Morgunblaðið - 12.09.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPT. 1009 Hampiðjan: Sýnir veiðarfœri og kaðla Hannea Pálsson forstjóri Hampiðjunnar h.f., sagði að fyr irtækið mundi vera með sem fjölbreyttust sýinisihorn af fram leiðsluvörunúm. — Við verðum með fiskinet, fiskilínur og kaðla, sagði Hannes. — Færeyingar eiga eina veiðarfæragerð í Klsfkksvík en verða að fiytja inn mest af sínum veiðarfærum. Verðið er vel samkeppnisfært og þar sem Hampiðjan hef- ur ævinlega lagt mikla áherzlu á vörugæði ættum við að standa sæmilega að vígi. Við höfum áð ur selt nokkuð af framleiðslu- vörum okkair til Færeyja, t.d. meðan við vorum með hamp- framleiðsluna. Eins hafa Fær- eyingar keypt töluvert af fiski líraum og teinatógum úr gervi- efnum af okkur nú upp á síð- kastið. — Við gerum okkur það ljóst, sagði Hannes, — að í Fær eyjum er mikill markaður fyrir framleiðsluvöirur okkar, og höf um nú góða von um að sam- vinma takist mil'li okkar og Færeyinga um sölu á vörum okkar þangað. Jón Loftsson hf.: Sýnir hleðslusteina JÓN Loftsison hf sýnir í Fær- eyjutm hleðsiluöteina í útveggi, og kynnir jafnÆramt nýja bygg ingaraðferð varðandi þá. Samkvæmt upplýsingum, er Morgunblaðið aflaði sér hjá Lofti Jónssyná, forstjóra, hófst framleiðsla þessara hleðslu- steina hjá fyrirtækinu úr rauða möl frá Seyðishólum árið 1954, og árið 1962 var hafin fram- leiðsla staðlaðs mátsteins til út veggja húsa úr rauðamöl frá Seyðishólum . „Um byggingaraðferðLna er það að segja, að Jón Kristins- son, arkitekt, vanin fyrir Jón Loftsson hf. ýmsar at'huganir á hentugum aðferðum við hleðslu steinshjs, og hefur hann ritað leiðbeiningabækling um hleðslu húsa. Byggingaraðferðin, sem þar er mælt með byggist á al- gerlega tvöföldum útveggjum úr miáftóteini og mátfhellum úr gjalli frá Seyðisihólum. Gert er iráð fyrir steyptum gólflisitum með raflögnum, bæði undir út- og innveggjium. Hefur það reynzt hentugt, það sem megin- reglan er að veggir séu ekki einangraðir, þó að sú regla sé ekki einlhlít, og aðrar aðferðir komi einnig til greina“, sagði Loftur. Hann sagði ennfrem/ur að þessi byggingaraðferð væri stöðugt að ryðja sér meira til rúms, og áhuiginn fyrir hlöðn- um húsum stöðugt að aukast. „Við höfum fengið pantanir í hleðsilusteánum í fleiri hús núna en í fyrra, þrátt fyrir það að um lægð sé að ræða í bygging- ariðnaðinum. Bendir þetta tví- mælalaust að okkar dómi til aukinna vinsælda þessarar að- ferðar." Guðbergur Guðbergsson, for- stjóri Gos h.f. með sýnishom af framleiðslunni. Cos hf. sýnir: Plastvörur, nagla o.fl. Umboðs- og heildverzlunin Gos h.f., Skipasundi 16, mun senda ýmsar vörur á iðnkynn inguna. Er hér um að ræða plastvörur t.d. hárgreiður, glös og festingar, sem Gos hefur nm boð fyrir. Einnig sendir Gos sýnishorn af eígrin framleiðslu, sem er aðallega naglar, straum- breytar og rafsuðuvéiar. Guðbergur Guðbergsson, for stjóri Gos h.f. segir að fram til þessa hafi fyrirtækið ekki selt neitt af þessum vörum til Færeyja, en hafi hins vegar selt lítið eitt af harðfiski þang- að. Guðbergur telur að með meira rekstursfjármagni mundu sölumöguleikar þeirra í Færeyjum vera mjög miklir. — Ég er viss um að þá gæt- um við selt þangað allt að 150 tonnum af nöglum og fengið góðan markað fyrir aðrar vör- ur, sem við höfum á boðstól- um. -. Islenzk vöru- sýning í Færeyjum UM NÆSTU helgi kynna allmörg íslenzk fyrirtæki varning sinn í Tórshavn í Fær- eyjum og kanna möguleika á útflutningi þangað. Verða þarna m.a. til sýnis margs- konar íslenzkar iðnaðarvörur. — Morgun- blaðið hefur átt tal við forráðamenn nokk- urra af fyrirtækjunum, sem þarna sýna og fara þau samtöl hér á eftir: Vélsmiðjan Héðinn hf.: Byrjunin á markaðs- könnun erlendis VÉLSMIÐJAN Héðinn h.f. mun Færeyjum kynna hraðfrysti- tæki, ísvélar og frystiþjöppur. Marlkús Sv'eámsigon, full'trúi, varð til þesis að gera lesendum Morgunblaðsi ns nokkra grein fyrir þessari framleiðslu fyrir- tækisirns . „Hraðfrystitækin höfum við nú framileitt í ein sjö ár,“ sagði Markús. „Uppisitaða þeirra eru álpönniur, sem við hönniuðum sjálfir á sániuim tímia, en í þesis- um álpönnum er miun meira vökvarými en annars þekkist og þessi miunur styttir frystitím ann uim allt að 20 prs. Hvað verð snertir á hraðfrystdtækj - unum, eruim við nú vel sam- keppnisfær-ir við erlenda fram- leiðandiuir svo kosturinn við ál- pönnurnar okkar er mjög sterkt vopn, Við framl'eiðium nú þrjár gerð ir ísvéla — með átta, þrettán og tuttogu tonma aÆkastagetu á sólanhiring. Haustið 1966 fluitt- um við eina átita-'tonna vél út til Noregs til reynslu og síðan höfum við selt þangað tvær aðr ar vélar. — Á alþjóðlegiri sýn- ingiu í London 1963 vorum við með eina vél og létum hana ganga allan tímann. Svo hag- aði til, að skammt frá sýning- arbás okkar, var bar og varð mjög vinsælt meðal sýningar- gesta að koma til okkar og fá skelís í glösin! — Nú er sam- keppnisaðstaða ísvélanna okk- ar ágæt, t.d. er 20-tonna vélin okkar miun ódýrari em t.d. danskar vélar í sama afkasta- flokki. í Færeyjum ætlum við að kynna tvenns konar frysti þjöppur, stimpilþjöppu og spjaldþjöppu. Stimpilþjappan hefur nú verið lengi á markaðn um en spjaldþjappan er nýrri og okkar spjaldþjappa er mun ódýrari en t.d. spjaldþjöppur framleiddar í Bandaríkjunum. Þessi tilraun okkar í Fær- eyjum er byrjunin á könnun. sem við ætlum að gera til að finna möguleika okkar á er- lendum mörkuðum, en við höf- um t.d. fengið fyrirspurnir frá Spáni, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi." ymmmi ■ ■■ ■ Markús Sveinsson með tvær álpönnur eins og þær, sem eru sterkasta vopn hraðfrystitækjanna frá Héðni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.