Morgunblaðið - 11.07.1970, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAOUR 11. JÚLÍ 1970
13
þér og skömmin le-ndir á honum.
Svo að þér er óhætt hvernig sem
veltist. Ef þú notar ha.nn ekki
og þér mistekst að finna rétta
manninn, færðu Endicott á háls-
inn og hann er ríkari en nokkur
annar maður í bonginni.
Giillispie tuggði neðrivörina
stimdarkorn. — Já, en ég spark-
aði honum beinlínis út héðan,
sagði hann.
— Þér væri betra að ná í
hamn aftur, sagði Schubert að-
varandi. — Hann getur verið
fjarverusönnun fyrir þig. Vertu
góður við hann og lotfaðu hon
um að hengja- sig sjálfur. Ef
nokkur finnur að þessu, þá
segðu, að ég hafi fyrirs'kipað
það.
GiLle.spie fann, að þarna sat
hann fastur. — Gott og vel,
sagði hann með nokkurri tregðu
og lagði símann á. Hann stóð
snöggt upp og minntist þess, að
hann kunni ekki frumatriðin í
glæpamannaveiðum, og Virgil
Tibbs mundi, án þess að vita af
því sjálfur, losa hlassið af her-
um hans. Þegar hann smeygði
sér inn í bílinn, fannst honum,
að það væri ekki svo vitlaust
að gefa Virgil Tibbs snöruna til
að hengja isjálfan sig í.
Harnn fann manninn, gem hann
leitaði að, skammt frá stöðinni.
Tibbs hafði stanzað sem snöggv
ast til þess að skipta um hendur
sem
er
á töskunni sinni, er Giilespie
Sitanzaði á móti við hann, Farðu
upp í, Virgil, ég þarf að tala
vlð þig, sagði hann. Þegar ungi
svertinginn myndaða sig til
að hlýða, varð GiHispie
snögglega gripinn viðbjóði.
Tibbs hafði gengið drjúga vega
lengd og borið töskuna, svo að
hann hlyti að hafa svitnað, og
Gillespie hataði lyktina atf svert
ingjum. Hann seildist til og
flýtti sér að opna aftungluggann
að baki sér. Að því loknu benti
hann Tibbs að setjast í framsæt-
ið. — Settu töskuna aftur í, skip
aði hann. Tibbs hlýddi, steig inn
í bílinn og settist. Gillespie var
feginn að komast að því, að eng
in lykt var af honum.
Gillespie ræsti bílinn og beindi
honum út í umferðina.
— Virgil, hóf hann máls, —
ég var dálítið harkalegur við
þig í morgun. Honum datt íhug,
að láta hér staðar numið og
gerði það líka.
Tibbs sagði ekkert.
— Hann Endicott vinur þinn,
hélt Gillespie áfram, — talaði
um þig við borgarstjórann okk-
ar og þegar Schubert borgarstjóri
hsifði ráðgazt við mig, kom
umst við að þeirri niðurstöðu,
að biðja þig að rannsaka morð-
ið á Mantoli, undir minni yfir-
stjórn.
Það var algjör þögn í bíln-
um, einar þrjár húsalengdir. Þá
sagði Tibbs, varlega: — Ég held
Gillespie lögreglustjóri, að það
væri heppilegra, að ég færi úr
borginni, eins og þér lögðuð til.
Það gæti gert yður hægara fyr-
ir.
Gillespie beygði fyrir horn. —
Hvað mundirðu gera ef yfir-
maður þiran beiddi þig að vera
hér kyrr? spurði hann.
Ef Morris lögreglustjóri beiddi
mig þess, svaraði Tibbs hik-
laust, — mundi ég fara alla leið
til Englands og leita að Jack
the Ripper.
— Morris lögreglustjóri sendi
þér skilaboð og bað þig vera
hjá okkur í viku. Vitanlega verð
urðu ekki í okkar lögregluliði,
svo að þú þarft ekki að vera í
einkennisbúningi.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þetta ætti að vera eðlilegur dagur, hvað venjuleg mái snertir.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú ert líflegri andlega en líkamlega. Skcyttu illkvittni engu.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Forsjáini kemur í góðar þarfir. Eitthvað spennandi gerist.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Fjölskyldumálin eru efst á haugi Málin snúast þér í hag.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Treystu á eigin tilfinningar og dómgreind. Farðu þér hægt.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Haltu ótrauður áfram með málefni, sem þú hefur starfað að und
anfarið.
Vogin, 23. september — 22. október.
Viðburðaríkur dagur. Þú kynnist góðu fólki.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú getur vel lagfært allt, sem við kemur ferðalögum, hópverk-
efnum, hjúskap. Rómantikin er líflcg er kvöldar.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember
Ekkert stendur þér fyrir þrifum i dag, nema þú sjálfur, e.t.v.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Nú gefst þér færi á að losa um samböndin v'ð starfsmenn þína.
Hugsaðu og þakkaðu fyrir það, sem þú hefur.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú skait ekki talca neina áhættu í fjármálum, þótt þú þurfir að
stokka eitthvað upp.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz.
Tillitssemi og uppbygging skipta öllu máli i dag. Þú kemst vel
áfram með mál, sem lengi hefur beöið. Góður við makann!
ASKUR
V.
BVÐUR
YÐUK
GLÓÐARST. GRÍSAKÓTEIJETTUR
GRIUAÐA KJTJKI.INGA
ROASTBEEF
GLÓÐARSTEIKT LAMB
HAM BORGARA
DJÚPSTEIKTAN FISK
xu&urlaruUbraut 14 ximi 98650
— Það er nú nokkuð síðan ég
var í honum, sagði Tibbs.
