Morgunblaðið - 27.09.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPT. 1969 HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landraver 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastraeti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 MAGIMÚSAR skiphqlt»21 simar21I90 eftir lokun slmi 40381 bilaleigan AKBRA UT car rental service /* 8-23-47 n sendum f®rsktt loftt á augabragÓ/ ómissandí fvrir' h einh ili, \/i n n ci sta <5/ og bíla. 0 Kuldaleg embættiskurteisi Ó.J. skrifar: „Vegna bréfkorns stúlknanna tveggja sem birtist í Morgunblað inu 25. sept, og athugasemda þinna, þar sem þú virðist reyna að bæta fyrir kuldalega og vél- næna fyrirgreiðslu Sendiráðsins, get ég ekki stillt mig um að rita þér nokkrar línur. Ég starfaði iengi erlendis og varð það oft mitt hlutskipti að aðstoða íslend inga sem urðu fyrir slysi, sem þessu, get ég því dæmt um hvem ig þessu fólki er innanbrjósts í ókunnu landi. Tvær ungar stúlkur verða fyrir því óhappi í stórbong að rænt er frá annarri þeim peningum sem hún á eftir, ásamt vegabréfi. Sjálísagt hefur gripið um sig töluverður ótti hjá þeim og jafn framt hugsað, ja nú komumst við ekki heim, eða bara önnur okk- ar, og svo er farið að hugsa, jú Sendiráð íslands, opinberir full- trúar lands okkar, þeir hljóta að veita okkur aðstoð. Svo þegar komið er til Sendiráðsins, þá er þeim tekið af kuldalegri kurt- eisi embættismannsins. Sjálfsagt má segja að stúlkan sem afgreiddi málið hafi gert eins og hennar jrforboððarar hafi kenmt og fyr- irskipað. En því sem ég er að finna að hér, er hvemig fólk sem lent hef ur i vandræðum, er afgreitt. Því er meira og minna sagt, sjáið um ykkur sjálf. Eflaust eru foneldrar stúlkunnar sem varð fyrir óhapp inu skattgreiðendur í fjölda ára og vart til of mikils mælzt að það opinbera hefði lánað jafn- gildi 210 króna. Ég hélt að við íslendingar, sem alltaf erum að efna til sam- skota fátækum og bágstöddum er- lendis til hjálpar, ættum eftir ör- lítið pláss hjartagæzku gagnvart okkar eigin þegnum. (Ég tek það fram að ég er ekki kunnugur stúlkunum sem í hlut eiga. Virðingarfyllst, Ó.J.“ 0 Eins og í sveitaþorpi „Það er dálítið fróðlegt að aka gegnum gamla miðbæinn í Reykja vik. Það gefur svo vel til kynna hvað við hugsum lítið „umferð- TilboÖ óskast í i húseignina Öldugötu 4 I. hæð og i kjallari. Upplýsingar Karl Jóh. Karlsson, sími 33636 kl. 8—9 daglega. TIL LEICU 1—2 320 ferm. vöruskemmur á góðum stað í bænum. Upplýsingar í síma 19999. Hef flutt fannlœkningastofu mína oð Þingholtsstræti 23 Símanúmer óbreytt 20470. HAUKUR STEINSSON, tannlæknir. Útboð Laxárvirkjunarstjórn óskar tilboða í fram- kvæmdir við bvggingarvirki I. stigs Gljúfur- ársvirkjunar við Brúar í Suður-Þingeyjar- sýslu. Útboðsgagna má vitja gegn 10 þús. króna skilatryggingu á skrifstofu Laxárvirkjunar á Akureyri og hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen S.F., Ármúla 4, Reykjavík. Frestur til að skila tilboði rennur út 20. des. 1969. Laxárvirkjun arlega", öll upp til hópa. Bíl- stjórar aka hægt og leita sér að bílastæðum , alveg burt séð frá því hvað verður um bílaröðina á eftir, sem ekki kemst áfram. Menn kaupa blað á horninu á Reykjavíkur Apóteki og láta alla röðina bíða á grænu ljósi, og skilja konuna sína eftir undir stýri x bílnum í akbrautinni ut- an við bankann og hirða ekkert um þó hún sé fyrir í xxmferðinni. Þetta er rétt eins og maður sé kominn i sveitaþorp, sem aldrei hefur kynnzt umferð. Og á allt þetta horfa lögregluþjónamir, sem iðulega labba fram og aftur og herða nær aldrei á xxmferðinni eða reka á eftir þeim, sem tefja