Morgunblaðið - 21.09.1969, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 19'69
skulum fara aftur inn í hús,
Jakob.
Þeir hlupu áleiðis til hússins. '
En allt í einu staðnaemdist Dirk
og sagði: — Við skulum ekki
fara inn alveg strax, Jakob. Við
skulum leika, að við séum að
elta hóp af uppreisnarmönnum
árið 1763. Við erum að rekja
sporin til höfuðstöðva þeirra
í hidllirigningu. Við bjóðuim höfuð
skepraunum byrginn, af því að við
erum tveir hraustir van Groen-
wegel, sem hræðast hvorki guð
né menn, eða skítuga þræla.
Hvað segirðu um það?
Jakob, sem skildi svona tal,
samþykkti þetta hiklaust. Hann
glotti og svaraði:_ — Gott! Af
stað með okkur! Á eftir þessum
skítugu uppþotsseiggjum! Við
brennum þá við stjaka þegar við
náum í þá.
— Og við pyndum Atta áður
en við hrennum hann, sagði
Dirk. Eldingar skullu og klofn-
uðu og þrumurnar drundu, rétt
eins og skotið væri af hundrað
byssuim, gegnum ákafan hvin-
inn í regninu. Dirk og Jakob
hlógu í ögrunarskyni og hlupu
í spiretti að runnunum, sem sá
ust óglöggt í vaxandi dimmunni,
handan við appelsínu- og sapo-
dillatréð. Þeir gengu bognir og
þóttust halda á byssurn í hönd-
unum.
Graham, sem stóð inni í for-
skálanum, kom auga á þá og
kallaði: — Þarn.a eru þeir,
Dihk og Jakob! Hvert geta
þeir verið að fara í þessu veðri?
— O, vertu ekki að hugsa um
Dirk, sagði Hermine og hló.
— Hann er brjálaður, hvort sem
er.
Graham sagði ekkert, en er
hann hleypti brúnum að drengj-
unum, sem voru að hverfa. leið
honum illa. Hvers vegna, gat
hann ekki sjálfur sagt það. Gæti
það verið af því að hann öfund-
aði Dirk, raunverulega? í seinni
tíð voru allir að stigja, að Dirk
22
væri brjálaður, en það
lá einhver aðdáun í
því öðrum þræði. Það
var ekki lengra síðan en í gær.
að afi hafði skríkt og sagt'
— Ja, þessi drengur, hann er nú
að vísu hálfvitlaus, en það er
samt hugur í honum, svei mér
þá! Og Susan Lafferty og
Lumea Niffens höfðu sagt opin-
skátt, að þær kynnu vel við
hann. Dirk var ruddalegur og
hrokafullur. Dáðust þær Susan
og Lumea virkilega að rudda-
skap og hroka?
Eldhnöttur sprakk upp yfir
trjénum og þruma kvað við, rétt
eins og hleypt væri af hundrað
fallbyssum samtímis.
Gralh'am hrökk við, snerist á
hæli og gekk inn.
notar
VOGUE
Viljið þér hafa fallegri
fætur, þá ráðleggjum við
Vogue-sokka og sokkabux-
ur.
Vogue er sænsk gæðavara,
sem framleidd er úr fínu
og mjúku úrvalsgarni.
Vogue hefur úrvalið í
sokkum og sokkabuxum.
Vogue hefur gæðin.
Fætur er reynt hafa Vogue
biðja aftur um Vogue.
Sölustaðir: Vogue, Skólavörðust. 12,
Vogue, Laugav. 11, Vogue, Háa-
leitisbr., Vogue, Hafnarfirði, Verzl.
Skemman, Akureyri, Kaupfélag Þing-
eyinga, Húsavík, Femina, Keflavik,
og Verzl. Sigurðar Ágústssonar,
Stykkishólmi, Verzl. Drífandi Vest-
mannaeyjum, Verzl. Böðvars Svein-
björnssonar, ísafirði, Verzl. Ölfusá.
Um hálfum mánuði seinna til-
kynnti Storm, að Jakob ætti að
fara til Nýju-Amsterd'am og hefja
nám í trésmíðum. Það var búið
að semja um þetta allt og nú
yrði Jakob að vera tilbúinn að
fara næsta dag.