— Allt í lagi. Hvers finnst
þér þú þurfa?
— Ég hef verið á fótum alla
nóttina og hef ekki getað neitt
snyrt mig. Ef eitthvert gistiihús
vill hýsa mig, vildi ég gjaman
raka mig og hafa fataskipti. Ef
þér svo viljið útvega mér eitt-
hvert farartæki, þarf ég senni-
lega einskis annars. Að minnsta
kosti ekki í bili.
Gillespie hugsaði sig um.
Gistihúsin hýsa þig nú ekki,
Virgil, en það er bílahótel fyrir
litaða, svo sem fimm mílur upp
með veginum. Þar geturðu verið.
Svo eigum við einn lögreglubíl
til vara og hanm geturðu feng-
ið.
— Nei, ekki lögreglubíl, sagði
Tibbs. Ef þér getið vísað mér á
einhvem bílasala, sem á eitt-
hvert trog, sem er gangfært, þá
væri það miklu betra. Ég vil
e'kki vera mjög áberandi.
Gillespie varð það strax Ijóst,
að Tibbs var þéttari fyrir en
hann hafði búizt við. — Ég held
ég þekki einn, sagði hann, og
snarsneri við á miðjum veginum.
Hann ók á viðgerðastöð handan
við jámbrautarsporið. Heljar-
stór svartur viðgerðamaður tók
á móti honum.
— Jess, skipaði Gillespie, —
Þetta er hann Virgil, sem er að
vinna hjá mér. Ég vil, að þú
Ijáir honum bíl eða útvegir hon
um einhvem, sem hann getur
notað. í vikutíma. Einhvern, sem
er í gangi, kannski einhvera,
sem þú ert búinn að gera við.
— Allt, sem ég geri við, er í
lagi. Hver borgar?
— Það geri ég, sagöi Tibbs.
Komdu þá, sagði Jess og
gekk aftur inn í verkstæðið.
Virgil Tibbs steig út úr bíl Gill-
espie, tók töskuna sína af aftur
sætinu, og ávarpaði síðan þenn-
an nýja húsbónda sinn. — Ég
kem til viðtals undir eins og ég
er búinn að laga mig til, sagði
hann.
— Gefðu þér góðan tíma, sagði
Gillespie. — Það er nóg að
koma á morgun. Hann steig fast
á bensínið og bíllinn rásaði af
stað og þyrlaði upp rykskýi.
Virgil Tibbs tók upp töskuna
sína og gekk inn í verkstæðið.
— Hver ert þú? spurði Jess.
— Ég heiti Tibbs. Ég er lög-
reglumaður frá Kaliforniíu.
Jess þerraði á sér hendumar
á tusku. — Ég er sjálfur að
spara saman til þess að kom-
ast vestur, sagði hann í trúnaði.
—- En segðu það ekki neinum.
Þú getur tekið bílinn minn. Ég
hef annan, sem ég get gripið til,
ef á þarf að halda. Hvað er það,
sem þú átt að gera héraa?
— Það var framið morð héma
í nótt sem leið. Þeir eru í vand-
ræðum með það og ætla svo að
nota mig til að skeyta skapi
sínu á, ef illa fer.
Svipurinn á Jess var fullur
vantrúar. — Og hvernig ætl-
arðu að verja þig? sagði hann.
— Með því að finna morðingj-
ann, svaraði Tibbs.
Bæði vegna hitans og svo af
þessum mglingi, sem kominn
var á vinnutíma Sams, svaf
hann bæði stutt og illa. Klukk-
an tvö eftir hádegi var hann
kominn á fætur og klæddur.
Hann bjó sér til samloku úr mat
arbirgðunum, sem hann átti
heima og las síðan bréfin sín.
Síðasta bréfið af þremur opn-
aði hann með skjálfandi fingr-
uim. Það var með merki mála-
færslumanns og hafði ávísun
inni að halda. Þegar Sam kom
auga á upphæðina, hætti hann
alveg að hugsa um morðið.
Hann stakk bréfinu og ávísun-
inni í vasa sinn, leit á klukk-
una og flýtti sér út úr húsinu.
Allt í einu lá honum mikið á að
komast í bankann fyrir klukk-
an þrjú.
Klukkustund seinna fór Sam á
stöðina, til þess að fá fréttir.
Auk þess var útborgunardagur.
Sér til mestu furðu fann hann
Gillespie í ganginum að tala við
Tibbs.
Sam tók launaávísunina sína
við borðið, kvittaði fyrir hana
og sneri sér síðan að Gillespie,
sem beið hans. — Ég veit að
þú átt frívakt í dag, Wood, en
við þurfum mannhjálp héraa.
Geturðu ekið honum Virgil heim
til hans Endicotts, hann þarf að
tala við dóttur hans Mantoli?
Þetta var ekki spumimg, held-
ur hóglega framsett skipun. Sam
skildi ekkert í því að stjórinn
skyldi allt í einu geta þolað
rannsóknamanninn frá Kali-
forníu, en stillti sig um allar
spurningar. Hann var feginn að
geta farið þetta — hann vildi
ekki missa af neinu.
— Sjálfsagt, ef þér viljið, lög-
reglustjóri.
Gillespe hvæsti gremjulega.—
Auðvitað vil ég það, annars
hefði ég ekki farið að nefna það.
Virgi.l hefur bíl, en þú ratar.