Morgunblaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 7
MORGUNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ H969
7
Hundar eru trygglr vinir
Á síðustu strlðsárunum kynntist
ég brezkum Majór, John Lee,
sem hafði eignazt hvolp af
skozku og íslenzku kyni. Kall-
aði hann hvolpinn Snygg.
Skömmu eftir, að hann fékk
hvolpinn, frétti hann lát föður
síns, en hann var búsettur i Suð
ur-Afriku og átti þar miklar
eignir.
Fékk majorinn fri til að ráð-
stafa eignum föður sins og hað
hann mig að geyma Snygg á
meðan. Mælti hann svo fyrir ef
hann kæmi ekki aftur, mætti ég
eiga hvolpinn, en ekki láta
hann til annarra. og lóga honum
að öðrum kosti. Fór svo að maj
órinn kom ekki til íslands aft-
ur. En i bréfi, sem hann skrif-
aði mér, sagðist hann fara til
N.—Afríku og frétti ég síðar að
hann hefði fallið þar.
Auðvitað þótti mér og allri
fjölskyldunni svo vænt um hvolp
inn, að ekki kom til mála að
lóga honum. Ólst hahn svo upp
hjá okkur, en var sérstaklega
hændur að sonardóttur okkar,
sem var þriggja ára. Ef hann
ekki fylgdi mér, sem hann oft-
ast gerði, þá lá hann á palli
fyrir utan forstofudyrnar. Lóð-
in var nokkuð stór og vel girt
og þegar Ragnheiður litla kom
út, stóð Snyggur upp og fylgdi
henni og ef hún settist niður,
lagðist hann hjá henni og beið
þar til hún stóð upp. Ef hún
nálgaðist hliðið á girðingunni,
þá stanzaði hann og gelti þar
til konan mín kom út.
Þegar ég byggði Sundhöllina
á Seyðisfirði, vann hjá mér raf
virki, sem átti langt í mat og
ók hann alltaf á hjóli úr og í
mat. Svo bar til einn dag, að
hjólið hans bilaði og lánaði ég
honum þá mitt, því að ég átti
skammt að fara. Þegar hann
kom aftur, sagði hann: „Þetta
er meiri fjandans hundurinn, sem
þú átt. Hann fylgdi mér alla
leið heim hágeltandi, og svo lá
hann hjá hjólinu, þegar ég kom
úr mat og fylgdi mér sígelt-
andi, þar til ég skilaði hjólinu
á sama stað og ég tók það, og
nú liggur hann þar.“
Ég mátti eiga víst, ef ég fór
á hjóli eða bíl, að Snyggur fann
hvort sem var, og lá þar hjá,
þegar ég kom að, ef ég var
ekki á ferð, annars gerði hann
vart við sig með gelti.
Eitt sinn fórum við hjónin
norður til Húsavíkur að heim-
sækja dóttur okkar, sem bjó þar
og báðum við vinkonu okkar
að sjá um Snygg á meðan.
Hann fékkst aldrei til að fylgja
henni heim og varð hún alltaf
að færa honum matinn, en Snygg
ur lá alltaf við forstofudyrnar,
þó að hann auðvitað hefðiskjól,
sem hann lá alltaf í á næturnar.
Eftir vikutíma komum við hjón
in aftur heim með áætlunarbíl,
og fór þá vinkona okkar, ásamt
annari konu, að taka á móti
okkur og gengu þær götu, sem
lá meðfram lóðinni. Lá Snygg-
ur þá, sem vanalega við for-
stofudyrnar, en þegar hann sá
þær uppi á götunni, stóð hann
upp og fylgdi þeim þangað, sem
bíllinn var vanur að stanza og
lagðist þar á gangstéttina en
konurnar löbbuðu fram og til
baka, þar til bíllinn kom. Stóð
þá Snyggur upp og byrjaði að
dingla rófunni. Konan mín kom
út á undan mér, og fagnaði
hann henni vel, en stóð svo og
veið við dyrnar á bílnum, þar
til ég kom út, hoppaði hann þá
upp um hálsinn á mér og dans-
aði í kringum mig, með gelti og
fagnaðarlátum.
