Morgunblaðið - 27.09.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1969, Blaðsíða 10
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPT. 1099 í --— 10 Rœtt við húsgagnaframleiðendur: Húsgagnasýning þarf að vera árlegur viðburður — Anœgðir með undirtektir þœr er sýningin ,,Húsgagna- vikan 7969" hefur fengið — Áform um útflutning húsgagna Húsgagnasýningin „Húsgagna- vikan 1969" sem haldin er í Laug ardalshöllinni, hefur vakið mikla athygli og verið mjög vel sótt. Það eru Húsgagnameistara félag Reykjavíkur og Meistara- féiag húsgagnabólstrara sem standa fyrir sýningunni, en hún hófst 18. september og stendur til 28. september. Er hún jafn- framt kaupstefna fyrir húsgagna kaupmenn, en þeim framleiðend ur sem Mhl. hafði tal af í gær, bar saman um að húsgagnakaup REYNUM AÐ STANDA UNDIR NAFNINU Sigurður Helgason fram- kvæmdastjóri Módel húsgagna, sagði að fyrirtæki sitt sýndi sófasett, er þeir kölluðu Hels- inigjasettið og ennfremur annað sett er kallað væri Þrastarsett- ið. — Við reynum að fylgjast vel með þróuninni í húsgagnagerð- inni og standa undir nafninu, sagði Sigurður. Þar sem Sigurð ur er einn af sýningarnefndar- mönnum spurðum við hann GÓÐAR HORFUR Ásgeir Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Á. Guðmundsson h.f. í Kópavogi, sagði að fyrir- .tæki sitt væri með svefnbekki, sófasett, snyrtikommóðu og rað- borð á þessari sýningu. Hann sagði að öll húsgögnin sem þeir væm með væru teiknuð af ís- lenzkum arkitektum, þeim Jóni Ólafssyni, Pétri Lútherssyni, Þorkatli Guðmundssyni og Stef áni Snæbjömssyni. Aðspurður um hugsanlegan út flutning húsgagna sagði Ásgeir: — Við sýnum þarna lítið borð, sem ég geri mér vonir um að verði hægt að koma á markað erlendis. Það er hægt að koma Wmœ,' * i i W, '-/"kswfr'ví Sófasett og sófaborð frá Dúna í Kópavogi. menn hefðu ekki gefið sýning- unni gaum sem skyldi. Á sýningunni getur að líta ýms ar tegundir og stærðir hús- gagna. Er ekki að efa að hún gefur nokkuð glögga hugmynd um það sem er að gerast í hús- gagnaframieiðslu á íslandi, en mjög er athyglisvert að meiri hluti þeirra húsgagna er sýnd- ur er þama er teiknaður af ís- lenzkum arkitektum. Morgunblaðið hafði samband við nokkra þá framleiðendur er sýna á húsgagnasýningunni og spurðist fyrir um sýningavöru þeirra og fl. MEIRI SAMVINNA VIÐ ARKITEKTANA Fyrirtækið Trjástofninn í Kópavogi sýnir tvö svefnher- bergissett, annað í eldri stíln- um, en hitt nýtízkulegra. Sagði Ægir Vigfússon, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, að helzti munurinn á settunum væri sá að það sem væri gamaldags væri með renndum löppum og boga- dregnum b'num, en beinni línur í hinu. — Undirtektir við sýninguna virðast ágætar sagði Ægir, — þótt vitanlega komi fram ýmsir byrjunarörðugleikar. Það er tví mælalaust rétt stefna að hús- gagnaframleiðendur efni til slíkrar sýningar og þá í sam- vinnu við húsgagnaarkitekta, en samvinna þessara aðila mætti gjarnan vera meiri en hún er núna. hverju það sætti að stórir hús- I borðinu fyrir í lítilli öskju og gagnaframleiðendur væru ekki því þægilegt að flytja það. Kan- með á sýningunnL — Það eru vafalaust margar ástæður til þess, svaraði Sigurð- ur, — enda varla við því að búast að allir fengjust með á fyrstu sýninguna. Þá var einnig ákveðið að sýna aðeins gæða- merkt húsgögn, en það eru ekki allir aðilar sem eiga aðild að gæðamatinu. Það eru bara lærð- ir fagmenn í meistarafélögun- um sem geta fengið slík merki en ekki eru nærri allir fram- leiðlendur lærðir í faginu. HVÍLDARSTÓLAR OG SÓFASETT Nýja bólsitu.rgerðin er með sófasett, hvíldarstól og raðsett á sýningunni. Magnús Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri fyrirtæk isins sagði að þarna væri um að ræða nýja framileiðislu á hvíld- arstólum og sófasetti. Hugmynd irnar væru fengnar úr sænsk- um blöðum og síðan útfærðar. Sagði