Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1970 21 Ályktanir námsmannaþings; Vilja 16 síðna auka- blað Morgunblaðsins og tveggja tíma sjónvarpsþátt MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt fréttatilkynning frá Náms- mannaþingi 1970 ásamt ályktun- iim þingsins en i þeim er þeim óskum m.a. beint til ritstjóra Morgnnblaðsins, að þeir veiti starfsliópum Námsmannaþings 16 síðna aukaiilað einn daginn til þess að „kynna niðurstöður sinar, ræðast við og skemmta les endnm eftir fðngum" eins og segir í ályktuninni. Ennfremur er óskað eftir tveggja klukku- tíma þætti i sjónvarpinu innan tveggja vikna, þar sem íslenzkt námsfólk „fær að ræða þau mál, sem því liggur á hjarta". Fréttatilkynningin ásamt á- lyktunum fer hér á eftir: Námsmannaþing, sem er sam- eiginleg ráðstefna SHÍ og SlNE var haldið helgina 22.—23. ágúst. 1 upphafi þingsins var sam- þykkt tillaga um breytingar á reglugerð Stúdentaráðs. Fól hún í sér útvíkkun þingsins i al- mennt námsmannaþing. Auk fastra liða var í umræðu hópum rætt um stöðuveitingar á íslandi, kjaramál, hlutverk menntunar og nemendahreyf- ingu. Þingið sóttu um 50 námsmenn. Samþykktar voru ályktanir m.a. um stöðuveitingar á íslandi, tvær tillögur um kjaramál, þar sem önnur tekur mið af því þjóð félagi, sem við lifum í nú, en hina má skoða sem markmið er stefnt skuli að. Þá voru og sam- þykktar ályktanir, þar sem komu fram átölur á einokunaraðstöðu stjórnmálaflokka í íslenzkum fjöl miðlum. Tilkynningu þessari fylgja á- lyktanir þingsins. ÁLYKTUN UM STÖÐUVEIT- INGAR Á ÍSLANDI 1. Námsmannaþing beinir þeirri áskorun til opinberra að- ila, að veiting í stöður til lífs- tíðar verði lögð niður. 2. Námsmannaþing fordæmir það sleifarlag i vinnubrögðum veitingarvaldshafa, að auglýsa ekki lausar stöður strax og á- kveðið er að stofna þær eða vit- að er að þær losna, svo að næg- ur tími gefist væntanlegum um- sækjendum til að fá sig lausa frá öðrum störfum og undirbúa sig fyrir hið nýja. Jafnframt álit ur þingið það óhæf vinnubrögð, að auglýsa stöður með lágmarks umsóknarfresti skv. lögum eða jafnvel of stuttum. 3. Námsmannaþing álítur að mikil þörf sé að kanna gaum- gæfilega, hvaða störf í þjóðfé- laginu, séu svo stefnumótandi („policy making“) í eðli sínu, að réttlætanlegt sé að flokkspóli- tískir ráðherrar skipi i þær. En í þau stefnumótandi störf, sem rétt eða afsakanlegt þykir að skipað sé í eftir flokkslegum sjónarmiðum sé ekki skipað til lengri tíma í senn en til næstu stjórnarskipta. Ennfremur skal ráðstöfun annara starfa komið í lýðræðislegra form. 5. Námsmannaþing álítur, að taka beri upp lýðræðislegri skip an í nefndir (og ráð), er um- sagnaraðild hafa að stöðuveit- ingum, s.s. að formenn slíkra nefnda (og ráða) séu ekki skip- aðir af ráðherra, heldur kosnir af nefndarmönnum sjálfum. 6. Námsmannaþing fordæmir allar pólitískar stöðuveitingar, sem ekki geta talizt sérstaklega stefnumótandi („policy mak- ing“), svo og aðrar stöðuveiting- ar, er sprottnar eru af óeðlileg- um hvötum, s.s. fjölskyldutengsl um eða persónulegum kunnings- skap. ÁLYKTUN UM NÁMSMANNAKYNNINGAR Námsmannaþing leggur mikla áherzlu á, að staða námskynn- ingastjóra verði auglýst strax. Er dráttur á þessu mikilvæga máli óskiljanlegur, þar sem þeg- ar hefur verið veitt fé á fjárlög- um til þess. Samtök námsmanna eru hvött til að láta þetta mál meira til sin taka. Ber að veita fé það nú þegar, sem ákveðið er á fjárlögum til uppbyggingar starfs, sem þegar er hafið af starfshópi námsmanna. ÁLYKTUN UM F.IÖLMIÐLA I. Námsmannaþing átelur þá ein okun, sem stjórnmálaflokkar hafa í umræðum um þjóðfélags- mál í fjölmiðlum þjóðarinnar og fer fram á, að almennum þjóð- félagsumræðum verði opnaður vettvangur þar. Þingið fer þess á leit við íslenzka sjónvarpið, að það veiti 2ja tíma þátt innan 2ja vikna, þar sem íslenzkt námsfólk fær að ræða þau mál, sem þvi liggur á hjarta. ÁLYKTUN UM FJÖLMIÐLA II. Námsmannaþing