Ég las nýlega í blaði, að
„stórborgin" Reykjavík væri eina
stórborgin á Norðurlöndum, sem
bannaði hundahald. Það
stendur einhvers staðar, að „ein
dæmin séu verst“, og sannast það
hér. Það veit enginn, hvers börn
fara á mis við að umgangast
ekki skepnur, ekki sízt hunda,
en auðvitað á að hafa þá í
bandi, þegar farið er með þá út
á götu.
— Jón Vigfússon
Borgarhol.sbraut 60
Góðir vinir
Hundavinafélagið
endanlega stofnað
á þriðjudagskvöld
Þriðjudagskvöldið 22. júlí verð-
ur haldinn framhaldsstofnfundur
Hundavinafélagsins í súlnasal Hót-
el Sögu og hefst hann kl. 8.30. Eins
og kunnugt er af fréttum var fyrsti
fundur félagsins haldinn í Hafnar-
firði s.l. mánudagskvöld. Mættu þar
um 400 manns, og gengu rösklega
200 strax í félagið. Ráðgert er, að
félagssvæði félagsins verði Hafnar-
fjörður, Garðahreppur, Kópavogur
og Reykjavík ásamt nágrannahrepp
um. Síðar má búast við, að fleiri
félog til verndar hundum verði
stofnuð víðsvegar um allt land. Á
fundinum á Hótel Sögu á þriðju-
dag, verður endanlega gengið frá
lögum félagsins, og kosin stjórn
þess. í ráði er einnig, að þarna
verði fluttur fræðilegur fyrirlestur
um hundahald, og hundaeigandi
segir frá samskiptum sínum við
þetta trygga húsdýr.
Verður nánar sagt frá þessu í
þriðjudagsblaði. Allir eru velkomn
ir á fund þennan, og geta menn á
staðnum gerzt félagar og verður
tekið á móti félagsgjöldum en það
hefur verið ákveðið kr. 100.00 Af
fyrri fundarsókn í Hafnarfirði má
ráða, að Reykvíkingar og menn úr
nágrenninu muni fjölmenna á þenn
an fund á Hótel Sögu á þriðju-
dagskvöld kl. 8.30.
Notið
sjóinn
og sólskinið!
Fjöllin á tunglinu
í TILEFNI af tunglför Apollo 11, birtum viff hér all sérstaeffa mynd,
sem Annar Þórhallsdóttir tók af sólmyrkvanum 30. júní 1954. Var
hún meff kassavél í Austurstræti og beindi henni aff sólu. Skyndi-
lega bar tunglið fyrir, milli sólar og jarffar, og sá Anna þá tungl-
fjaU á tunglinu og smellti af því mynd. Menn greina þetta fjall bezt
meff því aff skoffa myndina aff ofan á hvolfi. Anna hefur staffiff
í sambandi viff stjörnufræffinga út um allan heim vegna myndar-
innar, og telja þeir flestir, aff vel geti veriff, aff fjall þetta hafi ver-
iff í jaffri tunglsins, þegar þaff sveif framhjá. Fjalliff líktisf mjög
hinum kunnu hringgígjum á tunglinu. Nákvæm tímasetning, þegar
Anna tók myndina, er kl. 1.30 eftir hádegi 30. júní 1954.
VIÐARÞILJUR
Eik 250 x 24 cm
Cullálmur 250 x 24 cm
Spónlagðar með úrvals spæni, tvílakkaðar með plastlakki.
Hagkvæmt verð, úrvals vara.
Timburveizlunin Völundur
Skeifan 19. Sími 18430 og 36780.
ATIKA
steypuhrœrivélar
fyrirliggjandi.
A. WENDEL H.F.
Sörlaskjóli 26. — Sími 15464.
Hljóðaus W.C.-kassi.
nýkomið: W.C. Bidet
Handlaugar Baðker
Fætur f. do. W.C. skálar & setur.
Fullkomin varahlutaþjónusta.
Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra
Einkaumboð fyrir Island
HANNES ÞORSTEINSSON
heildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55.