Morgunblaðið - 27.09.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1969, Blaðsíða 11
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 27. SflEPT. 106© 11 litaðir væru rauðir og bláir. Þá væru þeir einnig með leðurstól og reyklitað borð við hann og hringlaga húsgögn, borð og stóla. Hjalti sagðist hafa teiknað mokkuð af þessum húsigögnum sjálfur en önnur væru teiknuð af Gunnari H. Guðmundssyni og Gunnari Magnússyni arkitekt- um. — Það er óhætt að segja að það sé töluvert líf í húsgagna- framleiðslunni hérlendis núna, sagði Hjalti Geir. — Við eigum reyndar í samkeppni við inn- flutt húsgögn, en við höfum unn ið mikið á, ekki sízt vegna geng isfellinganna. — Hvað um útflutning? — Útflutningur væri vitanlega mjög æskilegur, en ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir okkur að korruast imn á miairkaði erliendiis. Vænlegasta leiðiin er senmileiga að taka þátt í húsgagnasýningum erlendis. Samanburð á verði og gæðum held ég að við þurfum ekki að óttast. RAUÐUR HOBNSÓFI Bólstrarinn h.f. hefur bás nr. 5 á húsgagnasýningunni. Gunn- ar Kristimannsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sagði að það sýndi þarna rauðan hornsófa, með lausum púðum. Þetta væri ný framleiðsla hjá þeim og mætti segja að þarna kæmi fram ný útfærsla á .gömlum stíl í hús- Aðspurður um hvort sýningin hefði náð tilgangi sínum, sagði Gísli: — Almenninigur hefur sýnt þessari sýningu mikinn áhuga, en undirtektir kaupmanna hafa hims vegar verið daufari en ég vonaði. Segja má, að við fram- leiðendurnir, séum að verða smá salar, þvert á móti vilja okkar. Kaupmennirnir panta hjá okk- ur eitt og eitt stykki í senn og augljóslega er slíkt mjög óhag- kvæmt fyrir okkur og breytinga þörf. Ég hafði vonað að þessi sýning opnaði augu kaupmann- anna fyrir því að við erum magn framleiðendur og þurfum að losna við meira í einu en verið hefur. Við viljum láta verzlan- imar sjá um söluna og einbeita okkur að framleiðslunni. Ég tel það ekki rétta þróun að verk- stæðin sjálf selji til neytend- anna. Að lokum sagði svo Gísli: — Stefna okkar er að fram- leiða húsgögn sem teiknuð eru af íslenzkum arkitektum og ná fram íslenzkum áhrifum í gerð húsgagnanna. Með því álít ég að hægt sé að skapa grundvöll fyrir útflutning og samkeppnis- aðstaða okkar verður örugglega betri eftir en áður. ÞAÐ GAMLA VINNUR Á Haraldur Sigurgeirsson hjá Valhúsgögn sagði að fyrirtæki sitt sýndi þarna létt húsgögn, sem hægt væri að raða upp í Sófasett húsgögn í Hafnarfirði. gagnagerð. Húsgögn þessi eru mikið bólstruð og sófi og stól- ar eru með lágum löppum. — Sett þetta hefur vakið i mikla athygli á sýningunni, og við gerðum okkur góðar vonir um að það seljist vel, sagði Gunnar. GÓÐUR HEILDARSVIPUR Ingvar Þorsteinisson hjá fyr- irtækinu Ingvar og Gylfi, sagði að þeir sýndu þarna svefnher- bergissett, eldhús- og eldhúsinn réttingar. — Við sýnum aðeins hluta af því sem við framleið- um, sagði Gylfi, — en við fram- leiðum margskonar innréttingar o.fl. — Heildarsvipur sýningarinn ar er góður, en ég vonast þó til að hann verði ennþá betri næsta ár. Ég held að menn hafi ekki trúað nógu vel á það að þessi sýning gæti heppnast vel, og verði fúsari að leggja meira á sig næst þegar svona vel tekst til að þessu sinni. Mennirnir sem sáu um sýninguna hafa sannar- lega verið starfi sínu vaxnir og greitt vel úr þeim smávandamál um sem jafnan skjóta upp koll- inum á sýningu sem þessari. Málið allt var líka nokkuð við- kvæmara, þar sem þau húsgögn sem þama eru sýnd þurftu áður að ganga undir gæðamat. VILJUM EINBEITA OKKUR AÐ FRAMLEIÐ SLUNNI Fyrirtækið Nývirki h.f. sýnir hjónarúm sem teiknað er af Gunnari Magnússyni arkitekt, og ennfremur svokallaða Mini stóla en Gísli Ásmundsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að hugmyndin væri að framleiða Mini húsgögn framveg is i settum. hom og gæfi auk þess mögu- leika á ódýru sófasetti. Þá væru þeir einnig með svokallaðan Rene sancestól, sem þeir hafa ný- lega hafið framleiðslu á og auk þess sófasett í gömlum stíl, en þó útfærð í nýrra form. — Sófasettið er í hinum þunga klassíska stíl, sagði Harald- ur, — en það virðist vera að ryðja sér til rúms að nýju. — Hvernig hafa undirtektirn ar verið? — Þær hafa verið með mikl- um ágætum, svo sem sjá má af aðsókninni á sýninguna. Ég tel mjög æskilegt að halda slíka sýn ingu