Morgunblaðið - 08.10.1969, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1060
Þetta er einn af >eim draumabílum sem verksmiðjurnar smíða
að gamni sínu, en sem aldrei komast í almenningseign. Það
voru Daimler-Benz verksmiðjumar sem sendu þennan frá sér.
Hann heitir Mercedes C-lll.
Litlir bílar eru að verða mjög vinsælir í Banda ríkjunum og víðar, og til að keppa við Volks
wagen, Cortina og fleiri, sendi Ford frá sér Ford Escort, lítinn og snotran bíl.
Og hér er ein lúxuskerra, ekki af verri endanum. Þetta er Ambassador frá American Motors,
tveggja dyra „hard-top“. Hann býður upp á öll hugsanleg og óhugsanleg þægindi, svo sem sér-
staka loft ræstingu.
Bifreiðaframleiðendur eru nú
sem óðast að kynna árgerðir
1970, og þar kennir vissulega
margra grasa. Að sjálfsögðu
er megináherzla lögð á útlit,
þægindi og gæði, en auk þess
hefur líklega aldrei verið gert
eins mikið til að tryggja ör-
yggi farþega, og reyna að
finna einhver ráð til að
minnka það eiturloft sem
milljónir bíla menga nú and-
rúmsloftið með.
Öryggisbelti era ekki leng-
ur hlutur, sem hægt er að fá
gegn aukagjaldi, þau eru orð-
in lögboðin öryggisatriði. Auk
þess er stöðugt verið að
vinna að nýjum uppfinningum
sem gætu bjargað lífi og lim-
um farþega og ökumanns ef
llla fer, og ofarlega á þeim
lista er gúmmíbelgurinn sem
fyllist af iofti um leið og
árekstur á sér stað, og hindr-
ar að þeir sem sitja í fram-
sætinu skelli fram á mæla-
borðið eða gegnum framrúð-
-rsa
Einnig er verið að reyna
alls konar síur sem minnka til
muna kolsýringsblástur frá
bifreiðum, og líklega verða
þær einnig lögboðnar um all-
an heim á næstu árum. Við
birtum hér myndir af nokkr-
um bílum af árgerð 1970.
Þetta er AMX, frá American Motors. Hann er aðeins tveggja sæta, þannig að 290 hestaOa V-8
vélin ætti að skila honum vel áleiðis. Ef menn eru samt ekki ánægðir, er hægt að fá enn
sterkari vél.
Og hér er annar draumabíll frá Opel. Hámarkshraðinn er rúm-
lega 200 kílómetrar, en aðrar upplýsingar eru hemaðarleynd-
armál. Forsvarsmenn Opel-verksmiðjanna segja, að hann verði
ekki tekinn til f jöldaframleiðslu.
Þetta er Ferrari 365 GTS 4. Hann er knúinn 365 hestafla vél, sem gefur honum 275 kílómetra
hámarkshraða. Það er ólíklegt að við sjáum marga af þessari gerð á íslandi, því hann kost-
ar 1.3 milljónir ísl. kr. frá verksmiðjunum, og þá eru jú eftir tollar og leyfisgjöld hér.