Morgunblaðið - 08.10.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUŒl 8. OKTÓBER 1068 „þetta er ævintýri líkast" — Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastj. Goldwater Tæpl. 300 manns starfa í verksmiðju Coldwater — „Fish & Chips opnar ótrúlega möguleika — Veitingastaðir Hinna Konunglegu Líf- varða — Nýja löggjöfin og áhrif hennar hér heima — Sölukerfi byggt upp á 50 um- boðsmönnum. CAMBRIDGE í Maryland er friðsæll og snotur smábær við Chesapeak-flóa á austurströnd Bandaríkjanna. Þarna er að finna ágæta höfn, enda eru gífurlega auðug skelfiskanið í flóanum. í þessum bæ var fisk verksmiðju Coldwater Seafood Corp. valinn staður og fram- leiðbla hafin í maímánuði 1968. Sem kunnugt er, þá er Cold- watea- dótturfyrirtæki Sölumið stöðva hraðfrystihúsanna, og annast það alla starfsemi SH í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 — tveimur árum eftir að SH hafði opnað söluskrifstofu á íslenzkum sjávarafurðum í New York. Skrifstofa þessi gaf Fish & Chips-veitingastaður Coldwater er hinn fyrsti í New York-fylki, og rekstur hans hefur gengið mjög vei. svo góð fyrirheit að ráðizt vair í stofnun Coldwater. í upp- hafi var kappkostað uim að afla markaðs undir eigin vörumerki — ICELANDIC — og varð fyr- irtækinu fljótlega vel ágenigt. Farið var inn á nýjar leiðir í framleiðslu- og sölumálum, og þannig var Coldwater með fyrstu fyrirtækjunum vestra í framleiðslu á fiskstautum og fiiskisfcömmtuim. Aðeins sjö árum eftir stofn- un Coldwater var framgangur fyrirtækisins orðinn svo mikill að hafinn var rekstur fiskiðn- aðarverksmiðju í Nanticoke í Maryland-fylki. Verksmiðju- framleiddum fiskréttúm var vel tekið strax í upphafi og hafa þeir notið vinsælda æ síðan. Stóraukin sala og frekari möguleikar á þessu sviði urðu til þess að hafin var bygging nýrrar verksmiðju í Cambridge í stað þeirrar í Nanticoke. Hópur 90 fslend- inga í heimsókn Blaðamaður Morgunblaðsins tók þátt í íerð, sem SH og Coldwater Seafood Corp. efndu til í sameiningu til að kynna forráðamönnum hrað frystihúsa innan samtakanna og ýmsum öðrum gestum starf- semina fyrir vestan haf. Alls voru þetta um 90 mianns, sem þátt tóku í ferðinni. Tilefnið var, að í ár eru liðin 25 ár frá því að SH hóf fyrst skipu- lagða markaðsöflun í Banda- ríkjunum. Strax fyrsta daginn vestra var ferðinni heitið til Cam- bridge til að skoða verksmiðj- una þar. Þegar íslenzka hóp- inn bar að garði, lá m.s. Sel- foss einmitt í höfn með um 2500 tonn af frystum fiski til verksmiðjunnar, og afferming var í fullum gangi. Fiskiköss- unum var hlaðið upp í stórri vöruskemmu á hafnarbakkan- um, en síðan var þeim staflað á stórar vöruflutningabifreiðar, sem fluttu fiskinn til verk- smiðjunnar, en hún er tæpa tvo kílómetra frá sjálfri höfn- inni. Þetta fyrirkomulag vakti undrun sumra, og spurningum var varpað fram, hvort ekki hefði verið hagkvæmara að reisa verksmiðjuna við höfn- ina. Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hjá SH, varð fyr ir svörum. „Við höfðum í fyrstu augastað á lóð hér við höfnina, en eftir gaumgæfilega ihuigun var hún ekki talin heppilieg. Einkium tvennt, olli þessari ákvörðun. í fyrsta lagi stendur sjúkrahús í nánd við sfcað þann, sem við á'ttum kost á, og óttuðumst við, að skark- ali sá, sem hlýtur að fylgja verksmiðjurekstri, gæti valdið sjúklingum ónæði og leitt til kvartana. í öðru lagi þótti okk ur rými það, sem til umráða var, ekki nægilega mikið með tilliti til frekari stækkunar verksmiðjunnar." Þar sem verksmiðjan stendur nú hefur hún á hinn bóginn yfir 15 ekru landi að ráða. Óþarfa íburður einkennir ekki verksmiðjiubygginigu Cold water í Cambridge, — þvert á móti vekur það athygli hversu einfaldleiki, snyrtimennska og hagkvæmni hafa verið ráðandi í byggingu henmar. Umhverfi veirksmiðjunnar er fagurt og verksmiðjusvæðið einkar vel hirt, eins og tM er um margar bandarískar verksmiðjur nú. Verksmiðjustjóri er Guðni Gunnarsson, sem dvalizt hefur langdvölum vestra, eða allt frá því hann fór þangað til náms í matvælafræði skömmu eftir stríðslok. Undir leiðsögn hans og Þorsteins Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Coldwater Sea- food Corp. skoðuðum við verk smiðjuna. í verksmiðjunni vinna nú um 270 mianns, að því er Guðni upplýsiir. Langflestir vinna að framleiðslustörfum eða 200 talsins, en aðrir fást við mót- töku og útskipun, eftirlit og viðhald með vélum, hreinsun, gæðaeftirlit og skrifstofustörf. Unnið er dag og nótt Framleiðslulínumar, sem svo eru nefndar, em fjórar, og þar af tvær fyrir steikitiar afurðir. Unnið er á 8—9 tíma vöktum, fimm til sex daga vikunnar eft ir því sem framleiðsluþörfin segir til um. Á framleiðslulín- unum fyrir steiktu afurðirnar er >að jafnaði unnið á tvöföld- um vöktum, en á hinum tveim- ur ýmist á einföldum eða tvö- földum eftiir þörfum. Yfirverk- stjóri sér um framleiðsluna á hvorri vakt. Honum er til að- stoðar verkstjóri og aðstoðar- stúlka á hverri línu. öll er framleiðslan undir opinbem eft iirliiti U. S. Fiislh & Wiflidiliifle Ser- vice. í gildi eru sérstakar kröf ur um hverja einstaka vömteg und, og til að framfylgja þeim hefur þessi stofnun fastan starfsmann í verksmiðjunni. „Við höfum einnig okkar eig in gæðamatsmenn, sem fylgjast m.a. með fiskinum, sem berst að heiman, því að tekinar eru „stikkpmfur“ úr hverri send- ingu hingað. Þessir menn vinna svo einnig að endurbótum og nýjungum í framleiðslu", tjáir Guðni okkur. Framleiðsluvörur verksmiðjuniniair bera stimpil- imn „Good Housekeeping Insti- tute“, og eins gildir um fflaka- pakkningar Sölumiðstöðvarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.