð borin, býst ég við, að minnsta kosti var ég svo bjartsýn að fá mér svolitinn hvolpsanga, sem varð fljótlega eftirlæti allrar fjöl- skyldunnar. Þetta litla kríli var svo ósjálfbjarga að heimilisfólk- ið varð að gefa honum að drekka úr pela og var það strax mjög vinsælt verkefni, þó einkum hjá dætrum okkar, og reyndar fleir- um. Fullorðið fólk hefur ekki síð ur yndi af að hafa dýr £ kring um sig en böm. En, sem sagt, það vofði alltaf sá ótti yfir að við yrðumáð láta þetta skemmti lega dýr frá okkur, vegna þess að hundahald var bannað. Og svo dundi reiðarslagið yfir, þegar hvolpurinn var 4ra eða 5 mán- aða hafði lögreglan samband við manninn minn vegna allsherjar herferðar gegn hundum hér í bæ. Jú,jú mikil ósköp við þykjumst vera löghlýðnir borgarar og allt það, og hundurinn varð að fara. En börnin grétu, ég sjálf ekki minna, og nú segi ég: Hundaeig- endur og þeir, sem vilja hafa hunda á heimilum sínum: Mynd- ið með ykkur samtök og látið ekki þessa tryggu vini frá ykkur fara, hvað sem á gengur. Vegna þess að fyrr en seinna hlýtur þessum ólögum að verða breytt. Og engum lái ég, þótt hann streit ist á móti því að láta lóga hundi sem hann hefur alið upp — þótt hundahald sé bannað. Með fyrir- fram þökk fyrir birtinguna. Hundavinur i Eyjum“. 0 Áfengisneyzla unglinga 17 ara piltur í Reykjavík, B. Sig- mundsson, skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Með þökk fyrir fyrri velvild yðar, leyfi ég mér að óska enn á ný birtingu hugleiðinga minna: Eftir síðustu hvítasunnu var mikið rætt og ritað um drykkju unglinga á Þingvöllum. Og ekki bætti úr skák, að á 25 ára af- mæli lýðveldisins voru 12 ára börn dauðadrukin í miðbænum, og settu svartan blett á annars vel heppnaða hátíð. Þá var þegar í stað farið að tala um, bæði í útvarpi og blöðum, hvernig börn in næðu í vín. En enginn spurði: Hvers vegna? Vissulega er það ámælisvert að útvega unglingum áfengi. En hvers vegna sækjast þau eftir víni? Foreldrar og aðrir uppalendur ættu að líta í eigin barm. Þar er orsökina að finna. Flestir krakk- ar kynnast áfengisneyzlu í ein- hverri mynd í uppvextinum, ým- ist innan eigin heimilis eða skyld menna sinna. Oft er svo, að áfengi er haft um hönd við öll hátíð- lag tækifæri innan fjölskyldunn- ar, og er talið sjálfsagt. „Full- orðnir eru fyrirmynd barnanna". Og hver er afleiðingin? Hún er sú, að barnið fær þá hugmynd að sjálfsagt sé að hafa áfengi um hönd þegar tækifæri gefst til. En auðvitað er þetta ekki algild regla þvl að oft koma verstu krakk- amir frá beztu heimilunum. Þá kemur áfengisneyzla sem eins konar uppreisn gegn kreddum og gamaldags hugsunarhætti foreldr anna. En aðalástæðan er sú, hvaðan svo sem börain eru upprunnin, að þau vilja skemmta sér á sama hátt og þau vita að fullorðnir gera. Þau vita að fullorðnir fara ekki á dansleiki án þess að bragða vín. Og til hvers á æska lands ins að hafa fyrirmyndir, ef ekki til að hegða sér eins? Nokkrir veitingastaðir hleypa inn unglingum allt niður í 17—18 ára. Og þegar inn er komið er barinn það fyrsta sem þeir koma auga á. Þeir sjá félaga sína og jafnaldra kaupa sér einn „léttan“ á barnum. Barþjónarnir eru yfir leitt ekki mjög heimtufrekir á nafnskírteini, og hvað er þá til fyrirstöðu? 0 Ekki hvemig, heldur hvers vegna Jafnvel „góðu börnin" geta fall ið í freistni. Að vísu kemur svo- kallað „eftirlit" í stutta heimsókn en þá eru unglingarnir beðnir að bíða augnablik, „þangað tU eftir litið er farið“. En hverju líta þeir eftir veit ég ekki, því þeir fá sér kaffisopa í eldhúsinu, ganga ef til vill einn hring um salinn (að visu sums staðar nákvæmari). síðan eru þeir farnir. „Eftirlit’T Meðan ástandið er svona, þýð- ir ekki að vera að eltast við hvernig unglingar ná £ v£n, því það er enginn vandi, heldur hvers vegna. Það þarf að uppræta þær ástæður sem leiða til þess að börn og unglingar fara að neyta áfeng- is. Það verður að byrja á þeim „fullorðnu" því þeir eru fyrir- mynd barna sinna. Það er ekki til neitt það „unglingavandamál" sem ekki má rekja beint til full- orðna fólksins. 0 Flaska í svefnpokanum Nú er verzlunarmannahelgin framundan. Ég vil hvetja for- eldra til þess að athuga farang- ur barna sinna. Því það er stað- reynd að foreldrar þekkja sízt sín eigin börn. Þrátt fyrir það að þið segið: „Mitt barn gerir aldrei neitt svona lagað“, er sá mögu- leiki fyrir hendi, að blessað bara ið hafi falið brennivínsflösku í svefnpokanum. Það þarf að byrgja brunninn áður er barnið er dott- ið ofan í hann. (Að síðixstu, gott fólk, þá vil ég taka það fram að ég er ekki móðursjúk kerling, heldur 17 ára Reykj avíkurunglingur). B. Sigmundsson". NÝJUNG I SPÁNARFERÐUM 75 dagar á Spáni með eigin bíl kr. 11.500.— 1. flokks hótel eða glæsilegar nýtízku íbúðir — einkabað, svalir — sundiaug — og bezta baðströnd Spánar. Kynnizt hcillandi fegurð Suður-Spánar á ferða- lagi með góðum félögum í eigin bíl. Eftir rúm- TIL ÍTALlU: Cattolica og Róm/Sorrento um London — 17. og 31. ágúst. TIL COSTA BRAVA: Lloret De Mar um London — 20. júlí, 24. ágúst. TIL BÚLGARlU: Gullna ströndin um London — 12. september. TIL COSTA DEL SOL: Torremolinos — 8. og 22. ágúst, 5. og 19. sept., 3. okt. 25% FJÖLSKYLDUAFSLÁTTUR. lega 4ra stunda þægilegt þotuflug frá íslandi lend ið þið í Malaga á miðri Sólarströnd Spánar, þar sem nýr bUl bíður, og þið eruð frjálg eins og fuglinn fljúgandi. Allt í kring eru fegurstu og merkustu staðir Spánar, með suðræn ævintýr. Aðeins fá sæti til ráðstöfunar. Brottfarardagar: 8. og 22. ágúst, 5. og 19. september. (Söluskattur innifalinn) Ferðaskrifstofan ÚTSÝNARFERÐ ER URVALSFERÐ FTRIR VÆGT ^^UTSYN COSTA BEL SOL - BEZTA BAÐSTRÖND EVRÓPO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.