árlega, því á þennan hátt gefst ákjósanlegt tækifæri til að koma nýjungum á framfæri og kynna þær. STENDUR TIL AÐ TAKA ÞÁTT í SÝNINGU í KAUPMANNAHÖFN Jón P. Jónsson framkvæmda- stjóri Gamla Kompanísins h.f. sagði að fyrirtæki sitt sýndi og, hvfldarsitóla. Auk þs'ss sýndi það ruggustól sem væri nýjung á markaðinum. Sagði Jón, að öll framleiðsluhúsgögn fyrirtækis- ins væru teiknuð af íslenzkum húsgagnaarkitektum og hefði t. d. Helgi Hallgrímsson teiknað ruggustólinm og Gunnar Ingi- bergsson raðsettið. Aðspurður um hvaða viðar- tegundir væru vinsælastar sagði Jón, að tekkið hefði gengið nokkuð lengi og væri enn mest notað, en eik væri hins vegar algengust í skrifstofuhúsgögn- um. Palexander er líka eftirsótt viðartegund, en hún er miklu dýrari. Um hugsanlegan útflutning sagði Jón: — Vitanlega höfum við mik- inn áhuga á því að selja vörur okkar erlendis, en það er erfitt að komast inn á markaðinn. Það stóð til í vor, að húsgagnafram- leiðendur tækju þátt í sýningu í Kaupmannahöfn, en af því gat ekki orðið. Hins vegar gerum við okkur vonir um að geta tek ið þátt í sýningu þar næsta vor, en að mínu viti er helzt hægt að komast inn á markaðina í gegnum slíkar sýningar. SÖLUTÆKIN A EFTIR FRAMLEIÐSLUNNI Ásgrímur P. Lúðvíksson sýn- ir nýstárleg borð og stóla. Hann sagðist vera að byrja fram- leiðslu á þessum hlutum, en reiknaði með að þeir kæmu á markaðinn fljótlega. Þeir eru teiknaðir af Gunnari Magnús- syni húsgagnaarkitekt, og sagði Ásgrímur að fyrirtæki sitt not- aði einvörðungu teikningar ís- lenzkra húsgagnaarkitekta. — Við höfum orðið varir við mikinn áhuga á þessari sýningu, sagði hann, — og höfum þegar selt nokkuð af framleiðslu okk ár til húsgagnaverzlana. Aðspurður um hugsanlegan út flutninig sagði Asgrímur að sennilega stæðust íslenzk hús- gögn, bæði gæði og verð, saman- burð, en hins vegar væri við því að búast að sölutækni okkar væri ekki eins fullkomin og hjá öðrum þjóðum. ÞARF AÐ SÝNA ÁRLEGA Helgi Einarsson sýnir skrif- stofuhúsgögn, borðstofuhúsgögn Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 mið- vikudaginn 1. október kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.00, Sölunefnd varnarliðseigna. T orfœruakstur Björgunarsveitin Stdkkur gengst fyrir torfæruaksturskeppni sunnudagínn 28 september kl. 2 e.h. Jörð til sölu Jörðin Akurgerði í ölfushreppi er til sölu Landsstærð 44 ha. búðarhús 11 ára, 170 ferm. Verkstæðisbygging 6 ára, 160 ferm., upphituð. Fjárhús fyrir 60—70 fjár. Ræktun 12 ha Allt landið framræst. Föst lán 500 þús kr. Jörðin laus í haust. 500 hænsni geta fylgt. SNORRI ARNASON, lögfr., Selfossi — Sími 1423. og sófaborð. Sagði hann að þarna væri um nýja framleiðslu að ræða og gæti hann verið ánægður með þær undirtektir er varan hefði fengið. Helgi saigð ist teikna nokkurn hluta fram- leiðsluvara sinna sjálfur, en auk þess væru þarna sýnd hús- gögn er þeir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson hefðu teikn að. — Ég tel að slíka sýningu þyrfti að halda árlega, sagði Helgi, — ekki sízt eftir þá upp- örvandi reynislu sem við höfum fengið af þessari. Kennarastaða afl Vegna forfalla vantar kennara að Gagnfræðaskólanum Selfossi nú þegar. Aðalkennslugrein enska. Upplýsingar gefur skólastjórinn í sima 99-1122 og 99-1256. SKÓLANEFNDIN. HJARTACARN HJERTE CREPE COMBI CREPE Prjónabækur og mynstur. PREGO DRALON BABY COURTELLE Þolir þvottavélaþvott. VERZLUNIN HOF, Þingholtsstræti 2. 2j a herb. ódýr íbúð Höfum til sölu 2ja herbergja kjallaraíbúð, með sérhita við Berg- þórugötu 55 fermetrar. Góð íbúð. Verð 400 þús. út 200 þúsund eða samkomulag. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR, Austurstræti 10. — Simi 24850. Kvöldsími 37272. Skrifstofustúlko óskost Stúlka, ekki yngri en 18 ára, óskast til almennra skrifstofu- starfa. Þarf að vera vön vélritun. Þyrfti að geta byrjað i næsta mánuði. Tilboð ásamt meðmæium óskast send blaðinu fyrir þriðju- daginn 30. september merkt: „Vélritun — 8205". Norskukennsla Kennsla í norsku fyrir almenning fer fram á þessu misseri. Kennslan fer fram í Norræna húsinu. Þáttakendur geta ekki orðið fleiri en 14 talsins. Þeir sem hug hafa á að taka þátt í námi þessu hafi sam- band við Hróbjart Einarsson sendikennara næstu daga milli kl. 14—16, simi 15276 í Norræna Húsinu Royal VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.