Morgunblaðið - 11.07.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1970 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjó ma rf u lltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 165,00 kr. I tausasölu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveirvsson Matthias Johannessen. Hyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhanrtsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði 'mnanfands. 10,00 kr. eintakið. BJARNI OG SIGRIÐUR A Þingvöllum hefur íslenzka þjóðin safnazt saman í gleði og sorg. Einhver mesta gleðistund hennar á þessum stað var endurreisn lýðveldis 1944. Fáir áttu meiri þátt í þeirri gleði en Bjarni Benediktsson, sem ótrauðastur allra stóð vörð um fullveldi ísJands og sjálfstæði. ís- lenzku þjóðinni helgaði hann líf sitt og störf, enda var honum farsæld hennar og menningarleg reisn í blóð borin. Um þessar hugsjónir hans stóð Sigríður Bjömsdóttir, kona hans, ávallt dyggan vörð, enda átti hún til þeirra að telja, sem hörðnuðu af hafi og vindum. Nú stendur íslenzka þjóð- in agndofa andspænis þeim örlaga- tíðindum, sem hún hefur spurt af Þingvöllum, þar sem forsætisráð- herrahjónin létust í eldsvoða ásamt gjörvulegum dóttursyni þeirra, Bene- dikt Vilmundarsyni, ungum sveini, yndi þeirra og augasteini. Mörg tíðindi hefur þjóðin spurt af þessum helga stað, en engin svo átakanlega sorgleg sem þau, er hún nú hefur heyrt. Hugur hennar sam- einast nú í þögn og bæn. Þaðan sem áður spurðust gleðitíðindi lýðveldis- stofnunar berast nú þau sorgartíð- indi, sem vart er unnt um að fjalla, hvað þá skilja. Og þó er þessi helg- asti staður íslenzkrar þjóðar verðug umgjörð um örlög forsætisráðherra- hjónanna. Þar átti líf þeirra rætur, hugsjón þeirra og stolt. Engan stað elskuðu þau meir að fæðingarstað sínum, Reykjavík, undanskildum. Um mikla stjómmálamenn næða stormar. Hæstu tindarnir verða að þola misjöfn veður. En oft standa þeir einnig upp úr skýjaþykkninu, vaxa inn í bjartan himin. Bjarni Benediktsson kynntist stríði og stormum, en átti einnig því láni að fagna að um hann lék heiðríkja stórra sigra. Hann var mikiH og ein- arður baráttumaður, sannur fulltrúi þess bezta í menningarlegri arfleifð þjóðarinnar, en jafnframt einarður málafylgjumaður. Hann barðist fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og varðveizlu þess eftir þeim leiðum, sem hann af mikilli yfirsýn og frábærum gáfum taldi líklegastar til árangurs. Og aldrei bugaðist hann, þótt á móti blési. Þegar þjóðin átti hvað mest í vök að verjast ekki alls fyrir löngu, lét hann enga-n bilbug á sér finna, en var staðráðinn í að leiða hana gegnum brimgarðinn. „Skipstjóri yfir gefur ekki skip sitt þegar verst gegnir,“ sagði hann, þegar efnahags- erfiðleikar og önnur óáran lágu eins og mara á þjóðinni. Og hann sigldi skipi sínu inn á kyrrari sund. Um Bjarna Benediktsson eins og aðra tinda lék næðingur, stundum stormur. En þó var hamn fyrst og síðast friðarins maður, sáttasemjar- inn í fjölskyldu okkar litlu, fámennu þjóðar. Það hlutverk stóð áreiðanlega hjarta hans næst. Og með eindæm- um var, hve langt hann nóði í þess- um þætti stjómmálabaráttu sinnar. Geta þeir sem eftir koma dregið mik- inn lærdóm af árangri hans. Enda hafði hann ávallt eitt markmið: frið og öryggi þjóð sinni til handa. Þennan frið tryggði hann út á við með nánu samstarfi við þær þjóðir, sem næst okkur