Morgunblaðið - 08.10.1969, Side 20

Morgunblaðið - 08.10.1969, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1969 - COLDWATER Framhald af bls. 11 þeirra fjórmer-ninga, að þjón- usta við , Fish and Chips“- veitingastaðina vestan hafs ætti eftir að valda verulegum breytingum heima á allri með- ferð og vinnslu fisksins, og væri raunar farin að gera það þegar, t.d. hvað varðaði vöru- tegundir. „Við verðum að bæta meðferð okkar á fiskinum — al- veg frá því han.n kemu.r um borð í veiðiskipin og þar til verkun er lokið í frystihúsun- um“, sögðu þeir. * Islenzka „Fish & Chips“-búðin hin fyrsta í New York Coldwater hefur nýlega opn að „Fish and Chips“-veitingastað í nágrenni Scarsdale. Veitinga- staðurinn stendur við aðalgöt- una í smábæ þessum, og eru húsakynni mjög skemmtileg — sambland af nýtízkulegum veit ingastað og enskri krá í hefð- bundnum stíl. Á veggjum hanga brezk skjaldarmerki og kaupandinn fær matinn í pappaumbúðum, sem ljósprent- aðar eru á úrklippur úr þekktustu dagblöðum Eng- lands. Allt er þetta gert til að skapa verulega brezkt and- rúmsloft og til að láta það ekki fara fram hjá neinum, að mat- urinn, sem viðkomandi snæðir, er „ekta“ brezkur. Sölubragð, sem hefur gefið einstaklega góða raun. „Þetta er fyrsti „Fish and Chips“-veitingastaðurinn í New York-fylki“, segir Þorsteinn, „og við rekum hann í tilrauna skyni. Reynsla af veitinga- staðnum hefur verið mjög góð, og raunar farið fram úr beztu vonum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá, hvort fleiri staðir verði opn- aðir eða hversu margir, ef til þess kemur. En ef við fær- um frekar út á þessa braut, þá mundi verða ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri fyrir þá, og staðirnir jrrðu í eigu sérstaks félags „Royal Guard Restaur- an.ts“, sem yrði auðvitað í okk- ar eigu.“ Þetta mál er því enn þá á byrjunarstigi, en fróðlegt og skemmtilegt verður að fylgj ast með þróuninni á næstunni í þessum efnum. Fiskverðið og nýja löggjöfin and Chips“ í Bandaríkjunum, því að margt fleira kom til tals í samræðunum við þá fjórmenn inga. Til að mynda fengum við Þorstein til að segja okkur eitt hvað frá fiskblokkarverðinu í Bandaríkjunum um þessar mundir. „Núna er það 24 cent, og hefur haldizt að mestu ó- breytt um nokkurn tíma. Raun ar var það í 12 ár samfleytt 24 cent, en sá stöðugleiki hefur ekki verið fyrir hendi nú um nokkurt skeið — hefur fallið niður í 20—21 cent þegar verst lét, en komizt hæst upp í 30 "ent — aðeins um örskamman tíma. En þetta verð — 24 cent — er farið að verða mjög þýð- ingarmikið og mikill áhugi hjá stærstu seljendunum hér að halda því. Að vísu féll það nið- ur fyrir nokkrum vikum og það var vegna undirboðs frá íslenzkum aðila — Sjöstjörn- unni í Keflavík. Þetta voru blokkir úr einu skipi og það sýnir hversu viðkvæmt þetta verð er, að ekki meira magn skyldi steypa því niður um hríð. í þessu sambandi má geta þess að þýðingarmikið er fyrir okkur að safna hráefnisbirgð- um þegar líður á árið til að þjóna þessum markaði hér alls kostar. Þess vegna er afar áríð andi að óvæntar verðbreyting- ar komi ekki, en fyrsta hætt- an er undirboð frá þessum sjálf stæða aðila á íslandi." Eins og áður hefur verið greint frá eru Bandaríkja- menn nú að undirbúa nýja löggjöf, þar sem gert er ráð fyrir opinberu gæðamati á fiski og fiskafurðum til mann- eldis. Við spurðum forráða- menn SH og Coldwater, hvern ig löggjöf þessi gæti verkað á útflutning okkar til Bandaríkj anna. „Við erum þegar farnir að hugleiða það, hvaða áhrif þessi löggjöf kemur til með að hafa á frystihúsin heima, og raun- ar þegar farnir að vinna að undirbúningi, m.a. með því að gera úttekt í nokkrum húsum og reyna að átta okkur á, hversu stórfelldrar endur- skipulagningar er þörf. Það er þegar ljóst, að endurbætur þessar koma til með að verða mjög kostnaðarsamar", segir Gunnar Guðjónsson. Þorsteinn Gíslason bætir við: „Ég er fyr ir mitt leyti sannfærður um, að við íslendingar munum eiga auðveldara með að mæta þess- um kröfum en nokkur önnur þjóð af öllum þeim, sem hingað flytja inn. Að endurskipulagn- ingu frystihúsa okkar lokinni, getum við orðið einir af fáum, sem uppfyllum þessar lcröfur, og koanizt í mjög þægilega að- stöðu.