Morgunblaðið - 16.04.1970, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.04.1970, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1970 11 skieimmti ég mér alls staðar jafn vel ef ég er í hópi kátra kunningja.“ „Hvernig tóku vinkon- ur þínar því, er þú varst valin í keppnina?“ „Bara með jiafiraðargeði. Mér finnst hvorki ég né þær hafa breytzt í fram- komu.“ .......og enginn talað um að þú værir að verða montin?“ „Nei, ekki svo ég viti til. Þó kæmi slíkt tal mér ekki á óvart, því fólk er almennt þannig þenkj- andi að það stimplair mann montinn, þó maður geri ekki annað en að ganga beinn í baki.“ „Ertu nokkuð farin að sjá eftir því, að hafa far- ið út í það að taka þátt í keppninni?" „Nei, ekki ennþá að minnsta kosti, enda hefur allt gengið svo hratt fyr- ir sig, að manni hefur bók- stai'Lega ekki gefizt tóm til að hugsa út í slíkt.“ „Hvað hefur þú við þína jafnaldi'a að at- huga?“ „Ekkert að ráði. Mér finnst kannski drykkju skapur meðal unglinga fær ast iskyggilega hratt í vöxt og þá ekki sízt með- al þeirra yngri, þ.e.a.s. 13 og 14 ára krakka." Og þá lá leiðin til Guðbjargar Haraldsdóttur. Móðir hennar vísaði mér og ljósmyndaranum til herbergis hennar og reyndi á leiðinni að búa okkur undir hið versta: „Ég hef aldrei fengið skil-- ið, hvernig í ósköpunum hún Guddí fær af sér að sanka að sér öllu þessu drasli," sagði hún og opn- aði inn í herbergi dóttur sinnar. Ég hafði reynt að búa mig undir hið allra versta, en þegar ég sá inn í herbergið tók ég andköf — ekki af hneykslan, held ur af hrifningu, því við mér blasti eitthvert það stoemmtilegasta „verelsi“, sem ég hef augum litið. Allt var í antik-stíl, allt frá stóru og íburðarmiklu rúminu niður í pínulitlu myndarammana á náttborð inu. Ég fékk mér sæti á „kofforti" einu stóru og vönduðu og hóf viðtalið. „Hefur þú ekki verið óra- tíma að safna þessum hlut um að þér?“ „í»að eru líklega svona þrjú, fjögur ár síðan ég byrjaði. Ég fékk fyrst áhuga þegar ég var í síð- asta bekk barnaskólans, og síðan hef ég reynt að komast yfir alla gamla muni, sem ég hef mögulega getað og nú er svo komið, að geymslan okkar er orðin full af alls konar dóti, bæði stóru og smáu. En ég er ekki hætt, þvi ég hef hugsað mér að hafa alla mína húsmiuini í anitik þegar ég gifti mig — eða niei, segðiu heldiur: þegar ég byrja að búa,“ leiðrétt- ir Guðbjörg sig, „ég er nefnilega alls ekki svo ákveðin í að gifta mig.“ „Hvernig varð þér við, þegar þér var boðin þátt- taka í keppninni?“ „Ég varð steinhissa, en tók samt boðinu, þar sem ég vissi, að bezta vinkona mín, Þóra Berg var einn- ig með. Við Þóra höfum nefniliegia þetokzt fró því við vorum litlar, og alltaf verið ákaflega samrýmd- ar. Ég hef gengið í gegn- um margt með henni og fannst því ekká nema sjálf- sagt að bæta þessu á list- ann. Það er eiginlega ekki fyrr en núna síðustu dag- ana, sem ég er farin að átta mig á því, hvað ég hef hætt mér út í.“ „Hvemig hefur þetta lagzt í vinkoniur þimar — aðrar en Þóru?“ „Þeim finnst þetta bara fyndið, held ég.“ „Hvaða skemmtiatriði treður þú upp með á skemmtuninni? “ „Það er bara rugl upp úr mér sjálfri. Það átti til að byrja með að vera rit- gerð um skóg, en það féll ekki í nógu góðan jarðveg fannst mér, svo að ég hélt hnoðinu áfram þangað til ég var komin með nokk- urs konar ljóð í hendum- ar, það er sem sé um skóg að miestu leyti, en einnig hef ég fléttað inn í þetta gríni á sjálfa mig.“ „Hvað um framtíðina?“ „Ég hef alla tíð stefnt að því, að reyna við inn- tökuprófið inn í Handíða- og myndlistarskólanin. Þar langar mig til að læra und irstöðuatriðin í teikningu, með það í huga, að fara 1 gullsmíðanám á eftir.“ Asgerður Flosadóttir varð næst fyrir ónæði af mínum völdum. Eftir að hún hafði verið ljósmynd- uð í bak og fyrir lagði ég fyrir hana spurninguna um það hvert hennar skemmtiatriði yrði. „Ég ætla að syngja enskt lag við frumsaminn texta eftir landskunnan hagyrðing. Þuríður Sigurð ardóttir hefur æft þetta lag upp með mér, en Roof Tops koma vist til með að annast undirspilið.