Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLA3MÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1970
ÓSKA EFTIR að kaopa steypuhrærivél. — Uppl. í síma 92-2134 rrwtii ki. 7 og 10 e. h.
SKÁKMENN N okkrar fágætar skákbækur fáanl'egar. Uppl. í síma 42034 miililii kl. 1 og 3. Sveinn Kristinsson.
TAKIÐ EFTIR Kælískápuim breytt í frysti- skápa.. Hliuti af skápnum hrað frysting. Guðni Eyjólfsson, sími 50777.
HEIMAMYNDATÖKUR Barna- og brúðkaupsmynda- tökur í correct coiout. — Vönduðustu litmyn'dír á mark aðnum. — Stjömuljósmyndir, Fló'kagötu 45, sími 23414.
ARINN Ef ég hleð arimi'nn, þá logar ve'l og ney'kiir ©toki. Fa'gvi'nna. Símii 37707. M. Norðdahl.
HERBERGI TIL LEIGU fyrir skó'liapiita, einmig fæði á saima stað. Reglosemi áskiiliin. Uppl. í síma 32956.
TIL LEIGU 2ja herb. ibóð að Austunbrún 4. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr- ir þriðjudagstovöld merkt: „Útsýni 4034".
FORD BRONCO Tii sölu er Bronco 1966 í góðu ástendi, klæddur og á góðum dekkjum. Uppl. í síma 14606.
IBÚÐASKIPTI EÐA SALA 4ra herib. íbúð við Þórsgötu. Væg útborgun. Góð lán. Upp- lýsiingasiími 41046.
HAPPDRÆTTI MÁNA Keftavík. — Dregið var 17. ágúst. upp kom nr. 691.
TIL SÖLU flygífi, frekar stór. Uppl. í sima 37233.
ÖKUKENNARAR Þýzk kennsliutæki í Cortinu '67—'70 til sölu. Símii 51526.
Óska eftir að taka á leigu sem fyrst 1 herbergi með að- gaogi að síma og eldhúsi sem næst Laindspítailain'um, regikísemi Uppl. í síma 2057, Keftavík.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI L'rtið trésmíðaverk'Stæði ósk- est á Peigiu eða 100—150 fm búsmæði. Tiliboð sendist afgr. M*bl. fynir 2. septemiber, merkt „4671".
SÓFASETT, HANDSKORID. mijög fellegt, ti'l sýnis og söiu frá ki. 2—7, sumnudag. Uppf, í íbúð nr. 29, 5. hæð, Há- túni 6.
„Brosir aftur
fold og sær“
Þegar vlð ókum inn með
Eyrarfjalli og beygðum þvert
við Skorá, þar sem leið ligg-
ur inn að Meðalfeilsvatni,
var hið bezta veður. Eaxár-
vogur var spegilsiéttur, Háls
hólar og Búðarsandur blöstu
við handan vogsins, og litli
hólminn framan við Neðra-
lláis, sýndist ekki mikill fyr-
ir hólma að sjá, en hann gaf
þó hér áður af sér allmikinn
æðardún, þegar æðarvarpinu
var sinnt þar.
Laxá rennur í Laxárvog,
með fossum og flúðum, ein-
hver bezta laxveiðiá lands-
ins. Utar lá Hvalfjörðurinn
spegilsléttur, fjöllin stóðu á
höfði í logninu, rétt eins og
Steingrimur Thorsteinsson
kvað um fjörðinn á einum
stað:
„Þig f jörður kæri, finn eg nú
með fegurð sumars rétta,
er logni svæfður liggur þú
við lagar sand og kletta.
I bjarma sóiar bláloft hlær,
svo brosir aftur fold og sær
og fagurgyllist fjær og nær
þín flötin rennislétta.“
★
Áður en vegur var lagður
upp með Skorá, þurfti að
fara yfir hana nær fimmtán
sinnum, áður en komið var að
Dælisá og þaðan yfir Bugðu,
en þar uppi á holtinu opn-
aðist útsjón til Meðalfells-
vatns. Meðalfell er einstakt
fell, sem rís upp úr miðri
Kjós, 363 metrar á hæð. Sunn
an undir fellinu er höfuðból-
ið Meðalfell, landnámsjörð
Valþjófs Örlygssonar, en Eyj
ar eru við austurenda vatns-
ins, þar voru Eyjaréttir á
norðurbakkanum áður fyrri,
en þær eru nú aflagðar, og
er Kjósarrétt nýja inn við
Möðruvellí.
Freistandi væri að skoða um
hverfi Meðalfellsvatns nánar
en við höldum lengra, við höf
um ákveðið mark fyrir aug-
um, sem er Seftjömin,
nokkru austar. Og nú segj-
um við skilið við bílinn. Til
náttúruskoðunar skyldu helzt
alltaf notaðir postulahestam-
ir. Með því að ganga fer ekk
ert framhjá okkur. Þá veitum
við athygli á beztan hátt öll-
um dásemdum náttúrunnar.
★
Seftjömin er ekki stór um
sig, en umhverfið og tjörnin
sjálf er heillandi. Þarna er
starengi langt út í tjörn. Sef
gróðurinn og starargróðurinn
er allhávaxinn, og þar hefur
lengst af verið slegið. Ýmist
óðu sláttumennirnir út i sefið,
eða - fóru um það á bátum.
Gafst sá heyskapur allvel og
þótti búbót að.