“ Hann sagði ennfremur, að þeir hefðu þegar vitneskju um helztu atriði hinnar nýju lög- gjafar. Það væri m.a. þýðing- armikið atriði í þessari löggjöf, að innan hvers frystihúss væru embættismenn til að fylgj ast með framleiðslunni, sem ekki þægju laun frá viðkom- andi frystihúsi og heyrðu und- ir sérhæfða stofnun á þessu sviði. „Og við íslendingar bú- um einmitt svo vel, að slík stofnun er þegar fyrir hendi heima — Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,“ sagði Þor- Steinn. Sölukerfið Að síðustu skal hér getið um aðferðir Coldwater Seafood Corp. til að selja framleiðslu sína. Að sögn Þorsteins eir sölu kerfi fyrirtækisins byggt upp á þann hátt, að það hefur 50 umboðsmenn víðsvegar um öll Bandaríkin, sem gefa sérstaka söluaðstöðu. Sagði Þorsteinn, að þetta fyrirkomulag hafi ver ið talið hagkvæmara en að hafa eigin sbairfsmenn til að annast þessa hlið. Þessir umboðsmenn vinna því ekki eingöngu fyrir Coldwater, heldur vinna að öðrum verkefnum jafnframt. Kvað hann þetta hafa gefið ágæta raun. Nokkurri fjárupphæð er ár- lega varið til auglýsinga. „Við höfum ekki farið inn á þá braut að setja okkur ákveðin mörk í þeiim efnum“, segir Þorsteinn, „hicldur auglýsum þegar okkux þykir þurfa.“ Því er það breyti legt, hversu miklu fé er. varið til þeirra frá ári til árs, en mest hefur það orðið 1966. Þá nam kostnaður við auglýsing- ar % milljón dollara eða rúmum 40 milljónum miðað við núver- andi gengi. — BVS. Söng- skemmtun NORSKI barýtónsöngvarinin Olav Eriksen söng á vegum Tónlistar- félags Kópavogs sl. laugardag í félagsheimili bæjarins. Annað bvort eru Kópavogsbúar óimúsík alskari en annað fól'k í landinu eða þá að starfsemi félagsins er ver skipulögð en annars staðar, því að aðsó'kn að þesisari söng- skemmtun var mjög léleg. Efnisisikráin var fjölbreytt, hófst með aríu eftir Lully og sönglagi eftir Purcell. Þriðj-a lag ið var eftir hinn sérkennilega Spánverja Pablo Esteve, og fór söngur Erilki.sen mætavel af stað. Rödd hans er milkil og hljómfög- ur en hún er líka notakuð ójöfn. Tæknilega varð því breidd „Vier ernste Gesange" eftir Brahms eklki nógu sannfærandi, þótt að öðru leyti yrði stígandi í söngn- um efnissfcrána á enda. Eriiksen söng „Hjertets Melo- dier“ eftir Grieg og „Þrjá hebr- eslka söngva“ etftir Ravel og beitti þar ágætum túllkunarhæfi leilkum sínum. Lokaþáttur söng- skemimtunarinnar var af íslenzlk- um og norslkuim lögum, söng Erilk sen þá „Sötonuð" eftir Pál Isólfs- son og „Ef engill ég væri“ eftir Hallgríim Helgason; kly'klkti út með „I Vaagelidann" eftir Joh- ansen,, „Vise i onna“ eftir Bræin, „Helg-sög fra Rymdi“ eftir Egge, „Jeg vi/I hjem“ og „Spurven" eftir Hovland. Fróðlegt hefði verið að kynnast fleiri slílkum lögum, en tíminn leyfði það eklki. Sumt á efnisdkránni kynnti söngvarinn sjálfur og féll það einnig í góðan jarðveg hjá þaiklk- látum áiheyrendum, sem að end- ingu ætluðu eklki að vilja sleppa honum við aðeins fáein aulka- lög! Árni Kristjánsson léto með á píanóið og var þar óskeikull hvatningisimaður og stuðningur til dáða. Þorkell Sigurbjörnsson Bezta auglýsingablaöiö Látum þetta nægja um „Fish Nauðungaruppboð Efíir kröfu Ara Isberg hdl., Bjarna Beinteinssonar hdl., Hákons H. Kristjónssonar hdl., Helga Guðmundssonar hdl., Tómasar Árnasonar hdl. og Útvegsbanka Islands, verður haldið opinbert uppboð á ýmiskonar lausafé í skrifstofu minni að Álfhólsvegi 7 miðvikudaginn 15. október 1969 kl. 15. Það sem selt verður er: 3 sjónvarpstæki, 2 sófasett, 2 kæli- skápar, 2 málverk, borðstofuhúsgön, IBM rafmagnsritvél, Encyclopaedia Britannica o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshög. Bæjarfógetinn í Kópavogi. mfimmNH J GRENSÁSVEG 11 - EGE broadloom BYGGINGAVORUR SÍMI 83500 CÓLF- TEPPI Dönsk gœðavara með þykku gúmmífilti Verð aðeins frá kr. 650,— pr. m2 MÁLARINN BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 22866. blaðbIírðarfólk ÓSKAST í eftirtolin hverfi Sjafnargötu TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 fRíijí’igíimMAiJiit* Soumostúlkur — Kvöldvinno Stúlkur vanar kápusaumi óskast nú þegar. Vinnutimi frá kl. 5—10.30 á kvöldin (ákvæðisvinna). Tilboð merkt: „Kvöldvinna — 3835" sendist Mbl. fyrir 11. oktober. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka með enskukunnáttu óskast til starfa hjá stóru fyrirtæki úti á landi Ráðningatími minnst 1 ár. Upplýsingar um aldur, fyrri störf og menntun sendist Mbl. fyrir næstu helgi merkt: „Skrifstofustörf — 3779". HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams — Vertu kátur, litli bróðir. Þú ert ekki sá fyrsti, sem hefur gefið sig fram við lögregluna af sjálfsdáðum. — Hættu að tala eins og það hafi verið mín hugmynd, Danny. — Og ef þú heldur, að ég ætli að kjafta frá hópnum, ertu snarvitlaus. Þeir myndu ná mér og . . . — Gray þingmaður! — Iljálp!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.