Öllum óvænt, þaut Dirk ekki
upp í vonzku. Hann fölnaði, en
var rólegur. Hann sagði: — Það
hlaut að koma að því. Við viss-
um það og við erum við því bún
ir. Við höfum gert samning okk-
ar í milli — fóstbræðralag. Ég
skal aldrei bregðast honum og
hann ekki mér. Við verðum vin-
ir fram í rauðan dauðann.
Elísabet og Storm gláptu á
hann, steinhissa á þessum ákafa
í honum. Augun voru ísköld og
hörkuleg, er hann sagði þetta,
og hnefarnir hrepptir.
Storm hló við og sagði: — Ef
á það er litið, að þú hefur kennt
honum að lesa og skrifa, þá hef-
ur hann að minnsta kosti ástæðu
til að vera þér eilíflega þakk-
látuir.
Dirk svaraði þessu engu. Þau
sátu öll í borðstofunni við morg
unkaffið, því að það rigndi og
forskálinn ar blautur og óvist-
legur. Wilfred, sem var í nýjum
eldrauðum morgunslopp, rak
upp gamalmennaskríkjur og
horfði með ánægjusvip á Dirk.
upp yfir bollann sinn. Hermine,
sem sat hjá Graham á legubekk
Nei, frú mín g ð. Ég sé að maður n yðar er vant við látinn og
líka einkaritarinn.
undir fjölskyldumyndinni, sagði
þá: — Hvaða nafn ætlar hann
Jakob að taka, pabbi?
Storm leit hvasst á hana og
sagði. — Auðvitað nafnið hans
föður síns — Frick. Jakob Frick.
Hvers vegna spyrðu?
— Bara vegna þess. að einu
sinni heyrði ég Mörtu og Nibiu
vera að karpa um eittWað Það
var eins og Mörtu fyndist Frick
elkki vera paibbi Jakobs.
Storm skellti í góm. — Þú ætt-
ir að hlusta varlega á það, sem
þrælarnir eru að segja, Hermine.
— Marta og Nibia eru alltaf
að rífast um einhvern hégómann
sagði Hermine, — og ég ték
aldrei mark á því, sem þær eru
að segja.
— Jakob er ekikert líikur Frick,
sa.gði Gralham.
— Ég kann ekki við þetta
Frick-nafn, greip Dirk fram í.
Ég hef oft sagt Jakob, að hann
ætti að taka sér eitthvert fínna
nafn, Og ég stakk upp á Green-
field.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Margt. er það, sem bú tekur ekki eftir í dag.
Nautið, 20. apríi — 20. maí.
Þú átt meira fylgi að fagna meðal ókunnugra.
Xvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Það hafa ekki allir skilning á því, hvar á bjátar.
Krabbinn, 21. júní — 22. júli
Þú færð ágæta lausn á málunum, ef þú verður rólegur.
Ljóniö, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú ert stálheppinn í dag. Gamalt fólk fylgir þér að málum.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Atburðarásin fer í gang, og þú sérð breytingar til batnaðar.
Vogin, 23. september — 22. október.
Útkoman hjá þér verður með bezta móti, vegna þess, hve þú liefur
skipulagt vel.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Sæktu um, eða bjóddu eitthvað fram. Þú færð góðar upplýsingar .
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú skalt undirrita samninga varðandi heimili þitt.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Vinir þínir koma þér í einhver mál, sem þú áttir ekki von á að flækj
ast í. Eitthvað er það, sem ber að fagna. Komdu þér samt rólega út úr
þessu.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú færð litla aðstoð, en þú getur samt gert bætur á staðháttum, og
gerðu öllum það skiljanlegt.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Ef þú ert á réttri leið, fer allt vel. Ef svo er ekki skaltu hugsa ráð
þitt vandlega og finna snurðuna.
■ EIN ANGRUN ARGLER ■
EF YÐUR VANTAR FYRSTA
FLOKKS EINANGRUNARCLER
ÞÁ ER
i»i»
EINANGRUNARGLER
RETTA LAUSNIN
HAGKVÆMT VERÐ
W ÁRA ÁBYRGÐ
LEIGJUM ÚT M.A.
GLERÍSETNINGAR-
TÆKI.
GLERSALA
ÞÉTTIEFNI
UNDIRBURÐUR
LOFTKÝTTISSPRAUTUR.
VINNUPALLA.
STIGA.