Morgunblaðið - 30.08.1970, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.08.1970, Qupperneq 11
MOKGUNBLAf>IÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1970 11 <A slofíi um croaieioQsitts Þorsteinn Matthíasson: Um Bjarnar- fjörð og Bala Yzt á Bjarnarnesinu milli Steingrímsfjarðar og Bjarnar- f jarðar er lágur klettahöfði, kal) aður ValshöfðL Nokkuð út og austur frá nes- inu eru Þorkelssker. Þar eru selalátur og vorkópaveiði stund- uð frá Kaldrananesi. Var þá oft áður fyrr legið yfir netunum náttlangt í fyrstu lögn. Matthías Heigason, sem i meira en fjóra áratugi var bóndi á Kaldrananesi lýsir útsýni frá skerjunum á þessa leið: — Breytilegt var um að litast í skerjunum meðan sá siðurhélzt að liggja frammi. Stundum gekk í hvassviðri með úrkomu, sjór varð úfinn svo að draga mátti bátinn upp á skerin. Þykkur þokukúfur mokaðist upp og byrgði aila fjallasýn, nema þau sem naest voru og þá aðeins hið neðra. En oft var öðruvísi um að litast. Ógleymanlegastar voru lágnættisstundimar um vorsól- stöður. Sólin kom fram undan norðurfjöllunum, aðeins nýstig- in frá haífletinum sló hún roða- glóð yfir lognsléttan flóann. Ekkert rauf lágnættiskyrrðina nema einstaka selur sem með mestu varfæmi teygði kollinn upp úr sjónum, seig svo með bláma fjarlægðar eða glit- skikkju sólarlags. 1 útnorðri risa svo Strandafjöll há og svipmikil. Þarna mætast andstæður. Fyrir fáum stundum var einskis annars gætt en þess, að verða sem mest ágengt í að svipta það ungviði lifi, er ekki virtist til annars fætt en að verða mönnum bráð. Svo kemur móðir lífsins i sínu fegursta veldi og breiðir gullna friðar- blæju yfir alla hina sýnllegu náttúru. Getur það haft svo mildandi áhrif, jafnvel á sigg- skinna útskagakarla, að þeim finnist fátt um unnin drápsverk. En um sólnætur finnur maður þetta allt betur en hægt er að segja frá. — Bjamarfjörður liggur vestur úr Húnaflóa milli Valshöfða og Bala-fjalla. Inn frá botni fjarð- arins gengur fagur dalur grasi og viði vaxinn. Hann kallast einnig Bjamarf jörður. Yfir dalinn, byggð hans og hlíðar beggja megin, austur um Húnaflóa og út til hafs er fag- urt útsýni af veginum, sem ligg- ur um norðurbrún Skarðsfells. Þessa sama útsýnis nýtur sá ef til vill ennþá betur, sem leggur neðan brattann upp frá Bakka legur. 1 norðri bera tindar Strandafjalla hátt við himin og til austurs Skagastrandarfjöll, en opið haf til útnorðurs. Sunnar á hálsinum liggur veg- urinn um háan kjöl austan Bæj- arvatna. Sér þaðan inn eftir háls inn og suður um Húnaflóa, til innfjarða og heiðanna að baki Húnaþings. Ber þar bjartan koll Eiríksjökuls hæst yfir. Þessi leið er ekki ökufær, en ráðlegt er ferðamanni, sem njóta vill náttúrutöfra að fara þama um. Leiðin frá Kaldrananesi að Bæ á Selströnd er aðeins einnar og nálfrar stundar ferð fótgang andi manni. 1 suðurhlíðum Bjamarfjarðar eru hjallar vaxnir skógarkjarri og eru í brúnum þeirra hvassar kletta bríkur. Norðurhlíðin er hærri og stórskomari, þó er þar viða talsverður skógur. En hið svipmikla yfirbragð Strand anna leynir sér ekki. Fyrir fáum árum var láglendi dalsins sunnan árinnar niður frá Bakka meðfram hliðarfæti gras- gefið brokengi út að fjarðar- botni. Fékkst þar oft góður hey- skapur og mátti sjá margt fólk að verki. T.d. grasleysisárið eft ir frostaveturinn 1917—1918, þeg ar tún öll bmgðust, voru heyj- aðir á þessu engi á annað þús- und hestburðir og þó ekki nærri gengið. Tveir dalir liggja fram frá Kaldbakshorn og Kleifin. hægð niður aftur og skildi eftir gullhúfuna, sem hann hafði orð- ið að setja upp, þegar hann horfði móti sólu. Heim var hlý- legt til lands að lita. Glampar þar á húsin á Kaldrananesi, ber þar mest á kirkjunni, enda er hún leiðarmerki þeirra, sem inn f jörðinn sigla. Þegar innar dregur ris Grims- ey eins og drottning í mynni Steingrímsf jarðar, ihá og tíguleg. Þá standa höfðamir þrír, Hvals- árhöfði, Ennishöfði og Víkur höfði, sem verndarvættir hinna gróðursælu og hlýju byggða þar innfrá. Ennishöfði þeirra mestur, enda situr hann í öndvegi með hina sinn til hvorrar handar. Er það ekki nema