Morgunblaðið - 11.07.1970, Side 8
8
MOftGUNBLAÐH), LA'UGARDAOUR 11. JÚLÍ 197®
Suðureyri:
Dældu upp
íþróttavelli
á einni viku
100 milljón króna afiaverð-
mæti síðastliðið ár og útlit
fyrir annað eins í ár —
Fjallaleiðin frá fsafirði til
Súgandafjarðar er mjög fög
nr. Það er snarbratt af heið-
inni niður í Súgandafjörð og
leiðin er ekki ekin með nein-
um tryllitækjabunum eins og
þeir alköldustu segja. Hins
vegar var ástæða til þess að
stanza á nokkrum stöðum og
virða fyrir sér útsýnið og sér
staklega mjög fallega liti í
fjallshlíðunum norðan fjarð-
arins. Þar er hlíðin kjarrvax
in og mosaþembur í öllum
grænum litum og skærastur
var dýjamosinn.
Suðureyri er fremst í firð-
inum undir fjallinu Spilli.
Það var djúpalogn á firðin-
um, en á silfurtærum spegl-
unum örlaði á stöku stað fyr-
ir straumtifi í gjálfri. Þar
reis blár litur úr fletinum.
Tjaldur lék sér í fjörunni.
Dýpkunarskipið Hákur var
í óða ömn að dæla upp sandi
innan við þorpið. Við héld-
um að það væri verið að
vinna við höfnina, en svo var
ekki. Á einni viku hafði Hák
ur dælt upp sandi og þar sem
fyrir viku hafði verið skín-
andi hafflötur var nú komið
landsvæði undir íþróttavöll
þeirra Súgfirðinga.
Það er ugglaust ekki víða
sem menn búa svo vel að geta
dælt íþróttavelli upp úr sjón
um á einni viku, en allt er nú
til og það í þorpi úti á landi.
Þetta var mjög fíngerður
strax og rann úr honum og
jarðýtan vanm jafnt og þétt
að því að ryðja út sandinum
og slétta. Síðan geta Súgfirð-
ingar farið að leika knatt-
spyrnu á nýja knattspyrnu-
vellinum sem reis upp úrsjón
um.
Við héldum fyrst niður á
Kirkjan á Suðureyri.
BLAÐAMENN
MORGUNBLADSINS
A
FERÐ
UM
LANDIÐ
Um borð í Björgvin frá Suðureyri. f heimspekilegri ró spjalla þeir saman um heimsvanda-
málin og æðrast ekki — Ljósm. Mbl. Ámi Johnsen.
bryggju, því þar voru sjó-
menn að gera klárt. Eftir að
hafa farið fjöruna og tekið
nokkrar myndir færði ég mig
nær bátnum þar sem sjómenn
irnir voru að vinna og ætlaði
að fylgjast með þeim stundar
korn án þess að trufla. „Ertu
frá ®jónvarpinu,“ kaliaði
einn. „Nei,“ svaraði ég.
„Ertu ekki með gitarinn,"
kallaði annar. „Hann er á
ísafirði," svaraði ég. „Heyrðiu
þú ert á Moggamum,“ kallaði
sá þriðji og þegar ég svaraði
því játandi hló hann einhver
reiðinnar býsn. Ég bjó mig
undir skjót svör. „Það er nú
bara einn SjáMstæðSismaðiur
hér í plássinu," kallaði sá
þriðji og hló enn meir, „hann
er þarna í kofaskriflinu, tal-
aðu við hann.“ Ég benti
kempunni á að það væri þó
gott til þess að vita að þeir
væru ekki alveg vonlausir á
SuðUreyri. Þá hló kempan
hæst og sagðist nú reyndar
vera Sjálfstæðismaður líka.
Þeir eru fjandi pólitiskir víða
úti á landi og eru ekkert að
mjylja moðið. Það er Hka
ágætt, því ekkert hefst nema
að halda sínu fram.
Ég spjallaði við þá góða
stund, skipverjana á
Björgvin, en þeir eru á skaki
og hafa fiskað ágætlega. Þeir
böisiótuðust þó einhveir óstoöp
yfir fiskverðinu oig töildu
það allt of lágt. Þeir voru
samt hinir hressustu og slógu
á léttari strengi inin á milli.
Bj artsýnismenn þótt fiskverð
ið sé lágt.
Óskar Kristjánsson oddviti
fór með okkur um þorpið. 515
íbúar búa á Suðureyri og auð
vitað byggist allt þar á sjón-
um. 6 bátar eru gerðir þar út
á vetrarvertíð og fjöldi
smærri báta. Líklega hátt í
15.
Mjög mikil atvinna hefur
verið á Suðureyri síðastliðið
ár og alls var framleitt fyrir
100 milljón krónur á staðnum
í gjaldeyri. Frysti fiskurinn
nam 87 þús. kössum. í ár er
búið að framleiða fyrir meira
en á sama tíma í fyrra,
þannig að atvinnuástand er
Framhald á bli. 16