Við göngum rólega eftir
vesturbakkanum. Margt er
að sjá og skoða. Hér er mik-
ið fuglalíf. Óðinshanar fjöl-
menna þar sem grynnst er,
ýmsar andategundir spóka sig
þarna í veðurblíðunni, sáttar
við guð og menn. Hér reynir
enginn að beita byssu. 1 mó-
unum og hbltunum í kring sjá
um við móafugla, lóur, spóa
og hrossagauka, og litlu spör
fuglarnir, máríuerla, þúfu-
tittlingur og steindepill, láta
sig heldur ekki vanta.
★
En okkur er samt engin
launung á, að við erum á hött
unum eftir einni sérstakri
fuglategund, sem við vitum
að á hreiður sitt vandlega fal
ið inni í sefinu. Það er sefönd
in, eða flérgoðinn, eins og
hún stundum er nefnd. Þótt
hún sé nokkuð algengur varp
fugl hér á landi, hefur hún
mjög sjaldan orðið á vegi
okkar.
Og ekki líður á löngu, þar
til við sjáum blikann synda
tígulega innan um sefið, all-
fjarri okkur; hefur sjálsfagt
fundið af okkur lyktina, og
þótt vissara að draga sig út
á frían sjó, i burtu frá hinu
sérkennilega hreiðri sinu. Sef-
öndin er nokkuð spaugileg á
svipinn, því að um þettaleyti
er fullorðni fuglinn prýddur
tveim stuttum fjaðratoppum,
hvorum sínum megin utan til
á hnakkanum og niður og aft
ur frá kjálkabörðunum eru
breiðir toppar, hvor sinum meg
in, eins og gríðar mikið vanga
skegg, sem fuglinn getur
breitt út, svo að úr því verð-
ur hálfgerður kragi um höf-
uðið. Seföndin er fremur lít-
ill fugl, álíka og teista, snubb
óttur, því að hann er því sem
næst stéllaus.
Seföndin hefur ætíð varp-
stöðvar sínar við vötn og
tjarnir með miklum sef- og
starargróðri, hver hjón út af
fyrir sig. Hreiðrið er gert úr
lifandi vatnajurtum einkan-
lega er það hálmur og flýtur
það nokkuð fjarri landi, svo
að ekki er auðhlaupið út í
það, fest við styrka stör, og
hækkar og lækkar með vatn-
inu. Bjarni Sæmundsson lýs-
ir svo tilhugalífi sefandar-
innar: „Fara þá hjónin að
gera sér hreiður eða hressa
við gamla hreiðrið, sem þau
halda trútt við árum saman,
ef það fær að vera i friði, og
nota einkum til þess mar-
hálm, sem þau hrúga saman
í stóra dyngju, miklu meiri
um sig, en það litla pláss,
sem fuglinn þarf fyrir sig og
eggin, svo að úr því verður
eins og lítill hólmi, þar sem
fuglinn liggur á í miðjunni.
Meðan á þessu stendur, eru
þau mjög fjörug, leika ýmsa
skritna tilhugalífsleiki, með
útþöndum toppum og krögum,
eða gefa frá sér ýmiss konar
há og hvell hljóð, Iíkt og lóm
ar." Síðar segir Bjarni: „For
eldramir sýna ungunum mikla
umhyggju, meðan þeir eru að
læra að bjarga sér, og er
sagt, að það sé faðirinn, sem
lítur mest eftir þeim, en þeir
leita þó alltaf til „mömmu“,
þegar á liggur, þegar þeim er
t.d. kalt, skriða upp á bak
henni, en hún ýfir fiðrið, til
Sefönd. Myndin er eftir hina kunnu listakonu Barböru Árna-
son, í bók Kára frá Víðikeri.
þess að hlúa að þeim. Fyrst
í stað geta þeir ekld kafað,
en ef hætta er á ferðum, tek
nr móðirin þá undir vængi
sér og kafar sjáif með allan
hópinn.“
★
Og við höldum áfram göngu
okkar meðfram bökkum Sef-
tjamarinnar, reynum að
ganga með hægð til að
styggja ekki fuglana. Sef-
öndin er spök, þar sem hún
verður ekki fyrir styggð.
Og sunnanvert við tjörnina
gafst loks að líta hreiðrið,
þennan mararhólma, fljótandi
á vatninu.
Seföndin er litskrúðugur
fugl, eitt af djásnum íslenzks
fuglalífs, og það er unun að
kanna lífshætti hennar. En
ég vara við of miklum um-
gangi, þegar hún liggur á
eggjum sínum. Þegar við höfð
um athugað hana nægjanlega
læddumst við á brott. Sól
hafði lækkað á lofti, þegar
við komum aftur að bilnum,
og við héldum sömu leið til
baka. Alltaf er jafn gaman
að skoða náttúruna, og við
minntumst á heimleiðinni
kvasðisins hans Kára frá Víði
keri, þegar hann talar um sef
öndina, en þar í er þetta:
„Og víkin hjá læknum
var vafin í störum.
Þar kreikaðí seföndin,
kynleg i förum.
„Æ, hér er þá liórgoðinn"
hrópaði Ealli.
„Og hreiðrið i störinni,"
kallaði Palli.
Og satt var það reyndar,
þvi flórgoðinn fléttar
sitt fljótandi hreiður
í starirnar þéttar.“