standa að menningu og arfleifð, en inn á við með því að bera klæði á vopnin, þegar úfar risu með þjóðinni. Ekki báru allir gæfu til að meta þessa lífsköllun Bjarna Benediktssonar, því að sitt sýnist hverjum, eims og alltaf er í lýðræðis- ríki. En þó voru allir á eitt sáttir um það, að tilgangur hans var í sam- ræmi við upplag hans og þann arf sem hann hlaut í foreldrahúsum: „Faðir minn“, sagði hann í samtali við Morgunblaðið í júní 1967, „vandi okkur ekki aðeins á að lesa Islend- ingasögur .... heldur las hann fyrir okkur í bernsku Heimskringlu og Sturlungu, sem hvorttveggja eru ótæmandi brunnar fyrir þá, sem vilja kynnast mannlegu lífi“. Enginn íslenzkur stjórnmálamaður gerði sér eins mikið far um að kynn- ast mannlegu lífi og Bjami Bene- diktsson. Þau kynni urðu honum mikill styrkur í störfum hans. Forn- ar og nýjar bókmenntir urðu honum aflgjafi og uppspretta til skiln- ings á högum þjóðarinnar. Og „ís- lenzkar bókmenntir verða ávallt bak- hjarl tungu okkar og menningar á öllúm öldum“, sagði hann. Þó vissi hann að mannlífið sjálft, samtíðin og skyldan við framtíðina sat í fyrirrúmi. I því voru þau Sigríð- ur og Bjarni svo samhent að vart mátti á milli sjá, hvort þeirra stóð nær fólkinu í landinu. Það hefur verið gæfa íslenzkrar þjóðar. „Fullveldinu megum við aldrei af- sala okkur“, hefur Bjarni Benedikts- son sagt. „Við eigum að skila land- inu betra en við tókum við því. Aðal- atriðið er ekki hver verða kosninga- úrslit hverju sinni, heldur hvaða úrslit við eigum skilið. Aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd“. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. „Persónuleikinn mikill og sterkur“ — sagði Sigurður Bjarnason, sendiherra, í ávarpi í danska útvarpinu Kaupmannahöf.n 10. júlí — Einkaskeyti til Mbl. CARL Hermansan, fyrrver- andi kirkjumálaráffherra, s«m um árabil var vinur Bjarna Benediktssonar, ritaði í dag minningaroxð um hann, og seg-ir þar m.a.: „Bjarni Benediiktsson var einn þeirra, sem skýrast sáu að ísland yrði að tengjast Norðurlöndum til þess að það yröi efckli fyniir otf miilkl- uim bamdiaráisibuim ábriifuim. Fyrir honum var fastheldni Islands við norrænt satmstarf hvorki meira né minna en spurnin.g um líf eða dauða. Af Norðlurlöndumwm var það ekki sízt Danimörk, sem hon- um var hugleikin." í diaig blafcitd fánlimm í hálfia stöng við íslenzka sendiráðið í Kaupmannahöfn og til sendi ráðsins komu margir til þess að láta í ljós samúð sína. Á mánudag og þriðjudag mun lilggjia fnaimimii bók, þar sem menn geta látið í ljós samúð sína möð því að nita þar inöfin sín. Sigurður Bjarnason, sendi- herra, flutti hér í dag stutt ávarp. í fréttatíima daniska ríkisútvarpsirus kl. 12,30 flutti sendiilhierrainin imlirjniinigarorð uim Bjiarma Beniedifctissan og sagðli þá m. a. : „Persómuileifci Bjarna Bene- diktssonar var mikM og stetkiur. Hann lagði mikið af mörtóum til norrænnar sam- vinnu og átti persónulega vini bæði hér í Danmörtóu og á hinum Norðurlönduinuim. Bjarni hafði mitóla áot á Þimg- vöilium og hann og fjölskyldia hans dvöldu eins oft og tóostur var á í hinu gamia konumgs- húsi. Það eru sor.gleg örlög að endir skyldi verða bundinn á líf hans, hinnar giaesilegu konu hans og dóttursonar, á þesisium stað. Mikilil stjórnmálamaðlU'r er horfinn a.f sviðdmu. Á íslandi ríkir sorg. Við erum mijöig þalkklátir fyrir þá samiúð, sem hinni íslenaku þjóð hefur verið sýnd hér í Danmörtou vegna hins mikla missis okfk- ar.