Magnús að íslenzk hús- gögn væru mjög svipuð húsgögn um á Norðurlöndunum þegar á heildina væri litið. Aðspurður um sýninguna sagðist hann telja að hún hefði heppnazt mieð ágæt um og væri líkleg til þess að auka söluna hjá þeim er þarna sýndu. Fólk gæti, eftir að það væri búið að skoða hana, geng- ið í verzlanirnar og bent á þá hluti sem því hefði litizt bezt á á sýningunni. adamaður sem var á ferð hér í vor skoðaði borðið hjá okkur og sýndi mikinn áhuga. Um útflutn inginn almennt er það að segja, að þar ættu að vera fullir möguleikar fyrir hendi og þarf að fara að vinna að þeim mál- um af fullum krafti. Paiexandereldhúsinnrétting frá J.P. — Hafið þið selt eitthvað á sýningunni? — Já, töluvert. Bæði kaup- mönnum í Reykjavík og eins úti á landi. Ég tel að sýningin hafi gert okkur mikið gagn sem á henni sýndum, þótt það komi ekki í ljós á svipstundu. Ann- ars hefur verið nóg að gera hjá okkur og útlitið er einniig ágætt. Það sem helzt skapar erfiðleika er að lagerinn hefur færzt af höndum kaupmannanna yfir til framleiðandans. STEFNUM AÐ ÞVf AÐ FRAMLEIÐA TIL ÚTFLUTNINGS Bólstrun Harðar Péturssonar og Nes húsgögn h.f. í Borgar- nesi hafa bás nr. 2 á sýning- unni og sýna þar sófasett, svefn bekki, skatthol, saumaborð o.fl. Hörður Pétursson sagði að undirtektir hefðu verið mjög góðar á þessari sýningu og þeg- ar hefðu borizt nokkrar pantan ir er rekja mætti til sýningar- innar. — Við stefnum að því að fram leiða vörur okkar til útflutnings sagði Hörður, — þótt það mál sé reyndar allt á byrjunarstigi og við ekki búnir að gera okkur grein fyrir því hvað væri hent- ugast að framleiða. Vitanlega þarf slíkt sinn þróunartíma, eins og hjá öðrum framleiðslugrein- um, en ég hef mikla trú á að ísinn verði brotinn innan tíðar. — Telur þú að slíkar sýning- ar eigi framtíð fynÍT sér? — Tvímælalaust. Þær hafa mikið gildi, m.a. hvetja framleið- endur til að vanda vöru sína enn meira. Ég tel að gæðamerk- ingin sem tekin hefur verið upp eigi mikinn rétt á sér og tryggi það að viðskiptavinirnir geti verið vissir um að þeir hafi keypt það bezta sem til var á markaðinum. — Hver teiknar húsgögnin sem þú framleiðir? — Við höfum útfært þau að mestu sjálfir, en vonandi er það framtíðin að húsgagnaarkitektar og framleiðendur vinni meira saman að því að forma húsgögn in. NÝSTÁRLEGUR SÓFI Gunnar Pálsson hjá fyrirtæk- inu Páll Jóh. Þorleifsson sagði að fyrirtækið sýndi mjög nýstár- legan svampsófa, vörur til bólsturgerðar og fl. Sófinn sem sýndur er er teikn aður af Svía og hefur verið kall aður Sethvíla hérlendis. Sagði Gunnar að fyrirtækið mundi væntanlega hefja framleiðslu á sófanum eftir um það bil tvær vikur. Hann hefði tvímælalaust vakið mikla athygli á sýning- unni og þeir gerðu sér því von- ir um að hann seldist vel þeg- ar hann kæmi á markaðinn. MEIRI KRÖFUR TIL VÖRUVÖNDUNAR Benedikt Björnsson fram- kvæmdastjóri B.B. húsgagna í Hafnarfirði, sagði að fyrirtæki sitt sýndi nýtt sófasett er teikn að væri af Stefáni Snæbjörns- syni arkitekt. Sófasett þetta er púðasett, sem hægt er að skrúfa sundur á fljótlegan hátt og pakka því niður í flutnings- kassa. Sagði Benedikt að þetta væri gert með hugsanlegan út- flutning í huga. Aðspurður um breytingar í gerð húsgagna þau fjórtán ár sem Benedikt hefur starfrækt fyrirtæki sitt, sagði hann að þær væru ekki mjög mikl- ar hvað útlit varðaði, en hins vegar væru nú gerðar mikl . ar kröfur til vöruvöndunar. Gilti ekkert annað en að bjóða upp á fyrsta flokks efni og vinnu. HÖFUM BETUR f SAMKEPPNINNI Hjalti Geir Kristjánsson fram kvæmdastjóri Kristján Siggeirs- son h.f. sagði að fyrirtækið sýndi Varia húsgögn, en það væru hillur og skápaeiningar. Ennfremur sýndi það skrifborð og nýja gerð af armstólum sem ' ........ I.......... =3 ' I Nýtízkuiegt sófasett frá Á. Guðmundsson í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.