fer þess á leit við ritstjóra Morgunblaðsins — blaðs allra landsmanna — að þeir veiti starfshópum Náms- mannaþings 16 síðna aukablað einn daginn til þess að kynna niðurstöður sínar, ræðast við og skemmta lesendum eftir föngum. ÁLYKTUN UM KJARAMÁL I. Námsmannaþing leggur áherzlu á, að stefnt verði að þvi, að námsaðstoð verði 100% fjárþarf ar námsmanna ekki síðar en ár ið 1974. Þingið bendir á, að ástæða er til að endurskoða hugtakið um- framfjárþörf og beitingu þess, þegar lánahlutfallið hækkar. Að öðrum kosti fellur hvatningin til tekjuöflunar burt úr kerfinu. Stefna ber að þvi, að vinnutekj- ur umfram ákveðið lágmark hafi ekki áhrif á úthlutun. Slikt mundi losa stjórn sjóðsins við það umstang, sem fylgir ná- kvæmri athugun á vinnutekjum manna. Stjórn Lánasjóðs og stjórnarvöld þurfa að hafa þetta atriði í huga við gerð áætlana um fjárveitingar til sjóðsins. Reglur Lánasjóðs um að áætla mönnum lágmarkstekjur án til- lits til aðstæðna eru óréttlátar í mörgum tilvikum. Með síðustu breytingum sjóðsstjórnar á þess- um reglum er stigið skref í rétta átt, en við teljum rétt að ganga enn lengra og taka fullt tillit til aðstæðna námsmanna, t.d. ef þeir fá ekki atvinnu i leyfum eða þurfa að nota þau til náms. Þar sem tekjuöflun náms- manna að loknu námi er mjög misjöfn telur þingið rétt að end- urgreiðslum verði komið í það form að greidd sé ákveðin prós- entutala af tekjum þar til lán er að fullu greitt. Ef lán er ekki að fullu greitt innan ákveðins tíma frá því námi er lokið falli eftirgreiðslur niður. Þingið bein- ir því til samtaka námsmanna og stjórnar Lánasjóðs, að þau beiti sér fyrir ítarlegri könnun á framfærslukostnaði náms- manna heima og erlendis og reyni til þess allar hugsanlegar leiðir. Að lokum leggur þingið sér- staka áherzlu á að námsmenn fái sem fyrst meirihluta i stjórn Lánasjóðs. Peningarnir eru þeirra og er því eðlilegt að náms menn hafi úrslitavald um ráðstöf un þeirra, sem og um áætlana- gerð sjóðsins og tillögur til stjórnarvalda um fjárveitingu. ÁLYKTUN UM KJARAMÁL II. Námsmannaþing ályktar, að allt nám eigi að skoða sem vinnu og launa í samræmi við það. Jafnframt skal stefnt að al- mennri launajöfnun, .þannig að menntamenn njóti ekki betri launakjara en aðrir þjóðfélags- þegnar. Fundarboð Aðalfundur fisksalafélags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar verður haldinn í Iðnó í dag sunnudaginn 30 ágúst kl. 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál er fram kunna að koma svo sem verðlagsmát. Reykjavík 20. ágúst 1970. Stjórnin. álnavöru markaður FYRRAMALIÐ nú látum við verðin tala: 25/- Fyrir kr. 25/— pr. m. fáið þér: Blússuefni, 90 cm. Blúnduefni, 115 cm, einlit. Tricel twill, 90 cm, mörg mynstur og liti. Ullarefni, þykkt, 140 cm, mynstruð. 50/- 240/- Fyrir kr. 50/— pr. m. fáið þér: Nylon ciffon, 115 cm, mynstruð. Taft-efni, 115 cm, mynstruð. Prjónanylon, 90 cm, mynstruð. Bómullarefni, 90 cm, köflótt. Orlon crepe, 115 cm, einlit. 90/- Fyrir kr. 240/— pr. m. fáið þér: Terylene/bómullaref ni, 150 cm, einlit. Samkvæmiskjólaefni, 90 cm, fjölbreytt úrval. Jersey, 140 cm, mynstruð. Terylene/gerviefni, 140 cm, köflótt. Fyrir kr. 90/— pr. m. fáið þér: Bómullarsatín, 90 cm, doppótt og röndótt. Strigaefni, mjúk 90 cm, einlit. 250/ Fyrir kr. 250/— pr. m. fáið þér: Stretchefni, 140 cm. Ullarefni, 140 cm. 125/- Fyrir kr. 125/— pr. m. fáið þér: Blúnduefni, 90 cm, í mörgum litum. 290/- 150/- Fyrir kr. 150/— pr. m. fáið þér: Courtelle-efni, 90 cm, mynstruð. Polyfan m/Lurex, 140 cm, köflótt. 195/- Fyrir kr. 195/— pr. m. fáið þér: Álnavörumarkaðurinn Fyrir kr. 290/— pr. m. fáið þér: Ullarefni, 140 cm, fisk- beinamynstruð. Lurex efni, 100 cm, skámynstruð. Acryl jersey, 160 cm, hvít. Bómullarjersey, 160 cmu hvít. Terylene/bómullarjersey, 140 cm, þverröndótt. Ullarefni, 140 cm, sv/hv. köflótt. er að Hverfisgötu 44 HVERFISGÖTU 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.