“ - Líf og störf forsætisráðherra- hjónanna Framhald af bls. 3 Ólafs Thors. Þega.r Ólafur Thors lét af embætti forsætis- ráðherra í nóvember 1963 var dir. Bjarni Benediktsson skip- aður forsætisráðherra og gegndi því starfi til dauða- dags. Dr. Bjarni Beniediktsson var allla tíð einn fremsti forystu- maður Sj'áifstæðisflökksi.ns. Hamn var fcjörinm í miðstjórn Sjállfstæði af lofcks i ns 1936 og var varafonmaður flokksins um langf árabil. Þegar Ólafur Thors lét aif formieransku Sjálf- stæðisflokksins á Laradstfumdi fiofcfcsins 1961, var dr. Bjarmi Benediktsson kjörinn formiað- ur Sjálfstæðistflokfcisims og mun sá atburður liða seintf úr mirani þeinra, sern þar voru, er úrslit í atfcvæðagneiðslu meðal Landsfundarfulltrúa voru tilkynrat og þiragheimur reis úr sætum til þess að hylla hiran nýja leiðtoga. Dr. Bjami Beraediktsson var ætíð síðam endurkj örinn formaður Sjáltf- stæðisflokfcsins, síðast á Lands fuiradi flokksims sl. hamst. ÖNNUR STÖRF Aulk þessara tnifcilvægu ábyrgðanstarfa gegndi dr. Bjarrni Bemedifctsson fjölmörg- uim öðrum störfumi á araraa- samri ævi. Haran var aðal- hvataimaður að stofraun Al- meninia bókaféia'gsinis og stjóm arformaður þess frá stofnun þess 1955, til dauðadags, átti sæti í stjórn Eimskipafélags íslands um 10 ára skeið og einnig var hann í stjórn Spari sjóðs Reykjavífcur og nágrenn is um nokfcurt árabil. Þá átti hann sæti í stjórn Árvakurs h.f., útgáfufyrirtæikis Morgun blaðsins frá 1955. Dr. Bjarni Benediktsson var fulltrúi í fyrstu sendinefnd ís- lands á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í nóvember 1946 og sat í milliþinganefnd um stjórnarskrármálið frá 1942 til 1945. í útvarpsráði sat hann 1934—1935, í stjórn fyrsta happdrættisráðs Há- Skóla íslands 1933 og var for- maður Nýbyggingarsjóðls.- nefndar 1941-’44i. Fortmaðuir Landsmálafélagsins Varðar var hann 1945—1946. Jafn- framt þessurn umfangsmiklu störfram skrifaði dr. Bjarni Benediktsson mikið um menningarmiál og stjórnmál í tímarit og blöð og þá ekfci sízt í Morgunblaðið. Tveggja binda rit, Land og lýðveldi með ibelztu blaðagreinum hans og ræðum kom út hjá Almenna Bókafélaginu fyrir nofckrum árum. Dr. Bjarni Benediktsson var sæmdur fjölda heiðursmerkja, bæði innlendra og erlendra, og var sæmdur heiðursdokt- orsnafnbót í löguim á hálfrar aldar afimæli Háskóla íslands 1961. Sigríður Björnsdóttir, eigin- kona dr. Bjarna Benediktsson- ar, sem fórst með honum á Þingvöllum var glæsileg kona og manni sínum traust stoð og sterkur bakhjarl á storma- sömum stjórnmálaferli hans. Hún var fædd árið 1919 dótt- ir hjónanna Björns Jónsson- ar, skipstjóra í Ánanaustum og Önnu Pálsdóttur. Eins og að fraiman greinir giftist hún dr. Bjarna árið 1943 og eignuð ust þau 4 börn. Hún var mik- il húsmóðir og bjó manni sín- um, fjölskyldu og vinum hlýtt og fagurt athvarf, þar sem heimili þeirra hjóna var. Gest risni þeirra var við brugð- ið og bar landi og þjóð glæsi- legt vitni. Benedikt Vilmundarson, dótt ursonur þeirra Bjarna og Sig- ríðar var aðeins 4 ára að aldri, fæddur árið 1966, sonur Val- gerðar dóttur þeirra og Vil- mundar, sonar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráð- herra og frú Guðrúnar Vil- mundardóttur, konu hans. Beraedikt var óvenju skýr og efnilegur drengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.