“ „Hvernig varð þér við, þegar þér var boðið í keppnina?" „Ég neitaði fyrst, en þeir létu það ekki gott heita og höfðu samband við mig aftur og að lokum ákvað ég að slá til.“ „Sérðu nokkuð eftir því?“ „Bæði jó og ruei. Þetta er nefnilega mikill tima- þjófur og þá ekki sízt fyr ir mig, þar eð ég hef þurft að sækja reglulegar söng æfingar jafnframt hópæf- ingunum niðri í Austur- bæj arbíói með hinum stelpunum. Það er samt ákaflega skemmtilegt að standa í þessu, því þetta er svo skemmtilegt fólk, sem vinnur að þessu.“ „Ertu nokkuð kvíðin?" „Því get ég ekki neit- að.“ „Hvað um þína skóla- göngu?“ „Ég er í 3. bekk verzl- umiardieildar Lamgialækjar- skólans, og gangi mér nógu vel í prófunum í vor langar mig til að fara í Verzlunarskólann, og einnig hef ég mikinn áhuga fyrir að komast i söngnám næsta vetur.“ Ég gat með engu móti sileppt uppáihaldsspunning- unni minni: „Finnst þér vinkonur þínar eitthvað hafa breytzt í viðmóti eft- ir að þú fórst í keppnina?" „Nei, alls ekki. Það væri þá kannski frekar það, að þær reyndu að hafa úr manni kvíðann." Að lokum var það „litla sæta stelpan" í keppn- inrm, Kristjana Ólafsdóttir, sem ég faeimsótti. Hún var að læra fyrir morgun- daginn, þegar oklcur bar að garði og „Lög unga fólksins“ beljuðu í útvarp inu. Ég byrjaði strax að spyrja Kristjönu spjörun- um úr, þegar ég hafði kom ið mér notanlega fyrir í djúpum hægindastól. „Hvert verður þitt fram lag til skemmtiatrið- anna?“ „Það verður Indversk- ur dans, sem Helga Möller — danskennari minn — hefur fært í nýjan bún- ing.“ „Leggur þú stund á dansnám?" „Já, ég hef verið í því í ellefu ár og lengst af hjá Hermanni Ragnars." „Og áhuginn er alltaf jafn mikill?" „Hann er alltaf jafn finnst mér, enda eru það svo mikið ungir kennarar, sem við höf um, og mdkið af skemmtilegum nemendum, þannig að það er alltaf eitthvað nýtt uppi á ten- ingnurn." „Ferðu þá mikið á dans leiki?“ „Ekkert sérlega mikið ég fer alveg eins í bíó eða les.“ „En nú hefur þú bæði komið í Glaumbæ og Las Vegas, hver er mun- urinn að þínum dómi?“ „Sáralitill, að mér finnst. Það eru jú eldri krakkar í Glaumbæ, en þar er síður en svo meiri víndrykkja, en á skemmti stöðum yngri krakkanna, þó að þeir staðir hafi ekki vínveitingaleyfi. Þar eru nefnilega „pelafylleríin" í algleymingi, og slíkt finnst mér stuðla að meiri og sóðalegri drykkju- skap.“ „Hvað um framtíðina?" „Ég ætla að halda áfram ( verzlunardeilinni, meðan ég reyni, að komast að sem hárgreiðslunemi, en það er bara svo ákaflega erfitt að komast að á stofu.“ „Að lokum: hvenær var þér boðið í keppnina, og hvernig varð þér þá við?“ „Það var bara hringt í mig sama daginn og myndatakan fyrir Vikuna fór fram, þannig að ég hafði engan tíma til að velta málinu fyrir mér, og eiginlega má segja, að ég sé ekki búin að átta mig ennþá, en það er bara betra — þeirn rrvun sieiinna fcemur kvíðinin.“ þ.joð.m. Til leigu verzlunar- og iðnaðarhúsnæði í Brautarholti 22. Upplýsingar i síma 20986. Laxveiði Veiðileyfi í Soginu fyrir landi Alviðru til sölu. Upplýsingar í sima 24966 næstu daga milli kl. 4 og 5. (Ekki laugardag og sunnudag). Nœst síðasti innritunardagur Kvöldnámskeið fyrir fullorðna til loka maí. Stutt upprifjunarnámskeið fyrir nemendur í gagníræðaskólum hefjast 29. apríl. Enskunámskeið fyrir unglinga sem ætla til Englands í sumar. Nemendum er kennt það helzta sem þeir þurfa að kunna til ferðalaga, um vegabréf, toll, hótel o.s.frv. Spánska fyrir þá sem ætla í sumarfrí til Spánar. Helztu orðatiltæki, daglegt mál. sími 10004 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4. IIJ Í i ly| I I I il I- MATVÖRUVERZLUN Vlf) ÞVER- Ul llUlfl I UflU BREKKU, KÓPAVOGI VÖRÐUFELL Sími 4-20-40. Hentugasta aðferðin við óritun umslaga Vélritaður er stensill, sem endist allt að 100 áritanir. Stensillinn er settur í ramma Áritun á umslag eða annað er síðan framkvæmd með RErm VERZLUN — VARAHLUTIR — VIÐGERÐIR. ADRESSU-VÉL ADRESSU-HAMRI SKRiFSTOFUVELAR H.F. : x ; HVERFISGÖTU 33 SlMI 20560 — PÓSTHÓLF 377

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.