hana. Á umferðartíma kemur öll um- ferð úr suðurbænum inn í Axxst urstrætá um Pósthússtræti, fram hjá Hótel Rorg, og beygir inn í Axxst ursrtræti — þangað hefixr umferð amefnd beint henni allri með banni við að aka öðru vísi inn í miðbæinn. Engin vinstri beygja úr Lækjargötu og lokað Aðal- stræti sunnan megin. Skyldu um- ferðarnefndarmenn hafa farið nið ur í bæ og kannað hvaðan um- ferðarflóðið kemur áður en þetta var skipulagt svona? Það væri ann ars fróðlegt að vita hvernig kann að er hvert xxmferðin beinist, í hvert skipti sem bönn eru sett á? Varla er það gert af handahófi og látið ráðast hvert xxmferðin, sem þar var áður, fer?“. 0 Fleira veit sá fleira reynir Einar Sigurfinnsson skrifar „eft irmála“. „Þann 14. þ.m. minntist Mbl. af mælis míns á vinsamlegan hátt. Ég er þakklátur fyrir þau orð og skemmtilega stund með M.F. blaðamanni heima hjá mér. Að þessu gefnu tilefni, vil ég biðja blaðið fyrir fá orð frá mér, kveðju mina háiínínæðs til landa minna, með heilshugar blessunar ósk og þökkum. Vissulega hefi ég lifað og séð tiímana tvenna. Ég man vel fá- tækt — já, sult — erfiðar sam- göngur og hversu bágt var til bjargar, ef óhöpp steðjuðu að. Ég man hve fárra kosta völ gam almenni, ekkjur og munaðarleys- ingjar áttu. Þau hörmxxlegu kjör eru föst í huga. En fleira veit sá fleira reynir. Og þess meira gleðiefni er hversu nú er bætt um hagi manna. Sam- göngubætur á sjó og landi, og véltækni léttir störfin, svo verk- leg afköst margfaldast. Það er allt mikil blessun, sem fagna og þakka ber. En helzt er mér I huga það öryggi, og umbætur, sem eru í Almannatryggingunum. Vegna þeirra eiga allir, sem elli eða örorka sækir, víst fram lag til brýnustu þarfa, eftirtölu- laxxst, Guði séu þakkir fyrir þá mikilsverðu þjóðhagsixmbót". Að lokum biður svo Einar fyr- ir þakklæti til allra, samferða- manna, ættingja og vina fyrxr vin áttumerki á liðnum árum og á af mælinu. Þetta sem Einar minnist á, sú blessun að geta lifað án ótta við að úti sé um mann, ef veikindi ber að höndum eða ef maður verður gamall, er ekki lengur metin. Þetta er eitt af þeim hlunnindum, sem land okkar hef ur upp á að bjóða. Það skilja þeir einir, sem nokkuð hafa kynnzt kjörxxm manna í löndum þar sem slíku er ekki til að dreifa, þar sem fólk lifir alla æv ina í sífelldum ótta við að eitt- hvað komi fyrir. Þar byrja allir snemma á ævinni að safna fyrir elliárunum, hugsanlegum veikindxxm, skólagöngu handa börnunxxm og þess háttar, síkvíðn ir. Ætli bruðl okkar og eigna- leysi stafi ekki að einhverju leyti af örygginu, sem við búum við. Við vitum, að við verðum aldrei láitin deyja drottni okkar, þó að eitthvað koxni fyrir. Við lifum kannski ekki við mikinn lúxus, en nauðþurftir fáum við ávallt handa okkur og okkar. Bornavinafélagið Sumargjöf Forstöðukonustaða við nýtt dagheimili i Sólheimum er laus til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8 fyrir 6. október næstkomandi. STJÓBN SUMARGJAFAR. STÚLKA vön vélritun (enska og íslenzka) og símavörslu, óskast um 3ja mánaða tíma á skrifstofu í Reykjavík. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir þriðjudag 30. september merkt: „Vélritun — 8206". EINBÝLISHÚS Höfum til sölu fokhelt einbýlishús 140 ferm. við Þykkvabæ í Árbæjarhverfi. 6 herb., eldhús og fl. 30 ferm. bílskúr. Verð 1250 þús. kr., útb. 550 þús. kr., sem má skipta, og væntanlegt áhvílandi lán fylgir Húsnæðismálalán kr. 400 þús , eftirstöðvar samkomulag 300 þús. Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 V. hæð. Sími 24850 og helgarsími 37272.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.