á svo ljósgjöf- ulum vornóttum að lýst er í hið ófríða andlit hans. Fjarlægðin sléttar úr öllum hrukkum, sést aðeins fyrir hina hvössu brún en Stigaklettur hvílir eins og krakki við fótskör risans. Utar tekur við Vatnsnesið og Skaga- strandarfjöllin, en þau auka tign og fegurð útsýnis austur um flóann, hvort sem þau skrýðast Kaldbaksvík. Bjarnarfirði inn undir Trékyllis heiði sem er að byggðabaki milli Selárdals og Reykjarfjarðar. Var hún áður fjölfarin alfara leið. Sunndalur, sem vestar liggur er talsvert hærra frá sjó en aðal dalurinn. Að honum eru lágar brúnir og aflíðandi inn til heið- arinnar. Bærinn stendur austan undir Sunndalsbungu vestan ár- innar. Goðdalur er þrengri og dýpri og stefnir til norðurs. Að hon- um eru hlíðar hærri og brattari, skriðurunnar og grýttar á köflum. Niður í dalinn falla þrjú gljúfragil austan af Tré- kyllisheiði, eru þau stundum ill- fær í vatnavöxtum. Árið 1948 i desembermánuði, varð það hörmulega slys, að snjóflóð féll úr austurbrúninni og tók af bæinn í Goðdal, fór- ust þar sex manneskjur. Bónd- inn einn, Jóhann Kristmunds- son, bjargaðist, þjakaður og skaðkalinn. Neðarlega í dalnum, austan undir Tungukotsfjalli, er talið að séu rústir af býli, er hét Tungukot og munnmæli herma að eyðzt hafi í snjóflóði úr Goðdalshyrnu, fjallinu aust- an við dalsmynnið. Það er hátt og bratt og byrgir alla útsýn niður til fjarðardalsins. Verður ekki annað sagt, en náttúran hafi skapað byggðinni í þessum dal myrk örlög. Ár samnefndar dölunum falla eftir þeim og renna saman fram- an við múla Tungukotsfjalls í eina á sem eftir það heitír Bjam arfjarðará. Hún liðast niður Bjarnarfjörðinn í ótal bugðum lygn en oft talsvert vatnsmikil. Séð frá brúnum liggur hún eins og bjart silfurband um lágdal- inn milli grænna, gróinna bakka. Hún fellur að ósi slsammt innan við býlið Ásmundarnes, sem stendur við norðurhorn fjarðar botnsins. Fyrr á árum var veiðin i ánni nytjuð frá býlunum í Bjarnar- firði og fékkst oft góður máls- verður þegar liða tók á sumar. Framhald á bls. 12 og staðnæmist á efstu brún Bakkaborgar. Kaldrananes ligg- ur í norður frá suðurströnd Bjarnarfjarðar. Nesið, sem end- ar í klettahöfða úti við sjóinn, skýlir fyrir hafáttinni, svo inni á firðinum er ágæt höfn. Kaldrananes var áður eitt af höfuðbólum Vestfjarða. Þar bjó á Sturlungaöld Ásgrímur Berg þórsson, mikill höfðingi og vit- ur. Á Kaldrananesi hefur verið útkirkja frá Stað í Steingrims- firði síðan í byrjun 13. aldar. Jörðin er mikil og nytjagóð bæði til lands og sjávar og hef- ur þar oftast verið tvibýli og þríbýli. Henni fylgdu fyrrum þrjár hjáleigur. Sauðhúskot, Urr iðasel og Bakki, sem nú er vel setið myndarbýli í Bjarnar- flrði. Frá Kaldrananesi var áður fjölfarinn vegur um Bæjarháls ,til Selstrandar. Er útsýni frá þeirri leið fagurt og tilkomumik ið. Hvort sem farið er upp brún- ina að norðan um Bæjarskarð ellegar Þórisgötu er sjónhring- urinn þaðan víður og fjölbreyti- I meir en hálfa öld hefur HEMPELS skipamálning haft forystuna á heimshöfunum Yfir 50 ár eru liðin, síðan J. C. Hempel í Kaupmanna- höfn hóf framleiðslu á skipamálningu. — HEMPEL's skipamálningin er nú framleidd i 19 verksmiðjum og seld úr birgðastöðvum við 185 hafnir um allan heim. HEMPEL’s MARINE PAINTS rekur umfangsmikla rann- sókna- og tilraunastarfsemi, ekki aðeins i Kaupmanna- höfn, heldur einnig i Bandarikjunum, Svíþjóð, Eng- landi og viðar. Þar er stöðugt unnið að endurbótum málningarinnar. Miklar kröfur eru gerðar til skipamálningar, sérstak- lega af flokkunarfélögunum. Stærstu flokkunarfélögin, eins og t d. Lloyd's, Norsk Veritas, Germanische Lloyd's o. fi. hafa öli viðurkennt hinar ýmsu tegundir HEMPEL's skipamálningar. Slippfélagið i Reykjavik h.f. hefur einkaleyfi til fram- leiðslu á HEMPEL’s skipamálningu hérlendis. Það fær þvi nýjar formúlur og upplýsingar um endurbætur send- ar frá aðalstöðvum HEMPEL's jafnótt og þær eru gefn- ar út. Þannig tryggir Slippfélagið sér — og yður, beztu fáan- legu vöru á hverjum tíma. Framleiðandi á íslandi: Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.