Morgunblaðið - 03.07.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUMBJLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. JUL.I 1970 Sumar og sól Svipmyndir úr borginni í gær ÞAÐ var sania hvar farið var um borgina í gær. Hvarvetna var fólk í sólbaði, á grasblett- um við heimahús, í Sundlaug Vesturbæjar og í hádegis- og kaffitímum flykktist fólk út úr vinnustöðunum og kom sér fyrir á sólglöðum stað. Andlit- in sneru beint móti sólinni, eins örugglega og kompásnál- in vísar áttina á pottþéttum áttavita. Flestir voru í Iéttu skapi í gær, en það voru ekki allir jafn hressir, sem komu að Sundlaugunum í Laugardal. Þær voru lokaðar í gær vegna hreinsunar og 3000 tonnin sem fylla laugina voru venjulega í 28 stiga frosti, kappklæddir og með voldug- ar prjónahúfur. En það var sumar og sól í borginni í gær eins og sjá má af eftirfarandi myndum. Skammt andstæðnanna milli. Þessar kempur unnu af futlum krafti í frystiklefa frystihúss Bæjarútgerðarinnar í 28 stiga frosti, en handan við vegginn var sumar oc sól. En þó að það sé sól verður hver að vinna fynr sinu og parna sýnir hvutti listir sínar til þess að fá góðmola. Á íeið í sólbað. runnin til sjávar. Einhver spurði nú að því hvort ekki hefði verið hægt að hreinsa þær um nóttina. Að minnsta kosti urðu margir fyrir von- brigðum, en það verður víst ekki á ailt kosið. Yfir 1500 manns höfðu komið í Sund- laug Vesturbæjar um há- degisbil í gær og þá voru þar biðraðir fyrir utan, því allt var yfirfullt. Við skutumst einnig niður að höfn, en þar var litill tími til að vera í sólbaði, nema í kaffi- og matartímunum. Þeir voru lika óspart notaðir. Hins vegar voru þeir sem unnu í frystiklefunum ekkert að æsa sig upp; þeir unnu eins og Cm 2000 borgarbúar komu i Sundlaug Vesturbæjar í gær og þar var troðfullt allan daginn og hver krókur og klmi notaður til þess að leggja frá sér hversdagsfötin og klæðast sundfötum. (Ljósmyndir Mbl.: Kristinn Benediktsson) Systkin í sól á sundlaugarbakkanum í Vesturbænum 1 gær. Á vinnustöðum dreif fólk sig út í sólina i kaffi- og matarhléum, eins og sjá má á myndunum tveim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.